Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1946, Side 9

Fálkinn - 19.07.1946, Side 9
F Á L K I N N 9 var það sem hún sagði jafn töfr- andi, og Beatrice tók eftir að eigi aðeins Ted heldur einnig Jack settu á sig hvert einasta orð sem hún sagði. Marion spurði Ted hvers- vegna hann reyndi aldrei að semja leikrit. „Hefir þér aldrei dottið í hug að skáldsagan þín, „Lögmál náttúrunn- ar“, er ágætlega vel fallin fyrir leik- svið?“ Ted Taylor fikraði liugsandi við vínglasið. Hann hafði lengi langað til að gera leikrit úr þessari skáld- sögu. „En ég kann ekki tæknina,“ sagði hann. Marion svaraði þessu engu um sinn. En þegar þau Ted og hún súlu i sófanum á eftir, en Beatric og Jack voru að dansa við útvarps- tónlistina, sagði hún: „Yrði það ekki góð hugmynd, að við ynnum saman, Ted? Eg held áreiðanlega að við gætum gert mik- ið úr þessari skáldsögu saman.“ Ted hafði undir niðri vonað, að Marion kæmi með þessa uppá'- stungu, og tók henni með hrifningu. „Við skulum koma og líta á þetta undir eins,“ sagði hann ákafur. „Bókin liggur inni í skrifstofunni hjá mér.“ Marion stóð brosandi upp, og þau fóru saman út að dyrunum. „Ilvert eruð þið að fara?“ spurði Beatrice forvitin. „Við ætlum að tala saman um leyndarmál,“ sagði Marion. „Dans- ið þið bara áfram.“ Þegar dyrnar liöfðu lokast eftir þeim sneri Beatrice sér að Jack. „Hvað heldurðu að þau hafi ætlað?" spurði hún. „Hún hefir víst bara ætlað að gera okkur greiða,“ sagði Jaclt. „Hún er annars bæði lagleg og skemmti- leg. Eg Iiefi aldrei séð manninn þinn skemmta sér svona vel.“ Beatrice beit á vörina. „Þig talar hún nú við eins og skólastrák," sagði hún ónotalega. „En hún er að vísu eldri en þú.“ „Hún er ljómandi," sagði Jack lirifinn. „Jafn mikilsverð mann- eskja má vel fara með mig eins og skólastrák.“ Marion komst að þeirri niður- stöðu að því færi fjarri að Ted væri jafn afbrýðissamur liarðstjóri og konan hans vildi vera láta. Þvert á móti var hann bæði nærgætinn og hleypidómalaus. Og þegar hún fullvissaði hann um, að ef hann gæfi Beatrice óskorað frelsi, þá mundi hún aldrei nota sér það, g'erði hann þetta samstundis. Ilann hætti alveg að mótmæla því að Beatrice færi út með Jack. Marion hafði fengið hann til að líta á þetta sem saklaust gaman. Þegar þau störfuðu saman var Marion vön að borða miðdegisverð hjá þeim, og Ted fór að stinga upp á að Beatrice byði Jack að koma um leið. .Beatrice var alltaf jafn liissa á jsessu og henni fannst i rauninni það ekki vera orðið nærri eins gaman að hitta Jack núna, þegar enginn hindraði l)að. Hún tók eftir að Ted hafði ger- breyst upp á síðkastið. Hann var í miklu betra skapi og var ekki eins strangur í dómum sínuin um æsk- una og liann liafði áður verið. Hann var líka miklu glaðværari og meira gaman að tala við hann — eðlileg afleiðing þess að hann hafði hitt konu, sem skildi hann og kunni að meta hann. Marion var farin að hlakka meira og meira til þeirra stunda er þau Ted áttu að starfa saman og stund- um spurði liún sjálfa sig hvort þetta væri eingöngu vegna verkefnisins. En þegar slíkt hvarflaði að lienni þá vísaði hún því á bug. — — — Leikritsgerðinni hraðaði drjúg- um áfram, og brátt kom að því að þau fóru að tala um