Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Övre ^icbter-Tricty: Það voru liðnir margir, niargir dagar síðan „The Eagle“ hvarf í djúpið. Með þvi að neyta sinnar síðustu orku hafði lienni tekist að vaða í land úr bátnum, sem rak svo aftur frá rifinu. Það var heppilegt fyrir hana því að liinn litli far- kostur lenti í brimrótinu og brotnaði í s'pón fyrir augum hennar. Kraftar liennar voru að þrotum komn- ir. Annað slagið reyndi hún að narta í skipskexið, en þá gerði þorstinn vart við sig. Hún gat ekki hreyft sig framar. Bráð- um var öllu lokið. Ungfrú Westingbouse, lokaði augunum og lét sig dreyma uiii æskuár sin, en hún gat ekki fest sig við neitt. Minningarnar runnu saman og rugluðust í liuga hennar. Hún leitaði að einhverju til að halda sér í, í dauðanum — einhverri bjartri von — tveimur bláum tryggum augum, breinu og góðlegu brosi. En hún fann ekki neitt. — Lamandi þreyta settist að augnalokum hennar og höfuð hennar valt á annan vang- an. Svo krosslagði hún armana og beið eftir hinum miskunnarlausa, óumflýjanlega drottnara og mikla velgerðarvini. Þá lagði hægan andvara inn i þokuna. Hún þyrlaðist og byltist augnablik, svo livarf hún hægt og liægt. Það rofaði í húm- gráan kvöldhimininn. Skömmu seinna var þokan öll á bak og burt, og hinar fyrstu stjörnur kviknuðu. Það var Síríus og belti Óríons. XV. Jacques Delma. Þetta var einkennilegur árekstur, sagði Fjeld og laut að litla þeldökka manninum, sem bar greinileg merki hitabeltissólarinn- ar á andliti sinu. Það var ekkert sérstak- lega eftirtektarvert við þennan litla ná- unga, sem sat með krosslagðar fætur og reykti svartan vindling. Maður sér tíu fyrir einn af slíkum Parísarspjátrungum í ,„Rue Royale“ En undir tómlætis og kæruleysisgrím- unni, sem var svo greinileg á unglegum andlitsdráttum hans, mundi skarpskyggn athugandi hafa séð vakandi eftirtekt, sem var svo einkennileg, að liún virtist öll vera í eyrunum. Það voru einkennileg eyru. Þau voru þunn og viðkvæm og runnu sam- an í odd að ofan. Og ef maður hefði veitt þeim nánari athygli hefði maður tekið eftir því að þau voru eins og lifandi. Þau hreyfð- ust án afláts. Þau teygðu sig bókstaflega eftir liverju hljóði. Á meðan aði-ir hlutir andlitsins voru eins og steinrunnir voru eyrun á verði. Saga afbrotamanna hefir ekki átt marga slíka sem Delma. Það voru ekki mörg ár síðan jiessi ungi tæplega þrjátu ára gamli maður, liafði sett allan heiminn á annan endann með ihlutun sinni í hinni miklii gullgerðardeilu, sem endaði með því að liætt var að nota gull sem myntfót. Og ]iað var vitað, að þessi ungi franski blaðamað- ur var einn af þeim allra starfsömustu í alþjóðlega afbrotamannáflokknum, sein gekk undir nafninu „Svörtu gammarnir“ og er hafði komið heiminum til að nötra á grunninum. Hann hafði fjölda morða á samviskunni og' aðeins einn tíundi liluti, eða litið brot af syndum iians liefði nægt til þess að koma honum á höggstokkinn, livar sem var í Evrópu. En lögreglan var róleg með lilliti til Jaeques Delma. Hún þóttist viss um að liann væri dauður. Hann liafði ekkert lífs- mark gefið frá sér um langan tíma. Og hann var maður — álitu þeir — sem ekki leyfði sér, eða undi við að móka athafna- laus. En lögreglan ályktaði skakkt, eins og hún gerir svo oft. Hún vissi ekki að nú var Delma fastar tengdur við lífið enn nokkru sinni fyrr. Þeir vissu ekki að liinn liættu- legi afbrotamaður var liorfinn til borgara- legra dyggða og næðis. Hann hafði kynnst því valdi, sem gat bundið hann og sætl við hið óbreytta líf, og sem hafði vakið hjá honuin þá metorðagirnd, sem alls ekki kemst í andstöðu við eða stríðir