Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Hann tók nú eftir að vegurinn beygðist jafnt og þétt til liægri, og nú skildist lionum fyrst hvernig stæði á þessum vegi. Með öllum krókunum og bugðunum bafði bann verið aðalvegur löngu fyrir bif- reiðaöldina, en þegar nýi, harði vegurinn hafði verið lagður síðar, liafði þessi vegur lagst niður, og margir af bændunum höfðu flutt bæi sína að nýja veginum. Hann leit aftur á þykka böggul- inn í sætinu, og nú dall lionum enn nokkuð i hug og hann stöðv- aði bifreiðina. Allar aðstæður hans voru svo annarlegar þessa stund- ina að hann vílaði ekki fyrir sér að rífa umbúðirnar og opna bögg- ulinn. Að vissu leyti varð Steve ekki tiltakaniega bissa á þvi, sem hann sá, því að eftir allt það, sem á dagana liafði drifið var hann við öllu búinn. Hann starði aðeins á samþjappaðan seðlabunkann, og taldist svo til að þarna mundu vera að minsta kosti um 100.000 krónur. Það var fimm til sex sinn- um meira fé en hann þurfti til að koma fyritæki sínu á réttan kjöl aftur, og þarna hafði liann pening- ana milli handanna — þeir voru hans eign, ef hann afréði að halda þeim. En þá sá hann allt í einu fyrir sér iiið rólega, Spyrjandi augnaráð ungu stúlkunnar, sem hann hafði séð í birtunni frá vasa- ljósinu. Það fór hrollur um hann og hann lét peninganá detta niður i sætið, og svo starði liann á fing- urgómana á sér, eins og hann bygg- ist við að sjá blóðbletti á þeim. — Hvaða firn eru þetta, sem ég hefi flækst í? spurði hann sjálfan sig eins og í leiðslu um leið og hann ók bifreiðinni af stað aftur. — Hvað. . . . ? Hugsanaþráður hans slitnaði á þessari stundu, því að nú heyrði liann óljóst suð fyrir aftan sig, sem varð skýrara með hverri sekúnd- unni. Það leið ekki á löngu þangað til honum varð Ijóst að hljóðið kom frá bifreið á fullri ferð. — Eltingarleikur, tautaði Steve, það liljóta að vera þessir „hinir“, sem hún var að tala um. Hann jók undir eins ferðina svo sem frekast var unnt. Ef þeir kærðu sig um kappakstur, þá skyldu þeir fá hann. En þá datt honum allt í einu nokkuð í hug. Ef liann gæti með nokkru móti ekið til baka en þó látið bina lialda að þeir væru að elta hann uppi, þá kanske.... Steve var sjálfum ekki fyllilega Ijóst hvað fyrir hónum vakti en löngunin til að snúa við ágerðist bjá honum, og ósjálfrátt dró hann úr ferðinni um leið og liann reyndi að kanna vegarbrúnirnar á báðar hliðar. Loks fann hann það, sem hann leitaði að — stað þar sem runnarn- ir voru ekki mjög þéttir, og þar sem ltyorki var girðing eða skurð- ur meðfram veginum. Hann sneri á svipstundu bifreiðinni út af veg- inum og hann ruddist gegnum brakandi og bognandi greinar. Und- ir eins og hann var kominn gegnum runnann, slökkti hann öll ljós. Hljóðið frá bifreiðinni, sem elti hann, varð æ greinilegra og hávær- ara, og Steve gat séð sterka birtuna frá ljóskerunum, sem þeystust áfram í myrkrinu. Hann lcreisti slcamm- byssuna fast og hélt niðri í sér and- anum meðan hann beið. Hugsum okkur að bifreiðin hefði markað hjólspor, sem þeir sæu o,g gætu rak- ið! En hcnn huggaði sig við að þar var harðvelli, svo að varla mundu sjást hjólför, og hann vissi að lauf- skrúðugar grænar greinarnar