Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Brotni blævængurinn Mazo de la Roche: AÐ var eins og öldurnar væru ákaflega forvitnar um farþegana um borð á Atlantshafsskipinu stóra. Þær lyftu liöfði eins og þær væru að gægjast til þeirra milli riml- anna í horðstokknum. En far- þegarnir virtust ekki skeyda bárunum að sama skapi. Fólkið sem lá í þægilegum strigastólum á þilfarinu og livíldi sig eftir hádegisverðinn, var að liugsa um allt annað en gráar öldurn- ár á sjónum. Það var annað sem dró athygli þess. Til dæmis hún frú Friedland, sem gekk þarna með herra Wolfe. Þá varð líf í fólkinu. Fx-á því fyrsta daginn hafði forvitnin heinst að þeim, þegar þau gengu í hægðum sínum urn þilfarið, hann með hreiðu lierðarnar, af- ar hugfanginn af dömunni — hún brosandi og hlustandi á liann, og hafði ekki dökku aug- un af andlitinu á honum. Á hverjum degi var hún í einhverri nýrri flik — nýjum loðfeldi, nýjum skóm, nýjum kjólum. Hún hlaut að hafa feikna farangur með sér því að allir þessir loðkragar og feldar tóku mikið rúm. Hún liafði lang- dýruslu farldefana um boi’ð. — Ilá, ung, sviplaus stúlka var með henni til föruneytis. Þegar þessar tvær dömur og Wolfe settust við horðið sitt á máltíðum, heindust allra augu þangað. A engu borði voru vín- glösin jafn mörg. Engin var með eins mikið af brilliöntum og smai’ögðum utan á sér og frá Friedland. Vín-þjónninn og nokkrir fleiri voru að staðaldri í námunda við horðið hennar, og úrvalsréttir matsveinsins voru jafnan boðnir lienni fyrst. llún sáði þjórfénu lcringum sig. Framlag hennar (il hljómsveit- arinnar, eftir liljómleikana var nærri því eins mikið og allra Iiinna farþeganna lil sainans. Það mátti líka greinilega sjá, að það var fyrst og frernst fyrir hana, sem hljómsveitin spilaði. En að öðru levli sinnti hún ekki öðru en Wolfe. Iiiin hafði ráðið með sjálfri sér að hann skildi verða siðasti elskhugi hennar. Þetta var liennar „Ind- ian summer", síðustu fjörhrot ástríðna hennar. Hann var kom- inn að fertugu, liún nær sex- tugu en fimtugu. Síðasta kvöldið um borð höfðu yfirmennirnir á skipinu liaft viðhúnað til að halda grímu- dansleik, sem átti að taka fram öllum þeim skemmtunum, sem fólkið hafði haft á leiðinni. Þetta kvöld var veðrið allt i einu hlýtt og gott. Ilmandi golu lagði um skipið frá Spánar- strönd, og dró það ekki úr á- nægjunni. Gluggarnir á dans- salnum voru opnaðir upp á gátt, og danslögin bárust með golunni til Marokkostranda. Hringinn í kring um dansgólfið hafði ver- ið komið fyrir smáhorðum fyr- ir þá, sem ekki voru dulbúnir og handa fólki að hvíla sig við milli dansanna og drekka kampavín og i’eykja. Frú Fi’iedland kom nokkuð seint, til þess að vekja meiri eftirtekt en ella, klædd dýi’indis kvennabúrshjúpi, grænum og skreyttum með silfri. Hún leit vai’Iega og ói’ólega kringum sig gegnum gullhreistraða slæðuna sem hún har fyrir andlitinu, það var þrái yfir augunum og kringum munninn, en jafnframt gráthænir um að dást nú að sér. Wolfe kom við hliðina á lienni, klæddur eins og ind- verskur rajah, með vefjarhött og glitrandi skartgripi. Hann laut niður að henni og brosti. Það var ekki hægt að kornast hjá að taka eftir þeim, þegar þau komu inn, húningar þeirra voru ljómandi, og þeim var tekið með dynjandi lófaklappi. Frú Friedland bráðnaði við þetta og varð fríari af sér en áður, og þegar leið á kvöldið og kætin fór vaxandi, vai’ð glensfyllri og drakk kampavín með fólki, sem hún hafði vai’la séð áðui’, — hún dansaði meira að segja við einn