Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1946, Síða 13

Fálkinn - 15.03.1946, Síða 13
FALKINN 13 KROSSGÁTA NR. 577 Lárétt skýring: í. Fannar, 7. eldarnir, 11. orku, 13. hvell, 15. fangamark, 17. smjör- líki, 18. svörður, 19. vegna, 20. verk, 22. tveir eins, 24. samhljóSar, 25. elskar, 20. sjá eftir, 28. merkja, 31. sundfæri, 32. sögupersóna, 34. hvassviðri, 35. kona, 36. lofttegund, 37. á fæti, 39. tími, 40. gróða, 41. land, 42. logið, 45. lyfseðill, 46. frumefni, 47. við, 49. brenna, 77Í. hvili, 53. minnka, 55. mann, 56. eldstæði, 58. bæta, 60. hljóða, 61. utan, 62. forskeyti, 64. kveikur, 65. ósamstæðir, 66. stöðuvatn, 68. merki, 70. tala, 71. vaxa, 72. æpa, 74. veið- arfærið, 75. leigir. Lóörétt skýring: 1. Dökkna, 2. fangamark, 3. gruna, 4. kæra, 5. nýta, 6. elska, 7. nakið, 8. veru, 9. tveir eins, 10. samnefnd- ur, 12. knattspyrnufélag, 14. grafa, 16. vefja, 19. spírur, 21. ílát, 23. vaxnir, 25. smákorna, 27. ryk, 29. sama, 30. tveir eins, 31. ósamstæð- ir, 33. afstýra, 35. útvarpsvirki, 38. sull, 39. forfeður, 43. geðveikrahæli, 44. teygja, 47. mjög, 48. frásögnin, 50. tveir eins, 51. tími, 52. greinir, 54. á fæti, 55. kona, 56. flanir, 57. brúka, 59. ræktuð lönd, 61. tím- arnir, 63. bylta, 66. skógardýr, 67. hlé, 68. sjáðu, 69. flotholt, 71. fanga- mark, 73. verslunarmál. LAUSN Á KR0SSG. NR. 576 Lárétt ráöning: 1. Snaps, 7. Skúli, 11. pakka, 13. álpar, 15. A.Ó., 17. nart, 18. Geir, 19. S.R., 20. uss, 22. lú, 24. il, 25. ætu, 26. taka, 28. skclt, 31. óðan, 32. gorm, 34. ána, 35. óður, 36. átt, 37. ás, 39. F.F., 40. rak, 41. hræsn- arar, 42. lyf, 45. al, 46. ól, 47. S.S.S., 49. klár, 51. áma, 53. trón, 55. Skor, 56. krafl, 58. ‘glas, 60. tug, 61. sú, 62. O.A., 64. urt, 65. úr, 66. Kata, 68. ólga, 70. ká, 71. lagar, 72. flagg, 74. Áróra, 75. rigna. Lóörétt ráöning: 1. Skaut, 2. A.P., 3. Pan, 4. skal, 5. gat, 6. lág, 7. spil, 8. kar, 9. úr, 10. iðrun, 12. krús, 14. leit, 16. ó- sagt, 19. stara, 21. skot, 23. land- nemar, 25. æður, 27. ar, 29. ká, 30. La, 31. óð, 33. Márar, 35. ófalt, 38. sæl, 39. fró, 43. ykkur, 44. flog, 47. sólu, 48. snark, 50. ár, 51. ár, 52. af, 54. R.G., 55. stúta, 56. kúta, 57. toll, 59. státa, 61. saga, 63. agar, 66. kar, 67. arf, 68. ófá, 69. agi, 71. ló, 73. G.G. — Eg get ekki svarað spurningu þinni um það hversvegna þú hefir ekkert aí lion- um frétt, þrátt fyrir það þótt ég geli sjálf getið mér þess til. Hinsvegar get ég sagt þér ástæðuna fyrir því að ég hefi ekki komið til þín, og hún er sú, að mér fannst betra að hera engar fréttir en vondar. En ef þú villt endilega fá að frétta eittbvað, get ég sagt þér sannleikann. Eg er sanni’a'rð um að Erik hefir ekki í hyggju að senda boð eftir þér og láta þig lcoma vestur til sín, ef svo væri mundi hann vera húinn að því, Hann hefir haft það mikið betra held- ur en hann hefir lálið þig skilja í hréfum sínum, og hefir nú orðið miklu hærri laun en fyrst eftir að hann byrjaði og hann gæti áreiðanlega verið húinn að sækja þig og drenginn hefði hann viljað gera það, en — já, hann hefir fengið áhuga fyrir öðru. — Áhuga fyrir hverju? Inga horfði á Sylvíu með augnaráði, sem var sterkara en nokkur orð. — Hverju? endurtók hún. — Ilvað heldur þú sjálf? — Þú ált við að hann sé mér ótrúr, að hann sé farinn að elska aðra konu. Þú átt ef til vill við sjálfa þig? — Ef lil vill..Er ástæða fyrir mig að skýra þetta nánar? sagði Sylvía og glotti um leið og hún settist. — Eg trúi þér ekki. Heyrir þú það, ég trúi þér ekki. Þú hatar mig, þú hefir alltaf gert það, og nú ert þú að reyna að ljúga upp á Erik — ef það gæti orðið til að skilja okkur. En ég trúi þér aldrei! Inga hafði misst