Fálkinn - 25.02.1944, Qupperneq 4
4
F Á L K I N N
FLUGIÐ A FYRSTU ÁRUNUM EFTIR 1918
í síðasta jólablaði Fálkans var sagt frá sögu
flugsins, frá því að Wright-bræður flugu fyrsta
flugið sitt 19. desember 1903 og fram til þess
að fyrst var flogið yfir Atlandshaf. — Hjer seg-
ir frá fluginu næstu árin eftir síðustu styrjöld.
NÚ ER ÞAÐ ORÐIÐ SAMGÖNGUTÆKI
FRAMTÍÐARINNAR.
AÐ voru þrjár sæílugvjelar af
Curtiss-gerð, sem Bandaríkja
menn völdu til þess að reyna að
komast austur yfir Atlanlshaf. Þetta
voru tvíþekjur og höfðu verið smið-
aðar i þeim tiigangi, að þær gætu
varpað sprengjum i hernaði. Hver
þeirra liafði fjögra manna áhöfn og
fjóra fjögur hundruð lia. Liberty-
hreyfla, og gat vjelin flogið þó einn
hilaði. — Með fullri hleðslu og 8200
lítra af bensini vóg hver vjel 28500
pund. Breiddin milli vængjahrodda
var 38.4 metrar og lengdin 20.9
metrar. Nokkra hugmynd geta menn
gert sjer um hurðarmagnið af því,
að i reynsluferðinni l'laug NC 1
með 01 manns. En vjelar jiessar voru
merktar NC 1, NC 3, og NC 4. Þessi
reynsluför var farin í nóvembe.
1918 og tíu ár liðu jiangað til flug-
vjel lyfti fleira fólki.
Á leiðinni, sem vjelarnar áttu að
fljúga voru sett varðskip frá amer-
ikanska og breska flotanum: milh
New Foundlands og Azoreyja voru
21 ameríkanskir tundurspillar með
60 mílna millibili, og milli Azor-
eyja og Portugal hjeldu Bretar vörð.
Þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir
komst aðeins ein fiugvjelin alla leið.
Það var NC 4.
NC 1, nauðlenti 200 mílum fyrir
vestan Azoreyjar og var skilin þar
eftir, flugmönnunum hafði verið
hjargað. NC 3 hrapaði 205 mílur
frá Ponta Delgada á Azoreyjum en
gat siglt til lands.
NC 4, vjelin sem komst alla leið
undir stjórn A. C. Read sjóliðsfor-
ingja, fór frá New Foundland 10.
maí 1919 og kom til Azoreyja eftii
hádegi næsta dag, eftir að liafa flog-
ið 1380 milur á 15 tímum og 15 mín.
Þar stóð hún við í 10 dága og konst
til Lissabon, i 800 milna fjariægð,
2. maí.
MAÐURINN, SEM HVARF.
Hinn 18. maí, tveimur dögum eft-
ir að ameríkönsku vjelarnar þrjár
lögðu af stað, ljetu Englendingarn-
ir Harry Hawker og Kenneth Mac-
kenzie-Grieve i loft í St. Johns á
New Foundland í þeim tilgangi að
vinna 10.000 punda verðlaun fyrir
viðkomulaust ftug yfir Atlantshaf.
Vjel þeirra var Sopwith tvíþekja,
sjerstaklega bygð, með 350 lia. Rolls
Royce hreyfii og vóg nálægt 5000
pund.
Næstu átta daga eftir að vjelin
ljet í loft heyrðist ekkert af henni
og var talið að hún hefði farist
með báðum mönnunum, en 26. maí
frjettist að þeir hefðu bjargast 19.
maí um jiúsund mílur austur af
New Foundland. Danskt skip. sem
ekki liafði loftskeyti, hafði fundið
þá.
Varð uppi fótur og fit í Bret-
landi er þetta frjettist að mennirnir
væru lífs. Konungurinn sæmdi þá
R. A. F.-krossinum og þeir fengu
5000 sterlingspunda verðlaun fyr’m
afrekið.
BEINT YFIR ATLANTSHAF.
Það voru þeir John Alcock og A.
Whitten Brown, sem unnu verðlaun-
in, i næsta mánuði, og flugu beint
frá St. Johns á New Foundland til
Clifden í írlandi, 1963 mílna leið,
á 15 tímum og 57 mín. Þeir ftugu
á Vickers Vimy sprengjuflugvjel, er
hafði verið breytt undir ferðina.
