Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 04.08.1944, Blaðsíða 2
I 2 Björn Ólafs, skipstjóri, Mijrarhús- um, verður 65 ára JO. j). m. Eden málfróður maður Enginn breskur ráðherra er jafn vel að sjer í málum og Antony Eden. Sir Jolin Anderson lærði að vísu um skeið í Þýskalandi og er talin betri þýsku- og frönskumaður en nokkur liinna ráðherranna. — Crookshank póstmálaráðlierra, Hud- son landbúnaðarráðherra, og Dun- can Sandys birgðamálaráðherra, tengdasonur Churchills eru einnig allir miklir málamenn. En Eden utanríkismálaráðherra talar öll algeng mál mjög vel en hafði það fram yfir hina að Iiann talar bæði persnesku og arabísku. Þessi mál lærði hann í Oxford. Slyngasti málamaður neðri mál- stofunnar er Burgin, sem var birgða- málaráðherra 1939-40. Hann getur haldið ræðu svo að segja á livaða Evrópumál sem er, að undanteknum Norðurlandamálum og málum Eystra saltsrikjanna. Ný Vicky Baum-mynd. Warner Brothers eru byrjaðir að kvikmynda söguna „Hotel Berlín 1943“ eftir austurrísku skáldkonuna Vicky Baum, en þessi saga er ný- lega komin út á íslenzku. Ein fræg- asta af eldri sögum þessarar skáld- konu, „Grand Hotel“ kom einnig út á íslenzku fyrir nokkrum árum. F Á L K 1 N N Gladstone talaði Grískn Breskir ráðherrar þóttu sjaldan fróðir um erlendar tunjgur hjer áður fyrr og þesvegna vakti sú frjett atbygli, að Gladstone hefði haldið ræðu á grísku suður i Aþenil- borg. En ljóminn fór von bráðar af þessu afreki, þvi að Gladstone, sem var góður í forngrísku, kunni engan framburð í nútíðargrísku. Þegar Grikki einn, sem hlustaði á ræðuna, var spurður hvernig honum hefði þólt Gladstone segjast, svar- aði liann, að auðvitað hefði þetta verið falleg ræða, en því miður. hefði hann ekki skilið eitt einasta orð, sem heldur ekki væri von, því að hann kynni ekki ensku. Ruth Hussey Robert Young Lee Bowman Laolegt hús þótt lítið s]e Húsið hjer á myndinni er eitt af 3.000, sem verið er að byggja í Eng- landi lianda fólki, sem stundar sveita vinnu. Eru þau miklu hagkvæmari en gömlu sveitabýlin. — Eldliúsið, sem Bretar nota mest allra herbergja á heimilinu, nær eftir endilöngu hús- inu og er 5.18x3.50 metrar. Þar er nægilegt rúm lil að matast og fyrir börnin að leika sjer í. Eldavjelin hitar upp vatnsdunk, sem nægir fyrir bað og til uppþvotta. Gluggarnir erp með steypustálsumgerð og næðir ekk crl frá þeim. Eldavjelin hitar líka loft i þurkskáp, þar sem hægt er að þurka þvott í fljótu bragði. NEITAÐI LEYFINU. Hubert Miller major, sem sjesl hjer á myndinni og hef'ir fariö 25 árásar- ferðir til meginlandsins sem framskytta i flugvirki, fjekk tilboð um að fara um stund heim til fíandaríkjanna og hvíla sig. Hann þvertók fyrir það og sagði það vera miklu skemtilegra en að slæpast að halda áfram starfinu. — Miller er sex fet og 4 þumlunga (enskra) hár, og vegitr 240 pund. Ilann er meðal hæstu flugmanna i 8. flugher Bandaríkjanna, en sá her hefir verið lengst allra ameríkanskra „i eldinum". VINSÆLiR KVIKMYNDALEIKARAR Simone Simon Kent Smith Mickey Rooney Judy Garland

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.