Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Síða 6

Fálkinn - 15.03.1946, Síða 6
6 F Á L K I N N Þrír síðustu dagar Mussolinis Eftir V. Lada-Mocarski IV. „Luigi Clerici“, 52. liersveit itölsku skæruliðanna, var liluti af Garibalda- deildinni í Corpo Volonturi itellu Libertö. Þennan harða vetur hafði sveitin hafst við í fjöllunum, sem rísa upp af vesturströnd vatnsins, Á því tímabili fækkaði meðlimuni hennar niður í 15 manns. En þar sem sveitin var svo fámenn tókst þeim, sem eftir voru, að draga fram lifið á þeim litlu matvælum, sem vinir og velunnarar gáfu. „Pedro“ var foringi 52. sveitar- innar. Hann var afkomandi aðals- manna í Florens og hafði numið lög í þeirri horg. Hann var í þann mund að hefja lögfræðistörf, þegar ástandið á Ítalíu varð óþolandi, og ákvað hann þá að ganga í lið með andstöðuhreyfingunni. Hann var aðeins rúmlega tvítugur og alls ekki sterkbyggður líkamlega; en liann var slaðráðinn í að berjast fyrir því, að ættjörðin mætti sjá betri daga. „Bill“ var hans hægri hönd og pólitiskur erindreki 52. hersveitarinnar. Bill var af lágum stígum. Báðir þessir menn voru „sannir“ frelsisvinir, og verður að gera greinarmun á þeim og „elleftu- stundar" frelsisvinum, en svo liétu þeir, sem gerðust virkir meðlimir í andstöðuhreyfingunni um eða eftir 2G. april, daginn, sem hinir sönnu frelsisvinir komu fram úr felustöð- um sínum til að hefja viðtækar og skipulagðar árásir á Þjóðverja og hersveitir fasista. í lok aprílmánaðar var sveit Pedr- os orðin matarlaus, og þeir félagar höfðu ekkert haft að reykja i næst- um tvær vikur. Loks gátu þeir ekki lengur staðist mátið, og að morgni þess 26. april kom Pedro ásamt 14 eða 15 mönnum sínum niður til Domaso. Þarna var ekkert fas- ista-setulið og arna keyptu Jjeir sér tóbak. Meðan þeir dvöldu í bænum heyrðu þeir í útvarpsfréttum, að bandamenn nálguðust staðinn í hraðri sókn úr suð-vestri, og að nokkrar hersveitir þeirra væru þeg- ar i námunda við Brescia. Pedro ákvað að halda kyrru fyrir í Domaso til að gera torfærur á veginum og hindra ferðir fasistískra hermanna, sem kynnu að fara þarna um. Engir slíkir hermenn sáust þann dag en Pedro fékk upplýsingar þess efnis, að allmargir þýskir liermenn væru staddir í Gravedona. Bill og nokkrir af félögum hans fóru til Gravedona. Þegar þangað kom, földu þeir öll sín vopn, en að því búnu gengu þeir í herbúðir Þjóðverja. Eftir allmikið þvarg tókst þeim að telja þýsku hermenn- ina á að leggja niður vopn sín með því skilyrði að skæruliðarnir leyfðu þeim frjálsar ferðir um yfiráða- svæði sitt. Leiðin suður til Menaggio var nú opin og skæruliðarnir héldu áfram til Dongo og Musso, og dreif nú að þeim allmikið lið. Þeir lpkuðu veginum skammt fyrir norðan Musso nokkur hundruð metrum suður af litlu brúnni, sem liggur yfir Valorba ána. Snennna morguns þann 27. apríl voru Pedro og menn hans komnir á staðinn. Þessi vegur var eins undankomuleið Þjóðverja eða fas- istahersveita, sem kynnu að vilja komast frá Menaggio til svissnesku landamæranna hjá Villa di Chliav- enna eða til Austurríkis. Honum hafði nú verið lokað með stórgrýtis hnullungum og gaddavír. Á aðra hlið þess varnargarðar var stöðuvatnið; á hinu risu