Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.08.1946, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Um miðjan júlí síðastliðinn gerði Knattspyrnufélag Reykja- vikur út tólf manna úrvalsflokk fimleikamanna í sýningarför til Norðurlanda og Englands. Var lialdið af stað frá Reykjavík 10. júní, flugleiðis til Rergen og þar var fyrsta sýningin haldin. Hafði aðeins verið ráðgerð ein sýning, en vegna mikillar að- sóknar var liúji endurtekin. Þarna sýndi flokkurinn ásamt sænskum kvennaflokki og norsk- um drengjaflokki. Flokknum var tekið forkunn- ar vel í Bergen og þá ekki sið- ur á Voss, en þar var næsti sýn- ingarstaðurinn. Var þar enn sýnt ásamt sænska kvenflokkn- um og við ágætan orðstír. Síð- an var haldið til Oslo, 14. júni, en svo stóð á að þá voru liðin 25 ár síðan Oslo Turnforening hafði sýnt á íþróttavellinum í Reykjavilc í fyrsta sinn, við meiri aðsókn áhorfenda en ver- ið liafði á vellinum nokkru sinni fyrr. Var því mikill við- búnaður undir þessa komu Is- lendingana, af hálfu Oslo Turn- þeir sem þá áttu, en kl. 5 var móttaka hjá Stefáni Þorvarðar- syni sendiherra. Og kl. 7% sátu íþróttamenn boð íslendingafé- lagsins í London. Var það liald- ið á Mayfair Hotel, einu fræg- asta hóteli borgarinnar. Daginn eftir, þ. 28. júní var ekið til hinnar frægu og fornu hallar í Hampton Court og skoð- uðu gestirnir liana og söfnin þar. En um kvöldið liélt flokk- urinn sýningu fyrir blaðamenn og íþróttamenn í Tooting, og gátu þeir komið þangað sem vildu. Þelta var einskonar kynn- ingarsýning undir sýninguna daginn eftir, og komu þarna ýmsir kunnir áhugamenn í i- þróttum og íþróttaþjálfarar. Daginn eftir, laugardag 29. júní tók borgarstjórinn i Lond- on á móti íþróttamönnunum. Var það hin hátíðlegasta athöfn. Klukkan þrjú var enn lialdin sýning fyrir fimleikakennara sér í lagi og loks fór aðalsýn- ingin fram kl. 6 í hinum stóra Polytechnic-sal i Regent Street. Jarlinn af Rothes, forseti enska Utanför fimleikaflokks K. R. forening', sem vitanlega annaðist móttökurnar með hinrii mestu prýði. Meðal annars má geta þess, að í Sportsmannen birtist ávarpskveðja á íslensku til flokksins. Laugardagurinn 15. júni var svonefndur Oslodagur haldinn hátíðlegur í Oslo. Þann dag voru íþróttamennirnir boðnir til Sundöya við Tyrifjord í hílferð og um kvöldið var lialdið boð fyrir þá á Hotel Bristol. Ann- ars bjuggu þeir uppi á Holmen- kollen á liinu alkunna gistihúsi þar. Kvöldið 17. júní var sýningin svo haldin. Vegna þess að veður var ekki gott, varð því að hætta við að hafa liana úti, en þess í stað var hún haldin í Turn- hallen, fyrir troðfullu húsi og svo mikinn fögnuð áhorfenda, sem dáðu aðgerðir flokksins og æfingar, er íoru fram með eiri- stakri reglu og stílfegurð undir hinni öruggu stjórn Vignis And- réssonar. Hann hafði æft flokk- inn undir förina og stjórnaði lionum, en Bjarni Guðmunds- son hlaðafulltrúi var fararstjóri alla leið til London i heimleið- inni. Þá varð hann að fara til Parisar, en Björn Björnson stór- kaupmaður tók við og annaðist fararstjórn úr því. Frá Oslo var haldið til Stokk- hólms. Þar sat flokkurinn boð Vilhj. Finsens, sendifulltrúa. — 22. júní var sýnt á Skansinum við mikla hrifningu um 10.000 áhorfenda. Áætluð ferð til Finn- lands fórst fyrir. Síðan var lialdið til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar og sýnt á báðum stöðum. En 26. júní flugu í- þróttamennirnir til Lundúna. Þar hafði verið gerður marg- háttaður undirbúningur undir komu þeirra. Þeir bjuggu á Imperial Hotel, sem m. a. er frægt fyrir hin miklu tyrknesku böð sín. Um kvöldið var þeim boðið af rausnarlegum landa, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að horfa á Monte Carlo Ballett- en, sem er eitt það besta á því sviði sem til er í Englandi, og þar á eftir til veislu að Hotel Courmes. Daginn eftir var fyrri hluta dagsins varið til að skoða horg- ina og heimsækja kunningja, fimleikasambandsins, stjórnaði samkomunni, en Parker ofursti mætti þarna fyrir hönd fræðslu- málaráðuneytisins og ávarpaði íþróttamennina. Um kvöldið sátu íþróttamennirnir boð Fim- leikasambandsins á Café Royal. Snemma morguninn eftir var haldið úr borginni til hins fræga baðslaðar Brighton og til East- bourne og dvalið þar um hríð og farið í sjó. En síðdegis var flokkurinn boðinn til Purley, til Björns Björnsson til tedrykkju. Mánudagsmorguninn kl. 10 gengu íþróttamenn að minnis- merki því fyrir fallna hermenn fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem stendur í Wliitehall og nefnist „The Cenotaph" og lögðu blóm- sveig á fótstallinn. Að afliðandi hádegi liéll fimleikaflokkurinn liádegisverð á Mayfair hótelinu og kvaddi þar þá, sem einkum höfðu greitt götu flokksins í London. Þar var öllum iþrótta- mönnunum afhentir minnisbik- arar frá enska fimleikasam- bandinu og stjórnanda flokks- ins slcjal og merki, sem veittu honum full kennararéttindi í Englandi. Margar ræður voru fluttar. Þar með lauk hinni fjölþættu dagskrá, sem gerð hafði verið fyrir dvölina í London. Á þriðju- Fararstjórinn afhentir borgarstjóranum í London íslenska fúiutnn að gjöf

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.