Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1942, Qupperneq 14

Fálkinn - 03.07.1942, Qupperneq 14
14 FALKINN Frá Svíþjðð MUNIÐ NOREG! Frli. af bls. 3. 300.000 SKOTFJELAGAR í SVÍÞJÓB. Eitt af ])ví sem sýnir, hve af- ráðnir Svíar eru í því að verjast, ef á þá verður ráðist, er liinn öri vöxtur nieðlinia í skotfjelögum þeirra hin siðustu ár. Um áramótin sem leið voru um 280.000 starfandi meðlimir í skotfjelögunum sænsku, en árið 1988 voru þeir ekki nema 90 þúsund. Árið 1940 var alls 81 iniijón skotunf skotið á æfingum og nær 33 miljón skotuin árið 1941. Kolke Bernadotte greifi, frændi Svíakonungs skýrði frá þessu í vor. En hann er forseti sambandsnefnd- ar skotfjelaganna sænsku. Hinn núverandi vöxtur skotfjelag- anna í Svíþjóð er í samræmi við það, sem áður hefir gerst á stríðs- tímum, þegar talið. hefir verið, að þjóðinni stafaði hætta af styrjöld, en þó hefir vöxturinn orðið meiri nú en nokkurntíma áður. Það skilja allir, live mikils virði skotfimin er í striði og þessvegna liefh- hið opinbera styrkt skotfje- lögin ríkulega við kaup á rifflum og skotfærum og við útbúnað skot- brauta. SVÍAR HERÐA Á LANDVÖRNUNUM. Eins og í fyrra lnifa Svíar aukið her sinn undir eins eftir að vora lók nú í vetur sem leið, til þess að vera viðbúnir hverju, sem fyrir kynni að koma í hernaðarefnum. Var byrjað að auka liðsútboðið í febrúar í vetur og hefir það haldið áfram siðan. í sambandið við liðsútboðið voru haldnar afar víðtækar vetrarheræf- ingar i norðanverðri Svíþjóð. Þannig fóru fram í lok febrúar hinar mestu vetrar-heræfingar, sem nokkurntíma liafa verið hafðar í Sviþjóð, uppi í Jamtalandi. Þar voru allar tegundir vopna sveita, þar á meðal skíðaher- deildir, skriðdrekar og brynvarðar bifreiðar, og æfingarnar voru háð- ar í sambandi við flugsveitir. — Heimavarnarliðið á staðnum liafði einnig verið kvatt á vettvang til ]>ess að lialda vörð við vegina, tefja fyrir fallhlífahermönnum og því um líkt. Vetrarútbúnaður og vetrarþjálf- un sænska • hersins er hvorttveggja talið fremst þess, sem til er í heim- inum í þeirri grein, og hjer var liðið látið ganga undir þunga þol- raun í nokkurra daga „bardaga“ i crfiðu landslagi, d.júpum snjó og miklum kulda. Sjerstaklega var lögð áhersla á miklar hreyfingar her- liðsins bæði í sókn og vörn og tóku æfingar hins fjölmenna herliðs því yl'ir mikið landsvæði. Svæðið, sem æfingarnar fóru fram á var undir algerðri myrkvun eftir að kvölda tók og jafnframt heræfingunum tók fólkið í sveitunum þátt í burtflutn- ingsæfingum og þessháttar. Við æf- ingarnar voru staddir sænski krón- prinsinn, hervarnarráðherrann og hæstráðandi landvarnaliers Svia. .íafnframt framkvæmdum þeim, sem gerðar liafa verið i þá átt að vera’ viðbúnir að verja landið, ef stríðið skyldi berast að landamær- unum, hafa sænsku yfirvöldin á ný undirstrikað það, að Svíar sjeu stað- ráðnir í að halda fast við fyrver- andi hlutleysisstefnu sína í stríðinu milli stórveldanna og verjast öllum utanaðkomandi árásum. Stefna Svía kom skýrt fram í ræðu, sem yfir- borgarst.jóri Stockholms, Torsten Nothin hjelt i vetur. „Það má segja, skýrt og afdráttarlaust,“ sagði yfir- borgarstjórinn meðal annars, „að sænska stjórnin hefir stoð samhuga skoðunar Svía, er hún lýsir yfir því, að hún sje viðbúin að mæta með vopnum sjerliverri tilraun, hvaðan sem hún kemur, til þess að gera Svíþjóð að hækistöð árásar eins stríðsaðila gegn öðrum. Vjer óskum af alhug, að okkur takist að varð- veita friðinn, en við óskum ekki friðar fyrir livað sem hann kostar. Við setjum frelsi okkar og sjálfstæði ofar en friðinn. Ef nokkurt riki reynir að kúga okkar frjálsa land, erum við ákveðnir í því að verja það af öilum okkar mætti, vegna þess að okkur finst friður án frels- is álíka og lii' án æru,“ sagði yfir- borgarstjórinn að lokum. VERKSMIÐJAN I HELLINUM. Eftirtektarverð sænsk tilraun. Athyglisvert verksmiðjuhús hefir nýlega verið fullgert i sænska málm- iðnaðarbænum Eskilstuna. Þetta er stór vjelaverksmiðja, sem komið hefir verið t'yrir í helli, sem sprengdur hefir verið i bergið. -— Vjelaverksmiðja þessi er eign hins alkunna vjelsmíðafjelags Bolinder- Munktell og hefir eigi aðeins verið gerð til þess að fá sprengjuhelda vistarveru og stað, sem stenst gas og eld, heldur einnig að gera tilraun með slika tilhögun, svo að saman- burður fáist við aðrar