Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.03.1946, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Ragnhild Breinholt Nörgaard: • • 18 Oldur örlaganna aði drengurinn og horfði með meðaumk- un á móður sína. — Heldur þú ekki að við fáum bráðum boð frá pabba um að koma til hans? spurði hann alvarlega. —i Því býst ég áreiðanlega við, en við verðum að vera þolinmóð, hann skrifar okkur eins fljótt og hann getur komið því við. Hún reyndi að brosa. — Auðvitað skrifar hann, endurtók hún svo. — Já — hann lofaði því, og pabhi svík- ur aldrei það sem hann lofar, sagði dreng- urinn hughreystandi. — Ef til vill fáum við bréf frá honum á morgun eða hinn daginn, heldur þú það ekki? Hún kinkaði kolli. Hún fyrirvarð sig fyrir drengnum. Þvi gat hún ekki borið jafn óskorað traust til Eriks og hann? Vissulega vildi hún ekki vera kjax-kminni og vondaufari en Per. Hún mundi heldur ekki óttast fátækt- ina, ef hún ætti aðeins að koma niður á henni, en það var vegna drengsins, sem hún var kvíðin. Hann þurfti að hafa það gott. Hollan og góðan mat, sem hún vissi að hún mundi ekki geta veitt honum, eins og nauðsynlegt var fyrir heilsu lians. Hann var alltaf að vei’ða magrari og fölari með hverjum deginum sem leið, var alltaf slæmur af hóstanum og kvartaði alltaf um þreytu. En það hlaut að koma bréf frá Erik. Hún vildi ekki gefa uppj vonina um það — vildi ekki vera efablandnari en harnið. — Eg vildi að ,ég gæti eitthvað gert til þess að hjálpa þér, mamma, sagði dreng- urinn og andvarpaði. — Eg vildi að ég væri orðinn dálitið stærri, því það er eng- inn sem þai’f á dreng á mínum aldri að halda, heldur þú það, mamma? Og ef ég mætti vera í slcólanum skyldi ég vera dug- legur að læra, en læknirinn sagði, að ég mætti aðeins lesa heima. Hvenær heldur þú að ég megi fara í skólann? — Það verður vonandi ekki mjög langt þangað til, sagði Inga og lagði hönd sína á höfuð hans og horfði dapurlega á hann. — Hefir það ekki verið leiðinlegt að sitja aleinn heima á daginn, þegar ég liefi verið að vinna? —- Það gerði ekkert til, ég hlakkaði bara svo mikið til allan daginn að þú kæmir heim. Bara að ég væri elcki alltaf svona þreyttur, sagði drengurinn veikróma. — Ertu þreyttur núna, Per? — Dálítið, mig langar mest til að fara að hátta. En þú ert líka þreytt, mamma, er það ekki? Mér leiðist svo þegar þú gx’ætur, bætti hann við með skjálfandi röddu. — Eg lofaði pabba að gæta þín, hann myndi verða reiður ef hann vissi, að þú þyrftir að gráta lijá mér. — Það er ekki þér að kenna, vinur minn, sagði Inga. — Farðu nú að hátta, ég þarf svolítið að gera áður en ég hátta. Eftir að hún hafði lagt drenginn fyrir lauk hún við að ganga frá dóti sínu fyrir flutninginn, morguninn eftir. Á meðan var hún að hugsa ráð til þess að geta komist í samband við Erik. Hún vissi að það mundi verða mjög dýrt að senda hon- um skeyti, og að því mundi hún líka ef til vill ekkert gagn liafa. Ef hann var þannig á sig kominn, að hann gæti ekki skrifað henni, mundi hann ekki fremur geta svai’- að þótt hún sendi honum skeyti. Henni datt einnig i hug að skrifa til fyrirtækis- ins þar sem hann vann, til að fá upplýs- ingar um hann, en hún kom sér ekki að því þegar á átti að herða. Skyndilega datt henni í hug orð Kittyar. Ef Sylvía væri komin aftur! En það var ótrúlegt að Sylvía væri kom- in aftur. Inga fann efasemdirnar og ang- istina grípa um sig á nýjan leik. Yæri Sylvía komin heim mundi hún hafa kom- ið til hennar með kveðju frá Erik. Henni fannst það heimskulegt að fara heim til hennar til þess að njósna um það hvort hún væri komin heirn. — Og þó — með því móti myndi hún þó verða einhvei-s vísari. Inga hugsaði sig lengi um þar til hún tók fullnaðarákvörðun. — Sefur þú, Per? spurði hún og beygði sig yfir di-enginn, sem lá með lokuð augun. — Nei, hann brosti dapurlega. — Eg get ekki sofið, en ég er bara svo þreyttur. — Eg ætla að fara út stundai’korn, ef til vill verð ég mjög fljót, ert þú