Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1942, Síða 9

Fálkinn - 09.10.1942, Síða 9
f A L K I N N 9 fyrír þröskuldiim og studdi hendinni á vegginn. „Ekkerl liggur á, iaxi,“ sagði hann, „jcg þarf að tala við þig undir fjög- ur augu, skilurðu?“ og hann hleypti brúnum reiðilega. • Thommy var um og ó, en hurðin vildi ekki lokast, svo h'ann spurði: „Hvað viltu. Jcg kannast ekkert við þig.“ „Jeg ætla þá að leyfa mjer áð kynna mig, ef svo .mætli segja.“ Hann tók í húfuna með uppgerðarauðmýkt. „ Jeg lieili Bob Ford, kem einhvers staðar utan úr veröldinni, ef svo mætti segja. Það var jeg, sem fórst með „Mooltan", liefi verið stein- dauður i fimm ár, en nú er jeg kominn til þess að heilsa upþ á konuna mína!‘“ Meðan á þessari ræðu stóð seig neðri skolturinn á Thommv meir og meir. Að lienni lokinni klóraði hann sjer i höfðinu, horfði til jarðar, góndi upji í loftið og síðan út á götuna, en t hvesti loks augun á gestimi. Hann kom ekki upp nokkru orði. „Jeg kom til að lieilsa upp á konuna mjha,“ endurtók inaðr urinn. Við skulum tala um mál- efnin undir fjögur augu. Munnurinn á Simmons lok- aðist hægt og hægt, og hann gekk á undan upp stigann eins og í leiðslu og klóraði sjer í höfðinu. Honum skiidist smatí og smátt, hvað um var að vera og freistarinn Ijet þá ekki á sjer standa. Setjum nú svo, að þessi maður væri Ford. Myndi hann ekki gera tilkall til konu sinnar? Væri það nokkurl kjaftshögg? Myndi það ríða honum að fullu, eða hvað? Honum varð liugsáð til huxn- anna, u])pþvoltarins, sendiferð- anna, lmífgnna, kallanna og glugganna; hann hugsaði um þetta alt eins og maður, sem er á undanhaldi. Er þeir komu upp á loftskör- ina, grei]) Ford um handlegg hans og hvislaði hásum rómi: „Hvað er langt þar til hún kemur heim ?“ „Hjer um bil kiukkutími,'' svaraði Simmons, eftir að hafa hugleitl ])að með sjálfum sjer. Því næsl opnaði hann tlagstof- una. „Skoðum til,“ sagði Ford, „bærilega hefir nú farið um ykkur. Þarna eru stólarnir og dótið, sem hún átti,“ og hann henti með pípunni, „eða rjett- ara sagl jeg, svona okkar í milli.“ Hann settist og reykti pípu sína hugsandi. „0, jæja,“ hjelt hann áfram, „hingað er jeg þá kominn, liann Boh gamli Ford, sem dó og druknaði á „Mooltan“. En nú er að gá að því, að jeg er ekki dauður og dottinn upp l’yrir,“og hann potaði i hringuna á Thommy með pípunni, „og hver er á- stæðan? Jú, mjer var hjargað um horð í þýskan flutningadall þeir krökuðu í inig og fóru með mig tií „Frisko" — nú, síðan hefi jeg t'lækst hingað og þangað,“ og nú leit hann hvast á Simmons, „og nú langar mig til að liitta konuna mína!“ „Hún vill ekki láta reykja hjerna inni,“ sagði Simmons eins og út í hláinn. „Nei, þessu get jeg vel trúað,“ sagði Ford, tók út úr sjer píp- una og Ijet hana síga niður með hliðinni. „Jeg held jeg þekki Hönnu. Hvernig kantu við hana? Lætur liún þig þvo glugg- ana?