Fálkinn - 16.10.1942, Blaðsíða 15
ÍÁLKINN
15
HVER SAMDI LEIKINN. —
Frh. af hls. 2.
James M. Barrie, mr. Thomas Hardy,
mr. Henry Arthur Jones, mr. Pinero
og mr. 'Bernhard Sliaw .... Skáldið
var ekki myrkur i máli, er það lýsti
undrun sinni og gleði yfir þessu".
— Þetta er einnig tilvitnun i Ed-
mund Gosse. — Allan daginn stóð
opin liurðin hjá Ibsen, því að altaf
voru að koma nefndir og inikils-
háttar menn til ]iess að bera Tram
hamingjuóskir. Og öllum þeim sýndi
lbsen sjálfur gripina, sem hann
hafði fengið frá Englandi, og fann
til sín af gjöfinni.
—■ Líklega hefir ekkert leikrita-
skáld heldur lifað lífi sínu frekar
án kynna við bókmentirnar en hann.
Ibsen sótti efniviðinn í leikrit sin
til lífsins sjálfs. Hann tók eftir því,
sem fyrir bar í daglegu lífi, og
hverjar verkanir það hafði á fólk.
Og svo ljet hann hugmyndaflug
sitt skilja hálfkveðna vísu.
Ef til vill er „Brúðuheimilið" víð-
frægast allra leiðrita hans, en ýms-
ir gagnrýnendur telja þó „Þjóðníð-
inginn“ enn meira, sem dramatiskt
listaverk. „Afturgöngurnar“ ollu á-
köfum deilum, ekki aðeins í Noregi
heldur í öðrum löndum meginlands-
ins og í Englandi. í ýmsum löndum
mundi þetta leikrit aldrei liafa kom-
ist á svið, ef ekki hefði verið að
váxa upp hin óháða hreyfing í leik-
list. I dag mun „Hedda Gabler“ og
,,Rosmerholm“ vera orðin eins víð-
kunn leikrit og ,,Brúðuheimilið“
var. Og að lokum skal því bætl við,
að „Þjóðfjélagsstoðirnar“ (Sam-
fundets Stötter), „Villanden“, æfin-
týraleikurinn „Per Gynt“ og ,,Byg-
mester Solness“ kannast unnendur
Ibsens vel við um heim allan.
ÞJÓÐNÍÐINGURINN.
Þrátt fyrir langa fjaryeru liefir
Thomas Stockmann læknir ávall
unnað bænum, sem var bernsku-
heimili hans, ákaflega mikið. En
einn góðan veðurdag kemst liann
að þeirri niðurstöðu, að ef upp-
sprettur nokkrar, sem hann álítur
að liafi heilsubetrandi þýðingu fyr-
ir fólkið í bænum, verði leiddar inn
i bæinn, og seft upp heilsulaug, þá
numdi það ekki aðeins hjálpa ýms-
um örkumluðum til þess að fá heils-
una aftur, heldur mundi bæjarfjelag-
ið einnig græða á því. Hann segir
bróður sínum, Pjetri, sem er lög-
reglustjóri, borgarstjóri og mjög
mikill áhrifamaður i bænum, frá
þessari liugmynd sinni. Fyrir milli-
göngu Pjeturs er nefnd sett til þess,
að koma þessum haðstað upp. Úr
fátækt og umkomuleysi hækkar
Tliomas Stockmann í tigninni og
verður yfirlæknir hinnar nýju stofn-
unar. Og allir bæjarbúar fagna því,
að nú fari blómatími í hönd vegna
hins nýja baðstðar.
Fyrsta árið, sem baðstaðurinn
starfar, tekur Stockmann læknir
eftir því, að ýmsir gestir á bað-
staðnum fá taugaveiki. Með því að
gera efnarannsókn á vatninu fær
hann vissu fyrir ]iví, að eitrunin
i vatninu stafi frá sútunarhúsi einu
fyrir innan bæinn, og þetta írensli í
vatnið sje stórhættulegt. Eina ráðið
til þess að bæta úr þessu sje það,
að leggja nýja valnsleiðslu, á stað
lyrir ofan sútunarhúsin. En þetta
kostar tugi þúsunda af krónum.
