Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.06.1945, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N - LITLfi 5flSfln - Erik Bertelsen: Útvarpsleikrit. Þó að ég hefði miklar mætur á mínum gamla vin, Spange, þá sendi ég honum ákaflega ómerki- lega brúðkaupsgjöf. -— Mér fannst nefnilega best, að ekki yrði of margir dýrgripir til að rífast um við hjónaskilnaðinn. Eg var húinn undir að hjónabandið yrði skamm- vinnt. Spange var í mörgu tilliti ágætismaður. En hann hafði erfiða geðsmuni. Hann gat orðið reiður útaf smámunum. Það lilaut að vera sjaldgæf kona, sem gat lynt við hann í mörg ár. Spange launaði mina lítilfjörlegu gjöf með iöngu bréfi, þar sem hann livatti mig með fögrum orð- um til að koma og sannreyna, að hann væri kvæntur bestu konu veraldar. Eg þakkaði boðið, en taldi vissara að biða átekta. Jafn- vel þó að ég væri fullvissaður um það úr ýmsum áttum, að þetta væri einstaklega hjartnæmt hjónaband, hélt ég þó áfram að leika hlutverk liins vantrúaða Tómasar. Það getur oft hent sig i mannlífinu, alveg eins og í náttúrunni, að eftir sér- lega gott sumar kemur harðinda- vetur. Nálægt ári eftir hrúðkaupið varð ég að fara ferð, og vildi þá svo til að leið mín lá um bæinn, sem Spange og kona lians áttu lieima i. Eg afréð að hafa dálitla bið þar og gera honum heimsókn. Síðasta bréf hans hafði bent á, að liveiti- brauðsdagarnir væru ekki á enda ennþá. Þessvegna var ég líka for- vitinn að sjá konuna hans. Hún hlaut áreiðanlega að vera ljúf og geðgóð kona, úr því að þeim samdi svona vel. Eg varð að afráða þessa ferð i flýti, svo að ég gat ekki gert Spange hoð á undan mér. Og yfirleitt hefi ég aldrei haft þann sið, að láta fólk eyða tima í að bíða mín á járnbrautarstöðinni. En i þessu til- felii hefði þó verið skemmtilegra að láta taka á móti sér. Bærinn var ekki stór, en það var erfitt að rata þar. Það var kvöld og dimma þegar ég loksins fann liúsið. Sem betur fór sá ég þegar á ijósum í gluggum að húsbændurnir voru heima. Og ég lilakkaði til að koma inn í heita stofuna úr hráslaga- legu haustveðrinu. Þótt undarlegt megi verðast var engin dyrabjaila. En hurðin var heldur ekki iæst. Eg gekk inn í rúmgóða forstofu. Lengra þorði ég ekki. Innan úr stofunni lieyrði ég háa rifrildi. Spange og konu hans hafði sinnast svo um munaði. Eg heyrði hvert einasta orð greini- lega fram í forstofunni. Og mér varð þegar ljóst, að frúin var engin dúfa. Það var hún sem liafði betur. „Þú ert ómenni,“ lirópaði liún. „Eg gæti marið þig undir fótunum eins og ánamaðk.“ „Taktu nú sönsum,“ sagði hann ofur hægt, svo að ég varð forviða, því að ég hafði aldrei heyrt hann láta í minni pokann fyrir neinum. „Eg er víst ekki verri en margir aðrir.“ Eg fór að hugsa um livort ég ætti ekki að laumast í burt aftur. Eg gat varla átt von á skemtilegri kvöldstund á þessum stað. En það var eitthvað i röddinni, sem freist- aði mín til að doka við. Það var þrumuveður í loftinu. Mér fannst eins og maður gæti átt von á að eldingu lysti niður þá og þegar og hefði í för með sér bruna. Hver veit nema það yrði þörf fyrir að- stoð af minni hálfu. „Þú ert lítilfjörlegasta karlmaiins- persónan, sem ég hefi hitt á lífsleið- inni,“ hélt hún áfram gjallandi. „Þú hefir svallað öllum heimanmundin- um mínum. Hvað er orðið af lion- um? Getur þú sagt mér það?