“ „Auðvitað hjálpa jeg henni stundum,“ svaraði Simmons vandræðalegur. „Já, var það ekki? Hnífana kanske líka og hannsetta katl- ana. Hvorl maður kannast við það. Heyrðu,“ hann reis á fæt- ur og aðgælti hnakkann á Simm- ons, „lnm klippir þig þó ekki sjálf? Þarna er hún lifandi koniin!“ Hann grandskoðaði Simmons, sem var orðinn rjóður, í krok og kring, því næst Ivfti liann upp annarri buxnaskálminni, sem hjekk á hak við dyrnar. „Jeg þori að veðja, að þessar hefir hún saumað. Þetta gæti enginn hafa gert nenia liún. Svei mjer, ef þær eru ekki verri en þær, sem þú ert 1!“ Freistarinn fór nú að færa sig upp á skaftið. Ef þessi mað- ur fengi aftur konuna sína, yrði hann líklega að ganga í þessum buxum. „Eklci hefir liún skáriað,“ hjelt Ford áfram. „Drottinn minn dýri, en sú ......“ Simmons fór að finnast, að sjer kæmi jielta ekki lengur við. Það var augljóst, að Hanna var rjettmæt eiginlcona þessa manns, og heiður sins vegna, varð hann að viðurkenna það. Freistarinn sýndi honum fram á, að það væri meira að segja siðferðileg skylda hans. „Jæja,“ sagði Ford all í einu, „timinn flýgur og við verðum að lialda okkur við efnið. Jeg vil ekki vera harður við þig, lagsi. Auðvitað ætti jeg að krefj- ast rjettar míns, en jeg sje, að þú ert vandaður piltúr og þú ert húinn að hreiðra hjer um þig í friðsælu hjónabandi jeg ætla þess vegna,“ og hann varð alt í einu veglyndið sjálfl, „fjárinn liafi það, jeg sættist á svikin og sigli minn sjó! Við komum okkur saman um iiæfi- lega upphæð, segjum fimm pund rjett og sljett.“ Simmons átti ekki fimm pund i eigu sinni, liann átti ekki eiriu sinni fimm penninga, og það sagði hann. „Mjer kæmi aldrei til liugar að spilla á ■ milli hjóna,“ bætti liann við, „ekki með nokkru móti. Þefta er Iiart aðgöngu, en jeg ætla að gera skyldu mína. Jeg fer.“ „Nei,“ sagði Ford óðamála og þreif i handlegg lians, „gerðu það ekki. Jeg skal heldur slá af því. Segjum þrjú. Það er sanngjarnt, finst þjer ekki? Þrjú pund eru ekki háar skaða- bætur fyrir að hverfa fyrir fult og alt og flækjast einn um líts- ins ólgu sjó, ef svo mætti segja og fá aldrei framar að sjá lcellu sína. Svona nú, þetta er aðeiris okkar á milli þrjú pund og jeg er farinn. Er þetta ekki sómasamlegt tilboð? „Víst er það sómasamlegt,“ svaraði Simmons hrærður, „það er drengilegt, já, hreint og heint göfugmannlegt. En jeg ætla mjer ekki að níðast á góðvild þinni, Ford. Hanna er þín lög- leg eiginkona, og jeg hið ])ig lijer með að fyrirgefa, að jeg skyldi taka hana frá þjer. Þú verður lijer eftir og nýtur rjett- ar þíns. Það er skvlda mín að víkja, og nú fer jeg.“ Að svo mæltu gekk liann til dyranna. „Hægan, hæga.n,“ kallaði Ford og tók sjer stöðu við dyrriar, „vertu ekki að flana þetta. Hugsaðu um, hvað þú ferð á mis við, heimilislaus og konulaus. Það verður hræðilegt! Heyrðu, við skulum ekki fara að rífast. Þú lætur mig fá eitt skitið pund, ha? Þú getur liæg- lega náð þjer i pund, láttu klukkuna u-pp í það. Segjum pund, og jeg .......“ Það var barið harkalega tvisvar sinnum á útidyrahurð- ina. í Austurbænum eru tvö högg altaf lil þeirra, sem húa uppi. „Hver er að koma?