Fálkinn


Fálkinn - 30.03.1945, Page 14

Fálkinn - 30.03.1945, Page 14
14 F Á L K I N N Nýkomið Steypuskóflur, ágætis teg. Stunguskóflur Járnkarlar Hakar Hakasköft Kúbein, fleiri stærðir Gúmmislöngur allar stærðir Gólfmottur Handaxir Klaufhamrar Kúluhamrar Sleggjur Sleggjusköft Sagir (Disston) Kranaslöngur Stiftasaumur Eldhúshnífar Flökunarhnífar Stálnaglar Hengilásar Borsveifar Stálull Fægiskúffur Naglbítar Skrúfjárn Stálbrýni Dyratjaldahringir GEYSIR H.F. Veiðarfæradeildin. Skáldsaga um ástir og frumskógalif, villidýr og njósnir Töfrar Afríku eftir Stuart Cloete Þessi litríka og blóðheita skáldsaga verður hverjunt sem Ies hana, umhugsun- arefni í langan tíma. — Persónur hennar eru sterk- ar og mikilúðlegar, leik- soppar sterkra kennda og óstýrlátra ásthneigða og þó fær maður samúð með þeim öllum. — Lesið þessa bók um töfrana í myrkviðum Afríkulanda, þar sem hvítt samfélag hefir myndast meðan heim urinn logar af ófriði og eldi. TÖFRAR AFRÍKU fást hjá öllum bóksölum. HALDIÐ SUNLIGHT SÁPU ÞURRI bá endist hún lengnr Aldrei hefir það verið nauðsyn- legra en nú, að spara Sunlightí sápuna á þvottadaginn. Núið ekki sápunni á allan þvottinn heldur á óhreinustu blettina, og þá kemur nægilegt löður til að hreinsa allan þvottinn. Skiljið aldrei sápustykkið eftir i valn- inu.Látið það standa á endann í þurri sápuskál. .Vlunið að þa kemur Sunlight sápan að ý(r- ustu noluin. LEVER framleiðsla. X-S 1368-814 Kanpmaðurinn ( Feneyjum FramJiald af bls. 3. Shijlod; og kaupmaðurinn (Har. Björnsson og Valur Gíslasbn). sem gaman hefir af leiklist. Aðal- kvenlilutverkið leikur frú Alda Möll- er prýðilega og af miklum skiln- ingi. Og yfirleitt eru leikendurnir svo samhentir og leikstjórnin svo örugg, að það er ánægja að horfa á leikinn. Meðal annara leikenda en þegar hafa verið nefndir ber einkum að minnast á Val Gíslason, Jón Aðils Brynjólf Jóliannesson og Lárus Ing- ólfsson. Leiksviðsútbúnaðurinn, sem notað ur er við sýningu leiksins,, er með líku fyrirkomulagi og notaður var í öndverðu á ensku leikhúsunum, áður en leiksviðstæknin komst í það horf, sem hún var síðar. Þarna eru engar leiksviðsbreytingar, en eigi að síður nýtur maður fyllilega þessa ágæta Jeiks. Þar fer saman gaman og mannviska og leikurinn „fer vel“ sem kallað er, þó að stundum virð- ist svo sem þær persónurnar sem áhorfandinn hefir samúð með, séu að lenda í ógöngum. Leiknum var tekið með miklum fögnuði og mun verða langlifur á leiksviðinu. Sigurður Grímsson hef- ir þýtt hann á einkar viðfcldið mál. Bókaíregn Tvær stórmerkilegar bækur koma út hjá Tónlistarfélaginu i dag. Eru það Ijósprentaðar útgáfur af íslands- vísum Jóns Trausta með teikning- uni Þórarins sál. Þorlákssonar, braut- ryðjandans í íslensltri málarálist, og útgáfa sú af lögum við Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar er Jón- as Jónsson safnaði skömmu fyrir síðustu aldamót. Báðar munu þessar bækur aðeins í höndum sárfárra manna, voru enda gefin út í mjög litlum upplögum, Íslandsvísurnar að- eins í 150. í formála sínum að Pass- íusálmunum segir Jónas meðal ann- ars: „Úr Hólabókinni og Grallaran- um liefir séra Hallgrimur valið lög- in við Passíusálma sína, og eru þau svo meistaralega valin við efni sálm- anna, að óhætt er að fullyrða, að livergi fari betur saman orð og tónar í söngbókum vorum en einmitt þar.“ í þessu safni er fjöldi laga er nú munu sjaldan sungin, en eru með þvi fegursta sem sungið hefir verið á íslenskum heimilum í hundruð ára. Fer vel á því að brautryðjandinn í íslenskri tónmenningu liin siðari ár, Tónlistarfélagið, beiti sér fyrir því að Passíusálmarnir séu sungnir. SYSTURNAR. Framhald af bls. En þá liafði Iiún ráðstafað öllu sínu. Þau áttu að fá jörðina og allt, sem hún lét eftir sig. Og þau lifðu lengi eftir þetta. Það var haft að orðtaki í sveitinni um hríð, að sá sem vildi dæma Yalborgu yrði að vera Valborg. Ætti maður að geta hatað eins og hún, yrði maður að geta elskað eins og hún.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.