Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 13
FÁLRINN 13 KROSSGATA NR. 570 Lárétt skijring: 1. Áhald, 7. sævar, 11. dans, 13. endinn, 15. mælir, 17. viður, 18. hanga, 19. tveir eins, 20. efni, 22. ósamstæðir, 24. biskup, 25. ferðist, 20. niðurlagsorð, 28. skán, 31. kon- ur, 32. vökvi, 34. sár, 35. höll, 30. mann, 37. vegna, 39. skrautritari, 40. egg, 41. iitsaiim, 42. fugl, 45. fyrstu, 40. tala, 47. hýli, 49. vökvi, 51. flík, 53. ílát, 55. manns, 56. handi, 58. gróður, 00. stjórn, 01. nútíð, 62. frumefni, 04. beita, 65. guð, 06. hjáni, 08. drungi, 70. fá, 71. rödd, 72. grunaði, 74. stjórna, 75. l'iskur. LóSrétt skýring: 1. Þvo, 2. liljóð, 3. hól, 4. verk- færi, 5. þrír eins, 6. hnöttur, 7. minnka, 8. fljótið, 9. ónefndur, 10. blóm, 12. liluti, 14. lýsing, 10. þramma, 19. hellir, 21. nýpa, 23. heiti, 25. mannsnafn, 27. ósam- stæðir, 29. kínv. nafn, 30. skáld, 31. fangamark, 33. sleikt, 35. innt, 38. verslunarmál, 39. skógarguð, 43. viljuga, 44. gervalla, 47. grafa, 48. skaði, 50. endi, 51. tónn, 52. tveir eins, 54. heildsali, 55. höfuð- borg, 56. lof, 57. greinir, 59. slöng- ur, 01. kona, 63. stöðuvatn, 06. fley, 07. egg, 68. svörður, 09. skel, 71. flugur, 73. greinir. LAUSN Á KROSSG. NR. 569 Lúrétt ráðning: 1. Orustuflugvél, 12. brár, 13. orr- ar, 14. plat, 16. LMN, 18. tak, 20. iðu, 21. ei, 22. og, 24. ála, 26. an, 27. pelar, 29. ósætt, 30. KH. 32. kalbletti, 34. au, 35. ill, 37. RG, 38. FI, 39. bur, 40. nýir, 41. op, 42. La, 43. Voss, 44. Gin, 45. Rp, 47. Nh, 49. lap, 50. ar, 51. reitingur, 55. Ni, 56. rofna, 57. eisan, 58. NÓ, 60. tin, 62. nag, 63. SL, 64. ata, 66. blá, 68. Óli, 69. raka, 71. ybbir, 73. skær, 74. Landsbankanum. Lóðrétt ráðning: 1. Ormi, 2. Rán, 3. ur, 4. TO, 5. urt, 6. Fram, 7. lak, 8. ur, 9. VP, 10. éli, 11. laða, 12. blekkingar, 15. tundurspillir, 17. molar, 19. ólæti, 22. sek, 23. galgopinn, 24. ástfang- in, 25. ati, 28. RB. 29. ÓE, 31. hlý- ir, 33. ló, 34. ausan, 36. lin, 39. hol, 45. refir, 46. Mi, 48. busar, 51. rot, 52. TA, 53. NE, 54. rag, 59. ótal, 61. Elba, 63. slæm, 65. aka, 66, BBB, 67. áin, 68. óku, 70. an, 71. ys, 72. RK, 73. SN. — Nei, að minsta kosti ekki á sama liátl og þér, sagði hún brosandi. — Það er ómögulegt annað; ég veit ekki hversvegna liún heldur uppteknum hætti að koma liingað alltaf. Minstakosti, sagði hann gremjulega, leiðist mér að sjá ykk- ur samtímis — Erik! Inga varð vandræðaleg á svip og fannst sem hún væri stungin í hjartað. Hvað áttu við, Erik? spurði hún svo. — Ó, nei, ekki þannig meint, elskan min. Þú hefir þó aldrei skilið þetta þannig, sagði hann brosandi, þegar hann sá hvern skilning hún hafði lagt í orðin. — Þú ert mörgum sinnum, já, þúsund sinnum fallegri í mínuin augum en Sylvía, þú erl konan mín, og ert fullkomin í mínum aug- um. Eg átti aðeins við, að það kvelur mig, að ég skuli elcki geta gefið þér, það sem þú þarfnast og langar til að eiga, eins og ég gat á fyrstu hjónabandsárum okkar. Snyrtivörur, kjóla eins og Sylvía á, og allt það, sem konur á annað borð þrá. — Eg hefi allt, sem ég þrái, sagði Inga, sem nú varð aftur glöð við, er hún hafði sannfærst um að hún hefði misskilið orð Eriks, og hún lagði armana um háls hon- um og hallaði sér að honum. — Af þeim ástæðum mátt þú áhyggju- laust líkja okkur Sylvíu saman, hélt liún áfram. Eg vil ekki fyrir neinn mun skifta á hlutskifti mínu og hennar, og klæðnað- ur minn er mér ekkert áhyggjuefni, frem- ur en þú þarft að bygðast þín fyrir klæða- burð þinn. Fölin gera okkur ekkert minni i augum hvors annárs, ef við