Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1944, Síða 5

Fálkinn - 04.08.1944, Síða 5
F Á L K I N N & Og þeir veröa undrunarefni manna á ölluní tímum og í öllum löndum. Því að þeir eru ekki aðeins ger- ólíkir lifnaðarháttúm Evrópumanna á öllum öldum heldur einnig annara Indíánakynþátta, sem lifðu víðs- vegar um hina nýju álfu. Indíánarnir, sem hvítir menn sáu fyrst í slað áttu heima meðfram Atlantshafsströnd og hafa siðan ver- ið flokkaðir sem Fljóta- og Skóga- Indíánar. Karlmennirnir eltu uppi rauðhirti og birni í skógum, sem náðu yfir þúsundir ferkílómetra. Þeir átu kalkúna, fasana ,akurhænsni kanínur og fjölda annara veiðidýra og fugla. Konurnar sáu um búskap- inn. Þær ræktuðu maís og ennfremur haunir og aldini, yrktu jörðina. reittu arfann, önnuðusf uppskeruna. þresktu, möluðu og bökuðu brauð. Þær gerðu mjöl úr akarni, og útvötnuðu það til þess að ná úr þvi remmubragðinu. Rætur og ber voru einnig mikið notuð til matar. Narragansetl-Indiánarnir, nyrst á ströndinni notuðu hauka til þess að verja akra sína fyrir ágangi. Indíánarnir sunnar á ströndinni tömdu trönur og ljetu þær veiða fyrir sig fisk. Ojibway-Indíánajrnir smíðuðu sjer báta úr birkiberki, laufljetta og lipra í snúningum, og fóru á þeim yfir stöðuvötn og straum vötn. Menning Iroquois-Indíána. Indiánar lifðu ýmist i timbur- húsum eða skinntjöldum. Iroquois- Landkönnuðir bjuggust við að þeir niundu, með því að sigla nógu lengi í vestur, taka land í Indlandi, og' þessvegna kölluðu þeir íbúa hins nýfundna meginlands Indíána. Sagnirnar um Vínlandsferðir íslend- inga liöfðu þá gleymst öllum i bili. Þessir Indíánar voru sterkbyggðir menn og hávaxnir, eirrauðir á Iiör- und, kinnbeinaháir, hárið svart og sljett, en yfirbragðið keimlíkt Asíu- búum. Það kom brátt á daginn að Indí- ánar kunnu margt og vissu, sem landnemarnir ekki kunnu: þeir gátu farið eins og eiding um skógana, en þá liljóðlega eins og kettir, þeir heyrðu hljóð, sem livitum mönnum var ókleift að skynja. Þeir gátu sjeð á fölnuðu laufi sem hreyfsl hafði eða á bældu strái ferðir ann- ara manna — hve margir þeir hefðu verið, i livað átt þeir hefðu farið og meira að segja stundum hverra erinda. Þessir yfirburðir Indíánana gerði þá hræðilega andstæðinga eða mikils verða samherja ef til bardaga kæmi. Og í dag eru Ameríkumenn hróð- ugir yfir þvi að eiga 20.00 afkom- endur þessara manna sem sam- herja í styrjöldinni miklu, á víg- völlum víðsvegar um veröldina. Innanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Harold L. Ickes komst fyrir skemstu svo að orði um þessa her- menn: „Vegna meðfæddra eðlisgáfna sinna er Indíáninn óviðjafnanlegur hermaður. Hann er þolinn og hefir næma tOfinningu fyrir síundvíBi og samtökum. Hann hefir undraverða gáfu til þess að komast hvaða leiðir sem vill, að næturþeli. Og það sem mest er um vert: bardaga hugur hans er frábær. Hann tekur að sjer erfiðustu hlutverk og gerir sjer leik úr þeim. Erfiðleiki orustunnar hræðir hann ekki. Og strangur agi og mannraunir di-aga ekki úr hon- Um kjarkinn.“ Þannig eru eiginleikar þeir, sein hafa reynst svo mikils virði málstað hinna sameinuðu þjóða, og á þess- um söniu mannkostum hafa Indíánar 'Bandaríkjanna byggt líf sitt og menningu um þúsundir ára á hinni miklu og frjósömu víðáttu Banda- ríkjanna. Lifnaðarhættir þeirra voru undr- unarefni landkönnuðum þeim, sem fóru til Ameríku á 16. og 17. öld. Indiánar, sem stóðu framarlega í allri menningu, bjuggu í „langhús- um“ eða bjálkahúsum. Karlmennirnir gengu í öklaskóm (mokkasíns) úr hjartarskinni og með leðurlegghlíl'- ar, en á sumrum þegar jarðvegur var rakur gengu þeir berfættir. Þeir voru i skinnvestum og var annar handleggurinn jafnan ber. Austur- eða Skófear-Indíánarnir lifðu á ákveðnu landsvæði, þar sem nóg var af kjötmeti handa þeim i skógunum, en konurnar ræktuðu nægilegt land til þess að sjá fyrir öðrum nauðsynjum. En Indíánarnir í núverandi miðríkjum Bandaríkj- anna (þeir voru kallaðir „buffalo- Indíánar, eða