á móti lögreglu eða liegningarlögum. Þegar Delma giftist Natascha, dóttur síns fyi'verandi yfirmanns, var hann eins og ljónið í barnshöndum. ITann hafði falið sig í afskekktasta kima Mexico. Og þar liafði liann undir nafniu Giafferri unnið sér álil og virðingu, að svo miklu leyti, sem liægt er að öðlast slíkt í hinu fyrirheitna landi ræningjanna. Nú var hann í París og naut ilmsins af fæðingarborg sinni. Og ef til vill naut liann liættunnar — þessarar alltaf yfirvofandi liættu. Hún sat um liann og lá fyrir honum alltaf, því þau afbrot, sem hann liafði fram ið, fyrndust ekki. En hann liafði alltaf verið barn tilviljananna og tækifæranna. Og þó að hann væri villuráfandi æfin- týramaður, trúði hann alltaf á hin óhagg- anlegu örlög. — Heimurinn er ósköp lítill, sagði Delma. Hann lætur þá hittast, sem eiga að liittast. Þér voruð einusinni okkar góða örlagadís, læknir. Það sannarlega gleður okkur að sjá yður aftur. Nú hittumst við, hér á gistihúsi í Rue Richepause. En síðasl þegar við hittumst, var það að morgni dags þegar sólin skein yfir Ori/aba. Dauðaóp Zapatasar hljóma ennþá i eyrum mér. Það var dýrðlegur söngur. Fjeld horfði dreymandi fram fyrir sig. - Eruð þér að luigsa um Ebbu Torell? spurði Natascha hóglátlega. Já, svaraði Fjeld. Eg get aldrei gleymt hinum brostnu augum liennar. Húu var sannarlega eitt af olnborgbörnum mannanna i æfintýrinu - Og nú livilir hún undir grænni torfu i landi liins eilífa vors, bætti Natascba við. Kameliurnar blómstra alltaf í kirkjugarð- inum í Jalapa. Þau sátu öll þögul — hvert með sínar hugleiðingar. Þau horfðu á stjörnubjartan næturhimininn sem livelfdist yfir þeim. Annað slagið bárust til þeirra ámátleg, hás óhljóð of götunni fyrir neðan þau. — Hvaða óliljóð eru þetta? spurði Delma eftir nokkra þögn. — Eru andar liinna framliðnu bilaþorpara gengnir aftur? Fjeld stóð skyndilega upp og þreif auka- blað upp úr vasa sínum. — Það er afar dularfullur atburður, sagði Jiann. — Nýja ameríska risaskipið „The Ealge“ sem fór frá New York fyrir sex dögum, er gersamlega horfið. Þegar tveimur dögum eftir að það fór úr liöfn i New York, var ekkert loftskeytasamband við það. Það sigldi inn í þokuna á Ný- fundnalandsniiðununi og síðan hefir ekkert til þess sést eða spurst. Já, hér getið þér sjálfur séð. Hann rétti Delma aukablaðið. Frakkinn las það af mikilli athygli. —- Það befir verið dálagleg upphæð i verðmætum, sagði liann kæruleysislega. — Eigum við að áætla það fjötrutíu til finnn- tíu miljón króna? — Það voru um það bil tíu þúsund manns um borð, tautaði Fjeld liásum rómi. Marg- ir bestu menn Ameríku, voru með skipinu. Og það var blátt áfram kraftaverk að for- setinn fór ekki með þvi. Tíu þúsund manns burfu í hið eilfa þokuliaf. Þetta er liræði- legt! Delma hnyklaði brúnirnar. — Það er mjög einkennilegt, sagði liann. — En afbrotamannseðlið er svo ríkt í mér ennþá, að ég er ósnortinn af slíku sem þessu. Og því miður álít ég að hér sé um að ræða djarft og aðdáunarvert rán. Þér haldið þá. . . .? — Já, auðvitað, svaraði Delma og bar ört á. Þetta er fyrsta sjóránið í stórum „ný tísku“ stíl. Eg liefi lengi átt von á því. Á minni tið var talað um svona rán. Og þok- an á Nýfundnalandsiniðunum barst oft i tal, á milli okkar. Jaap van Huysmann var með margar ráðagerðir í þessa átt. En svo dó hann. Aðal erfiðleikarnir voru í þvi fólgn- ir að þokan var árásarmönnunum til jafn mikilla óþæginda og áhöfn skipanna, sem ráðist var á. — Þér álítið eftir þessu. . . . ? — Það er ekki nokkur vafi á því. Mál- ið er augljóst. Skip eins og „The Eagle“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.