Fálkinn


Fálkinn - 13.11.1942, Síða 5

Fálkinn - 13.11.1942, Síða 5
F Á L K I N N 5 Síðasta stórslysið Á föstudaginxi vai’ bii’tu dagblöö- in fregnina uni afdrif yngsta tog- arans i islenska flotanum „Jóns Ól- afssonar“ frá Alliancefjelaginu. Haföi ]xá ekkert spurst til skipsins í 15 daga. Þa'ð ljet úr höfn í Englandi 21. október, samtímis línuveiðaran- um „Húginn“, sem kom hingað nœsta mánudag á eftir. Hafði hann aldrei orðið var við „Jón Ólafsson“ á heimleiðinni. „Jón Ólafsson“ mun hafa verið næststærsta skip íslenska flotans og var yngstur allra togaranna, smið- aður í Englandi árið 1933 og afar 'vandað skip, 435 smálestir að stærð. Hingað var skipið keypt árið 1939. Hjer fara á eftir nöfn þeirra 13 manna, sem fórust með skipinu: Sigfús Ingvar Kolbeinsson, skip- stjóri, Hringbraut (14, fæddur 19. nóvember -1904, kvæntur og átti 1 barn, 8 ára að aldri. Helgi Eiriksson Kúld, fyrsti stýri- maður, Sóleyjargötu 21, ókvæntur. Haraldur Guðjónsson, annar stýri- maður, Lokastíg 15, fæddur 27. apríl 1904, kvæntur og átti 4 börn: 8, 10, 14 og 10 ára gömul. Ásgeir Magnússon, fyrsti vjelstjúri, Hrísateig 10, fæddur 30. mars 1902, kvæntur og átti 3 börn: 1, 3 og 7 ára gömul. Valentínus Magnússon, annar vjel-. stjóri, Hverfisgötu 82, fæddur 19. júní 1900, kvæntur og álti 2 börn: 3 og 14 ára gömul. Guðmundur Jón Óskarsson, loft- skeytamaður, Reynimel 58, fæddur 5. ágúst 1918, ókvæntur. (Hann fór aðeins þessa ferð á skipinu, en var annars loftskeytamaður á Snorra goða). Gústaf Adolf Gislason, matsveinn, Fálkagötu 19, fæddur 20. júlí 1905, kvæntur og átti 7 börn: 1, 2, 3, 7, 8, 9 og 10 ára gömul. Sueinn Markússon, liáseti, Kára- stíg 8, fæddur 25. júni 1911, kvæntur og. átti 1 barn, 4 ára gamalt. Vilhjálmur Torfason, háseti, Höfða- borg 01, fæddur 25. apríl 1900, kvæntur og átti 4 börn: 1, 4, 0 og 7 ára. Jónas Hafstein Bjarnason, háseti, Vík við Langholtsveg, fæddur 8. júní 1918, kvæntur og átti 1 barn 4 ára. Erlendur Pálsson, háseti. Hjálms- stöðum í Laugardal, fæddur 18. janúar. 1910. Karel Ingvarsson, kyndari, Lamba- stöðum á Seltjarnarnesi, fæddur 24. janúar 1899, kvæntur og átti 1 barn, 2 ára gamalt. Þorsleinn Hjelm, kyndari, fæddur 5. október 1918 (Fæi’eyjum) ókvænt- ur, en á móður á lífi. Sigfús I. Kolbeinsson, skipstjóri. Helgi Eiríksson Kúld, Haraldur Guðjónsson, fysti stýrimaður. annar stýrimaður. Ásgeir Magnússon, fyrsti vjelstjóri. Vatentínus Magnússon, Guðm. Jón Óskarson, Gústaf Adolf Gíslason, annar vjelstjóri. loftskeytamaður. matsveinn. Sveinn Markússon, háseti. Vilhjálmur Torfason, háseti. Jónas H. Bjarnason, háseti. Erlendur Pálsson, háseti. Karel Ingvarsson, kyndari. Þorsteinn Hjelm, kyndari. það, sem aflaga fer. Leyfi fyrir nýj- um ofni fjekst fyrst, eftir marg ítrek- aðar lilraunir, 1. sept. 1939. Nú getum við ekki fulnægt eftir- spurn, nema að litlu leyti, en hins vegar er innflutningur erlends tglft- arvarnings í miklum blóma og hetir verið stundaður betur síðan við byrjuðum með íslenska leirmuna- framleiðslu. íslenskir leirmunir liafa verið á sýningum i Danmörku, Skandinaviu, Þýskalandi og á heimssýningunni í New York. Mörg girnileg tilboð höfum við fengið utanlands frá, en ekki getað sint þeim, eins og eðli- legt er, þar sem vei’kstæðið er raun- verulega ekki starfhæft nema til að framleiðh lítinn liluta þess er landið þarfnast. Á verkstæðinu í Listvinahúsi vinna nú 7 manns, þar af 5 fag- menn, en eðlileg þróun hefði skap- að vinnu fyrir 15 til 17 manns, auk þeiri’a, sem að dreifingu hefðu unnið. Aðferðirnar til að efla íslenskan iðnað eru, að minu áliti, úreltar hjer, enda varla hægt að búast við þvi að fjármálamenn skilji hinar mentalegu liliðar málsins. Þótt nefndir sjeú skipaðar um þessi mál, þá eru þær valdlausar og venjulega of skammlífar til að geta komið langsóttum málum i framkvæmd. Fyrir mjer vakti það eitt að vinna þjóðinni menningarstarf, að skapa vandaðan listiðnað á þess- um sviðum, fyrst eftir þörfum vor- Rjúpur sýndar á heimssýningunni i New York. um, en síðar, er fagþekking og list- liæfileikar aukast að við kveðum okkur hljóðs á alþjóðamörkuðum, með hinar sjerkennilegu leirtegund- ii vorar og liti. Til samanburðar má geta þess, að Danir flytja árlega út leirmuni og postulín fyrir ca. 42 miljónir króna, en flytja þó inn mikið af hráefnum. í öllum þeim löndum, er jeg þekki til, hefir ríkisvaldið beinlínis rekið verksmiðjur á þessum sviðum. Hjer þarf að biðja um það að mega starfa — beðið um það, sem ætti að bjóða. Þetta slítur kröftum og lamar viljann. Er sem hegningar- vinna, unnin i óþökk. Styrjaldir hafa ekki algjört áhrifa- váld í menningarmálum, en eru þrá- laldlega notaðar — sem aðrar aft- urgöngur — til þess að kveða þau niður. Nú þarf ekki að kvarta, þvi íslenski leirinn liefir staðist sanx- keppni við aðflutt „keramik“. Viðskiftavinum okkar hefir fjölg- að ár frá ári. Mikið hefir verið flutt úr landi og safnarar viðsvegar nm heim lxafa fengið smærri send- ingar, sem þeir liafa pantað. Við höfum einnig ástæðu til að vera á- nægð með dóma þá er sýningar okkar hafa hlotið víðsvegar. Þessar góðu undirtektir, sem okkur hafa hlotnast heima og erlendis hafa lijálpað til að gleyma byrjunarörð- ugleikunum og amstrinu í viðskift- um við nefndir,, vgjaldeyrishömlur og féleysi. Þótt eigi hafi enn tekist að fram- kvæma hin stærri framtíðaráform: Byggingarefnavei’ksmiðju og postu- linsverksmiðju þá mun það verða framkvæmt um leið og skilningur vex á gildi frjálsra framk'væmda.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.