vísunda-Indíánar) var flökkuþjóð. Þeir fóru stað úr stað og eltu hinar stóru visunda- hjarðir, er liöfðust við á sljettunum. Þessi dýr voru lífsuppeldi þeirra. Þeir átu ketið og þurkuðu það, sem þeir komust ekki yfir að jeta þegar mikið veiddist, og oft muldu þeir þurrketið og geymdu það i liúð- um. Þetta kölluðu þeir pemmican. Húðirnar notuðu þeir til fatn- aðar. Þeir gerðu sjer smekkleg föt úr þeim, brækur og' vesti. Konurnar verkuðu líka húðirnar og úr þeim saumuðu þær líka stór tjöld - sem kölluð voru tepees — en þau voru bústaðir þeirra. Voru tjöldin keilumynduð og reykop í toppinum. Þegar flokkur flutti sig um set, á eftir vísundunum, tóku konurnar niður tjaldið og fluttu það í mörg- um hlutum — á hundum — á nýja staðinn. Hundurinn var húsvinur Jlndíáina og búrðardýr eða öllu heldur dráftardýr. Flutningurinn var settur á tæki, sem svipar til þess sem kallað er vögur óg sumstaðar eru notaðir til þess að draga upp hey af votlendi hjer á landi — tvær spírur með neti á milli, og Iivíldi fremri endarnir á herða- kambi hundsins, en efri endarnir vissu skáhalt úl og drógust með jörðu. Hundurinn var lika vörður Indiánanúa við varðelda þeirra. Hann aðstoðaði veiðimanninn, elti uppi hirti eða vísunda, og rak þá i kvíarnar, svo að hægt yrði að kom- ast að þeim. 1 suðvesturhluta Bandaríkjanna voru enn aðrar hvíslar Indí- ána og með annarskonar menn- ingu. — Þar lifðu sumir af korn- rækt og annari akuryrkju, en aðrir voru hjarðmenn. Súmar þær ætt- kvíslar, sem lengsl voru komnar í menningu, byggðu sjer margbýlis- hús í fjelagi og byggingarefnið var leirleðja, sem harðnaði og hjelt rjettri Þessuv þrjár Indíánastúlknr starfa i lundgönguliði (Marine Corps) Bandarikjanna. Þær eru sín af hverri ættkvislinni. Sú til vinstri er af Svarttappaætt og sú til hægri er Sioux-Indíáni. Iljer er mgnd af leirleðjuhúsum þeim, sem Indíúnar i Suð- vestur Bandaríkjunum gera sjer. Þetta eru margbýlishús með fjölda herbergja, oy sýna vel kunnáttu og smekk Indíánanna, í húsagerðarlist. Hús þessi eru kölluð pueblos, eftir Pueblo- Indiánum, sem hafa tamið sjer þennan húsagerðarstíl. lögun, er hún þornaði. Þessi stór- hýsi kölluðu Indíánar adobes. Þau vofu nokkra hæða há og með fjölda herbergja . Þessir Indíánar voru lengst á veg komnir allra i Vesturálfu og voru listfengir mjög, eins og m. a. má sjá af leirkerasmiði jjeirra. Norður, meðfram Columbía River bjuggu Indíánar, sem lifðu nær ein- göngu á laxi. Þegar laxinn gekk i fljótið þyrptist fólkið þangað og veiddi ógrynni af honum, ýmist í net eða laxakistur eða með skutli. Laxinn var reyktur og þurkaður og mulinn í Pemmican og geymdur til vetrarforða. Allir Indiánar, hvar sem var i landinu, kunnu að nota eldinn. Notuðu þeir borsveif til þess að kveikja neista. Þeir gerðu sjer marg- vísleg áhönd úr steini og lýsa þau miklum hagleik. Þeir kunnu að ldjúfa beittar tinnuflísar, sem þeir notuðu í örvarodda og þeir brýndu egg á mýkri steina með öðrum harðari og boruðu holur i steina og gerðu úr þeim ílát. Þeir gerðu sjer hlújárn, axir og hamra úr steini. Ýmsar kynkvíslir kunnu að riða tág'ur í körfur, svo vel að list má kalla, og þeir ófu í höndunum niott- ur úr strágresi og enda tágum líka. Körfurnar voru ýmist ofnar eða fljettaðar og svo haganlega gerðar að þær voru sumar vatnsheldar. Svo góð skil kunnu Indíánar á því að hagnýta sjer ýms náttúru- gæði, að hvitir menn lærðu margt af þeim, bæði tilbúning ýmsra fæðu- tegunda og eins til þess að geyma matvæli. Til dæmis má nefna að Indíánar kenndu hvítum mönnum að búa til síróp og sykur úr hlyni. Árið 1942 kunnu Indíánar að tæma jurtasafa úr trjám, sjóða úr honum sætuna og safna sykur- efninu. Aðferð sú sem þeir notuðu við þetta er engu fullkomnari nú en hún var fyrir 450 árum. NINON------------------ Samkvæmis- □g kvöldkjólar. Eftirmiödagskjóiap Peysur og piis. Uatteraöir sllklsloppar □g svEfnjakkar Hikið lita úrvai 5Ent gsgn póstkröfu um allt land. — Bankastræti 7 Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.