Fálkinn


Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.01.1946, Blaðsíða 6
ö F Á L K I N N Pierre Laval. 9. nóv.: Ribbentrop liringdi til mín í nótt. Annaðhvort yrði II Duce eða ég að koma til Miinchen i skyndi.... í kvöld álti ég fyrsta samtal mitt við Hitler. Hann gerir sér engar tálvonir að því er snertir bardagalöngun Frakka (í Afríku). Við verðum. að taka ákvörðuu áður en það er um seinan. Hitler hlustaði að visu á Laval, en ekkert af því, sem liann segir breytir áliti foringjans, sem er i stuttu máli þetta: algert hernám Frakklands, landganga á Korsíku, bækistöð í Tunis. Hitler er bvorki órór né skelkaður. Hann vanmetur ekki aðgerðir Ameríkumanna. .. . Göring segir, að hernám Norður- Afríku sé fyrsti sigurinn, sem banda- menn bafi unnið síðan striðið hófst. Með hvíta slifsið og bændaburð- ina á Laval ekki heima innan um svona marga einkennisbúninga. — Hann reynir að tala kumpánlega um ferðalag sitt, en enginn hlustar á j)að sem liann segir. Hitler umgengst hann með kaldránalegri kurteisi. Örlög Frakklands ákveðin að Laval forspurðum. „Der Fúlirer“ spyr, hvort Frakk- ar vilji afhenda okkur lendingar- staði í Tunis, en Laval vill ekki taka á sig þá ábyrgð, að afhenda öxulveldunum Tunis og Bizerta. Ekki var sagt orð við Laval um aðgerðir þær, sem voru fyrir dyr- um í Frakklandi, eða að skipun var gefin um að hernema allt landið, meðan Laval stóð ])arna og reykti í næsta herbergi. Ribbentrop sagði mér, að bann ætlaði að segja Laval kl. 8 í fyrramálið, að Hitler hefði séð sig neyddan til að hernema allt Frakkland. 12. nóv.: Innrás ítalskra og þýskra hermanna í Suður-Frakkland og Korsíku mætir mikilli mótspyrnu. . Rommel hraðar undanhaldi sínu í Líbýu sem mest liann má. Vær- ingjar hafa orðið milli ítalskra og j)ýskra hermanna. í Halfaya-skarði (á landamærum Libýu og Egypta- lands) skutu þeir hvorir á aðra, l)vi að Þjóðverjar tóku alla vöru- bíla okkar og skildu hermenn okk- ar eftir í eyðimörkinni, þar sem sveltidauði beið þeirra. 14. nóv.: JButi (ít. sendih. í París) tilkynnir að Þjóðverjar hafi liand- tekið Weygand liershöfðingja. II Duce samþykkir það hrifinn. 22. nóv: Rússnesk sókn í Don- héraði hefir lieppnast vel og verð- skuldar ítarlega athygli. ÚR LEYNIDAGBÓK CIANO GREIFA 20 Ciano settur af Fióttinn við Stalingrad og Tripolis Þettci er síðasti hluti dagbúka Cianos, sem hann skrif- ar sem utanríkisráðherra, en hann var settur af í febrúar 19k3. „Framtíð þín er í mínum hönclum, þú þarfl ekkert að óttast,“ sagði Mussolini. En tíu mánuð- um síðar sat Ciano, eftir að hafa hjálpað til að stegpa Mussotini, sem fangi hans í Verona, og 11. janúar 19hh var hann skotinn sem landráðamaður. Á þessum daghókarblöðum málar Ciano mgnd af innri óeiningu og bgrjandi upplausn hinna tveggja öxulvelda. Herir þeirra eru á flótta á öllum vígstöðv- um. — Af þessu sögulega plaggi hefir veröldin fgrst séð hin kaldrifjuðu klækjabrögð öxulveldanna, og aðalpersónur þeirra grímulausar. 26. nóv.: Fjörutíu ameríkanskar brynreiðar komu í gær að hliðum Tunisborgar. 