Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1942, Page 12

Fálkinn - 14.08.1942, Page 12
12 FALKINN Louis Bromfield: 20 AULASTAÐIR. Jafnvel Marta og Villi Frikk uröu að við- urkenna, að þetta væri afburða góð rit- stjórnargrein, sem rjetti við sjálfsvirðingu starfsfólksins og hresti hug þess, jafnvel drengjanna, sem báru það til hins fámenna áskrifendahóps i Flesjuborg. En út á við verkaði það eins og sprengikúla, og hafði komið af stað miklu umtali í borginni, tveim klukkustundum eftir að síðasta ein- lakið var sloppið úr prentvjelinni. Þeir, sem vissu ekki af hr. Rikharðs, sögðu: „Ó, þetta eru hara fjörkippir í Villu gömlu," en aðrir sögðu: „Hvaðan fær hún aura til að kosta þetta?“ Hjá engum borgara Flesjuhorgar vakli ljlaðið þó jafn mikla eftirtekt og hjá Dorta gamla. Þetta laugardagskvöld sat hann á sokkaleistunum upp í legubekk og las rit- stjórnargreinina aftur og aftur. Honum líkaði ekki tónninn í henni og hann óskaði þess, að Kobbi væri nærstaddur, til þess að ræða málið við hann, í stað þess að vera úti í veiðiferð, til þess að gleyma frænku frú Lýðs. Eftir þvi, sem aldurinn færðist yfir Dorta, fann hann æ meiri þörf á því að hafa Kobba nálægan, sjer til stuðnings. Þegar liann var að heiman, varð gamli maðurinn oft einmana, gamall og ráðalaus. ískyggilegust þótti honum tilvitnunin i grein J. E., sem hafði dáið löngu áður en Dorti kom til Flesjuborgar, og var nú far- inn að tala upp úr gröf sinni. Hann kunni ekki við tóninn í þessum orðum: „Borgin hefir altaf verið heiðarleg og framsækin og Gunnfáninn mun reyna að berjast fyrir því, að hún gæti haldið áfram að vera þannig.“ Dorti gamli gerði sjer engar tyllivonir; þetta var eins greinileg stríðsyfirlýsing á hendur honum, og í algjöru ósamræmi við lians hugmyndir um framtíð horgarinnar, eins og hann vildi hafa liana. Því liann vildi hafa Flesjuhorg í sínum vasa, og þótti það nógu góð framtið. Þetta kvöld steinsofnaði Dorti ekki um leið og liann snerti koddann, heldur lá hann lengi vakandi, hugsaði, reiknaði og skrif- aði á minisspjaldið, sem lá við liöfðagafl- inn á rúmi hans. Það voru aðallega atriði, sem hann þurfti að fá upplýst hjá Hirsh, sem sá um rekstur „Frjetta“, viðvíkjandi fjárhag Gunnfánans og viðskiftum hans við pappírskaupmennina. Hirsh hlaut að kunna þetta alt á fingrum sjer. Þarna lá hann í skrautrúminu, eins og risavaxin konguló og spann vefinn, sem átti að fanga frú Lýðs og Gunnfánann hepnar, ef nauðsyn krefði. Inst í hjarta sínu langaði hann ekkerl til þess að koma frúnni fyrir kattarnef, því honum var meinlaust til hennar á lík- an hátt og manni getur verið vel við gamla, slitna skó. En ef hún hinsvegar færi að gerast umsvifamikil, neyddist hann til þess að koma henni á vonarvöl, til þess að hjarga sjálfum sjer frá fjárhagshruni og ef til vill fangelsi. Hann var ekkerl hrædd- ur við hana, en hinsvegar var liann hrædd- ur um það, að ef hún færi að velta ein- liverri snjókúlu af stað, gæti sú kúla orð- ið hættulega stór, áður en varði. Og svo var mannskrattinn, sem hún hafði kippt út úr fangelsinu, rjett fyrir framan nefið á dómaranum og þeim öllum! Hefðu þeir bara rent grun í ])að, hver hann var í raun og veru, þá væri hann nú að tæma fötur í sorpbila borgarinnar. Dorti gamli gekk ekki í neinar grafgötur um faðerni þess- arar ritstjórnargreinar. Hún var að minsta kosti ekki eftir moðhausinn hana Villu gömlu Lýðs, heldur eftir einhvern, sem var fær blaðamaður og það óþarflega fær til þess að vera hollur fyrir suma. Mánudaginn ef'tir kom Gunnfáninn i endurbættri útgáfu. Enda þótt letrið væri það sama og áður, var niðurskipunin svo gjörbreytt, að halda hefði mátt að hjer væri um nýtt blað að ræða. Nú hafði það fengið á sig fullkomin nýtískusvip, i stað þessúrelta forneskjusvips, sem áður hafði verið á því. Frjettagreinarnar, sem áður höfðu verið teknar formálalaust og óhreytt- ar úr stórborgablöðunum, höfðu nú verið umskrifaðar þannig, að þær voru læsilegri fyrir íbúa Flesjuhorgar sjerstaklega. Og valið á þeim var einnig öðruvísi, þvi hr. Ríkharðs sleppti leiðinlegu frjettunum, en tók hinar, sem áhuga gátu vakið. Ein nýjung var í þessu