Fálkinn


Fálkinn - 27.09.1946, Side 4

Fálkinn - 27.09.1946, Side 4
4 FÁLKtNN „Andarunginn ljóti“ - H. C. Andersen — Æfintýrasafnið í Odense og hvað það fræðir um mesta æfintýraskáld Norðurlanda — LLIR, sem lifað hafa undir hernámi hafa aldrei sannreynt það betur en á þeim ár- um, hve óendanlega mikils virði gömlu bækurnar í skápunum eru. Um eitt skeið æfinnar voru þær í uppáhaldi eftir ákveðinni röð: klassiskir lærifeður lifssannindanna og spennandi unglingabækur. En kærastar verða þp bækurnar, sem lýsa fyrir okkur undir- stöðuhugsjónum barnssálarinn- ar: fegurð og mildi. Það ríki tókst engum betur að skapa en Hans Christian Andersen, — fátæka drengnum frá Odense, sem hefir flutt hróður Dana um víða veröld. Æfintýri hans hafa verið þýdd á yfir 40 lungumál, og síðustu ár æfi sinnar naut hann líka dæmafárra virðinga og að- dáunar, ekki síður en konung- ur. Tignustu menn þjóðarinnar og fólk af öllum stéttum keppt- ist um að votta honum þakklæti sitt fyrir þann fegurðarlieim, sem hann hafði sýnt þeim inn í. En enginn höndlar hnossin fyrir ekki neitt og Andersen keypti vinsældirnar dýru verði. í æfintýrasafninu — éða And- ersenssafninu — í Odense kynn- ist maður því nokkuð liverju hann fórnaði fyrir frægðina. Andersens-safnið er byggt upp úr hreysinu, sem skáldið kvað hafa fæðst í 2. apríl 1805, og maðurinn sem stofnaði safn- ið gæti vel verið söguhetja í æfintýri eftir H. C. Andersen. Hann heitir Thomas Thrige og stofnaði fyrir hálfri öld svo- lítið reiðhjólaverkstæði í einum kjallaranum í Odense. Jafn- framt hafði hann afarmikinn áliuga fyrir rafmagnsmótorum, og rannsakaði þá og gerði alls- konar tilraunir viðvíkjandi þeim. Og einn góðan veðurdag hafði honum tekist að smíða rafmagnsmótor sem snerist En hann hafði ekki höndlað hnossið fyrir því. Hann átti við margskonar mótbyr að striða. En Thrige hélt áfram að gera tilraunir og smíða nýja hreyfla. 'Og fyrir • rúmum tíu árum gaf hann danska ríkinu allar verk- smiðjur sínar — sex til sjö miljón króna virði. Safnið sem hann hafði efnt til var opnað árið 1930. Það er í litlu, hvítu timburhúsi, sem stendur við eitt of liinum sveita- legu og kyrrlátu „strætum“ í Odense. Miðdepill safnsins er „minningarskálinn“, þar sem málarinn Larsen Stevns sýnir í ýmsum fallegum freskómynd- um þætti úr æfi H. C. Ander- sens. Á einni myndinni sér mað- ur hann kveðja ömmu sína við bæjarhliðið, þegar hann er að leggja upp í fyrstu ferð sína til Kaupmannahafnar. Við sjá- um hann aftur þar sem hann er að lesa upp æfintýri á hinu nýja heimili, sem liann fann í Kaupmannaliöfn lijá velgerða- manni sínum Jónasi Collin, leyndarráði. Og við fylgjum lionum út í heiminn, til Weim- ar, þar sem hann hlustaði á Jenny Lind syngja, og var þá gestur Carls Alexanders, stór- hertoga. Og við upplifum með skáldinu hátiðlegasta daginn á æfi hans — 6. desember 1867. Þá stendur liann við glugga i ráðhúsinu í Odense og horf- ir hugsandi, tárvbtum aug- um út yfir upplýstan hæinn og skrúðgönguna miklu, sem kemur að ráðhús.inu tií iað hylla hinn iiýkjörna heiðurs- borgara sinn: H. C. Andersen. Fæðingarstaður H. C. Andersen í Odense. Þar er nú Andersensafnið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.