27. nóv.: Þýskt herlið er komið inn í Toulon. í nótt sagði Hitler II Duce frá þeirri ætlun.... Nokkur mótstaða varð og franski flotinn sökkti sér sjálfur, nálega allur. — Fyrir ítala sjónum hefir málið þó bjarta hlið, að sjóveldi við Mið- jarðarhaf hefir lagst í rúst um mörg ókomin ár. 1. des.: Eg liefi séð II Duce i fyrsta sinn í tíu daga. Hann hefir lagt af, en er alltaf jafn j)rekmikill og fjör- ugur.... Þjóðverjar ætla að senda þrjár brynreiðasveitir til Afríku, Adolf Hitler-, Hermann Göring- og Deutschland-sveitirnar. 5. des.: Guariglia (ít. sendili. í Páfariki) hefir talað við Magliona kardinálaritara um sprcngjuárásir á Róm. Hinn heilagi stóll gerir það sem hann getur til að hindra l)að. 8. des.: II Duce hefir sagt að hann skuli fara til Þýskalands með einu skilyrði: að hann fái að mat- ast í einrúmi. „F.g vil ekki hafa að hópur af gráðugum Þjóðverjum sjái, að ég er neyddur til að nærast á hrísgrjónum og mjóik.“ segir hann. 9. des.: Mussolini segist ekki hregfa litlafingur til að fá Spá:i til að fara í stríðiff, bví aff frekar muni verffa af því trafali en stofí. 10. des.: Eins og ég bjóst við er II Duce ekki upplagður til að fara langa ferð (til aðalstöðva Hitlers við iandamæri LitliaUens), og eigí heldur til að hætta við rafmagns- böðin, sem virðast hafa bætt hann mikið.... Honum finnst áríðandi að láta Hitler vita — og bann hefir þegar sagt það við Göring — að liann telji það ráðlegasl að komast að samkomulagi við Rússland, eða að minnsta kosti að ákveða að fara í varnarstöðu, sem liægt sé að verja með litlu liði. 18. des.: (í aðalstöðvum Hitlers). Þungt andrúmsloft! Við slæmar fréttir bætist drungi skógarins og þetta leiðinlega braggalíf. Hér eru engir litir, ekki nokkur hlutur, sem er lífgandi. Biðstofurnar eru fullar af fólki, sem reykir, étur og skrafar. Matargufa, sterkja af einkennisbún- ingum, stígvélalykt........ Enginn reyndi að dylja kvíða sinn i sam- bandi við fylkingarofið á rússnesku víglínunni. Það er augljóst að þeir reyna að skella skuldinni á okkur. Einn af nánustu ráðunautum Hitl- ers átti þetta viðtal við Pansa (mann í flokki Cianos): „Var mikiö manntjón í itölsku hersveilunum?“ spyr Pansa. „Ekkerl! Þeir hlupu allir." „Ei.ns og Þjóðverjarnir við Moskva i fyrra?" „Já, einmitt!" Laval hefir farið í ferðalag, sem liann hefði getað sparað sér. Eftir að hafa ferðast tvo daga i járnbraut var hann fyrst settur við teborð, síðan við miðdegisborð, en aldrei fékk hann að opna munninn til að segja neitt. í sama bili og haiin reyndi að segja eitthvað, tók „Der Fúhrer“ fram í fyrir honum.......... Eg held aff Hitler sé ánægöur með að vera Hitler, því að þá getur hann verið sítalandi. Laval er skitugur Frakki......... Ilann hikar ekki við aff svikja landa sína og koma óorði á tand sitt, til þess að geta komiff sér í mjúkinn hjá Þjóffverjum. . . . 22. des.: II Duce hefir vakið miklar vonir með þvi aö minnast á möguleika fyrir friffi við Rúss- land. 2h. des.: í gær sat ég hjá II Duce meðan hann var að hlusta á út- varpsræðu Páfans. „Staðgengill Guðs ætti aldrei að halda ræðu,“ sagði hann. „Hann ætti að lialda sig uppi i skýjunum. Þessi ræða er ekkert annað en orðagjálfur, presturinn í Predappío liefði gert þetta skár.