Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 12
12 PÁLKINN Övre Richter Frich: 16 Þöglu börnin frá Úral III. hluti: Hetjan frá Tsjeluskin En Sergej tapaði sér ekki. Með þvi að beita allri sinni lægni og kunnáttu tólcst hon- um að koma flugvélinni á réttan kjöl aftur, og flutningurinn hætli við að bylta sér frek- ar, en iá þar sem liann var kominn. - Ónei, nei, hrópaði Andreas einfætti og harði tréfætinum í gólfið. — Þetta tókst ekki. Við höfum nú stúfað varningnum svo vel, að hann lætur ekki þeyta sér þó að það komi kviða. Og svo lyfti liann svörtum vélamannsfingr unum, eins og' hann væri að ógna einhverj- itm ósýnilegum andstæðingi, sem mundi liafa gefist upp eftir að fyrsta atlagan mis- tókst. En bardagaaðferð hvíta jötunsins var greinileg: Hann hafði hugsað sér að spenna greiparnar um óvin sinn og þrýsta honum niður. Eins og glímumaður í rómverskri glímu, sem náð hefir tvöföldu svírataki á aridstæðingi sínum og þrýstir svo á af öll- um kröftum. En Norðri var gamall í tískunni og hafði ekki gerl ráð fyrir þessum merkilega daufa loga, sem sveipaði alla flugvélina. Hinn háli málmur rann úr greipunum á honum eins og áll. Hristi af sér haglélin og blauta snjó- inn og í kjölfarinu sést móta fyrir fosforgul- um bjarma. Alveg eins og skip, sem siglir í maurildi á New Foundlandsmiðum. — Þetta er tilkomumikil sjón, sagði Jer- mak þurrlega og drakk úr kaffibollanum sínum.... Ef stjörnuturninn í Leningrad liefði getað séð okkur i þessari blöndu snjó- drífu, hagls og þoku, mundu þeir liafa hald- ið, að liér væri um að ræða nýja útgáfu af Halleys halastjörnunni. En hérna uppi í þessu gráa víti getum við verið öruggir um að ekkert mannlegt auga sér okkur, bætti liann við. Það er övo oft talað um furðuflugvél- ar, sagði Radevski hlæjandi.... Það gæti átt við um okkur. Alveg rétt, drengur minn, þegar öllu er á botninn livolft er eitthvað kynlegt og furðulegt við flug nútímans. Mannleg liugs- un getur varla gripið þau undur, sem nú gerast i loftinu. Náttúruöflin, sem fyrir tíu árum léku sér að flugmönnunum og gerðu útaf við þá, þykja ekki liættuleg nú á dög- um. Við höfum lært að berjast við jötna eins og fárviðrið, byljina — já og meira að segja við eldingarnar. En það eru verri óvin- ir til. Ungi maðurinn leit forviða á gamla kenn- arann sinn. — Hverjir eru það? spurði hann. Jermak svaraði ekki undir eins. Hann hjó sterkum, gulum tönnunum í sauðarlæri og lagði aftur augun af vellíðan. Svo tók hann upp flösku með eplavíni, setti hana á munn- inn og drakk upp úr lienni. Látum okkur eta og drekka og vera glaða, tautaði hann og henti tómu flöskunni frá sér. . . . því að bráðum eigum við að deyja. . . . Þú ert ungur maður, Radevski. Kannske á lífið ennþá margt gott og fagurt í fórum sínum handa þér. Því að heimurinn er svo stór. En hvernig sem olckur farn- ast, þá er það Rússland, sem við elskum okkur tapað. Við verðum dæmdir sem flótta menn, strokumenn munu þeir kalla okkur, og liðhlaupa, þó að við gerum ekki annað en að hlýða skipun. Vitru mennirnir í Ivreml hafa þegar dæmt okkur. Þú spurðir hvaða óvinir væru liættulegri en jötnar loftsins. Jú,. .. . það eru mennirnir. Jæja, við leitum okkur griðastaðar á sjálfum Norðurpólnum. En armar Sovéts eru svo langir, að við er- um jafnvel ekki öruggir þar. Útvarpið nær til okkar hvar sem við erum. Engin hetju- dáð getur hjargað okkur. Við hættum lífi okkar til að lijálpa nauðstöddum löndum okkar, en jafnvel þó að það takist sjáum við okkar sæng uppreidda, og við fáum okkar dóm þó að við komum lieim aftur eftir vel rekið erindi. Hinn frægi múr Ljubjanka- fangelsisins bíður okkar. Við hljótum sömu örlögin og Tarjikov, Laski og Tjarnisjev. — Þér er ekki alvara að...... — Jú, ég er sannfærður um það. Spurðu vin þinn Sergej. Hveri. ig fór ekki með Tim Jagirof. Ærlegasta og trúasta mann- inn, sem land okkar hefir nokkurntíma alið. — En prófessorinn? spurði ungi maður- iriri titrandi rödd. Herrann veri með honum og