stjórn á sér og hún grét af reiði og beiskju. — Eg veil að þú hefir alltaf hatað mig, og ég var heimsk að trúa þér, þegar þú reyndir að fullvissa mig um hið gagnstæða, ég...... — Það er rétt lijá þér að mér hefir aldr- ei verið vel við þig, en það er heldur fast að orði kveðið, að ég hafi hatað þig! tók Sylvía fram í. Mér hefir aldrei fallið við þig, sagði hún, en ég hefi heldur ekki hatað þig. Ef þú heldur því fram að ég liafi kom- ið á heimili ykkar aðeins Eriks vegna, skal ég ekki þræta fyrir það, því það gerði ég. Eg elskaði Erik og geri það ennþá. Hann er eini maðurinn, sem nokkurs virði hefir verið fyrir mig, og sem ég hefði get- að orðið hamingjusöm með, og ég gaf ekki upp vonina um, að hann myndi sjá, að ég væri sú, sem liugur hans hefði alltaf stað- ið til undir niðri. Heimsóknir þínar á heimili okkar voru þá aðeins i því augnamiði, að reyna að komast upp á milli okkar Eriks? sagði Inga með skjálfandi röddu. — Já, öll þessi ár! svaraði Sylvía hreykin og kuldalega. — Og þú hélst að það mundi heppnast, þegar þú gerðir ráðstafanir til þess að út- vega honum atvinnu í New York. Já, ékki neita ég því. Mér er það að vísu ljóst, hélt Sylvía áfram um leið og hún kveikti sér i sígarettu, — að þetta er níðingslegt í þínum augum. Og þú munt segja, að þú mundir ekki liafa farið svona að, hversu heitt, sem þú hefðir unnað öðrum manni, en við erum líka svo ólikar, sem dagurinn og nóttin. Þú átt ekki til neitt víðsýni; ert ein af þeim konum, sem láta sér lynda allt og taka þvi með þögn og þolinmæði. Það geri ég ekki! Eg vissi að ég myndi geta gert Erik hamingjusaman, gefið honum allt það, sem þér var um megn, af þvi að þú álítur að nægjusemin ein sé nóg lil þess að gera manninn ham- ingjusaman. Þess vegna liefi ég ekkert samviskubit, af því að ég veit að ég get gert Erik hamingjusaman. Eg hefi þekkt marga menn, en aðeins elskað einn, og ég hefi beðið í öll þessi ár, og vonað, að hann mundi fvrr eða síðar sjá, að hann liefði mistekið sig hrapalega, þegar hann valdi þig fyrir konu! Hvers vegna skyldi ég líka láta sam- viskubit angra mig! Eg veit að Erik hefði gifst mér, hefðir þú ekki komið í spilið allt í einu — ef til vill ekki þá strax, en síðar hefði hann gert það. Eg veit auð- vitað að þú vissir þá ekkert um það, en það gerir engan mismun, þú tókst hann frá mér samt, og ég hefi heldur enga sam- visku af að taka hann frá þér aftur! Eg er búin að líða mínar þjáningar, og þú þarft ekki að búast við því, að ég hafi neina samúð með þér, sagði Svlvía og hló háðslega. — Eg uni þér vel hugarstríðsins, eins og þú hefir unað mér minna liarma, og þetta eru ekki nema réttmæt laun fyrir allt það, sem ég er búin að liða þín vegna. Eg hefði átt að fara strax á eftir honum, en ég varð of sein; hann hafði ekki að- eins gleymt þér, heldur og líka því, sem hann átti niér að launa! — Eg trúi þér ekki, sagði Inga, sem var náföl og titrandi. — Eg vil ekki trúa dylgj- um þínum! — Jæja, reyndu þá að skýra ástæðuna fyrir því, að hann hefir ekki skrifað þér, sagði Sylvia og yppti öxlum. — Mér er sairia hvort þú trúir mér eða ekki, ef þú getur fundið einhverja aðra skýringu á framkomu hans. Þú skalt hætta að liafa áhyggjur af Erik. Eg segi fyrir mig, að ég reyni að gleyma heimsku minni og kasta bjartsýnum vonum mínum fyrir borð. Eg vil vera húshóndi yíir sjálfri mér og ekki láta bugast fyrir tilfinningunum. Og nú þegar við höfum talað hreinskilnislega saman held ég að skilningur okkar á til- finningum hvorrar annarar geti verið gagnkvæmari framvegis. Vertu sæl, frú — — Brenner! — Vertu sæl. Inga hafði gengið í áttina

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.