höfðu lokast að baki bonum svo að bif- reiðin yrði ekki sjáanleg af veg- inum. Að minsta kosti ekki mönn- um í bifreið, sein þeystu áfram og hugsuðu um það eitt að halda braut- inni. Bifreiðin þaut fram hjá honum með feikna gauragangi og Stéve gat aðeins greint skuggana af tvei'm- ur mönnum, sem kúrðu fyrir inn- an framrúðuna, en þetta varaði ekki nema augnablik, því að vörmu spóri voru þeir komnir langar leiðir á burt. Hann ók nú bifreið sinni bratt lil baka gegnum runnana en bafði nánar gætur á að hreyfillinn hefði eins lágt og frekast var unnt, og ekki kveikti liann á Ijósunum. — Undir eins og hann var kominn upp á veginn aftur sneri hann bif- reiðinni í áttina, sem hann bafði komið úr. Það var skýjaslæða fyrir tunglinu, en tvö gul sporin á veg- inum sáust greinilega. Steve gerði sér eiginlega ekki Ijóst livers vegna hann sneri aftur. Unga stúlkan var i hættu — það varð maður að minnsta kosti að halda, og það hafði hún lika sjálf viðurkennt. En ung stúlka, sem gat skotið mann til bana og svo eftir á staðið róleg yfir líkinu og horft á það eins og henni stæði á sama, þurfti vísl ekki á hjálp að halda. Og svo voru það peningarnir — en það var nú allt annað mál. Að vísu átti hann engan rétt til þeirra, en — liver hefði þá meiri rétl? Unga stúlkan? Eða kanske hinir? Steve hló — Ijótum, óhugnanleg- um hlátri, sem sýndi vel í hvers- konar örvæntingarskapi hann var. Hann nálgaðist nú staðinn og Jét bifreiðina renna hljóðlaust nið- ur hallandann heim að húsinu. — Þegar hann kom nær, sá hann daufa birtu í einum glugganum i búsinu, og þegar bifreiðin rann hægt framhjá glugganum tók hann eftir að einhver vera hreyfði sig milli Ijóssins og gluggans. Það var stúlkan, en hún var ekki ein, — eftir augnablik sá hann skuggann af háum, grönnum karlmanni. STEVE ók bifreiðinni góðan spöl út úr trjágöngunum, sem lágu fram hjá liúsinu, svo að hann komst í hvarf í smábugðu á veginum. Svo tók hann seðlahrúguna og hljóp varlega við fót niður veginn, með brúna böggulinn í bandarkrikan- um og skammbyssuna i hendinni. Þegar hann kom að húsinu, nam hann staðar augnablik og hlustaði, en allt var grafhljótt enda þótt ljós- ið logaði enn í annari stofunni, og skugginn af manninum væri á iði fram og aftur fyrir innan glugg- ann. Steve mjakaði sér nær og lagði eyrað upp að gluggakarminum. — ....... hollara að segja sann- leikann, hvæsti maðurinn. — Það er ekki við lambið að leika sér, þar sem þeir tveir náungarnir eru, og þeir láta ekki bjóða sér frekari þvætting. Segðu mér nú hvað þú hefir gert við ])essi hundrað þús- und, — það forðar þér frá margs- konar óþægindum. — Eg hefi þegar sagt þér það bvað eftir annað, að ég veit ekki livar peningarnir eru, svaraði stúlk- an þreytulega. — Jæja, svo að þú veist það ekki, sagði maðurinn og röddin umhverfð ist af nýju reiðiskasti. — Eg veit að þú lýgur! En ég skal áreiðan- lega koma vitinu fyrir þig......... Steve lieyrði nokkur þung skref, fólskulegt ragn og svo skerandi sársaukaóp. Eittbvað datt á góll'ið og maðurinn hélt áfram að tala: — Nú, svo að þú ætlaðir að skjóta mig, en ég skal sýna þér dálítið annað ......... Steve þrýsti andlitinu að rykugri og óhreinni rúðunni og