livaða leik- húsi skyldi boðið leikritið. Þau höfðu átt tal við kunna leikkonu og beðið hana að lesa það, og einn daginn símaði hún og sagðist vera fús til að leika aðalhlutverkið el' leikritið yrði tekið til sýningar. Hún bað Marion o.g Ted að eta með sér miðdegisverð hjá henni, svo að þau gætu talað um leikinn. Kvöld- ið sem þau áttu að fara þangað keypti Ted tvo leikhúsmiða handa Beatrice og stakk upp á að hún byði Jack með sér. Beatrice starði á hann. „Áður sagðir þú alltaf að það væri skömm að því að ég færi út með Jack,“ sagði hún önug. „Já, en ég er nú vaxinn upp úr því,“ sagði Ted brosandi. „Svo er Marion fyrir að þakka. Þú skilur að þú verður að fara út og skemmta þér í kvöld, þegar ég ætla út sjálf- ur.“ Betrice varð stótrauð í framan. „Þig langar kannske til að ég bjóði Jack heirn i kvöld, úr þvi að ég hefi svona einstakt tækifæri!!“ sagði hún fokreið. Ted var í öðrum hugleiðingurn og heyrði ekki nema fyrri hlutann af setningunni, og lionum datt ekki i liug, að neitt sérstakt lægi bak við orðin hjá Beatrice. Hann var aðéins að hugsa um, að hún gæti átt notalega kvöldstund, þegar hann færi út að skemmta sér. „Já, ef þér þykir það hentugra geturðu vel gert það góða mín.“ sagði liann vingjarnlega. Beatrice svaraði ekki. Hún hljóp bgra út úr stofunni og skellti hurð- inni á eftir sér. Klukkan var rúmlega ellefu þegar Ted og Marion komu aftur frá leik- konunni, Florence Fortescue. Það var ýmislegt smávegis, sem þau höfðu komið sér saman um að breyta, og þessvegna fóru þau heim til Teds beina leið. Þegar þau gengu gegnum forsalinn og inn í skrif- stofuna staðnæmdist Ted allt í einu og sagði forviða: „Heyrðu, Beatrice!“ .Beatrice stóð og sneri bakinu að arninum og horfði á þau. Hún var náföl og liélt höndunum fyrir aft- an bak, eins og hún væri að fela eittlivað. Það var þrái og hræðsla í senn, sem lesa mátti úr andliti hennar. „Þú hélst auðvitað að ég væri ekki heima,“ sagði hún áköf. „Þér hefði vist komið það best, er ekki svo? Þú imyndar þér víst að þú getir losnað við mig með því að fleygja mér í faðminn á Jack. En þér skjátlast illilega þar, Edward sæll. Eg ætla mér ekki að fara út með Jack framar. Það er allt búið milli mín og hans.“ Ted liafði ósjálfrátt stigið skref aftur á bak. Marion stóð kyrr og horfði á Beatrice, með ofurlítið bros um munninn. „Standið þér ekki þarna og leikið sfinx,“ sagði Beatrice hamslaus. „Haldið þér að ég sjá ekki, að þér eruð ástfangin af manninum min- um? Fyrsta ástin og svo framvegis. Jú, ég þakka — ég þekki það. Þér hafið borið ú hann víurnar frá fyrstu stundu. Og nú hafið þér stol- ið honum frá mér.“ Ekkert getur gert manninn jafn flónslegan innvortis og að hlusta á konuna sína óskapast yfir því að önnur kona sé áslfangin af honum. Og þegar maður finnur sig fións- legan verður hann óhjákvæmilega reiður. Og það varð Ted. Nú varð han í fyrsta skifti á æfinni veru- lega reiður við Beatrice. „Skammastu þín, í'iflið þitt!“ æpti hann. „Skilurðu ekki að þetta er gífurleg ákæra, sem þú berð fram gegn Marion? Það varst þú, sem sem hvattir mig mest tii að skrifa leikritið, en ég kunni ekki tökin á því. Marion hefir veitt mér ómet- anlega aðstoð og svo fær hún þetta þakklæti lijá þér. Eg lieimta að þú biðjist afsökunar undir eins.