Stockmann læknir leggur til, að
uppástungur hans um málið, sjeu
birtar i „Folkebudet“, en ritstjóri
])ess er ,frjálslyndur‘ maður, og
heitir Hovstad. Hefir hann oft verið
gestur á heimili Stockmanns lækn-
is og jafnan sagt honum, að hann
skyldi vera boðinn og búinn til að
aðstoða hann og styðja í öllum mál-
efnum viðvikjandi baðstaðnum'. As-
laksen, prentsmiðjustjórinn, sem er
formaður húseigendafjelagsins í
bænum, segir honúm einnig, að hann
vilji hafa „þjettskipaðan meiri-
hluta“ hæjarfjelagsins á bak við sig.
og Stockmann vex hugur við ]>essi
ummæli.
En svona fer það samt, að þegar
borgarstjórinn skipar Hovstad rit-
stjóra og Aslaksen í einskonar
bráðabirgðanefnd um þessa nýju
fjárveitingu, vegna baðanna, þá finst
liinum fyrnefnda, þ. e. a. s. rit-
stjóranum, að liann standi ekki vel
að vígi með því, að verða þátttaki í
slíkum byltingahugsjónum, sem ])ess-
ari með baðið. Og sá síðarnefndi,
Aslaksen verður þess vísari, við al-
menna „umþenking“, að þáð stríði
gegn skyldum hans, sem formanns
í Húseigendafjelaginu, að styðja
Stockmann lækni.
Og nú ber undarlega við. Blöðin
eru lokuð fyrir Stockmann lækni,
— hann fær ekki að koma þar orði
að. Öll samkomuhús eru „upptekin“,
þegar Stockmann læknir þarf á
þeim að halda, til þess að gera grein
fyrir máli sínu. Þegar svo er kom-
ið kallar Stockmann saman fund á
heimili vinar sins. Hann heldur enn-
þá, að hann eigi almenningsálitið.
t stað þess að styðja hann, lýsir
þessi fundur yfir því, að liann sje
„Þjóðníðingur“. Það er skorað á
hann að segja af sjer yfiríæknis-
stöðunni við baðhúsið. Dóttir hans,
Petra, sem hefir verið einhuga með
föður sínum alla tíð, er svift kenn-
araembætti, sem hún hefir við skól-
ann, og tveir yngstu drengir Stock-
manns neyðast til þess að segja sig
Sigurður E. Hjörleifnson, múr-
arameistari, verður sextugur
20. f>. m.
Gasluotir
tnefi hraðkveikju
ALADDIN-LAMPAR
með glóðarneti
OLÍULAMPAR
HANDLUGTIR
LAMPAGLÖS
LAMPAKVEIKIR
LAMPABRENNARAR 10”
Verzlun
0. ElUngsen h. f.
úr skóla. Gestgjafinn, sem þessi
fundur gerist hjá, Horster kapteinn
— verður jafnvel að missa af húsi
sinu og heimili, vegna ])ess, að hann
hefir lánað íbúð sína til fundarins.
Og Stockmann læknir kemst að
þeirri niðurstöðu í lokin, að hver
É
sá, sem þori að liafa hugsjónir og
gera sjer hugmyndir gegn „den
kompakte majoritet“ sje dæmdur til
þess að standa einn. ^
Leikurinn var sýndur i fyrsta
sinn snemma árs 1883 í Noregi,
Danmörku og Svíþjóð.
Kemísk fatahreinsun og pressun
Kemisk hreinsum og pressum allskonar fatnað fljótt og vel
með nýtísku vjelum og fuljkomnustu aðferðum.
Efnalaugin Týr
Týsgötu 1.
Sími 2491.
ALLSKONAR
jSKÓR
í miklu úrvali.
Dömu
Herra
Barna
Verslunin Jork
Laugavegi 26
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hafið þjer reynt hið nýja
Dr. West’s tannkrem
iOzSÍÍ
PastI
Gæði þess eru ótvíræð, en
aldrei koma þau betur í
Ijós, en þegar notaður er
hinn nýi
Dr. West’s tannbursti
í sóttverjandi hylki.
I
£'
Þessar tvær nýjungar á sviði tannhirðinga ætti enginn
að láta undir höfuð leggjast að reyna.
Notið dr. West’s-vðrnr á hverju heimili