látum ekki hégómagirndina ráða fyrir okkur. Þótt smá erfiðleikar kunni að vera á vegi okkar dug- ar ekki að láta þá draga úr sér kjark, þeir þroska okkur aðeins. Eg vildi að þú litir á þetta sömu augum og ég, þú sérð að þetla er rétt skoðun, Erik. — Já, svaraði Erik og þrýsti konu sinni að sér. — Þú hefir á réttu að standa, ég er hálfgert flón. Það er af þvi að ég liefi miklu minni manndóm í mér heldur en þú, Inga, þú ert svo þroskuð, svo þróttmikil og stilll alll það sem mig vantar, en verð að reyna að temja mér. Eg lofa þvi að reyna það, ég lofa því, Inga. Eg vildi ekki valda þér vonbrigðum, en. . . . — Þetta hefir alll saman verið erfiðara fyrir þig heldur en mig, tók hún fram í íyrir honum. — Enda lilaut það að verða svo, þar sem viðhorf okkar voru svo ólík, og mér finnst þú sannarlega hafa borið þig vel. Ef til vill hefi ég látið þau orð falla, að þú hafir valdið mér vonbrigðum, en það er ekki rétt orð yfir hugtak mitt í þessu sambandi. Eg átti aðeins við, að þú mættir ekki vanmeta sjálfan þig, og álíla jietta niðurlægingu fyrir þig. llún strauk höndunum niður eftir jakka hans. — Á morgun sagði hún brosandi, skal ég snúa við skyrtulíningunum þínum. — Nei, híddu með það þar lil Sylvía er búin að vera bér al'tur, svaraði hann og það kom fjörlegur glampi í augu hans. - Eg verð fyrst að sýna henni, að ég hefi yfir- unnið liégómaskapinn og veikleikann, og að framvegis geti ég verið jafn þroskaður og' sterkur og þú. Ef það getur orðið til að sannfæra þig, liélt hann áfram lilæj- andi, skal ég lála skyrtulíningarnar mínar verða ennþá slitnari og láta þær standa fram úr jakkaermunum án þess að blygðast mín..... Inga, þú ert virðingarverðari og dásamlegri kona, en nokkur annar maður liefir átt. — Nei, það er ég ekki, ég er aðeins blátt áfram húsmóðir. En ég er þó ákveðin i að venda skyrtulíningunum þínum á morg- un. Inga spratt upp af knjám manns síns og byi-jaði að laga til í stofunni, en skyndi- lega varð hún döpur á svipinn. — Hevrir þú, sagði hún. — Per lióstar ennþá. Daginn eftir fór Inga með Per til læknis, sem rannsakaði drenginn nákvæmlega, og hað hana að koma aftur með hann eftir nokkra daga. Hún beið eftirvæntingarfull og kvíðin. Hún hafði séð að læknirinn hafði verið mjög hugsandi og alvarlegur, og þegar hún fékk að vita eftir næstu skoðun að drengurinn væri veikur í lungum, og yrði að minnstakosti i eitt ár að hverfa úr skólanum og helst að komast í sveit, fanst henni það meira áfall en svo að liún væri fær um að bera það. Það voru engin efni til þess að senda Per í burtu, það vissi hún, og hún hafði varla þrótt til þess að spyrja um það, sem henni lá þyngst á lijarta, en stundi því svo loks upp með titrandi málróm. — Honum er náttúrulega mjög hætt við berklum, ef lians er ekki gætt mjög vel? Læknirinn kinkaði kolli. — Já, það er þessvegna, sem ég ráðlegg yður að senda drenginn i sveit, ef þér mögulega getið. Hann má ekki liúka við skólaborðið, hann verður að komast í hreint og tært loft, hann á helst að vera úti frá morgni til kvölds. Þér megið til með að fylgja mín- um ráðum, frú. lnga gekk heim á leið og var þungt í huga. Hún vissi aðeins um einn möguleika. Hún gat sent drenginn til bróður síns og mágkonu, en lienni þótti mikið fyrir að þurfa að fara þá leið. Þau mundu ekki skilja drenginn hennar, og mundu ekki sýna honum þann kærleika, sem liann þarfnaðist og var skilyrði fyrir vellíðan lians. Þau voru svo lítið gefin fyrir börn, þrátt fyrir að þau liefðu ált eitt sjálf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.