“ spurði Bob Ford fullur eftirvæntingar. „Jeg skal gá,“ svaraði Simm- ons og þaut niður stigann. Boh Ford heyrði liann opna útidyrnar. Hann gekk að ghigg- anum, og er hann gægðist nið- ur sá liann ofan á kollinn á kvennhatli, sem livarf inn úr dyrunum og nú barst honum til eyrna kvenrödd, sein haun kannaðist vel við. „Hvert ertu að gana, liatt- laus?“ spurði röddin hvrst. „Alt i lag'i, Hanna. Það er einhver uppi, sem vill tala við þig,“ svaraði Sinnnons. Það var farið að bregða birtu, en mað- urinn, sem Ford sá skjótast nið- ur götuna, var enginn annar en Thomas Simmons. Ford stökk í einu vetfangi fram á loftskörina. Konan lians stóð enn í dyrunum og starði á eftir Simmons. Ilann henlist aftur inn i stofuna, þreif opinn glugga og stökk niður á þvotta- húsþakið, þaðan ofan í liúsá- garðinn, klöngraðist síðan í ör- væntingu yfir girðinguna og hvarf út i rökkrið. Enginn. lif- andi maður hafði sjeð til lians. Nágrönnunum er það þessvegna enn i dag hulin ráðgáta, að Simmons skvldi hlaupast á brott, og' það meira að segja rjett við nefið á konunni sinni. EIGENDASKIFTI AÐ AULESTAD. Hið fræga setur -skóldsins Björn- stjerne Björnsson, Aulestad í Follebu, liafði eigandaskifti uni síðastliðin óramót. Ekki gekk stórbýlið þó úr ættinni, því að sá seni keypti var Harald, sonarsonur Björnson en son- ur Eriings Björnsson þess, sem tók við búforráðum á Aulestad eftir föð- ur sinn. Það var árið 1875 sem Björnstjerne Björnson keypti Aulestad, að róði ungs vinar síns, Karls Seip. Björn- son var þá i Róin og liafði aldrei sjeð jörðina, en af brjefum, sem hann skrifaði síðar, má sjá, að hann liefir ekki iðrast eftir kaupin. Þannig skrifar hann, skönunu eftir að hann settist að á Aulestad: „Hjer er framtíð min. Nú er jég glaður eins og jeg var þegar jeg var strák- ur, nú á jeg aftur vonir, eins og þá.“ Gamla aðalhúsið á Aulestad fjekk núverandi sjerkenni sín árið 1881, l>egar frú Karoline Björnson ljet gera samanhangandi svalir meðfram þremur hli'ðum hússins, til þess að gleðja mann sinn, sem þá var í fyrirlestrarferð vestur í Ameríku. — Árið 1922 keypti rikið aðalbygg- inguna og geymir luin nú'safn ýmsra minja eftir Björnson. DANSK-JAPANSKT. Fyrsta Iierskip Japana, sein hjet Adzuma, á 'sjer merkilega sögu. Það var smíðað i Frakklandi og þótti mikill gripur á þeirri tíð, og var r.éfnt Sphinz. En árið 1864 keyptu Danir þetta brynvarða skip og gáfu fyrir það 800.000 ríkisdali. Skírðu Danir skipið Stærkodder og kom það við sögu hertogadæmastriðsins 1864. Siðar var það selt til Nprður- Ameríku og hlaut nú nafnið Stone- wall. Og loks lenti það i japanska lierflotanum og hefir verið skírt upp fjórum sinnum síðan. Fyrst hjet það Ko-Te, þá Tsú-Kan, næst Ádzum- Kan og loks Adzuma. SMÆLKI. Auðæfi eru yfirhöfn, sem hylur fjölda synda. — Menander. Hrukkurnar eru árfarvegir, sem guðirnir liafa gral'ið fyrir tár okkar. — Emile Augier. Þegar hepnin fylgir dirfskunni, setur enginn út á hana. Le S-age.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.