Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1945, Qupperneq 7

Fálkinn - 12.10.1945, Qupperneq 7
F Á L K I N N / llglgpillp^glpgl ÉÉMMNtt fe ■ Birgðir til einnar herdeildar. A inyndinni sést þilfarið á flutningaskipi, sem er fermt með birgðum, er eiga að nœgja einni herdeild (um |jað bil 15000 manns). Það er á- ætlað, að ein herdeild noti daglega að meðaltali 330 tonn af skotfær- um, 180 tonn af bensíni, smurningsolíu o. s. frv. og 10 tonn af hjúkr- unargögnum. Fórnarlambið. Frumstæðar jjjóðir koma sér i mjúkinn tijá guðum sinum með þvi að fórna þeim einhverju lifandi, venjulega skepnum sínum, þeim sem feitastar eru. En þessi siður þekkist líka i kristnum þjóðfélögum, eins og t. d. Albaníu. Myndin hér að ofan var tekin iijá klaustrinu Sveti Naum, en þangað þyrpast íbúar nærliggjandi héraða alltaf öðru livoru með föngulegustu lömbin sín. Hver bóndi verður að ganga 3 hringi i kringum kirkjuna með lambið á bakinu, áður en prestarnir telja það hæft til fórnar. Maðurinn á myndinni er að leggja upp í slikan göngu túr. Aldraður fiðlusmiður. í Mittelwald í bajörsku Ölpunum búa fjölskyldur, sem eiga ætt sina ;.ð rekja til cintómra fiðlusmiða langt aftur í gráa forneskju. Þessi gamli maður er einn af íbúunum. Margar af fiðlum hans eru nú í höndum snillinganna. Spegill, spegill, herm þú hver .... Kvikmyndaleikkonur þurfa að get a gert margt, sem aðrir ekki gela. Þessvegna þjálfa þær likama sinn með handahlaupum, heljarstökkum, kollstökkum og yfirleitt öllum þeim stökkum, sem nöfnum tjáir að nefna. Og ef jjessar ungu stúlkur eiga vanda til svima og annars þess, sem ber vott um, að jafnvægismiðstöðin sé ekki i lagi, þá eru þær látn- ar sitja langa lengi á slám, sem hanga hátt í lofti. Spegil hafa þær hjá sér til þess að geta sjálfar séð um að allt sé í lagi. Frú M. (sem á margar dætur á giftingaraldri): — Eg skil ekki for- stjóri, að þér skuluð ekki gifta yður i staðinn fyrir að lifa eins og gam- all piparsveinn! — Eg þarf svo sem ekki yfir neinu að kvarta. Eg hefi tvær syst- ur, sem snúast kring um mig. — Tvær systur verða nú aldrei það sama fyrir mann og ein kona. — Sei, sei jú. Þetta eru eklci syst- ur mínar. Eyversen fer til París. Er liann hefir dvalið þar nokkra daga fær hann simskeyti frá konunni: „Vertu mér trúr!“ stóð þar. Eyversen sendi skeyti um hæl: „Of seint!“ stóð þar. Hún: — Eg get því miður ekki gifst yður, því að ég er trúlofuð. En reynið þér að koma aftur eftir inánaðartima.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.