Fálkinn


Fálkinn - 30.07.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 30.07.1943, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfi SfiBfln - Katleen Hevitt: Naðran Það er ekki vert að koma við tenn- urnar á eiturnöðru. Það getur farið illa — ef naðran er í slæmu skapi. SVÖRTU kobranöðrurnar hring- uðu sig og voru á einlægu iði í nöðrugröfinni, sem girt var með stálvírneti, fyrir utan skála Palm- ers. Cornish, sem stóð ásamt konu sinni og Palmer, og horfði á þær, líkti þeim ósjálfrátt við svartan, fljótandi málin, sem væri verið að sjóða í katli. Frú Cornish var símalandi eins og liún var vön, og sagði margt ó- viturlegt. „Æ, en hvað þið eruð vemmilegar! Og þær eru víst ekki hætulausar heldur." Ekki hættulausar! En hvað það er líkt henni Elsie að tala svona flóns- lega. Cornish stakk upp i hana: „Hættulausar? Þetta eru hættuleg- uslu eiturnöðrur, sem til eru. Þær bíta altaf til bana.“ „En þú þarft ekki að „bíta mig af“ fyrir því!“ Elsie sneri sjer að Palmer. „Eruð þjer| ekki hræddur um að nöðrurnar sleppi út?“ „Það er engin hætta á því, frú Cornisli. Nöðrugröfin er úr stein- steypu i botninn, undir moldinni sem þjer sjáið, og girðingin er úr sterkasta stálvírsnetinu, sem hægt er að fá.‘ „Já, en hugsið þjer yður — samt!“ Hugsið þjer yður samt — Cornisli sárgramdist altaf þetta orðalag frú- arinnar. Meðan hann var að horfa á nöðrurnar varð áform. til í heila hans. Hann sagði við Palmer: „Það hlýtur að vera erfitt að veiða svona kvikindi?“ „ojæja,“ sagði Palmer og út- skýrði hvernig hann færi að þvi. „Og áður en jeg tek úr þeim eitur- kirtlana helli jeg yfir þær vökva, sem svæfir þær. Sjálf kirtlatakan tekur ekki nema þrjár mínútur.“ Aftur tók Elsie Cornish fram í. „En hvað gerið þjer við eitrið?“ Palmer útskýrði það þolinmóður. „Eina eitrið við kobrabiti er eitrið úr sömu nöðrutegund. Þaö hefir oft reynst vel. Auðvitað ber það sjaldan við að þetta meðal sje við hendina þegar þörf er á því, en ef jeg get safnað nægum birgðum af þvi þá er það gott vopn gegn þessari svörtu plágu.“ Tíu mínútum siðar voru þau Elsie og Cornish á heimleið. Ifann var altaf að velta liugmynd sinni fyrir sjer. Ekki gat hann hrint Elsie of- an í kobra-gröfina hans Palmers — en þar fyrir gæti hún sálast af nöðrubiti. En jafnvel þó að hann veiddi nöðru, mundi hún ekki velja sjer það fórnardýr, sem hann benti henni á. Elsie mundi hrópa á hjálp, og þó að liún væri mesti heigull mundi hún reyna að verjast — hver veit nema henni tækist að drepa nöðruna áður en lmn biti. Á svöl- samúð út úr þornaða leðurbjórnum á andliti hans, meðan hann lagði lakið yfir andlitið á líkinu. „Jeg veit það. Hún var dáin þeg- ar jeg kom að,“ sagði Cornish. Dán- arorsökin var augljós fyrirfram, eins og hann liafði áætlað. Buchanan var ekki í vafa um, að Elsie yrði jarðsett morgunin eftir. — Það er ekki hægt að láta lík standa lengi uppi í hitabeltinu. „Heyrðirðu liana ekki hljóða, eða taka andann á lofti ?“ spurði Buch- anan. „Eitrið verkar á hreifitaug- arnar. Lamar iíkamann og verkar á Öndunarfærin.“ „Jeg lieyrði ekki nokkurt hljóð.“ Cornish sneri sjer alt í einu við. Palmer stóð í dyrunum. Appiah hafði líklega búist við að nöðru- fræðingurinn gæti gert kraftaverk, þótt læknisfræðin gæfist upp. Palmer gekk liægt að nöðrunni, lyfti henni og skoðaði einkennilegt hvítt merki, sem var á hálsinum a henni. „Þetta er ein af nöðrum min- um,“ sagði hann rólega. „Yðar?“ hrópaði Cornish. „En þjer sögðuð, að þær gætu ekki komist út?