Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 3
Menntaskólaleikurinn 1946: VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/if SKRADDARAÞANKAR Þrátt fyrir það að íslendingar eru taldir mestskrifandi þjóð í heimi, mundi okkur virðast æði tómlegt að liafa ekkert annað að Iesa en þeirra verk. Við viljum sjá og lieyra hvað aðrar þjóðir liugsa um, og við græðum á þeirri vitneskju, sjá- um og skynjum nýjar hugmyndir og ný form. Þessvegna les fólkið erlendar skáldsögur og erlendar Ijóðaþýðingar með eigi minni at- hygli en fagrar íslenskar bókmennt- ir. Og öllum þjóðum er kært að láta bókmenntir sínar og fagrar listir berast sem víðast. Það er landkynn- ing að því, eigi síður en að senda myndir af fallegum stöðum út um heim. íslendingar tala mikið um land- kynningu en minna um þjóðarkynn- ingu. Þeir vilja láta útlendinga vita hvernig Skógarfoss og Grýla líta út, en liugsa minna um hvort nokkur viti, að íslenskar bókmenntir dóu ekki út nóttina sem Snorri var veg- inn í Reykholti. Menn munu segja, að hér sé þröskuldur á vegi. Enginn skilji is- leskuna. Og þýðingarnar verði aldr- ei nema skuggi. Það er þessi bá- bilja, sem tönnlast liefir verið á svo lengi, að margir trúa henni, og styrkjast í trúnni við það, að margt kemur út á íslensku af slæm- um þýðingum, sem eru flýtisverk, enda þá sjaldnast um listgild rit að ræða. Hvar væri veröldin, ef hún liefði ekki orðið að láta svo lítið að not- ast við þýðingar. Hve margir Vest- ur-Evrópumenn mundu þá vegsama rússnesk skáld og kínverska og indverska spekinga. Og við íslend- ingar höfiim lagt okkur niður við að lesa heimsbókmenntir á öðru máli en okkar eigin en í þýðingum þó, og orðið gott af. Nokkrir íslenskir höfundar hafa ritað á útlendum málum, einkum á dönsku, og getið sér orðstir og land- inu álitsauka, og komið út á miklu fleiri málum en orðið hefði ef þeir hefðu skrifað á íslensku. Halldór Kiljan Laxness er ein af þeim fáu undantelcningum, sem staðfestir þá reglu, að bók, sem er frumútgefin á íslensku, komist aldrei á annað mál. Það er kominn timi til að lagfæra lrnlla. Enaru§ Moiitann§ Lárus Sigurbjörnsson hefir snúið leik þessum til íslenskra staðhátta og leiðbeint við æfingar. Samkvæmt grein þeirri, sem hann ritar í leik- skrána, er þetta 17. leikrit Hol- bergs, sem hefir verið þýtt á is- lensku, en það 6., sem hefir verið fært að öllu leyti til íslenskra stað- hátta. Eins og að líkum lætur, er liér um vandasamt verk að ræða, þar sem þýðandinn hefir tekist á hend- ur að skapa leiknum nýtt umhverfi, flytja hann sunnan frá Sjálandi norður á Álftanes og breyta per- sónum allmikið, til þess að þær liæfi liinu nýja umliverfi; þannig breytir hann t. d. dönskum liðs- foringja í íslenskan formann og sjósóknara. En allt þetta tekst hon- um samt svo vel, að leikurinn hef- ir á sér íslenskan blæ og bregður upp allskýrri mynd af lífi manna hér á Álftanesi, eins og maður gæti hugsað sér það fyrir 200 árum. En á hinn bóginn verður þess hvergi vart, að hin sérstæða og háðska kímni Holbergs liafi orðið fyrir verulegum áföllum, þrátt fyrir þess- ar miklu breytingar. Lárus Sigur- björnsson á þakkir skilið fyrir þetta verk. í fyrrnefndri grein segir Lárus cnnfremur: „Kjarninn í leikritinu er annarsvegar