Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Syavar Hjalteated Skrifstoja: Bankastr. 3, Reykjavík. Simí 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir g-reiðist fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR Þegar II uiiuís Hafstein var að taka á móti Friðriki áttunda kon- ungi, sumari'ð 190/. minntist hann a, að íslendiugav ættu engar liallir, eins og aðrar þjóðir eiga. Hallir íslands voru reistar af náttúrunni sjálfri, og tóku frara öllum mann- anna verkum. Það var sami maður, sem kom því til leiðar, að reist var liér myndarlegt liús fyrir Landsbóka- safnið — stærra og veglegra, en menn áttu þá ;:ð venjast. íslending- urinn, sem fæddur er á þessari öld, mundi ekki vilja trúa, að ráðherr- ann og flokkur hans sætti ámæli og andmælum fyrir. F.n þó var það svo. Síðan „stjórnin fluttist inn í land- ið", sem löngum var kallað, eru liðin rúm fjörutíu ár, aðeins. Og síðan hefir margt breyst. Þær breyt- ingar eru svo miklar, að liklegt er, að engin fjörutíu ár í sögu þjóð- arinnar géti orðið jaln mikilsverð. „Við eigum engar hallir," sagði Hannes Hafstein 1907. En nú eig- um við þó eina, og lnin er lielguð vísindunum. Háskóli íslands er eina hyggingin, sem borið getur hallar- nafnið liér á landi. Og mun sú framkvæmd, sem varð á því máli, ei hvað síst þökkuð áræði, hug- kvæmd og dugnaði einstakra manna frekar en framtaki löggjafanna. — Við eigum að nafninu til for- setabústað, gerðan upp úr gamalli „stofu“ — en svo voru kallaðar byggingarnar frá 18. öld, á Bessa- stöðum og í Nesi, Laugarnesi og Viðey. Nokkur viðauki hefir ver- ið gerður á forsetabústaðnum á Bessastöðum, en þó verður liann i núverandi mynd aldrei meira en það, sem kalla mætti þægilegt sum- ar og fristundaheimili þjóðhöfð- ingja fslands. Og viðtökustofur hans í Alþingishúsinu í Reykjavík eru af þeim vanefnum gerðar, að þjóð- in má ekki við una. Þessvegna verð- ur ísland að eignast forsetabústað, þar sem bæði getur verið heimili þjóðhöfðingjans og móttökustofur hans, í höfuðstaðnum sjálfum. — Við eigum enga listastofnun enn- l>á, enga hljómleikahöll, ekkert aka- demí — engan stað, sem verið gæti miðstöð allra listamanna. — íslerisfeir listamenn verða að eignast stað, er verði græðireitur allra dáða þeirra. Leiklistin fær vonandi bráð um sína heimavist. En hinar list- irnar verða líka að fá sína — sam- eiginlegt listamusteri. II r<k|>|>*4 jói*i ii ii á nrannhamri — Leikfélag Hafnarfjarðar liafði frumsýningu á nýjum gamanleik, föstudaginn 15. þ. m. Nefnist leikur þessi Hreppstjórinn á Hraunhamri, en höfundur er Lol'tur tíuðmunds- son. Til Jjess að geta með nokkurri sanngirni dæmt um leikrit þetta, verða menn að hafa í huga, með hvaða liætti l)að er til orðið. Loftur Guðmundsson segir i viðtali því, sem birtist í Þjóðviljanum fyrr- nefndan föstudag að hann hafi nú um þriggja ára skeið notað flestar sinar tómstundir, er fáar hafa ver- ið, til ]>ess að semja allstóran sjón- leik, sögulegs efnis. Ekki getur hann J)ess, hvaða atburðir sögunn- ar eru þar teknir til meðferðar, en ætla má að persónurnar séu — sumar hverjar að minnsta kosti — stórbokkar liinir mestu og hroka- gikkir að sama skapi, því að liöfund' ur lætur sjálfur svo unmiælt, að þær hafi öðru hvoru gerst svo l>reyt- andi hátíðlegar, að hann hafi jafn- vel fundið sig nauðbeygðan til að létta sér upp og „stinga þær af“ um stundar sakir i leit að líflegri félögum til viðfangsefnis. Þannig komst hann í kynni við hreppstjór- ann á Hraunhamri og allt það ágætis fólk. Loftur tíuðmundsson hefir, sem sé, samið þennan gamanleik öðru fremur til þess að veita sjálfum sér hvíld og ofurlitla upplyftingu frá öðr'um og þungvægari verkefnum — og kveðst liann vona, að leikurinn geti orðið sýningargestum til sams- konar gamans og sjálfum honum. Ekki verður annað sagt, en að þessi fyrsta sýning hafi l)orið til- ætlaðan árangur, því að græskulaust glensið hafði kætandi áhrif á alla viðstadda og hlátrarnir fylltu húsið. Urðu þar litil mistök á, nema ef vera skyldi í þriðja og síðasta þætti þegar höfundur Jætur óviðkomandi alvöruna gægjast inn á sviðið nokk- ur augnablik og kippir þannig gamninu úr sambandi við áhorfend- ur; en þetta verður svo til þess, að úrlausn atburðaflækjunnar hefir ekki á sér þann ágæta kímniblæ, sem aðdragandi hennar gefur von- ir um. En, sem sagt, þetta er hinn ) Cesar, fjósamaður (Valg. Óli Gísla- son) og Stella Strömviken (Elinb. Magnúsdóttir). fjörugasti gamanleikur og að ýmsu leyti ágæt skemmtun. Sveinn F. Stefánsson er formaður Leildelags Hafnarfjarðar og ötulasti stuðningsmaður þess í öllum fram- kvæmdum. Hann hefir annast sjórn- ina á þessum leik og auk þess tekið að sér aðalhlutverkið, hreppsjór- ann Ambrosíus Ambrosíusarson. — Hvorttvegga fer honum vel úr hendi. Ársæll Pálsson leikur Bjarnþór, fósturson Ambosiusar, og gerir það með þeim ágætum að maður hlýt- ur að viðurkenna hann sem einn okkar öruggustu og smekkvísustu leikara. Valg. Óli Gislason leikur Cesar fjósamann. Cesar er einn af þessum þjóðlegu hálfvitum, sem láta svo skelfing mikið til sin taka í ís- lenskri leikritagerð. Það er litil fyndni og frumleiki enginn i orðum hans og athöfnum. Hinsvegar er í rauninni ekkerl út á afgreiðslu hlut- verksins að setja. Framkoma annara leikenda á sviðinu hefir á sér æði mikinn viðvaningshrag, enda þótt oft bregði þar fyrir góðan og stundum ágætum tilþrifum. Frh. á bls. Vt. Eyrún, dóttir Ambrosi.usar (Þorbjörg Magnúsdóttir) og fíjarnþór fóstar- bróðir hennar (Ársœll Pálsson). Eyrún og Ambrosius faðir hennar (Sveinn \ . Ste-fánsson). Þorbjörg ráðskona (Jensina Egilsdóttir) og Bjarnþór.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.