Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Blaðsíða 12

Fálkinn - 03.07.1942, Blaðsíða 12
12 í'ÁLKIN N Louis Bromfield: 15 AULASTAÐIR. viö fólk eins og hún gat. Hún bai- klaufa- lega á borð, og belti niður matnum, en á meðan á þessu stóð hugsaði lnin enn: „Jeg ætti að gera það, sem jeg var að hóta; fara upp í sveitina mína aftur og ef til vill giftast einliverjum sveitamanninum þar, þegar þar að kemur. Og rjett í sama bili fór hún að hugsa til þess að ganga á búnaðarskóla. Hún ákvað að gleyma sem fyrst öllu þessu fánýti, sem hún liafði lært í skólanum í Austurríkjunum og ekki virl- ist færa henni í aðra hönd annað en aukna sálarangist, en læra í staðinn meðferð mjólkur og smjers og heilsufræði kúa. Þegar kvöldið var liðið, var höfuðverkur- inn horfinn og hún var þegar farin að gera áætlanir um það, hvernig hún gæti gert gjörbreytingar á jörðinni hans föður síns. Hún var meira að segja búin að gleyma Kobba. PJn loksins var matarframleiðslunni lok- ið og hún hafði sjálf etið kvöldverð — og það miklu meira en henni hefði getað dott- ið í hug — og þá var ekki annað fyrir hendi en að rölta heim. Og á leiðinni fiá Safnaðarhúsinu að Aulastöðum liugsaði hún um magra hluti og margvíslega, og óskaði þess meðal annars, að hún væri ekki svona heilsugóð, að geta jetið eins og skarfur, jafnvel í sárustu sorg sinni. í fyrsta sinn fann hún rjettilega til þess, hversu einmana hún var, og hversu und- arlegt væri, aðj slikt inætti ske, mitt í stór- borg eins og Flesjuborg. Jafnvel heima á Aulastöðum var hún einmana, af þvi að hún þekti ekki Villu frænku og Öddu gömlu almennilega. En jafnframt var henni það Ijóst, að þetta var ekki þeim að kenna; því nógu voru þær góðar við hana og vildu alt fyrir hana gera — ekki vantaði það. Nei, það hlaut að vera lienni sjálfri að kenna. „Jeg hlýt að hafa eitthvað það í fari mínu, sem fælir fólk frá mjer“, hugsaði hún. „Og heima í sveitinni var þetta engu betra. Það hlýtur að vera þetta sama, sem fælir Kobba frá mjer .... hvað sem það nú kann að vera. Nú var hún kominn að liliðinu á Aula- stöðum og um leið og henni datt Ivobbi í hug, duttu henni einnig í hug hætturnar, sem hann hafði sagt að gætu beðið hennar í óræktarrunnunum beggja vegna við stíg- inn heim að húsinu. Flækingarnir, sem gætu legið þar í leyni og ráðist á hana. Henni hafði aldrei dottið þetta í hug áður, en nú var ýskrið í hjörunum á hliðinu nóg til þess, að hárin risu á höfði hennar. Hún stóð þarna stundarkorn og hlustaði, leit til beggja handa og sá enga sálu, sem hægt væri að æpa á, ef illa færi. En loksins datt henni í hug að ekki gæti hún staðið þarna alla nóttina. Hún taldi upp að tíu og lagði síðan af stað, og reyndi að hlaupa ekki, enda þótt fæturnir ættu bágt með að hlýða þeirri skipun. Og alt í einu var in'm komin að húsinu og farin að stinga lykl- inum í skráargatið, án þess að neinn hefði ráðist á hana. Þegar inn i forstofuna kom, sá hún, að þar var meira ljós en Adda var vön að hafa þar, af sparsemi sinni. Inst í forstof- unni sá hún daufa sldmu út úr skrifstofu .1. E. sáluga. — Villa frænka situr þá enn við vinnuna, hugsaði hún, jeg ætti að biðja liana afsökunar á þvi, hvað jeg var andstyggileg við liana. En skrítið var þetla nú saint .... Villa frænka vann næstum aldrei i skrifstofunni hans .1. E. sáluga. Hún fleygði frá sjer hatti og kápu og gekk í áttina til dyranna, en þangað komst hún samt aldrei alla leið, þvi alt í einu opnuðust dyrnar alveg upp á gátt og karl- mannsmynd kom í ljós. I sama vetfangi gaus aftur upp öll gamla hræðslan og lnin æpti upp yfir sig. Maðurinn gekk áfram í áttina til liennar, eins og ekkerl væri um að vera og milli ópanna heyrði hún hann segja: „Þetta er alt í lagi .... það er hara jeg. En í sama bili urðu hnje liennar mátt- laus og hún hneig niður á gólfið, og jafn- vel daufa birtan i stofunni slokknaði. Þegar hún raknaði við, sat hún í einum slitna hægindastólnum í skrifstofunni, en Villa frænka og Adda gamla stóðu yfir henni í sloppum sínum, en bak við þa*r stóð ungur maður með ljósleilt hár og gleraugu. Villa frænlca sagði: „Vertu ekki hrædd, góða mín. Hann gerir þjer ekki neitt. Ilann á heiina hjerna i húsinu.