snarbrattar hæðir. Nokkrir skæruliðar liéldu vörð um staðinn, hinir dreifðu sér um nágrennið og hæðirnar, þaðan sem sást yfir veginn. Skæruliðarn- ir voru vopnaðir rifflum, handspr- engjum og no.kkrum vélbyssum. Skotfæri voru, samt sem áður, mjög af skornum skammti. Um kl. G,30 um morguninn gáfu varðmennirnir í hæðunum merki um, að stór flutningalest nálgaðist staðinn. Skömmu síðar kom lestin og nam hún staðar hjá varnargarðinum. Itölsk, brynvarin bifreið, sem fór á undan lestinni, hóf vélbyssuskot- hríð á garðinn. Skæruliðarnir svör- uðu i sömu mynt og stóð skothríðin i fjórar eða fimm mínútur. Hvorug- ir urðu fyrir neinu manntjóni, en verkamaður, sem staddur var á veginum, beið bana. Skyndilega setti flutningalestin hvitan fána á loft, og skothríðin hætti. Nokkrir þýskir hermenn yfir- gáfu bifreiðir sinar og spurðu eftir foringja skæruliðanna. Pedro og Bill áttu tal við þýskan flugliðs- foringja, sem virtist vera stjórn- andi flutningalestarinnar. Flugfor- inginn bað þess, að lestin mætti óáreitt fara ferða sinna, og mundu Þjóðverjarnir þá á engan hátt reyna að koma fram hefndum. Pedro svaraði með því að segja, að Þjóðverjarnir yrðu fyrst að af- henda vopn sín og alla þá ítali, sem væru í för með þeim. Þýski liðsforinginn sagðist ekki geta af- hent vopnin, vegna þess að það ætti að nota þau í bráttunni gegn bandamönnum heima í Þýskalandi; ennfremur sagðist hann enga ítali hafa í för með sér. En þar eð Pedro var miklu liðfærri — Þjóð- verjarnir voru að minsta kosti 200 með fullkomin hergögn, þar á meðal eina brynvarða bifreið með fall- hyssu — þá reyndi hann að draga sanmingana á langinn, eftir að hafa sent eftir liðsauka til annara skæruliða lengra norðurfrá. Loks virtist þolinmæði andstæð- inganna alveg á þrotum. En ])á datt Pedro snjallræði í hug; að segja þýska liðsforingjanum að hann hefði ekkert umboð til að ganga að slíkum skilmálum, og yrðu þeir því að fara til Morbelgno, 20 milum Framhald úr síðasta tölubluði. norðar, þar sem aðalstöðvar Gari- halda-herdeildarinnar voru. Þýski liðsforinginn samþykkti þetta fúslega, og l'ór Pedro með hon- um, eftir að liafa fengið stjórnina í hendur .Bill. Það er erfitt að skilja afstöðu þýska liðsforingjans, nema hann hafi haldið skæruliðana vera liðfleiri, eða að menn lians hafi ekki verið til bardaga búnir. Á leiðinni henti Pedro á ýmsar smábrýr, og sagði hann liðsforingj- anum, að sprengjum liefði verið komið fyrir undir þeim öllum og mundu þær verða sprengdar í loft upp, ef Þjóðverjarnir reyndu að brjótcst áfram með valdi. — Þetla var auðvitað eintómur tilbúningur af Pedros hálfu. Meðan á þessu stóð, hættist skæru- liðunum allmikið lið, og þegar Pedro og þýski liðsforinginn komu aftur til Musso voru þar nálægt 100 vopn- aðra manna, reðubúnir, til að veita Þjóðverjunum viðnám. En Þjóð- verjarnir voru ennþá miklu sterkari, bæði livað menn og liergögn snerti; auk brynvörðu bifreiðarinnar voru þarna 29 flutningabílar með her- mönnum og 8 fólksbílar. Meðan Pedro og flugforinginn voru í burtu, stigu Þjóðverjarnir út úr bifreiðunum, gáfu sig á tal við ýmsa íbúa héraðsns, og reyktu. Pedro vissi, að engir skæruliðar voru milli Dubino (þorps á leið- inni til