Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 9
P Á L K I N N 9 legt á milli. og að hjónunum var órótt. „Eg segj yður það satt, lierra Neath, að það er langt síðan ég lagði þessa peninga til hliðar!“ sagði konan með þýðri hljóm- fagurri rödd. „Eg geymdi þá án þess að segja Jim frá því, svo að við hefðum eittlivað upp á að hlaupa, ef óvænt bágindi bæri að höndum. Eg var ekki heima áðan þegar þér komuð, en þegar Jim sagði mér að við yrðum borin út, ef hann borgaði ekki liúsaleiguna, þá tók ég fram peningana — og' hérna eru þeir.“ „Þetta eru mínir peningar,“ rumdi í þeim digra, „eða rétt- ara sagt, greifans! Eg hefi ver- ið á randi i allan dag til þess að innheimta landsskuldir og húsaleigu, og þessir peningar þarna liafa legið í vasabókinni minni. Haldið þér kannske að ég þekki ekki númerin á seðl- unum, sem voru í vasabókinni? Dettur yður í liug að þér getið talið mér trú um, að þér liafið lagt peninga til liliðar? Þér og letimaginn, maðurinn yðar! - Ha ha! Onei, ekki alveg! Eg gleymdi vasabókinni minni hér og þér liafið hnuplað lienni og gerist nú svo djörf að ætla að borga mér með mínum eigin peningum.... þetta er sann- leikurinn“ „Nei, það er ekki satt!“ hróp- aði maðurinn, dreyrrauður af reiði, „þessa peninga hefir kon- an mín reytt saman. Þér hafið alls ekki gleymt vasabókinni yðar liér, að þvi getum við unnið eið, bæði konan mín og ég.“ „Þið getið gert eins og ykk- ur sýnist!“ hvæsti sá digri. „Og það get ég líka! Þessir seðlar eru með númerum, og þau stemrna við númerin, sem ég skrifaði á blað, sem lá í vasabókinni minni! Eg tilkynni greifanum þelta og kæri svo fyrir lög- reglunni.....“ „Lögreglunni....?“ John Luck hrökk við er hann heyrði angistina í rödd kon- unnar. Hún hallaði sér fram með barnið á handleggnum og sagði biðjandi: „Yður er ekki alvara að kæra okkur fyrir lögreglunni? Þér getið gert húsrannsókn hjá okkur, ef þér viljið!“ „Ónei, og finna ekki neitt! Þér munuð hafa falið afgang- inn þar, sem ómögulegt er að finna hann! Ónei, ég þakka. En númerin eru næg sönnun.“ „Nei,“ sagði maðurinn, frá sér af reiði. „Konan mín og ég getum giskað á hvað að er, herra Neath! Þér viljið bola okkur burt. En þjófur er ég ekki, og sá sem dirfist að saka mig um þjófnað......... liann skal fá fyrir ferðina!“ John Luclc fannst litli mað- urinn verða allt of stór til að komast fyrir þarna i litlu stof- unni. Hann sá liatur og ofsa leiftra í augum hans.... og liann sá tvo óhreina hnefa kreppast til höggs! Konan æpti.... og í sama vetfangi stóð John Luck á stofugólfinu — óboðin gestur, sem í einu vetfangi hafði enda- skifti á allri rás viðburðanna. Hendurnar á vérkamanninum sigu. Konan hans rak upp undr- unaróp. Barnið á liandlegg hennar saug þumalfingurinn og starði á Jolin Luck og liossaði sér á handlegg móður sinnar. Barninu fannst þetta auðsjá- anlega vera skemmtilegur leik- ur. En það fannst þeim digra ekki! Hann horfði á Jolm Luck með gremjublandinni forvitni. „Hver í and.......?“ byrjaði liann. Jolin Luck liafði gersamlega gleyint sínum eigin áhyggjum og eiginlega lá vel á lionum. „Hafið þið ykkur nú hæg,“ bvrjaði liann, „setjum svo að ég væri lögregluspæjari!“ Digri maðurinn rauf þögn- ina, sem nú varð. Hin stóðu og störðu. „Þér eruð máske að villast?“ sagði sá digri. John Luck liló. „Það væri þó alltaf skömm- inni skárra en að týna pening- unum sínum, er það ekki?“ sagði liann og sló á öxlina á þeim digra. „Hvað voru þetta miklir peningar alls?“ „Heyrið þér maður!“ Sá digri tók andköf. „Hver eruð þér?“ „Svarið þér spurningunni: hve miklum peningum liafið þér týnt?“ „Hvernig vitið þér að ég liefi lýnt peningum?“ „Opnar dyr og opin eyru!“ svaraði Jolin Luck. Honum var skemmt. Sá dig'ri steig skref áfram. „Segið þér mér — liafið þér fundið vasabók með teygju- bandi utan um?“ „Hægan, hægan..!“ svaraði Jolin Luck. „Eg lieyi'ði elcki hetur en að þér bæruð á þetta fólk, að það hefði tekið vasa- bókina yðar og falið hana?“ „Hversvegna komið þér hér og spyrjið eins og flón?“ „Af því að ég kæri mig ekki um að fólk heimski sig á mis- tökum. Setjum nú svo, að ég liefði fundið vasabók með teygjubandi um.“ „Þá á ég liana!