Fálkinn - 04.12.1942, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
FRÁ SVÍÞJÓÐ.
Frh. af bls. 3.
hóttar í Ungverjalandi, Rúmeníu og
Frakklandi.
Þessar x ijósprentuðu útgáfur eru
nokkuð dýrar og hygst ]>vi forlagið
að gefa út nýjan bókaflokk, ódýr-
ari, sem lieitir „Zephyr Books“, og
verður frágangurinn líkur og á
Tauchnitz-bókunum Og „Pocket
Books“. Þar eiga að koma enskar
og ameríkanskar klassiskar bækur
og lögreglusögur. Gerir forlagið ráð
fyrir að halda þessari útgáfu áfram
eftir stríðslok, en „Clipper Books“
eiga að hætta að koma út undir eins
og samgöngur komast í lag aftur.
— Annað forlag sænskt, Ljus hef-
ir einnig í hyggju að hefja útgál'u
enskra og amerískra bóka, í flokki
sem nefnist „Ljus Englisl) Library".
Einnig hefir enska vikublaðið „Eco-
nomist" verið gefið út í ljósprent-
aðri útgáfu í Sviþjóð.
Þó að sænsk bókaforlög geti ekki
að fullu bætt um þanri bókakost
enskra og ameríkanskra bóka, sem
l'jekst í Sví])jóð fyrir stríðið munu
þessar ráðstafanir sjá langt til að
fullnægja þeim áhuga, sem er fyrir
enskum bókum i Svíþjóð.
MIHAILOVITCH HERSHÖFÐINGI
og hermálaráðherra Júgóslavíu hefir
getið sjer einn binn mesta orðstír í
þessari styrjöld. Þegar Júgoslavar
urðu að gefast upp fyrir ofurefli
liðs, er þýskar, rúmenskar og ítalsk-
ar hersveitir streymdu inn í land
þeirra í fyrra, flýði Mihailivitch
með her sinn upp til fjalla og bætt-
ist þar nýr liðstyrkur. Síðan hefir
hann haldið uppi látlausri baráttu
við kúgarana og gert þeim margar
skráveifur, og verða Þjóðverjar jafn-
an að hafa mikinn her i landinu til
þess að standast lionum snúning.
Þegar júgoslaviska stjórnin var
endurskipulögð í London í febrúar
siðastliðnum, var Mihailovitch skip-
aður hermálaráðherra hennar, þó að
hann væri fjarverandi liinni útlægu
stjórn. Fæstir munu hafa búist við,
að liann gæti veitt viðnám tli lengd-
ar í Júgoslavíu, en hann er ósigrað-
ur enn og allar líkur til að svo verði
til stríðsloka, þvi að Þjóðverjar hafa
nú í fleiri horn að líta en áður.
Egils ávaxtadrykkir
Ný bók frá Máli og menningu:
TÓNÍÓ KRÖGER, eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn
THOMAS MANN, ein fegursta perlan í þýskum bókment-
um er nú komin á íslensku í þýðingu Gísla Ásmundssonar.
Viðfangsefni höfundarins er borgarinn- og skáldið, en
jafnframt andstæðurnar í eðli hans sjálfs.
Sagan ier fingerð, listræn, verður að lesast oftar en einu
sinni, eins og allar góðar bækur.
Nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar er einnig korniö út.
, Fjelagsmenn eru beðnir að vitja bókanna
M Á L O G M E N N I N G.
Laugavegi 19. Sími: 5055.
riý bók eítir Uilhj. Þ. Gíslason:
SNORRI STURLUSON..GOÐAFRÆÐIN
I þessari bók er sagt frá Snorra
Sturlusyni og goðafræði hans. Hjer
er í aðgengilegu formi rjettur og ná-
kvæmur texti og fjölbreyttar skýr-
ingar við eitt skemtilegasta og
glæsilegasta rit íslenskra bókmenta,
Gylfaginningu, og lýst á fræðilegan
og skemtilegan hátt ritstörfum og
ævi hins merkasta höfundar og höfð-
ingja. — I bókinni er fjöldi mynda
efninu til skýringar, og einnig ýmis-
konar annað bókaskraut. Myndirn-
ar eru litmyndir og nýjar teikning-
ar, gerðar sjerstaklega fyrir þessa
bók, eða sýnishorn af myndum eldri
listamanna og teikningum. Einnig
eru myndir af fornum gripum, stein-
smíði og málmsmíði, trjeskurði og
vefnaði, þar sem efnið er tekið úr
goðafræði. Myndirnar eru því sýnis-
horn þess, hvernig skilningurinn á
goðsögum og trú hefir þróast í nor-
rænni og germanskri list frá alda
öðli og fram á þennan dag. Nýjustu
myndirnar eru eftir Einar Jónsson,
Ossian-Elgström og Jóhann Briem,
þær elstu úr helluristum og af rúna-
steinum. Margar þessar myndir eru
sjerkennileg og ágæt listaverk. Þá eru
þarna og myndir úr handritum og
gömlum útgáfum. Bókarskraut, titil-
síður, stafir og hnútar eru gerðir eftir fornum fyrirmyndum. Nákvæmar skrár eru um efni og myndir.
Bókin er prentuð á fallegan skrifpappír og bundin í skrautband.
Upplag bókarinnar er lítið.
flý bók dtir 5fEfán Jónsspn:
Skóladagar
Stefán Jónsson er einn af bestu yngri rithöfundum okkar. Hann er greindur maður og yfirlætislaus,
og fer því minna fyrir honum en ýmsum öðrum. En bækur hans hafa hlotið einróma dóma. I fyrra kom
út bókin Vinir vorsins, sem vakti mikla eftirtekt og seldist upp á skömmum tíma. Skóladagar er fram-
hald þeirrar bókar. Má hiklaust ráða foreldrum til þess að gefa unglingum þessa bók. Hún er vel skrif-
uð og falleg.
Bókaverslun ísafoldar og útibúið Laugavegi 12.