Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Qupperneq 8

Fálkinn - 15.03.1946, Qupperneq 8
8 F Á L K I N N Tom Jefferson: Leslie hefnir sín MENNIRNIR tveir börðust upp á líf og dauða. Nóttin var dimm eins og gröfin, og stormurinn gerði allt enn tryll- ingslegra og óhugnanlegra. Á sollnu hafinu var aðeins liægt að greina ölduskaflana eins og gráleit ör og brimið, sem svall á hafnargarðin- um undir mönnunum, þeytti yfir þá söltu löðrinu. Svo kom elding og lýsti upp svið- ið. Annar maðurinn hafði orðið að hörfa út á hála brúnina. Leiftrið hvarf og örvæntingaróp druknaði í vælinu í storminum. Með rifin klæði og riðandi á fótum læddist einn maður inn í bæinn og hvarf þar inn i einliverja hafnargötuna. Átta dögum síðar stöðvaði Her- bert Sleek gljáandi Arrow-bifreið- ina sína fyrir utan piparsveinaíbúð sína. Hann opnaði hurðina, hjálp- aði Leslie Grung út og leiddi liana eins og verndarengill upp dyra- þrepin. Leslie settist í djúpan hæginda- stól. Þetta var í fyrsta skifti sem hún kom heim til Herberts, og hún varð að viðurkenna að hann hafði ekki talað um of, þegar liann var að dásama íbúðina sína. Hún sat þarna í stórri stofu með ofanljósi. Veggirnir voru eftirtektarverðir fyr- ir það hve þeir voru smekklega einfaldir. Hinir djörfu litir þeirra endurtóku sig á liinum fáu en dýru húsgögnum i stofunni, þar sem funkisstefna tískunnar var notuð á furðulegan og áhrifamikinn hátt. Leslie lygndi augunum letilega aft- ur til hálfs og leit með velsælu- andvarpi til gestgjafa síns, sem ýtti borði með góðgerðum að sæti lienn- ar. Hversvegna ekki að giftast Her- bert undir eins? Hann mundi vernda hana gegn þeirri veröld, sem svo skyndilega hafði sýnt henni sitt sanna andlit. Hann mundi vernda hana með viðkvæmni og uppfylla allar hennar óskir. Leslie rétti snöggt úr sér i stóln- um. Nei, hún hafði ekki leyfi til að hugsa svona. Hún hafði ekki leyfi til að hugsa um sína eigin vesæld. Eiðurinn, sem hún liafði unnið við líkbörur hins ógæfusama bróður síns, svall í æðum hennar. Aldrei að linna látum, aldrei gef- ast upp fyrr en morðingi bróður hennar væri fundinn og væri húinn að þola hegningu fyrir glæp sinn. Hún var ekki framar starfandi, þolandi og liðandi meðlimur í þjóð- félaginu — hún var útvalið verk- færi liefndarinnar. Það skein einkennilegur bjarmi úr augum hennar þegar liún leit á Herbert Sleek. „Þú sagðir að þú hefðir fund- ið spor?“ Maðurinn settist við hliðina á henni og greip um hönd hennar. „Eg sagði það,“ svaraði hann hægt, „og ég fer ekki með ósannindi. En hreinskilningslega sagt, Leslie, vil ég' ógjarnan segja þér hverju ég hefi komist að. Geturðu ekki gert allar þessar firrur rækar úr huga þínum og gifst mér? Við mundum verða hamingjusöm bæði.“ Leslie dró að sér höndina. „Finnst þér það firra þó að ég vilji ná hefndum yfir morðingja bróður míns?“ hrópaði hún. Vott- ur af undrun sást í augum henn- ar. „Veist þú hvers virði Dick var mér? Við vorum óaðskiljanleg eins og börn. Við leyndum hvort annað ekki neinu. Það, sem gladdi annað var líka hinu til gleði. Þegar illa fór fyrir öðru hvoru okkar grétum við bæði.