Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1944, Side 3

Fálkinn - 04.08.1944, Side 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MBÐ MYNDUM Ritstfári: Skúli Skúlason. FramkvMjóri: Syavar H)altested Skrifstofa: Bánkastr. 3, Reykjavlk. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprení. SKRADDARAÞANKAR Enn er hann til urgurinn milli sveitar og sjávar. Sá urgur, sem hefir tafið framfarir landsins um tugárabil, gert Alþingismennina að reiptogsmönnum á hlemmiskeiði því sem óvitrir og illgjarnir menn vilja vera láta. En hjá situr þjóðin. Að visu ekki hnipin heldur hugsandi. En vissulega í vanda. „Hverjum flokknum á jeg að fylgja?“ hugsar einstaklingurinn, er horfir á j)ennan paðreim stjórn- málaflokkanna. Stundum spyr hann í eigin hagsmunaskyni — og oft. Bóndinn spyr: „Á jeg ekki að selja jörðina og bústofninn. Jeg fæ gotl verð núna — að minsta kosti fyrir bústofninn. Svo get jeg lifað á reit- unum, það sem eftir er. Ekki þarf jeg að liugsa um krakkana — þau eru öll farin að vinna fyrir sjer sjálf — við sjóinn.“ Á sama tíma hugsar maðurinn við sjóinn: Jeg er ættaður úr sveit og jeg var að lesa auglýsingu núna, um að jörð væri til sölu í minum gamla hreppi. Ætti maður ekki að kaupa hana? Þá ber jeg beinin þar sem jeg fæddist. Og eiginlega finnst mjer ekki eins vænt um neinn blett á jörðinni og þennan.“ Jeg nefni ekki fleiri stjettir, þvi að allar hinar eru aukageta. Sjór og sveit er það tvent, sem öll framtíð íslands byggist á. Allt hitt, sem byggt er, liefir verið' reist og verður reist á þessu tvennu. — Aðrir at- vinnuvegir líka, svo sem iðnaðurinn, sem síst ber að lasta. En framtið fslands byggist aldrei á honum — vegna þess að móðir Jörð, og faðir Sjór verða liftaug' landsins. Móðir Jörð og faðir Sjór eru í rauninni hjón, og hafa verið það siðan land byggðist. En ýmsir ó- þokkar hafa orðið til þess að bera rógorð milli þeirra. Rógorð, segi jeg, en þó er það með öðru móti en venjulegt er. Því að rógi Gróu í Leyti er hvíslað. Hinn er prentaður. Og oft dettur mjer í hug, live gaman hefði verið að gefa út eina bók „til landsins gagns og nauðsynjar“ á kostnað þess, sem spara mætti af rógnum í stjórnmálablöðunum. Gjöf þjóðræfenisfjelagsins til fslands Dr. Richard Beck prófessor, boðs- geslur rikisstjórnarinnar á lýðveld- ishátíðinni og fulltrúi íslendinga í Vesturlieimi, er nú farinn vestur um liaf aftur eftir nokkurra vikna dvöl hjer. Hefir hann verið öllum mikill aufúsugestur, enda lætur prófessorinn vel af góðum viðtök- um lands og þjóðar. Áður en Richard Beck fór hjeðan gekk hann á fund forseta íslands og afhenti honum gjöf til íslenzka lýðveldisins frá Þjóðræknisfjelagi fslendinga í Vesturheimi. Er það eirtafla áletruð, hinn bezti gripur. Áletrunin er á j)essa leið: ,,íslendi.ngar i Vesturheimi sam- fagna heimaþjóðinni i lilefni af end- urreisn hins íslenzka lyðveldis 17. júni 19'th. Guð blessi ísland. „Vjer höldum öll hópinn, þótt hafið skilji löndin". Fyrir ofan er mynd af víkinga- skipi, og báðum megin þrír fánar, samanstungnir. Undir áletruninni er loks innsigli Þjóðræknisfjelagsins. Þegar Beck afhenti forsetanum gjöfina, voru þeir viðstaddir forsæt- isráðherrann og utanríkisráðherr- ann, en forsetinn þakkaði gjöfina og þann velvildarhug, sem liún sýndi og bað prófessorinn að bera kveðju sína og þjóðarinnar allrar til Þjóð- ræknisfjelagsins og Vestur-lslend- inga. Frú Valgerður Jónssdóttiir Hring- braut 171, verður 60 ára 7. ágiist. mynd, sem tekin liefir verið af öðr- um þeirra, að sú björgun hefir ekki verið neitt áhlaupaverk: Sandurinn hefir gerst býsna áleitinn við skipið, svo að ekki hefir mátt tæpara standa um björgunina. Togari í sandi Björgvin Guðmundsson. Fyrsta söogdrápn Islenska Björgvin Guðmundsson tónskáld er einn hinn afkastamesti íslenskra tónsmiða. Liggur eftir hann fjöldi sönglaga við íslenska texta, auk þess Þjóðhátiðarkantatan við hátiðaljóð Daviðs Stefánssonar l'rá Fagraskógi 1930, og margt annarra stærri tón- verka. Nú hefir sú fregn borist, að út sje að koma nýtt stórverk eftir Björg- vin. En það er söngdrápa (óratóríó) en það er fyrsta tónverk, þeirrar tegundar, sem íslenskt tónskáld hef- ir samið. Söngdrápan er gerð við ljóðaflokk Guðmundar skálds Guð- mundssonar „Friður á jörðu“. Hún er í fjórum þáttum, og útsett fyrir blandaðar raddir með píanóundir- leik. Þetta er langt verk, bókin er 170 bls. og brotið stórt. Hún er prentuð í Bretlandi, og kemur út samtímis i þremur löndum: íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Arthur Gook, trú- boði á Akureyri, hefir snúið ljóða- flokki Guðmundar Guðmundssonar á enska tungu. Kunnugir menn vita, að Björgvin hefir fyrir alllöngu hafist lianda um samningu þessarar söngdrápu, enda er augljóst, að slíku verki verður ekki lokið í skjótri svipan. Mun mörgum tónlistarunnendum leika hugur á að eignast þetta nýja tón- verk hins vinsæla tónskálds. Mörg eru þau orðin, skipin, sem farist hafa við íslands strendur, og munu flest hjeruð landsins kunna einhverja slíka harmsögu að segja úr sínum högum. En hvergi hefir fleiri skipum hlekkst á en við suðurströnd ina, brimasama og hafnlausa. Ótalin eru þau skip, sem þar hafa farið sina hinstu siglingu. Skipsliafnirnar, bæði íslenskar og erlendar, hafa ým- ist farist á hamförunum eða bjarg- ast upp á sandana við illan leik. En skip sjálf hafa hrakist og velst í brimrótinu, og síðan flest horfið í botnlausan faðm sandsins, Sem liefir svelgt þau i sig smátt og smátt. Á síðastliðnum vetri strönduðu þrir erlendir togarar á Fossfjöru í Skaftafellssýslu. Tekist liefir nú að ná tveimur þeirra út aftur, og hefir Skipaútgerð ríkisins staðið fyrir björguninni. Það sjest best á þessari

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.