“ „Það voru hlutabréf,“ sagði hann auniur i afsökunartón. „Þú veist það vel. Ekki gat ég gert að þótt félagið færi á hausinn." „Nei,“ heyrðist hún nú segja í nístandi hæðnistón. „Þú getur ekki gert að neinu, ekki heldur þvi að þú tapar í spilum, að þú reykir digra vindla frá morgni til kvölds, og sendir ungfrú Larsen dýra blóm- vendi. Þú ert sára saklaus.“ „Bíddu nú við,“ sagði liann móð- gaður. „Þú varst sjálf með í því að kaupa hlómvöndin á afmælinu lienn- ar ungfrú Larsen.“ „Já, skelltu bara skuldinni á mig, Það var kannske lika ég, sem stakk upp á þvi að lnin fengi tveggja vikna sumarleyfi aukalega — með fullu kaupi.“ „Nei, en liún var vel að því kom- in. Hún hafði þrælað lengi og unnið mikla aukavinnu. Og svo er hún duglegasta manneskjan á skrif- stofunni.“ „Og svo sú laglegasta. Þessvegna fær hún svona hátt kaup, að hún getur farið í ferðalög og hagað sér eins og fín fröken í sumarleyfinu. En hvað fæ ég? Líttu á þessar gömlu druslur, sem ég geng í! Og líttu á fötin þín. Sérðu muninn?“ „Eg verð að ganga vel klæddur til að lialda uppi áliti verslunar- innar. Og hvað þig snertir þá færðu nóg af fatnaði, en þú gleymir bara að hirða þig.“ „Ætlastu til að ég sé að halda mér til, þegar þú kærir þig ekkert um mig?“ Mér fannst það óviðfelldið að hlusta á þetta allt. Eg hafði því miður orðið að hlusta á rifrildi milli hjóna áður, en aldrei svona á hleri. Þarna stóð ég í laumi og gat hlustað á öll reiðiyrðin, sem fóru á milli þeirra, en ég gat ekki séð tilburðina. Ef til vill voru þau að þvi komin að fara saman. Það var taugatrekkjandi að hugsa til þess. Spange liafði nú jafnað sig og var orðinn uppástöndugur. Hann sagði harkalega: „Ef þú lieldur að við eigum elcki saman lengur þá er best að við skiljum.“ Þrátt fyrir alvöruna gat ég ekki að mér gert að vera dálítið gleiður yfir þessu. Eg hafði nefnilega átt kollgátuna. Og ég sá að það var gott að ég hafði ekki sent dýra hrúðargjöf. „Skilja!“ hvein í frú Spange. „Það kæmi þér vel. Þá gætirðu gifst fröken Larsen. En hefirðu ihugað liverju ég á að lifa af? Eg sagði upp ágætri stöðu þegar ég trúlofaðist Thzodór flrnason: Merkir tónsnillingar Grainger. f. 1882. Hinn 25. mars síðastliðinn gaf Tónlistarfélagið i Reykjavík styrkt- arfélögum sínum kost á að kynnast verkum „yngri tónskálda Breta“ — eins og komist var að orði. Það var strengjasveit félagsins, sem tón- leikana flutti, og' efst á blaði var írskt þjóðlag, sem Grainger hefir stilfært og búið fyrir hljómsveit og féll i góðan jarðveg. Þess er getið í einni umsögn um þessa tónleika, eftir P.Í., að þar hafi gætt nokkurra áhrifa frá Grieg. Mætti bæta því við, að sjálfur Grieg liafði miklar mætur á Grainger, sem sjá má meðal ann- ars á því, að Grieg. réði j)ví, að Grainger var ráðinn til að leika pianó-einleikinn í píanókonsert „gamla mannsins“ á hljómleikum, er haldnir voru á hátiðahöídum í Leeds í okt. 1907, þar sem Grieg ætlaði sjálfur að stjórna hljómsveit- inni. En Grieg andaðist mánuði áður en hljómleikarnir fóru fram. Grainger lék sitt hlutverk engu að síður og leysti það af hendi með ágætum. Annars liafði hann notið vináttu hins norska tóiiskálds um nokkurra ára skeið, og einmitt sú viðkynning og þau áhrif sem hann varð fyrir hjá Grieg urðu þess valdandi, að hann gerðist virkur og ákafur þátttakandi í samtökum um að endurlífga þjóðlega enska tónlist. Lagði hann mikið starf i að leita uppi og skrásetja þjóðlög og alþýðulög, bæði ensk, welsk og írsk, og mörg slík lög hefir hann siðan búið í listrænt form, að dæmi Griegs, ýmist fyrir söng, slaghörpu eða ýmislega samsettar hljómsveitir og þykir þessi þáttur hans í alla staði hinn þarfasti og prýðilegasti. þér. Hana fæ ég aldrei aftur. Nei, ef við eigum að skilja þá skýt ég mig. Þú skalt fá að sjá um útförina áður en þú giftist aftur.