“ Það fór angurblíður svipur um andlit hennar, en hvarf skyndilega. „Eg veit að síðasta árið hafði hann lenl í einhverju, sem lá þungt á lionum, og sem hann vildi ekki segja mér frá. Eitthvað Iiafði komið fyrir þetta missiri sem ég var í Kanada. Það var auðvelt að gabba hann Dick og draga hann á tálar, og mér dettur oft í liug að hann muni hafa komist í klærnar á einliverjum fanti, sem hafi þjarm- að að honum. Veistu hverjir voru trúnaðarmenn lians, Herbert?“ Sleek liafði staðið upp. Hann gekk fram og aftur um gólfið og staðnæmdist loks fyrir framan hana. „Eg veit það,“ svaraði hann stutt. „Og ég veit hver það var, sem drap hann bróður þinn.“ „Herbert!“ Leslie spratt upp og greip í handlegginn á honum. „Þú veist það, og því liefir þú ekki sagt mér það fyrir löngu!“ Hann þrýsti henni niður i stól- inn aftur. „Eg fékk að vita þetta í dag,“ sagði hann, „og ég liefi ver- ið á báðum áttum með hvað ég ætti að gera.“ Leslie reyndi að hafa liemil á geðshræringu sinni. „Þú segir að þú elskir mig, Herbert. Og ég lofa þér því, að á þeim degi, sem morð- ingi bróður míns afplánar refsingu sina skal ég giftast þér. Hvort ég elska þig veit ég ekki. Þú verður að sýna mér dálitla þolinmæði!" Hún bærði liöndina vandræðalega. Maðurinn við hliðina á henni greip höndina og bar hana upp að vörum sér. „Jæja, Leslie,“ sagði liann rólega. „Maðurinn sem drap liann bróður þinn lieitir Richard Barclay.“ „Bankastjórinn?“ spurning Leslie hljómaði eins og hróp í stofunni. Herbert kinkaði kolli. Leslie fannst eitthvað hresta i sér. Hún hafði séð Richard Barc- lay í fyrsta sinni fyrir mánuði. Bifreiðin hans hafði rekist í hana á fjölförnu götuhorni einn morgun- inn, þegar hún var að flýta sér á skrifstofuna. Hann hafði numið staðar og beðist afsökunar, og hún hafði kunnað vel við opinskátt, sólbakað andlitið. Síðan liafði hún mætt honum því nær daglega á sama stað — liann lieilsaði henui, og þau skiftust á nokkrum orðum. Leslie hafði stundum spurt sjálfa sig hvort liún væri ástfangin af honum. Nú skildi liún að það var svo. í sama augnabliki og Herbert nefndi nafn hans gekk allur hinn liræðilegi sannleikur upp fyrir henni. Hún elskaði Richard Barcley — og hann var morðingi bróður hennar! Augun, sem hún leit til Herberts voru hjúpuð tárum. „Sönnunina?" hvíslaði hún. Maðurinn dró umslag upp úr vasanum og rétti henni. „Þetta kom til Dick sama daginn og hann var drepinn,“ sagði hann lágt. Leslie greip bréfið í fáti. Það var stilað til bróður hennar. Hún dró það út úr umslaginu og braut það sundur. Á örkina var prentað „Great Western Bank“, og neðst sá liún nafn Richards Barciay. Hún stafaði sig fram úr innihaldinu með mestu erfiðismunum. Þarna gat enginn vafi leikið á. í bréfinu bað Barclay bróður hennar um viðtal þennan sama dag. Hann gaf í skyn að það gæti haft þýðingu fyrir bróður hennar — áríðandi orð- sending — sem yarðaði líf og æru. Hún hallaði sér aftur á bak i stólinn, hálf meðvitundarlaus. Það var ákveðin og stillileg Les- lie, sem gekk hægt upp breið dyra- þrepin að Great Western Bank. Hún var í látlausum, klæðskerasaumuð- um fötum, nærskorinni dragt, svo að vöxtur liennar kom vel í ljós. Með iítinn hatt, sem lagðist fast að bylgjuðu hárinu. Skrifarinn i biðstofunni virti hana vandiega fyrir sér. Hann rak augun í að fötin voru dálítið slitin, prjónavetlingarnir þunnir og léleg- ur flóki í liattinum. Bankastjórinn var upptekinn. Leslie fékk honum nafnspjald sitt og bað hann að fara með það inn. Augnabiiki síðar kom maðurinn með bugti og beygingum og bað hana að koma inn. Richard Barclay stóð upp úr stólnum bak við skrifborðið mikla og hraðaði sér á móti lienni. Það færðist vingjarnlegt bros yfir alvar- legt andlitið. Leslie nam staðar frammi við dyr og boraði nöglun- um í lófana. „Hvað get ég gert fyrir yður, ungfrú Grung?