herrann. Fimm manns sátu saman við eitt hoi’ðið með glös sín og vindlinga. Þetta var ungt fólk, tvenn nýgift hjón, en sú fimmta var systir annarar frúarinnar. Hún var með glógult hár, fjólu- hlá augu og alveg töfrandi munn. Þegar frú Wolfe dansaði framhjá, við Wolfe, mættusl augu hennar og ungu stúlkunn- ar í svip, og lienni brá dálítið er hún sá að stúlkan var líka í kvennahúrshjúpi, hvitum, þunnum og léttum búningi sem lagðist eins og ský um grann- an líkama hennar. Frú F. hafði oftsinnis tek- ið eftir andliti þessarar ungu stúlku. Það hafði elt liana með aðdáandi eftirtekt þegar frúin var að ganga um þilfarið. Hún liafði séð það brosa yfir öxlina á ungum manni hin danskvöld- in. Hún hafði litið lauslega á þetta andlit, rétt eins og maður lítur á hlóm. En nú fannst lienni það vera ógnandi. Hún fékk sársaukakennd, alveg eins og taugarnar í henni engdust og titruðu, og þessi tilfinning fékk framrás á þann liátt að frúin varð ofsareið yfir því að stúlkan skyldi hafa dirfst að velja sér samskonar kjól og hún sjálf, og yíir að hún skvldi vera yngri og fallegri. "piMLEGA kastaði unga stúlk- an pappírsþveng i áttina til Wolfe, sem var höfði liærri en fjöldinn í kring. Hann hitti vefjarhöttinn og rann svo niður á beran hálsinn á honum. Fólk hló og klappaði. Hún steig nú skref fram og kastaði öðru til. Hann hitti þau bæði, og þegar þau dönsuðu áfram elti stúlkan þau, hálf feimin en djörf í aðra röndina og lét pappírs- ræmum rigna yfir þau og snú- ast utan um þau. Wolfe þrýsti frú Friedland því fastar að sér og sagði: „Hún vill að við skilj- um aldrei framar!“ Frú Friedland brosti af unaði. Öll reiði og fyrirlitning hvarf eins og dögg fyrir sól. Ilún fann lil óstjórnlegrar gleði, að hún skyldi vekja svona mikla aðdá- un. Hún fann hve fast liann liélt utan um hana og hlustaði á djúpan hlátur lians. Hún ósk- aði með sjálfri sér að pappírs- ræmurnar hefðu verið úr stáli. Ræmurnar slitnuðu er aðrir dönsuðu hjá og komu við þær. Hljómsveitin þagnaði, og hann fvlgdi henni að auðum stað og settisl hjá lienni. Hún andvarp- aði, sæl. Svo tók hún eftir að hann hafði farið með liana að næsta borði við þar sem stúlkan sat. Hún leit snöggvasl til lians og' sá að hann var að liorfa ástúlkuna. Bros lék um varirnar á lionum. Ný alda ofsareiði reis í hug frú Fried- land, taugar hennar titruðu. Ilún lyfti blævængnum og faldi andlitið hak við liann. Þetta var sterkgrænn austurlenskur hlævængur, með mjóum rifjum úr fílabeini og lótusblómamynd- ir grafnar á. „Skemmtir þú þér? Ertu á- nægð ?“ Hún liélt blævængnum að vör unum og svaraði: „Já, en ég er bara dálítið þreytt.“ Hann svaraði ekki. Horfði á nýgiftu lijónin, sem gengu fram lijá. Þau ætluðu að fara að dansa. Unga stúlkan sat ein eftir, með hvíta liandleggina undir gagnsæju híalíninu rétta fram á horðið, og var að fitla við kampavínsglas með asnnari hendirini. Wolfe, sem annars ekki var vanur svo mikið sem að líta á aðrar stúlkur, varð frá sér num- inn. Hann sneri sér að frú Friedland og' spurði: „Er hún ekki töfrandi?“ sagði Iiann. Frú Friedland lét hlævæng- inn síga niður á hnéð, og sýndi hvíta hrosandi grímu. „Já,“ liún. „Eg hefi verið að taka eft- ir henni líka.“ Kona og dætur Trygve Lie. — Trygve Lie, aðalritari hinna Sameiiiuðu þjóða, sem hefir haft í mörgu að snúast í sumar, fór fyrir skömmu til Noregs i sumarleyfi. Myndin er tekin af konu hans og clœtrum, Mette og Guri að nafni, rétt eftir komu þeirra til Noregs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.