verksmiðju- byggingar. Þó að verksmiðjan sje inni í bjargi er bjart og loftgott j)ar inni. Sjer ekki i sjálfan klettavegginn, þvi að hann er klæddur innan með íjósmáluðu masonite. Vjelarnar eru lika málaðar ljósar. Hjer og hvar i veggjunum eru innskot, eins og djúpar giuggakistur og eru máluð blóm og skýjaður liiminn bak við þessa giugga, líkt og á leiksviði, svo að þetta Ííkist sem mest útsýn um glugga. Lamparnir bera birtu, sem iíkist mjög venjulegri dagsbirtu, og þessvegna er talsvert eðlilegt um- horfs inni. Loftrásarkerfið er fullkomið og dælir í sífellu inn hreinsuðu lofti hæfilega heitu og röku. Húsið er þannig raunverulega óháð hitabreyt- ingum árstíðanna, og útilokar bæði svækjuliita sumarsins og vetrarkuld- ann. Kletturinn er ágætur einangr- ari, og þó ekki væri dælt í húsið upphituðu lofti, mundi hitinn þarna inni vera nálægt 6—-7 stigum bæði sumar og vetur, hvað sein hitastig- inu úti fyrir liði. En hitinn, sem kemur frá vjeluin, ofnum og raf- magnsvjelum er nægur til þess, að andrúmsloftið verður 21 stig, jafn- vel j)ó vetrarhörkur sjeu úti. Þess- vegna er aðal „upphitunarkostnað- urinn“ í l)vi fólginn að knýja áfram vjelarnar, sem framleiða kalt loft fyrir hellirinn á sumrum, Ef gasárás væri gerð á umliverfið er hægt að loka hellinum svo vel, að ekkert gas komist inn í hann. Og ef eld’ur kemur upp i verksiniðj- unni er ekki annar vandinn en að flýja út og loka dyrunum og loft- rásum — liá kal'nar eltíurinn. — Þess má geta, að í hellinum er brunnur með vatnsleiðslu um hvern krók og kima. Þó að undarlegt megi virðast hef- ir þessi verksmiðjuhellir ekki kost- að inikið meira en álika verksmiðju- hús ofanjarðar. Með því að hafa hellirinn svo stóran, að hægt væri að nota venjulegar sprengi- og grafl- arvjelar inni i honum, varð kostn- aðurinn við gröftinn miklu minni en t. d. í jarðgöngum, og ennfrem- ur þurfti þarna hvorki sement nje stál til byggingarinnar. Viðhalds- kostnaðurin verður lágur, og upp- hitunarkostnaðurinn mjög lítill í samanburði við það, sem gerist i húsum. Það er enn of snemt að dæma um, hver áhrif það hefir á starfsfólkið að eiga að vinna við inniljós eingöngu, en enn sem komið er hefir ekki borið á því, að þetta hefði nei nóþægindi i för með sjer. AUKNAR VATNSVIRKJANIR í SVÍÞJÓÐ. Vaxandi iðnaður, samfara aukn- um erfiðleikum á að fá kol og olíu frá öðrum löndum, hafa valdið stór- aukinni eftirspurn eftir vatnsorku til rafmagnsframleiðshi i Svíþjóð. Af þesstmi ástæðum svo og af þvi, að það virðist eiga langt í land, að alt komist i samt lag aftur, er nú kappsamlega unnið að því að beisla fallvötnin í landinu. — Samkvæmt ’skýrslum, sem Sænska vatnsvirkj- ana-sambandið gaf út nýlega, voru á árinu 1940 bygðar nýjar stöðvar eða eldri stækkaðar, sem nemur 90.000 túrbinu-hestöflum, eða 5.1% aukning á því vatnsafli, sem áður hafði verið virkjað. Og með þessum NoregssamskotiD. Eftirfarandi samskot hafa borist afgreiðslu Eálkans: Erik og Birgitta kr. 10.00, Ilauk- ur Bjarnason kr. 5.00, Sigr. Helga- dóttir kr. 100.00, Helga og Jóhann kr. 20.00, Kristján kr. 15.00, Halla og Birna kr. 20.00, S. Ó. kr. 100.00, P. S. kr. 10.00, N. N. kr. 50.00, N. N. kr. 10.00, Þórir Jónsson kr. 10.00, B. B. kr. 5.00, Anna kr. 10.00, M. J. kr. 10.00, Guðvaldur Jónsson kr. 10.00, J. Þ. kr. 5.00, N. N. kr. 100.00, Kura Baldvinssen kr. 25.00, J. E. og A. E. kr. 20.00, G. G. kr. 5.00, Snæbjörn kr. 30.00, Grétar og Gunnar kr. 1.25. aukningum var virkjað vatnsafl í Svíþjóð koinið upp í 1.970.000 kíló- watt í árslok 1941. Árið 1942 var unnið að virkjum samtals 142.000 k\v„ en á árinu 1941 var byrjað á virkjum 244.000 k\v. og liefir ný- virkjun aldrei verið meiri i Sviþjóð á einu ári. Það er álitið, að virkjunaraukn- ingar i Svíþjóð muni nema um 7% á ári næstu árin, og að virkjað afl muni vera orðið að minsta kosti 2.4 miljón kw. í árslok 1944. Um 35% af þessum aflstöðvum munu verða eign ríkisins, en nú er hlut- deild ríkisins i rafmagnsframleiðsl- unni 31%. Orkufranileiðslan og hækkun með- alrenslis hefir einnig verið aukið með því að gera nýjar uppistöður og liækka gamlar stíflur. Orkumagn þessara vatnsmiðlunargeyma er orð- ið fjórum sinnum meira en þuð var árið 1932 og vatnið, sem uppistöð'- urnar geyma er nálægt 21 miljard rúminetrar. KAUPIÐ »FÁLKANN«

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.