“ Mussolini leiður á Clöru. 26. des.: Gangi prinsessa, sem verið liefir í nánu vinfengi við II Duce, jós í dag úr lijarta sínu um Petacci-málið. . . . Að þvi er liún segir hefir Mussolini nú feng- ið sig fullsaddan á Clöru, bróður hennar og systur og öllu, hyskinu. En hann getur ekki losnað við þau, þvi að þetta er ómerkilegt fólk, boðið og búið til að neyða út pen- inga og vekja hneyksli. Þegar II Duce talaffi viff Gangi prinsessu, á hann að hafa sagt, aö hann hefði elskað stúlkuna (Clöru) einu sinni, en að hún sé ofboðsleg gagnvart sér. Hve mikið er satt i þessu og hve mikið sprottið af afbrýðisemi — hver veit það? h. jan. 19h3: Eg liefi verið að vella þvi fyrir. mér hvað ég eigi að gefa Göring á 5U ára afmæli hans. II Duce ætlar að gefa lionum gull- roðið sverð, sem Franco átti upp- runalega að fá. Tímarnir breytast! — Eg er að hugsa um að gefa Gör- ing stjörnu við St. Mauritius orðuna sína, alsetta demöntum. Hún var eig- inlega upprunalega ætlað Zogu (fyrr um Albanakonungi, sem ítalir ráku úr landi 1940) og hefir alltaf legið í peningaskápnum hjá mér síðan. Ciano lýsir öxlinum. 6. jan.: Herstyrkur okkar er fálið- aður. í Afríku, i Rússlandi og á fíalkan — allsstaðar vantar okkur riýtt lið. Mér finnst stundum öxul- veldin líkjast manni, sem reynir að liggja undir ábreiðu sem er of stutt. Ef hann yljar sér á fótunum verður honum kalt á öxlunum. Og svo verður honum kalt á fótunum, ef honum hlýnar á öxlunum. 7. jan.: Japanar vilja gera fjár- hagssamning við okkur og Þjóð- verja, þannig að hver fái ákveðin forréttindasvæði. Það er bersýni- legt að við stöndum þar illa að vigi. Dr. Petacci (bróðir frillu Musso- lini) hefir skrifað mér bréf, þar sem hann stingur upp á, að Vezzari félagi hans verði skipaður sendi- herra í Madríd. Vezzari er gamall fastagestur í tukthúsunum, óhefl- aður dóni, svindlari og saurlífis- ncggur. Ef ekki 'væri heilsa Musso- linis til fyrirstöðu, mundi ég tala við hann um þetta. 15. jan: Mussoíini hringir og vill fá að vita hvort ég hafi verið í mið- degisverði hjá Farinacci (fyrrv. flokksstjóra). Það er rétt, en ekkert gæti verið meinlausara. . . . Það er auösjáanlega einhver að reyna að koma lús á feldinn. Mér þykir leitt að Mussolini skuli eitt augnablik falla fyrir grunsemdum. 16. jan.: Meðal símskeyta, sem við höfum náð í er eitt, sem inni- hcldur í samþjöppuðu formi sam- tal þýska hershöfðingjans von Thoma og Montgomery. Ef það er rétt, er ástandið mjög alvarlegt. Von Thoma sagði, að Þjóðverjar séu sannfærðir um að þeir liafi tapað stríðinu, að herinn sé andvíg- ur nazisma, og að Hitler eigi alla sökina. 18. jan.: í nótt kom símskeyti frá Tirana (höfuðborg Albaníu). Lög- reglustjórinn boðar hættu: Ekki liægt að mynda neina stjórn. Upp- reisnin breiðist út.... í Albaniu endurspeglast lika áhrifin af stór- tíðindunum. Og þau tiðindi eru ekki góð. 19. jan.: Þjóðverjar liafa tilkynnt okkur, að þeir geti ekki sent til Tunis brynreiðaliersveitirnar, sem þeir lofa okkur. 22. jan.: Óstjórnlegur flótti brost- Framliald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.