Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N VÍSINDAMAÐURINN og listamaðurinn geta unnið ævistar sitt í litlu þakher- bergi, ef svo ber undir, án þess að hafa nokkuð verulegt saman við aðra að sælda. — Þessu er öðruvísi varið með stjórnmálamennina: þeir þurfa stórt svið og viðan vettvang. Þeir verða að standa í dægur- þrasinu og þeyta herlúðurinn, ná til allra, sem eyru hafa til að lieyra með og skynsemi til að skilja. En um uppruna þeirra er ekki spurt, Þeir standa jafnt að vígi úr hvaða stétt, sem þeir eru komnir, nema þá ef vera skyldi að t. d. sonur frægs stjórnmálamanns eða skálds ætli erfiðara með að hasla sér völl en aðrir, vegna þess að meira sé af hon- um krafist. Þannig var um Glad slone lávarð, son stjórnmála- hetjunnar miklu, og þannig var um Björn Björnson, sem norsku blöðin kölluðu að jafnaði „h b.“, son skáldsins Björnstjerne svo að dæmi séu nefnd. Erfið æska. Lloyd George var ekki af « stórmenni kominn. Hann var kotbóndason frá Suður-Wales. En faðir hans var bókhneigður maður og viljasterkur og hafði aflað sér nokkurrar skóla- menntunar og orðið barna- kennari i Manchester. En vegna veikinda varð hann von bráð- ar að láta af kennslustörfum og fluttist til Wales og fór að húa. Skömmu síðar fékk hann lungnahólgu og dó. Ivona hans stóð uppi allslaus og átti fátt úrræða. Ilún varð að selja mest af húsgögnum sínum, á- höldum og öðru lausafé á upp- boði, til þess að komast fram úr ógöngunum. Þá var Davið litli ekki nema þriggja ára, en þó mundi hann það síðar er grannarnir höfðu komið til að hjóða i og hurfu síðan á brott SIGURVEGARI BRETA í FYRRI HEIMSSTYRJÖLDINNI. HANN ÆTLAÐI SÉR AÐ VERÐA UMBÓTAMAÐUR í FÉLAGSMÁL- UM, EN VARÐ LEIÐTOGI ÞJÓÐAR SINNAR í STRÍÐI. og liöfðu með sér flest, sem áður hafði verið þarna innan- stokks. Þvínæst leitaði móðir hans á náðir bróður síns, sem var skóari í þorpinu Llanyst- umdwy í Norður-Wales og bað liann ásjár. Harin tók við syst- ur sinni og syni hennar. Móð- urbróðir Daviðs, Richard Lloyd, var þá miðaldra, mjög siða- vandur sértrúarmaður, ógiftur, nægjusamur, iðinn og skyldu- rækinn. Hann varð níræður og lifði það að sjá framabraut frænda síns og uppeldissonar á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina og meðan á henni stóð. Sparifé sínu, sem hann hafði ætlað að nota til styrktar sér i ellinni, hafði liann varið til að kosta Davi$ til náms. Og hann hafði meira að segja lagt á sig það erfiði að kynna sér ýrnsar námsbækur til þess að geta sagt honum til. I umhverfinu þarna í gráa steinliúsinu, sem skóarinn bjó í, ólst Davið Lloyd George upp. Þorpið var gömul kyrrstöðu- hyggð. Davið var hraustbyggð- ur maður, öfugt við það sem faðir hans hafði verið, og harðn aði í hinum stranga skóla upp- vaxtar síns. Hann var laglegur og gjörfulegur piltur, andlits- fallið hreint og reglulegt, aug- un hlá, hörundið fallegt og hár- ið svart. Og svo hafði hann einkar fallegan málróm. Það mætli helst líkja rödd hans við róm jafnaðarmannaforingj- ans Jean Jaurés. Hann hafði máttkari rödd en Lloyd Georg, en síðarnefnda röddin var hreimfegurri. Þó að ræður hans væru stundum langar á þing- fundum, þreyttist enginn að lilusta, né heldur í umræðum á fundum i þinginu; hann var orðheppinn . og viðbragðsfljót- ur, svo að menn vöndust af að lalca fram i fyrir lionum, liann gat verið laðandi og heill- andi en annað veifið bitur svo að undan sveið, en alltaf var röddin jafn falleg. Hann var eldfljótur að kynna sér mál, finna kjarna þeirra, sjá gegn- um rök andstæðinganna, liitta ávalt naglann á hausinn og finna merg málsins — enginn stjórnmálamaður síðari áratuga hefir verið jafn snjall i þessu og Lloyd George, enginn jafn kattfimur í sókn og vörn eins og „litli galdramaðurinn frá Wales.“ Lögmaður — stjórnmálamaður. Lloyd George nam lög og gerðist ungur málaflutnings- maður. I því starfi kynntist hann þjóðmálum og fjármál- um og réttarfari og honum óx mannþekking. Hann var alinn upp í fátækt á siðavöndu heimili, sem hafði mótað hann. Frá fyrstu stundu lenti hann á öndverðum meiði við auðkýf- inga og lávarða, jarðeigendur og talsmenn ensku hákirkjunn- ar. Hann vakti rneira að segja hneyksji með því að vinna gegn því fyrir rétti, að fátæklingar, sem sekir urðu um að hrjóta veiðiréttindi ríku mannanna, fengi þunga refsingu. Öll smá- málin, sem hann flutti fyrir kaupmenn, leiguliða, verka- menn og handverksmenn urðu til þess að auka honum álit, en þó varð hann fyrst frægur af máli, sem hleypti kirkjunn- ar fólki i hál og brand. Málið reis út af gömlum steinhöggv- ara í Snowden. Áður en hann dó, hafði hann látið þá óslc í Ijós að liann yrði grafinn við lilið dóttur sinnar í grafreit þjóðkirkjunnar, en samkvæmt útfarasiðum trúflokks sins. — Þessu neitaði viðkomandi sókn- arprestur. Lloyd George taldi aðstandendur liins látna á að fara með kistuna að sáluhlið- inu og hrjóta það upp ef það væri læst, og þetta var gert. Kirkjustjórnin höfðaði mál og Lloyd George tók að sér að vera verjandi sakborninganna. Kviðdómurinn féllst á rök hans, en dómarinn dæmdi kirkjunni í liag og túlkaði greinina er að málinu vissi, þveröfugt við Lloyd George. Hann stefndi málinu til hæstaréttar og vann það. Þá var hann 25 ára og varð nafn hans frægt um allt England. Hann liafði áður kom- ið fram á mannfundum og skrifað stjórnmálagreinar í heimablöðin og barist fyrir lýð- ræðislegu þjóðskipulagi, aukn- um rétti utanþjóðkirkjumanna og fyrir sérstöðu Walesbúa. Átti liann orðið marga áhuga- sama fylgismenn og þá um leið eindregna hatursmenn. Hann fann fljótt að honum var ætl- að að verða stjórnmálamaður, og var til í tuslcið. „Það hefði verið óeðlilegt ef liann hefði ekki látið sig dreyma um mikla framtíð,“ segir einn ævisögu- höfundur hans, „en samt kom það eins og' þruma úr heiðsldru Iofti er honum harst til eyrna, þessum kornunga skæruliða, að hann væri tilnefndur af frjáls- lyndufélögunum í kjördæminu til þess að bjóða sig fram við næstu kosningar.“ Fyrir kosningahríðina 1890, og meðan á henni stóð, var Lloyd George á sífelldu funda- ferðalagi, og það fara sögur af

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.