“ „Þér er þá best að skjóta mig lílta!“ heyrði ég minn gamla vin segja með ískaldri röddu. „Slúður!“ sagði liún spottandi. „Þú hefir ekki djörfung til að horl'- ast í augu við dauðann!“ „Jú, gerðu svo vel — liérna er skammbyssan!" Nú gat ég ekki ráðið við mig leng- ur. Eg hratt upp hurðinni og þaut inn og kallaði: „í guðs bænum. Látið þið skyn- semina ráða!“ Þau störðu á inig orðlaus — og ég á þau. Hvorugt þeirra var með skammbyssu. Hinsvegar voru þau bæði með stílabók i hendinni. Þau voru nefnilega að æfa sig á leik, sem þau áttu að sýna. í stuttu máli: Eg átti ágætt kvöld þarna heima hjá þeim, og sann- færðist um, að þetta var besta lijönaband. En þegar Spange opnaði útvarpið og bauð mér að hlusta á leikrit,- sem væri svo ágætt, afþakk- aði ég það. Eg hefi fengið nóg af svo góðu í bili. Annars er hann Ástralíumaður borinn og barnfæddur, — og lieitir fullu nafni Percy Aldridge Grainger, fæddur i Brighton (Melbourne) i Ástralíu 8. júlí 1882. Hann þótti elskur að tónlist þegar á harnsaldri og naut góðrar tilsagnar í píanó- leik hjá móður sinni fram til tíu ára aldurs, en þá var kominn til Melbourne ágætur píanóleikari og kennari, prófessor Louis Papst, og naút Percy tilsagnar hans í hálft annað ár, eða meðan prófessorinn dvaldi þar. Að undangengnum nokkrum tón- leikum heima fyrir, fór móðir lians með lfann til Þýskalands, og þar naut hann svo tilsagnar þeirra J. Kvasts og Bussonis, með ógætum á- rangri. Skönunu eftir aldamótin kom Grainger fyrst lil Lundúna, og sið- an lék hann þráfaldlega á merkum Idjómleikum á Englandi, þar á meðal á hljómleikum Pliilharmoni- ska félagsins i Lundúnum, Hallé hljómleikunum i Manchester o. s. frv. við ágætán orðstír. Raunar var það fyrst á svonefnd- uin Balfour Gardiner hljómleikum í Queens Hall, árið 1912, sem hann vakti á sér verulega athygli almenn- ings, sem tónskáld. Tónsmíðar lians fyrir strengjahljóðfæri og liílar hljómsveitir, og önnur verk hans í litlu broti, hvort lieldur er fyrir hljóðfæri eða söng hafa hlotið verð- ugar vinsældir. Hin stærri forin tónsmíða hefir hann litið átt við. Til Ameríku flútti Grainger ár- ið 1915 og hefir átt þar heima siðan, kvongaður fyrir löngu, norrænni konu, Ellu Violu Ström að nafni. Er svo um hann sagt, að liann liafi fyllilega samlagast lífinu eins og því er lifað vestan liafs, í því sé liann nafnkennd persóna, þótt ekki sé liægt að segja, að hann sé „típísk- ur“. Hann er sagður yrkja á víð og dreif, — þegar það detlur i hann og um það sem honum sýnist í það og það skiftið. „Hann hefir komist hjá því óláni að verða „þýðingar- mikill," segir H. C. Colles, M. A. um hann í viðaukabindi við Grove’s Dictionary of Music and Musicians (1940). ERFITT HEITI. Allir kannast við sakkarínið, sem sykursjúkt fóllc notar í stað sykurs. í efnafræðinni heitir þetta efni ben- zoesyrusúlfat. En svo heitir það líka Orthosulfamidobenzoesýruanhydrid. Það væri ckki gaman ef notendurnir þyrftu að nefna það orð í hvert skifti, sem þeir drekka bolla af kaffi! HÆSTI REYKHÁFUR líeimsins er, að því er menn hyggja, í Great Falls í Montanafylki í .Banda- ríkjunum. Hann er i sambandi við koparbræðslu og er 153 metra hár. Reykháfar í sambandi við kopar og nikkelbræðslur verða að vera afar háir, til þess að veita burt eitruðu lofti, sem myndast við bræðsluna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.