horfði inn um gluggann. í stofunni logaði kerta Ijós á litlu borði, og húsgögnin voru jafn gömul og léleg eins og hið hrörlega lnis sjálft. Á aðra hlið borðsins stóð unga stúlkan og horfði róleg og æðrulaus á svarthærðan mann, sem virtist vera að ógna henni. Ailt í einu rétti hún út höndina eftir straumrofanum að lampanum, en í sama vetfangi þreif maðurinn með siguröskri um úlfliðinn á henni — höndin á honum virtist um það bil svörl í samanburði við mjall- hvítan arminn á stúlkunni. Borðið milli þeirra vallt um koll og ljósið varpaði hvítum geisla yfir stofuna. Svo datt kertið lika á gólf- ið og nú varð svarta myrkur í stofunni. Steve rak upp öskur og réðst á gluggann og notaði seðlaböggulinn sem barefli. Umgerðin og glerbrot- in duttu inn á gólfið svo að glumdi í öllu. Stúlkan hrópaði aðvörunar- orð til lians, og úr öðrum stað í stofunni sást drápsglampinn af skammbyssunni. Steve fannst allt þetta fremur ó- raunverulegt, en eigi að síður gerði bann sér vel ljóst allt það, sem fram fór; skilningarvit hans höfðu aldrei verið betur vakandi eða hæfni hans skarpari. Spenningurinn og hættan verkuðu á hann eins og áfengi. Þegar hann hoppaði úr glugga- kistunni niður á gólfið var skotið í annað sinn og hann kendi allt í einu til í öxlinni. Hann tók krampa- taki um sina eigin skammbyssu og skaut. Maðurinn inni í borninu riðaði ofurlítið, en svo datt hann á gólfið. — Haldið þér að þér getið fund- ið tengilinn að rafljósinu? lieyrðisl Steve segja rólega í myrkrinu. — Já, en heyrið þér — þeir koma aftur — hinir! Steve heyrði hljóðið, og nú rann það upp fyrir honum, að hann hafði i rauninni heyrt það í nokkr- ar sekúndur, án þess að liugsa frek- ar um það. Steve heyrði það á lireyfilhljóð- inu að þeir fóru eins hratt og unnt var. Þeir mundu hafa lieyrt skotin og snúið aftur sem fljótast þeir gátu. — Flýtið yður! sagði Steve. Bif- reiðin mín er við veginn, hérna rétl fyrir neðan. Þeir skulu að minsta kosti verða að bafa dálítið fyrir því að ná í okkur! Flýtið yður nú og komið með mér! — En...., röddin var miklu nær lionum nú, og þegar Steve rétti höndina út í myrkrið varð fyrir hon um hlý og föst kvenliönd. — Nú ætla ég að ráða, sagði hann rólega, er þau hlupu út. Það lá við að Steve fleygði stúlk- unni inn i bifreiðina, svo hoppaði hann inn sjálfur og sveigði bif- reiðinni út á veginn. Þau sáu ljósin á hinni bifreiðinni greinilega i einni bugðunni. Jæja, kunningi, nú skaltu sýna hvað átta kólfhylkin þín duga, taut- aði Steve við bifreiðina sína og steig fast á bensingjafann. Bifreiðin fór að herða á sér og það ískraði í henni unt leið, það lá við að hún færi á flug eftir veg- inum og hún skar myrkrið með logandi augunum. Vindurinn fór að hvína i framrúðunni og varð að ýlfri, er þau þeystu fram auðan veginn. Og bak við þau drundi hin bifreiðin og leitaði í ákafa með ljósunum. Steve var mjög duglegur ekill, annars befði þessu ferðalagi lok- ið með slysi. Það var eingöngu dugnaði hans að þakka að hann gat haft vald á bifreiðinni í öllum þeim háskalegu beygjum, sem\ á veginum voru, og það voru aðeims sterkar taugar hans og skarpur og Framhald á bl. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.