mánudagsblaði, sem sje bæjarfrjettadálkur Villa Frikk en auk þess var grein eftir Sjönu Baldvins, þar sem hvatt var til þess að gera Flesju- horg að „borg blómanna" og gera garð þar sem nú voru sorphaugar. Einnig var grein eftir ritstjórann, frú Lýðs, um gamaldags uppskriftír á allskonar ávaxtamauki og niðursuðu, uppskriftir, sem höfðu þótt góðar áður fyrr, en voru nú fallnar í gleymsku, nema rjett hjá nokkrum göml- um konum í þorpunum og á búgörðunum, en þær sendu ennþá framleiðslu sína á sýningar, sem haldnar voru á hverju ári. Gasa-Máría hafði lagt til þrjár uppskriftir, enda þótt nafns hennar væri hvergi getið. Loksins var ritstjórnargrein eftir hr. Rík- harðs sjálfan, þar sem þess var getið, að enda þótt Gunnfáninn ætlaði að herjasl áfram fyrir þeim hugsjónum, sem hann hefði alla tíð barist fyrir, væri saml ætl- un hans að yngja sig upp og verða aðal- blaðið í borginni og ríkinu, hlað, sem væri persónulegt og einkennilegt fyrir staðinn, sem gæfi það út, að öll Bandaríkin skyldu læra að þekkja það og jafnvel lesa það. I fyrsta sinn í sögu blaðsins settu greina- höfundarnir nöfn sín undir greinarnar, en þetta gerði hlaðið persónulegra en áður hafði verið og liitaði greinahöfundunum um hjartaræturnar. Jafnvel aldursforset- inn, frú Lýðs fann eins og æskufjör og nýjar vonir vakna hjá sjer, við það eitt að sjá nafn sitt á prenti. Dálkur Villa Frikk var ágætur, og kom honum þar að haldi kunningsskapur við marga í horginni, svo viskídrykkja hans og kvennasnag og önnur lífsreynsla, og nú skeði það i fyrsta skifti í tuttugu ár, að liann kom órykaður til vinnu á mánudags- morgni. Eftirvæntingin eftir þessum mikla degi gerði hann svo rækilega ófullan, að hann varð livorttveggja í senn, stoltur og hálfskömmustulegur við undrunaraugu samverkafólksins. Nokkru fyrir hádegi á þriðjudag, tók Marta Frikk við fyrsta nýja áskrifandan- um í grindarhúsinu sinu í skrifstofunni niðri. Klukkan þrjú eftir hádegi voru komnir sjö í viðhót og um kvöldið voru þeir orðnir alls níu. Einnig voru margar símahringingar til frú Lýðs; það voru ýms- ir meðborgarar hennar að óska til ham- ingju og frúin hafði það upp úr þessuín hringingum að verða taugaóstyrk allan daginn og koma engu í verk, sem hún þurfti að gera. Og rjett áður en skrifslof- unni var lokað um kvöldið, hringdi for- maðurinn í Borgarafjelagi kvenna í Flesju- horg til Sjönu, til þess að tilkynna henni, að grein hennar hefði vakið mikla athygli á fundi i fjelaginu, og nefnd hefði verið kosin til þess að beita sjer fyrir skreyt- ingu borgarinnar með hlómgörðum og fleiru þessháttar. Og nú var erindið að hjóða Sjönu að verða heiðursfjelagi og taka sæti í nefndinni. Sjana kafroðnaði af feimni og ánægju og svaraði játandi og þakkaði fyrir heiður- inn. Þegar hún fór úr skrifstofunni, gekk hún beint í hókasafnið og fjekk sjer bæk- ur um garðyrkju, og sama kvöldið skrif- aði hún eftir hlóma- og fræ-verðlistum i margar áttir. Hún kunni ekki snefil til garðyrkju, en nú var ekkert undanfæri að læra eithvað í þeirri grein, þar sem hún var garðyrkjufræðingur blaðsins, og það ekki einungis um hlóma- heldur og um matjurtarækt, til þess að verða ekki her að fáfræði frammi fyrir nefndinni. Og hún hafði fleira í huganum en garðyrkju. Ilún hafði kvennasíðuna á fimtudögum og sveitasíðuna á laugardögum. Henni fanst hún aldrei liafa haft eins mikið að gera og nú, og við það hættist, að hún hafði áhuga á verkinu. Þetta kvöld gerðu þau sjer glaðan dag í eldhúsinu, frú Lýðs, Sjana og hr. Rík- harðs, og hjeldu veislu með kókó og brauð- súpu, en Adda sat við annað horð og hlustaði. Þótt ekkert væri sterkara á horð- um en kókó, var ekki trútt um, að þau fyndu öll dálítið á sjer. Jafnvel hr. Rík- harðs var ánægður, enda þótt hann væri eins og dálítið utan við sig. I rauninni var þetla annar ritsjórnarfundur, sem þau lijeldu þrjú fyrir sig. Svo virtist sem höfuðið á hr. Ríkharðs væri sá nægtahrunnur af hugmyndum hlaðinu til endurhóta, sem aldrei yrði þur- ausinn. Hann tíndi þær fram, eina í einu og síðan voru þær ræddar. Jafnvel Adda gamla tók þátt í umræðunum og loksins

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.