“ „Það geta þær ekki heldur. En jeg er vanur að sleþpa þeim þegar jeg hefi tekið úr þeim eiturkirtlana. Jeg kæri mig ekkert um að drepa kvikindin. Jeg merki þau svo að jeg geti þekt þau aftur, ef jeg kynni að veiða þau á ný.“ Læknirinn varð vandræðalegur. „Já, en ef þjer liafið tekið úr lienni eiturkirtlana þá — — —“ Hann þagnaði, en þeir Palmer sneru sjer báðir að Cornish, eins og þeir væntu skýringar. \ En Cornisli þagði. Hann starði ú nöðruna sem hjekk máttlaus i hendi Palmers. Hún var svo ömurlega lík gljáandi svartrk. snöru. unum var járnstöng, sem ætluð var til að drepa nöðrur með. Og þó að naðran biti hana — hvað stoðaði það? Þjónarnir mundu sækja Palmer og hann koma ])jót- andi raeð móteitrið sitt og Buchan- an, herlæknir, sem bjó vart hundr- að metra frá, mundi reyna að bjarga henni. Nei, Elsie varð að deyja öðru- vísi, en þannig að hægt væri að kenna svartri kobra-nöðru um. Cornish blandaði sjer glas með appelsinusafa og gin og tæmdi það. Elsic hlammaði sjer ofan í legustól og ljet sjer leiðast. „Hjer skeður aldrei neitt,“ sagði hún kveinandi. Cornish fór inn og fór að athuga lyfjakassann sinn. Hann fann glasið sem hann leitaði að. í því var nægi- legt veronal til þess að drepa heil- an hest. Hann hafði lceypt meðalið i París, einu sinni þegar hann þjáð- ist af svefnleysi. Vandinn var að ná sjer í rétta nöðrutegund. Það var krökt af þeim á þessum slóðuin, en það var á- hættusamt að veiða þær og fIytja þær heim. Sama kvöldið, áður en myrkrið fjell alt í einu á, yfir þessa tiu— tólf skála eins og þjett voð, gekk Cornisli kvöldgöngu. Elsie vissi ekk- ert um tvöfalda boldangspokann og þykku skinnhanskana, sem Cornisli hafði með sjer. En hann varð að fara margar ferðir áður en hann náði í herfangið — liálfsannars metra langa, svarta kobranöðru. Hann gat böglað henni ofan í pok- ann, og bundið fyrir hann. Svo setti hann pokann inn i hjall, þegar hann kom heim. Um kvöldið kvartaði Elsie undan því að kaffið væri svo einkennilegt á bragðið. Undir eins og hún hafði drukkið úr bollanum þá fór hún að blunda. Cornist skolaði bollann hennar og helti dálitlu kaffi í hann, svo að alt skyldi vera með feldu. Svo bar hann Elsie inn í svefnlier- bergið og lagði hana í rúmið. Það var svo' einkennilegt hvað hún and- aði hægt í næturkyrðinni. UM lágnættið var andardráttur Elsie orðin veikur og klukku- stund siðar var hún dáin. Cornish tók járnstöngina á svölunum og fór út í hjallinn. Naðran iðgði og hring- snerist í pokanum, svo að liún sýnd- ist vera lifandi. En Cornish gerði útaf við nöðruna með tveimur högg- um. Hún varð stinn eins og spíta. Svo bar Cornish pokann inn í svefnherbergið, lielti dauðri nöðr- unni úr honum og setti upp hansk- ana til þess að sjá fyrir óræku sönnuninni. Ifann glenti upp ginið á nöðr- unni og þrýstj eiturtönnum liennar inn í kinnina á líkinu, svo að greinileg merki sáust eftir. Svo faldi hann pokann, lagði hanskana ofan i skúffu og hrópaði: „Appiah! Kojo!“ Voru þjónarnir lieyrnarlausir? Hann lirópaði aftur og nú kom Appiali, eldliúsþjónninn, þjótandi. „Naðra bitið Missy,“ sagði Corn- ish þurrum hálsi. „Sækið lækni! Flýttu þjer, drengur!" Appiah tólc til fótanna, lafhrædd- ur og með opinn munninn. Buchanan læknir kom 20 mínút- um siðar. „Hjer er engin von, Corn- ish“, sagði liann þegar. Það skein ThEodáp flrnason: TÓNSNILLINGAR LÍFS 0G LIÐNIR --- i— —i --- HEnriEÍíz Scintag. 