Fálkinn - 04.12.1942, Síða 4
4
FÁLKINN
Ferðafjelag íslands
15 ára
Dagblöðin hafa nýlega getið
þess, að Ferðafjelag Islands
hafi orðið 15 ára á föstudaginn
var, hinn 27. nóvemher. Þetta
er að vísu ekki hár aldur, en
þess skal þó getið sem gert er,
þvi að á stofnfundi fjelagsins
innrituðust (53 menn í fjelagið,
en nú eru fjelagsmenn orðnir
4100. Ferðafjelagið er með öðr-
um orðum orðið eitt af fjöí-
mennustu fjelögum landsins og
sýnir þetta, að það var þörf
og — þegar fram í sótti — vin-
sæl hugsjón, sem vakti fyrir
forgöngumönnum fjelagsins.
Ilún var eins og eggið hans
Kolumbusar, það þurfti ekki
annað en benda á leiðina.
Og hverjir áttu upptökin að
stofnun ])essa fjelags? 1 raun
og veru varð hugsjónin alls
ekki til á þeim tveimur undir-
húningsfundum, sem haldnir
voru 7. og 14. nóv. 1927. Hún
fæddist við stofnun litils fje-
lags, sem kallaði sig Nafnlausa
fjelagið og starfað liafði í tíu
ár áður e"n Ferðafjelagið kom
til sögunnar. Þetta var fáment
fjelag, það voru nokkrir menn,
sem höfðu tekið upp á þeim ný-
stárlega sið að fara stuttar
gönguferðir um helgar og ferð
í óbygðir og fjarlægar sveitir
í sumarleyfinu. Þessir menn
voru Einar heitinn Viðar, Helgi
Jónasson, Björn Ólafsson, Tr.
Magnússon, Einar Pjetursson
og Gunnar Kvaran, og oft voru!
með þeim í ferðunum lcunn-'
ingjar þeirra ýmsir. Þeir flökk-
uðu víða um hygðir og gerðu
meðal annars út ferð inn ívj
Þórisdal og víðar inn í óbygðir,
þar sem ekki var títt að kæmu
aðrir en úllendir landkönnuðir
óg vísindamenn.
Það voru nolckrir þessara
rnanna, sem fengu í lið með
sjer áhrifamenn, svo sem nú-
verandi form. Ferðafjelagsins til
þess að hrinda fjelagsstofnun-
inni i framkvæmd. A stofnfundi
fjelagsins í Kaupþingssalnum
hafði Björn Ólafsson stórkaup-
maður orð fyrir fundarboðend-
um, en Gunnl. Einarsson læknir
flutti erindi um starfsemi og
hlutverk ferðafjelaga alment.
Á þessum fundi voru samþykt
bráðabirgðalög fyrir fjelagið
og kosin fvrsta stjórn þess. Var
Jón Þorláksson kosinn forseti
en Björn Ólafsson varaforseti,
en gjaldkeri fjelagsins var fyrstu
sjö árin Trvggvi Magnússon,
uns Kristján Ó. Skagfjörð tók
að sjer afgreiðslu og innheimtu-
störf fyrir fjelagið, ásamt um-
sjón með skemtiferðum, en hún
hafði fram að þeim tíma hvílt á
ritaranum, og sjerstakri skemti-
ferðanefnd.
Hin fyrsta' stjórn fjelagsins
ákvað þegar eftir stofnun þess
að koma út árbók fyrir fjelagið
þegar á fyrsta starfsári þess. Jón
heitinn Ófeigsson tók að sjer að
skrifa fyrstu árbókina og er
hún um Þjórsárdal. Næsta ár-
bókin, 1929, var um Kjalveg,
samin af Ögmundi skólastjóra
Sigurðssyni, en árbókina 1930,
sem var um Þingvelli, sömdu
ýmsir, en aðalritgerðin þar er
eftir próf. Ólaf Lárusson. Næsl
kom árbók um Fljótshlíð, Þórs-
mörk og Eyjafjöll eftir Skúla
Skúlason, en árbókin 1932 var
Feröafjelagar hvíla siy i Karlsdrætti viö Langjökal.
eftir Helga Hjörvar og segir frá
Snæfellsnesi. Þá kemur, 1933,
fyrsta árbókin sem segir frá
óbygðum, nfl. um Fjallabaks-
veg nyrðri, eftir Pálma Hannes-
son. Fylgdi henni uppdráttur
og var það nýmæli, sem stórum
jók gildi bókarinnar. Þá kom
árbók um Þingeyj arsýslu mcð
sjerstökum, ítarlegum kafla um
Mývatnssveit, samin af Þorkeli
doktor Jóhannessyni og Stein-
dóri Steindórssyni frá Hlöðum,
en 1936 lýsing Vestur-Skafta-
fellssýslu eftir síra Óskar Þor-
láksson, þáverandi prest á
Kirkjubæjarklausti. Næsla ár
kom út bók um Reykjavík og
nágrenni, í tilefni af 150 ára
afmæli Reykjavíkurkaupstaðar
og nær hún yfir landnám Ingv
óllfs. Hana skrifuðu Magnús
Jónsson, núv. ráðherra, dr.
Bjarni Sæmundsson, próf. Ól-
afur Lárusson, Steinþór Sigurðs-
son og Skúli Skúlason. 1937
kom út lýsing Austur-Skafta-
fellssýslu eftir Jón Eyþórsson,
Sæluhúsiö í Ilvítárnesi, bygt 1930.
SæluhúsiÖ i Áj'skarði, bygt 1937.
1938 lýsing Eyjafjarðar eftir
Steindór Steindórsson, en 1939
kom Fuglabók Magnúsar Björns
sonar, prýdd fjölda litmynda.
Árbókin 1940 var um Veiðivötn,
samin af Pálma Hannessyni,
1941 um Kelduhverfi, eftir Árna
Óla, með þætti um Tjörnes el't-
ir Jóh. Áskelsson. Loks er ár-
bókin í ár um Kerlingarfjöll,
samin af Jóni Eyþórssyni, Stein-
þóri Sigurðssyni, Þorsteini Jós-
efssyni og Jóh. Áskelssvni, og
mun hún að öllu samtöldu vera
vandaðasta árbókin, sem Ferða-
fjelagið hefir gefið úl, enda
ferðuðust höfundarnir um fjöll-
in í því sjerstaka augnamiði að;
undirbúa lýsinguna.
Margar árbsekur fjelagsins
eru nú ófáanlegar. En það mun
mega segja með sanni, að þær
hafa farið batnandi ár frá ári
enda hafa þær lengst eftir því
sem fjelaginu hefir vaxið fisk-
ur um lirygg efnalega. í árbók-
unum fæst nýr fróðleikur um
landafræði íslands, sem eigi er
að finna annarsstaðar.
Annað aðalhlutverk Ferða-
íjelagsins er það að halda uppi
skemtiferðum á sumrum. Fyrstu
árin kvað lítið að þessari starf-
semi að öðru leyti en því, að
að fjelagið bauð þá á vori
hverju börnum úr efstu bekkj-
um barnaskólanna í Revkjavík
i gönguferð upp á Hengil. Þessi
venja hefir nú lagst niður og
er það miður farið. En skemli-
ferðir fyrir almenning hafa nú
um margra ára skeið verið
farnar milli 20 og 30 á sumri,
þar af nokkrar langferðir til
fjarlægra staða, ætlaðar fólki i
sumarleyfi, en flestar farnar
um lielgar, ýmist síðdegis á
laugardegi eða á sunnudags-
lnorgni, en komið aftur á
sunnudagskveldi. í þessum ferð-