mennlahroki, hins- vegar hundflöt nesjamennska. Vís- indi steyta á fáfræði, kennisetning víkur skynjan, flatneskjan rikir, þó skotið liafi upp óverulegum gjall- hól fyrir umbrot mannlegrar hugs- unar. Karpið um flalneskju jarðar skiftir í rauninni ekki verulegu máli. Nú á dögum er karpið um ýmislegt annað. Þó er sagt enn þann dag í dag í algerðu hugsunarleysi: „Sól- in sest“; „sólin gengur til viðar“; eða „sólin kemur upp“; en ekki „jörðin hefir snúið sér við“. Það ei’ ekkert aðalatriði, hvar leikur- inn fer fram, hvort heldur á Sjá- landi eða á ÁIftanesi.“ Þannig er leikritið, sem Mennta- skólanemendur hafa valið sér til meðferðar á þessum velri. Áður en sjálf leiksýningin liefst, les Snjólaug Sveinsdóttir upp prolog- us, sem Jón J. Hjaltalín samdi í kringum 1860. Gerir hún það i gerfi Þalíu, liinnar grisku gyðju gamanleiksins, sem rekur allan sinn feril sunnan úr Grikklandi hinu forna í gegn um aldirnar norður um álfuna allt til hins afskekkta fslands. Lestur Snjólaugar er lif- andi og kraftmikill á köflum, en þess á milli óþarflega daufur og ógreinilegur. Aðalhlutverkið í leiknum, Enarus Montanus eða Einar frá Brekku, leikur Jón Magnússon. Er þetta mjög vandasamt hlutverk, og verð- ur að teljast vel af hendi leyst, þar sem um algeran viðvaning er að ræða. Björn Sveinbjarnarson leikur Jós- ep bónda, föður Einars. Gerfi .Björns er ágætt og ýmislegt í leik lians, einkum hreyfingar og látbragð, sýnir, að hann hefir góðan skiln- ing á lilutverkinu. Elin Guðmannsdóttir leikur Nil- jóníu, konu Jóseps. Elín sýndi það í hlutverki Ivatrinar Petkoff i Menntaskólaleiknum í fyrra, að luin kann vel að koma fram á leiksviði og sannar það jafnvel enn betur í þessum leik. Aftur á móti leynir gerfi hennar hinu unglega útliti ekki eins vel og vera skyldi. Friðrik Sigurbjörnsson leikur Drésa, landfógeta á Bessastöðum, sem er alveg sprenghlægileg per- sóna, enda prýðilega úr garði gerð bæði frá höfundarins og þýðand- ans liendi. Fer mjög vel á því, að Lárus lætur þennan embættismann tal'a hið argasta hrognamál, fárán- legan blending íslensku og dönsku. Friðrik gerir þessu hlutverki líka mjög góð skil, einkum þó meðan hann situr kyrr, því að hann virð- ist ögn missa öryggistilfinninguna, þegar hann stendur uppréttur. Guðlaugur Hannesson leikur Pét- ur, djákna í Görðum, sem er önn- ur spaugilegasta presóna leiksins. Guðlaugur er kaldur og rólegur á leiksviðinu og missir aldrei jafn-* vægið, en þar er fólginn höfuð- kosturinn við leik hans. Bragi Guðmundsson leikur Jakob, yngra son þeirra Brekku-hjóna, Leikendahópurinn — (Magnús BI. Jóhannesson tók myndirnar). — og gerir það sæmilega; en galli er það á leik hans, livað hann hef- ir mikla tilhneigingu til að horfa til himins meðan hann talar. Sigmiindur Magnússon leikur Jón hinn rika, bónda á Eyvindarstöð- um, mjög sæmilega og sama er að segja um leik Ástriðar Guðnmnds- dóttur, sem leikur Magneu, konu Jóns. Margrét Vilhjálmsson leikur Framhald á bl. Í4. Jón Magnúss. sem Enarus Monlanus. Guðlaugur Hannesson sem Pétur, djákni, og Etin Guðmannsdóttir og Björn Sveinbjarnarson sem, lijónin á Brekku. Ástriður Guðmundsdóttir óg Sig- mundiir Magnússon sem hjónin á Egvindarstöðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.