Fálkinn - 30.03.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprení.
SKRADDARAÞANKAR
Páskavikan er oft kölluð kyrra vik-
an, og yfir henni hvílir alvörublær
meðal kristinna þjóða. Þessi blær
varð ei minni hér í þetta sinn en
endranær fyrir þá sök, að á þriðju-
daginn fór fram minningarguðsþjón-
usta í Dómkirkjunni, um þá, sem
fórust méð „Dettifossi". En nokkru
fyrir jólin hafði samskonar athöfn
verið haldin til að minnast þeirra
sem fórust með „Goðafossi“.
Þær eru orðnar margar minning-
aratliafnirnar, sem haldnar hafa ver-
ið um þá, sem farist hafa á sjón-
um. Þessar athafnir til að minnast
þeirra, sem sjórinn skilar aldrei
aftur, eru engu siður gripandi en
útfarir þeirra, sem sjórinn skilar á
land, nema fremur sé. Því að oft-
ast er það eins og aðstandendum
og vinum þyki nokkur huggun að
því, að vita sina i þeirri gröf, sem
grasið getur gróið yfir, fremur en i
hinni votu gröf.
Um þau tvö siys, sem hér hefir
verið minst stendur þannig á, að
þau hafa orðið af völdum ófriðar-
ins. Það eru mannaverk en ekki
höfuðskepnurnar, sem þeim hafa
valdið. Og þessvegna eru þau enn
hryggilegri en ella. En þetta er hlut-
ur hins hlutlausa íslands i stríðinu.
Margar aðrar þjóðir, svo sem frænd-
þjóðirnar á Norðurlöndum, óskuðu
að vera hlutlausar, en fengu ekki,
þær voru troðnar undir hæli liern-
aðaræðisins. Hernám kom einnig á
ísland, en með öðru móti, svo að
segja má, að við liöfum ekki haft
annað sorglegt að stríðinu að segja,
en mannskaðana á hafinu.
Það liefir löngum verið talað um
páskaliret hér á landi. Svo liefir
reynst að oft bregði til ofsaveðra
um páskana, veðra, sem kostað hafa
líf margra íslendinga. Hver veit
nema að forsjónin hlífi þjóðinni
við slíku hreti í þetta sinn. Því að
hretsamur hefir þessi vetur orðið
mörgum, þó að í annari merkingu sé
en hinni venjulegu. En þess er gott
að minnast, að skin kemur eftir
skúr, og að eftir föstudaginn langa
koma páskar. Það er jafnan huggun
þeim, sem hafa mætt sorgum og mót-
læti. Mætti það og verða svo nú.
Og mættu þessir páskar minna á,
að öll él stytti upp um síðir. Þeir
munu einnig styrkja vonina um, að
styrjöldinni sé nú loks að linna.
3
\
Ásgeir Bjarnþórsson hefir um þessar mundir málverkasýningu í Sýningarskála Listamanna. Meðal mcirgra
mgnda á sýningunni er þessi altaristafla, máluð út af textanum i Jóh. 8,7: sá yðar, sem er syndlaus,
kasti fyrstur steini á hana.“
Kanpmaðurinn í Feneyjuiii
sýndur í Reykjavík
Það má jafnan heita viðburður
í leiklistarlífi Reykjavíkur er leikur
eftir Shakespeare er tekinn til með-
ferðar. Hér í ganda daga hefði slíkt
þótt ógerningur, en Indriði Waage
braut ísinn, er hann tók „Þrettánda-
kvöld“ til sýningar og sýndi að það
var liægt að sýna hin frægu verk
mesta leikritaskálds lieimsins á leik-
sviði hér. Síðan hefir „Vetraræfin-
týrið“ verið sýnt, og í útvarpinu
hefir verið farið með „Macbeth“.
Leiksviðsmynd úr „Kaupmanninum í Feneyjum".
Shylock og Blindi Gokko (Har.
Björnsson oy Lárus Ingólfsson).
En á föstudaginn var frumsýning á
„Kaupmanninum i Feneyjum“ einnm
þeirra Shakespearesleikja, sem eiga
sér frægasta sögu sein sýningarleik-
rit.
Það er Lárus Pálsson, sem hefir
búið þessa sýningu til leiks, og
sjálfur leikur hann Lancelet Gobbo,
fylgisvein aðalpersónunnar, Shylocks
gyðings. En hann er leikinn af Har.
Björnssyni, sém hefir skapað ógleym
anlega persónu úr þessu mikla hlut-
verki. Þó ekki væri neitt annað
en íeikur Haraldar þá nægði liann
til að gera hvern þann ánægðan,
Frh. á bls. H,