nokkuð hræddur að vera einn heima? Það er ein- hver heima í stofunni hérna við hliðina. — Nei, ég er ekkert hræddur, sagði drengui’inn og hristi höfuðið. — En á ég ekki að koma með þér, það er orðið svo framorðið fyrir þig að vera ein á gangi úti. — Nei, þú skalt vera kyrr í rúminu og fara að sofa, ég verð áreiðanlega ekki lengi. Hún kyssti hann á kinnina, svo tók hún hatt sinn og kápu og fór út. Þetta var ylríkt sumai’kvöld; það hafði vei-ið steikjandi hiti í bænum um daginn. Inga óskaði með sjálfri sér að hún gæti gengið kápulaus, en kjóll hennar var ekki það fínn að hún gæti það. Hún gekk við- stöðulaust þar til hún kom að hinu stóra liúsi, þar sem Sylvía átti heima, en þá fékk hún mesta löngun til þess að snúa aftur. Það var lieimskulegt að láta sér detta þaff í hug að Sylvía væri lcomin aftur, -— hugs- aði hún með sér, — og leggja á sig svona langa göngu til þess eins að koma að lok- uðum dyrum lijá henni. En þegar hún allt í einu kom auga á Ijós í stofunni í ibúð Sylvíu, fann hún blóð- ið streyma fram í kinnar sér. Svo Sylvía var þá komin heim! Hún var komin aftur. Ef til vill gat Svlvía skýrt henni eitthvað frá líðan Eriks, og á- stæðunni fyrir því að hann hafði ekki skrifað henni. Hún hljóp upp tröppurnar, og þegar hún hringdi dyrabjöllunni, titraði hún af eftirvæntingu. Hún varð að hringja tvisvar, áður en lokið var upp. Það var Sylvía sjálf sem kom til dyranna. Henni hrá er hún sá gestinn er á tröppunum stóð, og Ingu virt- ist liún gefa sér óvingjarnlegt auga. — Nei, ert það þú, gerðu svo vel og komdu inn, sagði Sylvía og hopaði afivr á bak. — Þökk fyrir, —- ég er noklcuð seint á ferð mér er það ljóst, en ég mátti til með að koma til þín, ég — — — Gerðu svo vel og komdu inn og fáðu þér sæti augnablik. Eg ætlaði að fara að liátta, þjónustustúlka mín er úti, og þess vegna var svona seint komið til dvra, sagði Sylvía um leið og hún fylgdi Ingu inn í liina stóru stofu þar sem hún bauð henni sæti og settist sjálf á móti henni. — Villu reykja? — Nei, þökk fyrir, ég er hætt að reykja. Inga fann að hún var með ákafan lijart- slátt. Hversvegna sagði Sylvía henni ekki strax eitthvað um Erik, liún hlaut þó að vita í hvaða erindum hún var, og lilaut að vita liversu eftirvænting hennar var mikil. — Hvað er langt síðan þú komst heim? spurði Inga svo allt í einu og fór lijá sér um leið. — Það eru átta dagar frá því að ég kom. En hvernsvegna spyrðu að því? — Þú hefir ekki komið til min ennþá! Eg var að vonast eftir fréttum frá Erik með þér. — Eg hefi engan tíma haft siðan ég kom heim, sagði Sylvía og kveikli sér í sígar- ettu, og Inga sá að hendur hennar skulfu ofurlítið. — Og auk þess hefi ég ekki ver- ið vel frísk....... Fyrirgefðu þótt ég fái mér einn snaps, taugar mínar eru ekki i góðu lagi. Má ég ekki bjóða þér glas af víni líka. Hún stóð upp og náði í glas og hálfa flösku af vislcí út úr skáp og drakk sjálf út úr einu glasi. Það var auðséð á augum hennar að þetta var ekki fyrsta glas- ið, sem hún liafði drukkið þetta kvöld. — Viltu hragð líka? endurtólc liún, þegar Inga svaraði ekki fyrri spurningunni. — Nei, þökk fyrir. Hversvegna segir þú mér ekki frá Erik? Þú hittir liann þó fyrir vestan, og getur skilið hve mikið ég þrái að frétta eitthvað af honum. Inga reyndi ekki lengur að leyna hugarkvöl þeirri sem hún leið. —! Já, ég sá liann, og átti auðvitað að bera þér kveðju frá honum. — En leið honum vel? Var hann frísk- ur? spurði Inga áköf og titraði af geðs- hræringu. — Þú lilýtur að skilja áliyggjur mínar. Eg hefi ekki fengið bréf frá honum i þrjá mánuði. Hefir eitthvað komið fyrir hann ? Sylvía ansaði ekki. Hún var náföl með samanbitnar varir, svo yppti hún öxlum og fór að ganga um gólf með glasið milli hand anna, og Inga beið alltaf svarsins. — Hversvegna hefir þú ekki heimsótt mig. Hversvegna liefi ég engar fréttir feng- ið af Erik? sagði Inga með skjálfandi rödd. — Einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.