“ Iin henni fanst ekkert vit í þessu, jafnvel þótl Villa frænka segði það. Þá gaf Adda henni vænan sopa af viski og Villa frænka tók að útskýra fyrir henni, að þetta væri ung- ur maður, Ríkarðs að nafni, sem ætlaði að fara að vinna með þeim við Gunnfán- ann, hvernig hún hefði bjargað honum úr fangelsinu, þar sem hann var í rannsókn- arferð sem blaðamaður, og nú ætlaði hann að vera hjá þeim í fæði og húsnæði. A meðan Villa frænka Ijel dæluna ganga, hrestist Sjana smámsaman og fór að virða fyrir sjer nýja samverkamanninn. Meðan hún hlustaði á síðustu fyrirteklir Villu frænku, sá hún, að ungi maðurinn leit sæmilega út, enda þótt hann væri ekki beint fallegur. Gleraugun með stálumgerð- unum gáfu honum greindarlegan uglusvip, en hann var samt ekk.i hlóðlaus og slvttis- legur eins og flestir ungir gáfumenn; hann var herðabreiður og í nýjuin tilbúnum föt- um frá Frendlich hinum þýska. Jafnveí í núverandi hugarástandi, viðurkendi Sjana með sjálfri sjer, að ef til vill yrði vistin í húsinu ekki út af eins leiðinleg, þegar ungi maðurinn bættist í hópinn. Hann sagðí: „Mjer þykir leitt að hafa hrætt yður svona. En jeg leit þarna inn og fann Endurminningar Grants í skápnum og fór að lesa í þeim, því einlivernveginn hef jeg aldrei getað náð neinstaðar í þær fyrr. Hún svaraði: „Þetta var ekki neitt.“ Sið- an varð vandræðaleg þögn, þangað til Adda gamla gerði enda á henni með þvi að segja: „ Jeg fer fram og bý til bolla af kókó handa þjer. Það er svo gott fyrir taugarnar.“ Þau fylgdu nú Öddu fram í eldhús, og meðan hún bjó til kókóið og hinar smurðu brauðsneiðar, fór viskíið að hafa sínar verkanir á Sjönu, svo hún komst í ágælis slcap og hugsaði sjer meira að segja, að húsverk — jafnvel matreiðsla þvrftu hreint ekki að vera eins leiðinleg og hún hafi altaf haldið. Ungi maðurinn var alveg eins og lieima hjá sjer. Hann hjálpaði þeim við bráuðsmurninguna, slcrafaði og var fyndinn, svo að Adda skellihló, en ht- ið þótti Sjönu nú samt til fvndninnar koma. Nú settust þau þrjú við horðið og Adda gekk um beina og settist því næst við ann- að borð. Alt var í lukkunnar velstandi og brátt tók ungi maðurinn að segja ferða- rollu sína, er hann kom sem flakkari alla leið frá New York. Þegar Sjana hafði hlustað á stundarkorn, hafði hún alveg gleymt raunum sínum og var hin ánægð- asta. Einkum varð hún ánægð, þegar hann gat þess, að hann hefði verið í Harvard- háskólanum. „Jæja, þá fæ jeg fyrst cinn andlegan jafningja hjer í Flesjuborg,“ hugsaði in'm með sjálfri sjer, hálfkend af viskíinu. Snöggvast gat hún meira að segja glevmt búnaðarskólanum og búskapnum fyrir þessu nýja mannsefni, sem þarna birtist. Að minsta kosti var gott, að einhver karl- maður væri í húsinu. Það var komið miðnætti, þegar þau gengu lil náða og skildu Öddu eftir í eld- húsinu til þess að þvo upp og slökkva ljósin. Þriðjudagsmorguninn hóf hr. Rikarðs vinnu sína við blaðið og frá sama tíma var eins og breyting yrði á öllu þar í skrif- stofunni. í setjarasalnum hljóp nýtt lif í vjelsetjarana við gömlu vjelarnar og Zimmermann gamli, sem hafði sett og lagt af í fjörutíu og átta ár, fanst eins og nýtl líf færast í gömlu slitnu blýstafina. Niðri í skrifstofunni skeði það meira að segja, að Marta gamla Friklc rjetti úr sjer meira en lnin hafði gert árum saman og fullyrt var, að hún hefði meira að segja brosað, þótt það væri nú að vísu ekkert sólskins- bros. Uppi i ritstjórnarstofunni hafði nýliðinn fengið gamalt borð við glugga með útsýni vfir torgið, og þar sat hann og sneri sterk- legu bakinu að Villa Frikk og Sjönu. í til- efni af deginum hafði frú Lýðs farið í ný- legan kjól, og í augum Sjönu var dagurinn rjett eins og sá fyrsti, sem liún vann við blaðið, jiá nýkomin úr skóla og með höf- uðið fult af allskonar endurbótum. (Þetta var áður en hún varð; óánægð og ljet und- an síga fyrir rukkurunum og reikningun- um, daufingjaskapnum i allri ritstjórninni og vindhanaskapnum í Villu frænku). En nú þegar hún horfði á þennan breið-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.