“ Eitt augnablik starði Beatrice ráð- þrota á mann sinn. Svo hrópaði hún með grátstafinn í kverkunum: „Vitanlega ver þú konuna, sem þú eiskar!“ Og áður en nokkur vissi fleygði hún einhverju í eldinn á arninum. „Þarna liggur þetta dýr- mæta leikrit ykkar!“ hrópaði hún sigri hrósandi. „Gerið ])ið svo vei! Nú verðið þið að finna ykkur aðra átyllu til að vera saman!“ Svo rigs- aði hún út. Edward Taylor varð orðfall og starði á lokaðar dyrnar. Svo rann upp fyrir honum hvað hún hafði gert og hann hljóp að eldinum. Log- arnir höfðu eyðilagt nokkurn hluta handritsins, en meiri hlutinn var eftir. Hann rétti fram höndina ti 1 að bjarga þvi. Marion stöðvaði l)ann. „Gerðu það ekki!“ sagði hún. Ted starði forviða á hana. „Sástu ekki hvað það var, sem hún fleygði í eldinn?" spurði hann og röddin skalf af geðsliræringu. „Á öll vinnan okkar að fara til ónýtis?" Augu þeirra mættust. Marion var miklu eldri en Beatrice. En hún var fallega vaxin og hafði gáfulegl andlit. Og hún las i augum Teds að hann hafði uppgötvað að hún hafði aðdráttarafl. Hún vissi að hún gat unnið ást lians. En vísaði ])eirri hugsun á bug. „Þetta leikrit hefir færi þér mesta sigur, sem þú getur krafist. Það hefir gefið þér ást konunnar þinn- ar. Nú tilbiður hún þig. Það er ó- vissan sem veldur því. Mér reynd- ist vel að gera hana afbrýðisama. Meðan hún var viss um þig, kunni hún ekki að meta þig.“ „Afbrýðissöm? Hversvegna skyldi hún vera afbrýðisöm?“ Ted var bara karlmaður og það kitlaði iié- gómagirnd l)ans að Beatric væri af- brýðisöm. Hann horfði bæði efandi og sæll á Marion. „Skilurðu ekki að ég l)efi duflað við þig frú því fyrsta?“ „Nei, Marion, það vissi ég ekki,“ sagði hann blátt áfram, og' hún fékk sting fyrir hjartað. „Þú ert besti eiginmaðurinn i veröldinni," sagði hún í gamni og alvöru. „En nú gef ég þér síðasta ráðið: Láttu konuna þína aldrei vita, að þú hafir ekki verið hrifinn af mér. Og vertu sæll!“ Sama kvöldið sat Marion við ar- ininn heima hjá sér og lét sig dreyma. Hún hugsaði um hve beisk- lega og kaldrifjað hún hafði alltaf skrifað um l)jónabandið, og þennan litla leik, sem hún hafði leikið. Og hún brosti er hún rifjaði upp setn- inguna sína: „Flónið eitt lætur samviskuna komast upp ú milli sín og og gæf- unnar.“ Orðin viidu ekki sleppa l)enni. Hún stóð upp og kveikti sér í vindl- ingi. Svo muldraði hún i barminn: „Ef það er rétt, sem ég hefi skrifað, er ég mesta flón, sem skapað hefir verið." SONUR GANDHIS í LONDON. Það er ekki að sjá að þessi búsini maður með kringlukinnarnar sé sonur mein- lælamanfisins Gandhi. En þó er það nú suo. Hann heitir Davades Gandhi og er framkvæmdastjóri indverska blaðsins Hindustan Times. Kom hann nýtega til London til að ræða við Attlee forsætisráðherra. Ilér sésl hann með landa sinum á gangi i Ilgde Park. „VELKOMNIR, AÐGÆTNIR ÖKU MENN! Til þess að auka örgggi á almannafæri og draga úr umferða- slysum hafa fíretar m. a. sett víðs- vegar upp skilli eins og það, sem sést hér á myndinni og er við flug- völlinn i Hendon, við London. Þar stendur: „Þetta er Hendon. Við bjóðum aðgælna ökumenn vel- komna.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.