Morbegno) og Morbegno. Þessvegna skildi hann flugforingj- ann eftir í Dubino, en hélt einsam- all áfram, þangað sem ,,Nicola“, yfirforingi Garibalda-herdeildarinn- ar, hafði aðalstöðvar sínar. Nicola hafið ekki mikið að bjóða af frek- ari liðsauka pg fól Pedro að kom- ast að sem bestum skilmálum; lielst átti hann að afvopna Þjóðverjana. Pedro sneri aftur til Dubino og sagði þýska liðsforingjanum, að sér hefði verið falið fullt umboð til að leyfa Þjóðverjunum að halda vopn- um sínum, svo framarlega, sem þeir framseldu alla þá ítali, sem í lestinni væru. Flugforinginn yrði að skuldbinda sig til að leyfa rann- sókn á bifreiðum sínum í Dongo, svo að þessir skilmálar kæmust í framkvæmd. Pedro sá sem var, að hann hafði ekki svo rnikinn mannafla, að hann gæti þröngvað Þjóðverjunum til að afhenda vopn sín i Dongo. Þar að auki er landslagið þarna ekki eins hagstætt og lengra norður með vatn- inu hjá Ponte del Passo, en yfir þá brú þurfti lestin að fara á leið sinni lil Chiavenna. Skæruliðarnir gerðu sér góðar vonir um að geta safnað nægu liði til að afvopna Þjóðverj- ana hjá Ponte del Passo. Þýski liðsforinginn kvaðst mundu þurfa að ráðgast um málið við fé- lega sína. Pedro og Þjóðverjinn komu aftur til Musso skömmu eftir hádegi. Liðsforinginn ræddi við nokkra félaga sína, og að því búnu tilkynnti hann Pedro að þeir væru reiðubúnir til að ganga að skilmál- unum, eu ekki kvaðst hann geta ábyrgst farmferði ítalanna. V. Þýska flutningalestin kom til Dongo um kl. 3 eftir hádegi. Sam- kvæmt fyrirskipun Pedros, gekkst Bill fyrir rannsókn á ölum hifreið- unum og fól hann nokkrum skæru- liðum að framkvæma verkið. — Þjðverjarnir, sem voru að minnsta kosti 200 talsins, höfðu ennþá öll sín vopn. Svona stór herflokkur, vel vopnum búinn, hefði vissulega getað fengið vilja sínum framgengt, um stundarsakir að minsta kosti, gagnvart skæruliðunum, sem voru illa vopnaðir og hljóta því að hafa viljað forðast bardaga i lengstu lög. En þýsku hermennirnir vildu ekki berjast fyrir hina itölsku samherja sína, hversu mikilvægir sem þeir annars voru. Það var uppi fótur og fit í Dongo, meðan á rannskóninni stóð. Skæru- liðarnir fundu ítalskan flugforingja, sem klæddur var þýskum einkennis- búning. Sömuleiðis fundu þeir einn karlmann, tvær konur og tvö lítil börn. Þau kváðust vera spönsk og færðu fram spönsk skilríki til sönn- unar því að þau væru sendisveitar- fólk á leið til Sýisslands. Maðurinn hafði orð fyrir þeim öllum. í fát- inu kom liann fram með þrjú vega- hréf, eitt fyrir sjálfan sig, annað fyrir konu sína en það þriðja fyrir þau bæði og voru vegabréfin út- gefin í nafni Don Juan Munez y Castillo. Og svo var enn eitt vega- bréf fyrir hina konuna í bifreið- inni. Framhald í næsta btaði. Á Italíu voru foreldrar, sem áttu tíu börn, algerlega skattfrjáls. En piparsvein- ar, 25 til 60 ára, voru látnir greiða háan aukaskatt. — Ekki er oss kunn- ugt um hvort þessu er nú þannig farið. NIN0N---------------------- Samkuæmis- □g kuöldkjólar. Eífirmiödagskjólar Peysur Dg pils l/atteraðir silkisloppar □g suefnjakkar Hikið litaúrval Sent gegn póstkröíu um aiit land. — Bankastræti 7

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.