“ Hann bauð henni sæti við borðið og settist við hlið- ina á henni. Leslie herti upp liug- ann. „Eg kem til að biðja yður að hjálpa mér,“ sagði hún og horfði í augun á honum. „Með hverju móti gæti ég hjálp- að yður?“ „Eg stend ein uppi í veröldinni,“ svaraði Lesli hægt. „Foreldrar mín- ir eru dánir fyrir mörgum árum og bróðir minn drukknaði í fyrri viku. Eg hefi haft skrifarastöðu í þrjú ár, en nú hefir mér verið sagt upp.“ Lygin rann sjálfkrafa yfir varir hennar. „Getið þér veitt mér stöðu hérna í bankanum?“ Barlay horfði hugsandi á hana. „Var Dick Grung bróðir yðar?“ spurði hann. Hún kinkaði kolli og einblíndi á hendurnar á sér. „Afsakið, að ég minnist á þenn- an hryggilega atburð,“ liélt Barclay áfram, „en ég las um málið í blöð- unum — var það — slys?“ Hún leit upp: „Hvað gæti það annars verið?“ Nú kom til hans kasta að verða niðurlútur. „Nei, auðvitað," sagði hann. Hann pikkaði fingrunum i borðið, bugsandi, og sat lengi vel í þönkum. Svo rauf liann þögnina: „Eg hefi lengi verið að hugsa um að ráða mér einkaritara," sagði liann. „Hingað til liefi ég notast við fólkið í bréfritunardeildinni. Vilj- ið þér verða einkaritari hjá mér?“ Áköf sigurgleði fór um hana alla og hún lagði aftur augun til að leyna ánægjunni, sem í þeim ljóm- aði. „Þetta er afar fallega gert,“ sagði hún með titrandi röddu og stóð um leið upp og myndaði sig til að fara. Barclay fylgdi henni til dyra. „Þér komið þá klukkan níu í fyrra- málið,“ sagði hann glaðlega um leið og hann opnaði hurðina fyrir henni. Leslie var eins og í draumi á leiðinni heim til sín. Fram að þessu hafði áformið tekist — á- form hennar og Herberts. Þegar lnin hafði náð sér eftir bilbuginn, sem á iiana kom eftir upplýsing- ar Iierberts, hafði hún fyrst í stað einráðið að fara til lögreglunnar. En Sleek Jiafði sannfært hana um, að það mundi verða til ónýtis. Það sem var sönnun fyrir liana var ekki sönnun fyrir lögregluna. Og það var hægt að hitta Barclay með öðru móti. Fyrst og fremst varð að koma honum á kné fjárhagslega, eyðileggja álit lians. -— Leslie bar glóandi hatur til hans, og var al- tekin af því. Vegna þessa liaturs hafði hún leikið á liann í dag. Hún hafði ekki misst fyrri stöðu sína. Ilún ætlaði blátt áfram að segja lienni upp og fórna sér allri til að eyðileggja Barcley. Sem einkaritari hans gat liún, hafði Herbert sagt, fengið upplýsingar, sem Herbert gæti notað sem vopn á hann. Les- lie fann til ljúfrar ununar við þessa tilhugsun. Dagurinn eftir og næstu dagar stóðu í óljósri þoltu fyrir Leslie. Hún vann í bankanum á daginn. Hún vann starf sitt með vélrænni nákvæmni, svo mikilli að hana furðaði á l>vi sjálfa. En á nóttinni bylti hún sér fram og aftur í rúm- inu. Aldrei aiveg vakandi — en aldrei í djúpum, styrkjandi svefni. Barclay umgekkst liana með kurteislegri aiúð, Hún fann að hann starði oft á hana rannsak- andi augum, og þá titraði liún af hatri. Leslie hafði unnið í hankanum rúma viku þegar JBarclay stöðvaði t

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.