Vjelin var knúð tveimur Rolls-Royce
hreyflum, 350 ha. og gat livor þeirra
um sig haldið vjelinni á lofti eftir
að helmingur eldsneytisins var hú-
inn.
LENTU í FENI.
Er þeir höfðu flogið lengi „blind-
andi“ tókst þeim að gera staðar-
ákvörðun sem sýndi að þeir væru
nálægt írlandsströnd. Skömmu síð-
ar sáu þeir loftskeytastengurnar i
Clifden. Þeir flugu í kring þarna til
þess að gera vart við sig, en enginn
tók eftir þeim og loks neyddust
þeir til að lenda leiðbeiningarlaust.
Skamt frá sáu þeir stað, sem þeim
sýndist vera sljett flöt og ákváðu
að lenda þar, en þegar til átti að
laka var þelta mýri. — Flugvjelin
skemdist alvarlega þegar lnin stakst
á nefið, en flugmennirnir voru ó-
meiddir. Þeir liöfðu flogið fyrsta
beina flugið yfir Atlantshal'.
Alcock og Brown fengu báðir
sirs-nafnbót og flugvjelin var sett á
visindasafnið enska, í South Kens-
ington og er þar enn.
Alcock, sem var aðeins 27 ára
gamall, naul ekki lengi ávaxtanna
af afreki sínu. Skömmu eftir að
liann liafði verið aðlaður slasaðist
liann í flugvjel, sem varð að nauð-
lenda á leiðinni til París og beið
bana af. Hann andaðist 18. desem-
ber 1919.
— Nú liafði bæði sjó-* og landflug-
vjel flogið austur yfir Atlantshaf,
en loftskip flaug vestur milli 2. g
6. júlí 1919. Þetta skip, R. 34, liafði
ásamt systurloftskipi sínu, R. 33,
verið smíðað til þess að gera loft-
árásir á Berlín og var verið að
reyna það þegar vopnahljeð kom,
11. nóvember 1918.
SIGURFÖR R. 34.
Loftskipið var 196 metra langt,
24,5 metrar í þvermál og tók tvö mil-
jón rúmfet af gasi. Það hafði fimm
Sunbéam-hreyfla og gat flogið 90—
100 km. í logni. Það rúmaði 255.000
lítra af eldsneyti og gat flogið 8000
km. lendingarlaust og komst I 4200
metra hæð. Gasbelgirnir, 18 samtals,
gálu lyft 30 smálestum af flutningi.
Allt var vandlega undir ferðina
búið. Þarna voru tvöföld stýri, loft-
skeyti, rafljós og símar. Tvö beiti-
skip, Tiger og Re.nown voru send
vestur á haf til þess að senda veður-
fregnir og hjálpa, ef með þyrfti.
Aðaltilgangur fararinnar var að
safna gögnum um veðurslcilyrði yfir
hafinu, með tilitt til væntanlegra
loftsiglinga.
R. 34 lagði af stað úr Fortli-firði
snemma morguns 2. júlí 1919. Fyrstu
klukkustundirnar voru erfiðastar.
Mikil þoka og ómögulegt að koma
loftfarinu hærra en þúsund metra
vegna þess live það var þunghlaðið.
En þegar komið var vestur yfir fjöll
Skotlands Ijetti skipshöfninni.
Eftir hádegi 4. júli sást Trinity
Bay á New Foundland og snemma
morguns þann 6. júlí sást strönd
Massaschusetts. Daginn áður hafði
R. 34 lent í þrumuveðri og loftróti,
sem lá við að kostaði einn vjela-
manninn lífið.
Það hafði verið afráðið að R. 34
ætti að fljúga hringflug yfir New
York áður en Jiað lenti, en af Jiví að
ekki var meira eldsneyti en til 5
stunda eftir, Jiegar skipið kom i
landsýn var liætt við Jietta, og flaug
skipið beint á Roosevelt-l'lugvöllinn
og lagðist liar við stjóra kl. 9.20 f.li.
Jiann 6. júlí. Þá var eftir eldsneyti til
40 míuútna. Hafði R. 34 þá flogið
5100 km. á 108 tímum, eða með 53
km. meðalhraða á tímanum.
Til baka fór loftfarið 10. júlí að
kvöldi og flaug Jjá með 120 km.
hraða að meðaltali. Og eftir þessa
ferð fram og aftur var mikils vænst
af R. 34, en það varð ekki langlíft.
