Fálkinn


Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.07.1946, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Akranes kaupir bílferjur á Hvalfjörð á p* f'j Síðastliðiiin föstudag komu tvær bílferjur, sem fest hafði verið kaup á í Bretlandi, til Akraness. Þær eru 300 tonn hvor og kostuðu báð- ar 150.000 kr. Ferjurnar eru eign Akraneskaupstaðar og þær munu verða notaðar lil flutninga yfir Hvalfjörð. Talið er, að hvor ferja muni gela flutt 15 bila af meðal- stærð. óvíst er þó, hvenær hægt verður að iiefja fastar áætlunarferð- ir á þessari leið, þar sem margt þari' að gera til lendingabóta fyrir ferjurnar. Þess vegna verður önu- ur tekin tii malarfiulninga við hafn- arbæturnar á Akranesi. Það var l'yrir milligöngu Nýbygg- ingaráðs, að ferjurnar fengust i Bretlandi, og annaðist Arnljótur Guðmundsson, bæjarstjóri á Akra- nesi, kaupin. Hér er um að ræða merkilegar umbætur á sámgöngukerfi landsins, því að ferjurnar yfir Hvalfjörð auð- velda mjög aliar samgöngur milli Norðurlarids og Suðurlands. Ljósm.: Árni Böðvarsson. Rafvélaverkstæði Halídórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksm. og hús. Hólmfríður Björnsdóttir, Njarðar- götn 61, verður 60 ára 20. þ. m. TIVOLI Nú hefir Reykjavik l'engið skemmtigarð með líku sniði og flest- ar stórar borgir erlendis hafa. Hann hefir hlotið nafnið Tivoli, sem er altítt nafn á slíkum skemmtistöð- um, þó að Tivoli-ið i Kaupmanna- höfn muni vera okkur kunnast. Þriðjudaginn 9. þ. m. var ýmsum gestum boðið að skoða Tivoli, og sama dag kl. 8 um kvöldið var garðurinn opnaður almenningi. Þó skemmtikraftarnir séu ekki fjöl- breyttir ennþá, þá eru jieir þó al- ger nýlunda fyrir þorra íslend- inga, þar sem fjöldinn allur liefir ekki farið utan. Bílabrautin er sennilega mest sótt, enda fá flestir þeir, sem ekki kunna á bíl, óskir sínar að nokkru uppfylltar með því að stýra þessum rafknúnu bílum. Annað gott skemmtitæki þarna er áttfætiingurinn eða Áttungurinn, eins og einn þjóðkunnur maður vill kalla jiað. Það er hringekja með átta örmum. Þá má nefna Parísar- hjólið og ýms spil, sem eru inni í löngum bragga. Svo er þarna gríð- arstór danspallur, sem rúmar senni- lega fleira fólk en nokkuð dansgóif á landinu. Einnig eru allskonar veitingar á staðnum. Sum af skýl- unum þarna eru aðeins til bráða- birgða, og hyggst h/f. Tivoli að byggja stórt samkomuhús með marg- víslegum skemmtikröftum áður en langt um líður. Eftir aðsókninni að (læma fyrstu kvöldin, þá á skemmti- garður þessi mikla framtíð fyrir sér, þó að ekki fari hjá því, að aukinnar fjölbreytni í skemmti- kröftum verði krafist. EIRÍKUR BRIEM. Framhald af bls. 5. blendinn var hann talinn, en í vinahópi hrókur alls fagnaðár, skeramtinn og svo fróður að allir vildu lilýða á liann. Minni lians er við Jirugðið og enginn spurði hann árangurslaust upp— lýsinga um þau tíðindi, sem gerst liöfðu um iians daga og nolekru máli skiftu. Og allstaðar vildi liann láta gott af sér leiða. Manni verður ósjálfrátt liugsað til þess, að Jiann liefði sómað sér vel sem goði á Alþingi liinu forna, og að þjóðveldi Islands mundi hafa orðið langlífara ef marg- i i' ltefðu verið sem liann. I^vi að vafalaust Jiefðu þeir orðið samrýmdir, hann og Njáll, ef þeir liefðu verið samtiðamenn. STUNDUM getur rignt án þess að jörðin vökni. Kemur þetta aðallega fyrir í eyði- mörkum eftir mikla hita. Þó að hellidembur komi er liitinn svo mikill, að regndroparnir verða að gufu og leita upp án þess að þeir snerti jörðina. 75 LÖND og yfir þúsund skip á liöfum úti sendu daglega eða oftar en einu sinni á dag út veðurathuganir handa veðurstöðvum þeim, sem veður- fregnirnar voru byggðar á meðan leyfilegt var að senda þær fyrir strið. Nú munu athugunarstöðvarn- ar vera orðnar miklu fleiri. Á SÍNUM GAMLA STAÐ. Mynda- stytturnar í London, sem á stríðs- árunum voru geymdar í neðanjarð- arbyrgjum, eru ná sem óðast að koma á sinn stað aftnr. Byrjað var á riddaralíkneski Charles /., sem d heima á Trafalgar Square. SÆNSK GJÖF TIL ENGLANDS. — Innan skamms verður afur vandað röntgentæki sent frá Stokkhólmi til London. Það er gjöf frá Sviþjóð til Nationat Ifospital, sem þakklæti fyr- ir hjúkrun þá, sem Sviur liufa feng- ið á þessu sjúkrahúsi á striðsár- unum. Iiöntgentæki þetta er smíð- að eftir fyrirsögn forstöðumanns röntgendeildar Scrafimsjúkrahússins próf. Eric Lysholm, sem er heims- frægur fyrir röntgentæki sin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.