“ „Ef til vill.... en hefði ég fundið liana þá gat þetta fólk ekki liafa stoli henni?“ „Það er nú undir ýmsu komið, þér gætuð verið meðsekur!“ „Hægan, hægan, góði minn,“ sagði Jolin Luck og rétti úr sér. Hann stakk hendinni í vas- ann og tók upp vasabókina. „Eruð þér nú alveg viss um að þetta sé vasabókin yðar?“ „Já, handviss. Það er hún!“ Hann rétti ákafur út höndina. „Augnablik!“ Jolin dró að sér hendina. „Hvernig á ég að vita, hvort þetta er yðar vasabók. Eg' fann hana á þjóveginum. Það getur margur maður átt liana. Hvernig getið þér sann- a'ð, að þér eigið hana?“ „Hvernig? Haldið þér að ég' þekki ekki mína eigin vasa- bók ?“ „Þér vissuð ekki hvar þér týnduð lienni! En við skulum ekki vera að þrefa um þetta. Eg lieyrði að þér sögðuð, að peningarnir sem þér hafið þarna, liefðu verið teknir úr vasabókinni. .. . það væri gam- an að heýra hvort þér liefðuð númerin. Þér fullyrtuð það!“ John vissi að hann liafði ráð þess digra i liendi sér og honum var skennnt að horfa á, hve illa honum leið. „Væri ég í yðar sporum," — sagði Jolm Luck, „mundi ég reyna að vera ekki svona ó- svífinn! Þér liafið ekki númer- in. Vitið þér livað þér eruð? Þér eruð dóni! Erkidóni! Slordóni! Og hérna er vasabókin yðar ineð öllu því, sem i lienni var. Gerið þér svo vel.“ John fleygði vasabókinni á borðið. Sá digri var að kafna af vondsku, en þorði ekki að segja neitt þegar hann tók vasa- bókina. „Væri ég i yðar sporum,“ sagði Jobn Luclc hlægjandi, „þá mundi ég liypja mig á hurt undir eins. . . . áður en yður verður sparkað út! Mig langar ekki að skíta út á mér liendurn- ar með því að snerta á yður, en ég' ætla að láta duga að að- vara yður! Þér liafið ekki hug- mynd um hver ég er, og þér fáið elcki lieldur að vita það. En ég veit að greifinn óskar, að þetta fólk sæti sæmilegri meðferð eftirleiðis. Hafið þér skilið mig?“--------- Jolm Luck kom ekki lieim fyrr en seint, en hann var stolt- ur og glaður yfir að þetta hafði gengið svona vel. Eftir á liafði hann orðið vinur verkamanns- ins og' konunnar hans, og það var ekki fyrr en eftir að hann var kominn heim, að áhyggjur lians settust að honum. Nú yrði hann að segja konunni sinni sannleikann, hva'ð sem það kostaði. Hún var með gleðibragði þegar liún tók á móti honum og hafði lieitan mat tilbúinn. Hún hafði verið dálítið óróleg vegna þess live liann kom seint og spurði um ástæðuna. „Eg skal segja þér það með- an ég er að borða, góða mín!“ sagði hann, og hugurinn var ekki upp á niarga fiska. En þegar hann fór að leita að orð- um til að byrja, varð honum litið á bréf við diskinn sinn — og hann sá þegar, að það var frá einum forstjóranum í firm- anu. Hann reif upp bréfið og las: „Iværi hr. Luck!“ „Eg liefi átt langt samtal við nýja forstjórann í dag, og hann hefir beðið mig að segja yður, að vegna þess að nú er búið að gera samning við útsölu- staðina úti á landi, verði þörf fyrir fleiri starfskrafta en bú- ist var við, og er uppsögn okk- ar til yðar þvi liérmeð tekin aftur. Eg bið yður um að líta inn á skrifstofuna á mánudag- inn klukkan 11, til skrafs og ráðagerða, og vona að þér fá- ið einhverja launahækkun! Eg þarf ekki að segja yður að mér þykir vænt um þetta.“ Jolin Luck var að lesa bréfið til enda þegar konan bans kom inn með lieita matinn. Hann kyssti hana og liló.... liann, sem hafði ekki húist við að hlægja nokkurntíma framar! Þegar konan lians fór út að glugganum til að draga tjald- ið fyrir, sagði hann: „Bíddu svolitið, góða. Eg kann svo vel við að það sjáist birta út um gluggann. Maður veit aldrei liverju það getur inunað fyrir þá, sem ganga framhjá." „IJvað áttu við, John, ég skil þig ekki,“ sagði hún brosandi. „Nú skal ég segja þér liva'ð á daga mína hefir drifið,“ sagði John Luck og kyssti hana. Verkstjóri lijá ríkinu sendi skila- boð á skrifstofuna þess efnis að sig vantaði fleiri skóflur handa mönnum sínum. Innan stundar fékk hann svo- hljóðandi svar: „Engar skóflur fá- anlegar. Segðu mönnunum að halla sér hver að öðrum.“ Vísan hans Kolbeins. Kuldi. Næmt mig kól i norðanátt, næddi gjúlan þváa. Harða skóla hefi ég átt, hæga stóla fáa. Kolb. frá Kollafirði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.