í janúar 1921 rakst Jiað á hæð í
Yorkshire, komst Jiaðan á flugvöll
en gereyðilagðist. Varð þetta til Jiess
að Bretar liættu að hyggja á loft
siglingar yfir Atlantsliaf í bráð.
LINDBERGHSFLUGIÐ.
Frægast allra hinna fyrri fluga
yfir Atlantsliaf varð flug Lindberghs
‘J0. maí 1927. Hann flaug beint frá
New Yorlc til París, 5760 km., á
33. tímum 20 mín., og vann Orteig-
verðlaunin, 25.000 dollara. Þessi
verðlaun voru fyrst hoðin fram 30.
mai 1919, en engin hafði unnið í
þessi átta ár. Sá fyrsti reyndi, í sept.
1926, það var René Fonck og hafði
hann Sikorsky-flugvjel. Hann var
aðeins í lofti í nokkrar sekúndur, og
tveir af þrem farþegum hans brunnu
til bana í vjelinni.
Þremur vikum áður en Lindbergh
lagði í för sína reyndu frönsku
flugmennirnir Nungesser og Coli að
vinna lil Orteig-verðlaunanna, en
aldrei spurst til Jieirra. Þeir ætluðu
að fljúga vestur um. Cliarles Au-
gustus Lindberg var 25 ára og liafði
verið áæthinarflugmaður á leiðinni
milli New York og San Francisco.
Hann kom vestan frá kyrrahafi 12.
maí og hafði Jiá sett nýtt með á leið-
inni frá San Diego í California lil
New York, en hún var 400 km.
löng.
Þegar liann lenti á Rosevelt-flug-
vollinum á RyanV-'inþckju sinni,
sem hann nefndi Spirit of St. Louis,
hitti liann þar fyrir tvær flugvjelar,
scm verið var að búa í Parísarflúg-
ið. Önnur þeirra var Bellancavjel,
er nefndist Columbia, hin Jjrílireyfla
Fokker-einþekja, sem nelndist Am-
eríca, og stjórnaði henni R. E. Byrd
sjóliðsforingi í flota U. S. A.
Þarna voru þá þrír keppinautar
og fólkið talaði ekki um annað eii
flugið. Hver mundi verða fyrstur?
Þetta var rætt af kappi í blöðum
og á strætum og gatnamótum.
Fólk hafði lilla trú á að það yrði
Lindbergh. Hann var fífldjarfur ofur-
hugi og hafði fengið viðurnefnið
„Fíflið fljúgandi”; Ennfremur var
vjel hans talin óhentug til svona
flugs. Allt hafði verið sparað til Jiess
að hún gæti borið sem mest af elds-
neyti, en ekki litið á annað. Hún
vóg 4135 pund, har um 1900 litra
af bensini, sem átti að nægja hreyfl-
inum alla leið, en Jjað var Wright
Whirlwind, 225 ha. Vjelin var aðeins
14 metrar milli 'vængjabroddana.
Hreyfillinn var loftkældur vegna
Jjess að vatnskælingin jók á ljyngd-
ina. Þarna voru ekki ýms mælitæki,
sem annars eru talin nauðsynleg, og
engin loftskeytatæki. Og þarna var
hvorki siglingarfræðingur nje vjela-
maður; Lindbergh flaug aleinn. —
Fólkið liristi höfuðið. „Það ætti að
banna þessu flóni að fara,“ sagði
það. En langi, ljóshærði flugmaður-
inn með bláu augun brosti og hjelt
undirbúningnum áfram.
ÍSING Á VÆNGJUNUM.
Morguninn 20. mai kl. 7.52 brun-
aði Spiril of St. Louis af stað yfir
flugvöllinn og áhorfendurnir þótt-
ust mega sjá flugmanninn í síðasta
sinn. Alinennt álitið liöfðu þeir
rjett fyrir sjer — ef ljessi eini lireyf-
ill sviki þá þurft kraftaverk lil að
bjarga Lindbergh.
Það gekk á skúrum og ekki bjart
í lofti, en að öðru leiti var veður-
útlitið sæmilegt og veðrið var gott
þangað til liann kom til New Found-
land. Um klukkutima leið frá St.
Johns lenti vjelin i svarta þoku. —
Lindbergh reyndi að komast upp yfir
Jiokubakkan en þá kom ising á væng-
ina og liann varð að lækka flugið