okkur öllum, sagði Jermak út í liött. Hvað veil ég? Við erum allir þrælar, ofurseldir duttl- ungum laganna. . . . En nú erum við frjáls- ir menn, Leo Radevski, borgarar í hinu dýra ríki loftsins. Engir njósnarar snuðra kringum okkur núna. Við gerum skyldu okkar. Við erum á leiðinni til liins ysta hafs einverunnar. Eg' óttast ekkert þegar Sergej situr við stýrið. Hugboð hans flytur oss til hins stærsta af öllum æfintýrum.. Eg þekki piltinn — hann hefir blóð hinn- ar miklu eyðimerkur í æðum sínum. Hann er hingað kominn úr frumskógunum í Úral, og er viss með að rata auðnir ísanna líka. Þangað sem Nansen, Peary, Byrd og Roald Amundsen liafa vísað veginn.... Berðu höfuðið hátt, drengur minn. Það er enginn ástæða til að örvænta meðan æfintýrið kallar á okkur.... Sjáðu, það er farið að birta. Hvíti jötuninn hefir gef- ist upp við árásina. Nú fáum við að sjá hvað óvænt ísliafið liefir að hjóða..... Jermak hafði aftur tekið hringfarann sinn og laut fram til Sergej, sem hafði nú lokað öllum leiðslunum, sem varið höfðu flugvélina ísingu og snjó. Stundum var eins og kippt væri i vængina en það var enginn vafi á þvi, að storminum var að linna. Loftið var ekki alveg heiðskírt enn- þá, en við og við skein sólin á skógarhéruð- in, sem þeir fóru yfir. — Nú er komið mál til að hækka flugið aftur, sagði gamli maðurinn. . . . Þetta hef- ir verið hörð skorpa, og við hljótum að vera komnir eittlivað af réttri leið. Við stefnum nokkrum strikum austar, annars eigum við á liættu að lenda yfir finnsku 1 a n d am ær u num. Sergej hlýddi skipuninni Það hefir gengið skrambi á oliubirgð- irnar, sagði hann.... Ef við fáum fleiri svona rumbur getur verið álitamál hvort við komumst lil Rúðólfseyjar. Kannske við getum fengið olíu í Murmansk? Það nær ekki nokkurri átt! svaraði Jermak ákafur. — Þvi að þá komumst við ekki lengra. Við verðum að spara olíuna eins og við getum. Ef nauðsyn her til verð- um við að draga úr ferðinni. Loftvogin spáir mildu veðri og bliðu. — Vindinn er að lægja. Stormurinn liefir seinkað okkur um einn eða tvo tíma og lirakið okkur af leið. En það ætti ekki að vera erfitt að finna leiðarmerki jafnvel án miðanna. Ladogaskurðurinn ? Já, vitanlega. En það er best að halda sig sem lengst frá öllum nýju verksmiðj- unum og námunum. Það er allt fullt af slílcu þegar við nálgumst Ob. Á leið okk- ar eru margar flugstöðvar, sem herinn relc- ur, enginn veil nema skipanir hafi komið þangað um að liafa gát á okkur, og ekki þarf nema litla orustuflugvél með hríð- skotabyssu lil þess að stöðva okkur og neyða okkur til að lenda. Því að við erum algerlega óvopnaðir. Það er að segja: við höfum engin vopn nema á rostunga og ísbirni.... Lítið þið á, nú birtir. . . . — Blár himinn í norðaustri, sagði Radev- ski, sem stóð i útsýnisturninum. Jermak hnyklaði brúnirnar. — Vindurinn er kominn á austan, sagði Sergej.... stillings gola. Alls ekki meira en 8-9 metrar. Það er eins og í Paradís, tautaði gamli maðurinn og veifaði hringfaranum sínum óþolinmóður. Við verðum víst að liækka okkur aftur. Við verðum að komast í 3000 metra liæð að minnsta kosti, til þess að njóta sólarinnar. Og hraðinn? Hann er 350 km. á klukkustund. — Stefnan? Norð-norðaustur. Jermak mældi nú eitthvað á uppdrætt- inum og leit svo á klukkuna. Þegar við erum komnir upp í rétta hæð, sagði hann, er hest að við breytum stefnunni í hánorður. Þá getum við brugð- ið okkur til „þúsund vatna landsins“, ef í harðbakka slær. ... í heitasta helvíti, livað er nú þetta? Þeir heyrðu hvell af skoti. Og nokkur hundruð metra undir sér sáu þeir mynd- ast eittlivað, sem líktist hvítum bómullar- linoðra. Jermak greip kíkirinn sinn. Þelta var frá einni af nýju loftvarna- byssunum, sagði liann hitur. Alls ekki sem verst, í þessari fjarlægð. .. . Ófétis sólskin- ið. Þá sjáum við að símað hefir verið um ferðalag okkar. Nú er ekki annars kostur en að forða sér inn yfir Kyrjála og treysta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.