1806—1854. Á nitjándu öldinni komu fram all margar söngkonur, sem — ef trúa skal tröllasögunum, sem um þær hafa verið sagðar, hafa verið slíkir „virtú- ósar“ í söng, að þeir sem hafa lifað það sem af er tuttugustu öldinni, hafa ekkert af slíkum undrum að segja. Liklegt þykir manni þó, að í ýmsu hafi þeim verið ábótavant, sumum þessum söngkonum, að minsta kosti, á nútíðar mælikvarða. En það er víst óhætt að fullyrða það, að þessir frábæru söngfuglar nítjándu aldarinnar hafa verið alveg dásamlega vel af Guði gerðir, hvað raddböndin snertir, og flestir þeirra auk þess verið gæddir frábærlega góðum tónlistarhæfileikum og smekk- vísi og á þessu byggist það, að þeim nægði miklu lítilf jörlegri tilsögn en góðar söngkonur njóta nú, — en gátu þó vakið slika lirifningu, meðal áheyrenda, að tæplega þekkjast hlið- stæð dæmi á vorri öld. Á fyrri hluta aldarinnar voru það einkum þrjár slíkar konur, sem settu veröldina „á annan endann“ með söng-snilli sinni. Elst þeirra var Pasta, sem sagt liefir verið frá í þessum þátt- um (f. 1798), þá Sontag, sem nú verður sagt frá, og loks Malibran (f. 1808). Grisi er f. 1811, en lmn telst til þeirra, sem mest kveður að uin miðbik aldarinnar, og er þá á hátindi frægðar sinnar. Henriette Sontag (siðar Rossi greifafrú) fæddist í Coblenz liinn 3. jan. 1806. Faðir liennar var leik- ari, — talin ágætur skopleikari og móðir liennar var leikkona, og það meira en að nafninu til, skilst manni því að Henrietta liafði leitað til hennar um leiðbeiningar uin með- ferð hlutverka (hvað leik snerti) jafnvel eftir að liún var sjálf fræg orðin. Henni gafst snemma tækifæri til að venjast leiksviði, eða jafnvel í bernsku. Hafði því verið veitt at- hygli snemma, að hún hafði fagra söngrodd og þegar þær mæðgur fluttu til Prag (að látnum föður H.) var henni veitl upptaka í tónlistar- skólann þar, þó að liún liefði ekki aldur til (1815). Weber var þá hljómsveitarstjóri við óperuleikhús- ið, og mun hann hafa ráðið því, að Henrietta var tekin, þegar svo stóð á, að barnahlutverk var í óperu. Þetta var henni góð æfing undir lífsstarf- ið, og kom brátt í góðar þarfir sú æfing, þvi að 15 ára gömul var hún til þess kvödd að syngja í óperu í stað „prímadonnunnar", sem var forfölluð, hlutverk prinsessunnar í „Jean de París“ eftir Boldieen. Það þóttu mikil býsn, og myndu þykja enn, að fimtán ára gömul stúlka skyldi ráða við slíkt hlutverk með ágætum. En röddin mun hafa verið frábærlega fögur og henni gefin ör- ugg smekkvísi, enda var henifi fagn- að vel. En litlu síðar fór móðir hennar með hana til Vínarborgar, og dvöldu þær þar nokkur ár. Þar söng Hen- ríetta bæði í ítölskum og þýskum söngleikjum við góðan orðstý. Web- er var þá þangað ltominn og bauð henni aðalhlutverkið, Elryante, í samnefndri óperu hans. Var það merkiskyöld í æfi ungfrú Sontag, er frumsýning fór fram, hinn 23. október 1823. Beethoven hafði heyrt til ungfrú Sontag áður og hafði mætur á henni, en hann hafði ekki getað verið viðstaddur þessa frumsýningu Webers. En það 'fyrsta, sem hann spurði um eftir á, viðvíkjandi leiknum var: „Hvernig stóð hún sig, liún litla Sontag?“ Og sagt er að liann liafi orðið glaður við, er honum var sagt, að hún hefði sungið og leikið svo dásam- lega, að nú stæðu lienni allar leiðir opnar. Þetta var rjett. Sontag litlu stóðu allar leiðir opnar. Og þegar níunda symfónía Bethovens og D-dúr Messan voru fluttar ári síðar (1824) var Sontag fengin til að taka að sjer hið mjög svo erfiða og vanþakkláta sópran-hlutverk, og bar það uppi með glæsilegum yfirburðum. Var hún nú næst ráðin til Leip- Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.