Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Síða 4

Fálkinn - 15.03.1946, Síða 4
4 F Á L K I N N Fornleifarnar í Hama Fyrir réttum fimm árum réðust danskir vísindamenn í að grafa eftir fornleifum í bænum Hama í Sýrlandi. Þar fannst margt merkilegt, sem lýsir daglegu lífi í Sýr- landi 1200 árum fyrir Krists burð. — Á myndinni til hægri sést eitt ljónið, sem stóð fyrir utan höllina í Hama. Það stendur nú fyrir utan Þjóðmenjasafnið í K.höfn. í Norður-Sýrlandi, miðja vegu milli Aleppo og Homs, liggur Hama, sami bærinn, sem i Biblíunni er nefndur Hamath. Þessi bær er í ósviknari göml- um stíl en allir aðrir bæir i Sýrlandi. Nýtískuhúsin í „ný- lendustíl", sem skemma svo marga gamla bæi austurlanda, hafa ekki náð að spilla Hama ennþá, og það er ekki nema eitt kvikmyndahús í bænum! í verslunargötunum, sem eru undir þaki, gengur lífið sinn sama seinagang og fyrir þús- und árum. Lífshættir austur- landabúana liafa varðveitt sinn einfalda virðuleik, ósnortnir af umbreytingum aldanna. Það var árið 1930, sem Dan- inn H. Ingholdt stakk upp á því við Carlsbergsjóðinn danska að hann gerði út vísindaleið- angur til Hama. Ingholdt var þá professor í Beirut, höfuð- borg Sýrlands. Carlsbergsjóð- urinn féllst á þetta og þegar styrjöldin hófst hafði verið grafíð í átta ár. En vegna veðr- áttunnar austur þar er aðeins hægt að starfa að uppgreftri stuttan tíma úr árinu, nefnilega frá janúar til maí, þegar kald- ast er. Hama var byggð kringum stóra hæð, aflanga, og forn- fræðingarnir voru fljótir að sjá hvar hin gömlu borgarmann- virki mundi vera að finna. I Norður-Sýrlandi, fyrir sunnan Amanusfjallgarðinn, má telja slíkar hæðir á sama hátt og kirkjuturna í dönsku flatlendi. I fornöld voru bæirnir byggðir undir þessum hæðum, svo að íbúarnir gætu varist þaðan ef ófrið bæri að höndum. Verkefni leiðangursins var að rannsaka þessa hæð. — Þegar fornfræðingar starfa að upp- greftri á slíkum stað, vilja þeir helst grafa burt livert lag fyrir sig í heilu lagi. En þetta þótti ofviða, því að hæðin var um 40 metra liá og 400 metra löng. Þessvegna var henni skift i skákir og hver skák eða geil grafin fyrir sig. Kaldan haustmorgun stönd- um við á hæðinni og bíðum sólaruppkomunnar. Verkarnenn irnir, þrjú-fjögur hundruð eru syfjaðir enr.þá. Næturkuldinn er i þeim, og það er ekki komið líf í þá, en bráðum fara þeir að syngja. Arabinn getur ekki unnið án þess að syngja. Hrópin ganga mann frá manni og milli vinnuflokkanna: „Hvar eru rnestu úlfaldarnir, hvar eruð þið?“ En úlfandi er virðingarlieiti hjá Aröb- um. Og næsti flokkur svarar þá ef til vill: „Við erum ljón — en hvað eru þið?“ Þessi til- svör eru sungin og því hærra sem sungið er því betur gengur vinnan. Eg stend þarna og bíð eftir að eitthvað gerist. Og það skeður. Einn maður- inn kemur með fund. f hend- inni á mér liggur lítil leirtafla, eins og sápustykki i laginu. — Yfirborðið er hrufótt. Þegar bet- ur er að gáð sé ég að þarna er grafið fleygletur. Finnand- inn fær sín laun: 5 pjastra (sem svarar 25 aurum), nóg til að halda lífinu í fjölskyld- unni heilan dag. Hann biður Allah að gefa mér marga syni en engar dætur og hverfur til vinnunnar aftur. Taflan lítur út fyrir að vera frá Babylon og einhverntima frá 11. til 20. aldar f. Kr. Hvað skyldu þessi teikn þýða og hvernig stendur á að þessi tafla skuli vera hingað komin, nærri þvi vestur að miðjarðarhafi? Eg mæni ósjálfrátt út að sjóndeildarhringnum, eins og ég eigi von á að fá gátuna ráðna þar. Þarna á hæðinni er vítt útsýni yfir flatt landið. í vestri hillir undir snjólivitan fjallgarð við bláan himin, og undir hæðinni standa hvít hús- in í bænum, með grænum blelt- um í kring, en annars blasir við grá eyðimörkin með götu- slóðum eins og krókóttum strikum, hinum ævagömlu lesta- mannagötum, sem stefna inn að bænum úr öllum áttum eins og í köngulóarvef. í austri sést liilla undir úlfaldalest á leið vestur. Sömu leið mun ])essi leirtafla með fleygaletrinu hafa komið — fyrir þrjú til fjöguv þúsund árum. Hinir lærðu starfsbræður mín ir urðu að skera úr hvað þeíta letur þýddi — kanske var það ekki annað en reikningur eða hjúskaparsamningur? Á flög- una, sem ég held á í hendinni hefir skrifarinn sett „fanga- mark“ sitt, nefnilega fingrafar, sem á sínum tíma hefir mótast í votan leirinn og varðveist til þessa dags samskonar óhapp eins og þegar við setjurn klessu á bréf, og sem oft kemur fyrir eftirmann þessa leirflöguskrif- ara niðri við bæjarhliðið, sem skrifar bréf fyrir fólk. Innihald gömlu bréfanna, sem ég hefi eitt eintak af í hend- inni, er oftast líkt því, sem nútímaskrifarinn í Hama skrif- ar. Til dæmis svona: „N. N. afhendir dóttur sína þessum og þessum sem löglega eiginkonu. Verðið, tveir uxar, greiðast þeg- ar hjónavigslan hefir farið fram“. — Eða að sonur skrifar föður sínum: „Eg er kominn heilu og höldnu í bæinn og liefi afhent X-fjölskyldunni með- mælabréf þitt. Eg félclc góðar viðtökur, en dvölin hérna verð- ur dýrari en ])ú af visku þinni hsfðir áætlað.“ — Þega^ svona langt er komið er hægt að geta sér til hvað á eftir komi. Svona plögg hafa verið graf- in upp úr moldinni í Sýrlandi svo tugum þúsunda skiftir. Það er mikils virði fvrir efb'r- komendurna að viðtakendur bréfanna hafa ekki getað eyði- lagt þau eins og við brennum bréf —- hraðbrenndur leirinn er mjög haldgóður. Ef um laga- Iegt eða opinbert plagg var að ræða, voru gerð af því tvö ein- tök og annað varðveitt i must- eri bæjarins. Á þann liátt mynd- uðust afar mikil „skjalasöfn“ í musterunum. I sumum þeirra hafa fundist um 100.000 leir- flögur, — margar þeirra hafa vitanlega brotnað, en brotin eru til og þegar þau eru sett saman hafa þau margan fróð- leik að færa um sögu bæjar- ins og landsins. Elstu fornleifarnar í Hama eru frá steinöld, en með Brons- öldinni, sem hófst 3000 árum f. Kr. fer nokkuð að kveða að þeim. Frá þessum tima hafa fundist fornleg hús, þar sem eldstæðið hefir verið á miðju

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.