Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.12.1946, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprení SKRADDARAÞANKAR Nú ganga allir á skóla. Skólarnir taka við börnunum ólæsum og ó- skrifandi; það er rétt svo að heim- ilin, sem áður voru aðal skóli barnanna, fá að kenna þeim að tala. Skólarnir eru góðir og sjálfsagðir og veita betri kennslu en allur þorri heimila getur veitt. En það. er ástæða til að íliuga, hvort ekki væri hægt að breyta námsgreinum skólanna, að minnsta kosti hinum svonefndu framhalds- skóla, og' gera þær fjölbreyttari en verið hefir. Fræði skólanna eru nefnilega að sumu leyti hálf utan- garna Við lífið sjálft. Þetta hafa þeir fundið, sem komu á þeirri þörfu umbót að kenna telpum i barna- skólum svolitla undirstöðu í mat- reiðslu, og drengjum að saga og hefla spýtu. En hversvegna er drengjunum i skólum sveitanna ekki sagt neitt um búskapinn, sem þeir i flestum til- fellum ætla að leggja fyrir sig þeg- ar þeir eru orðnir stórir. Og hvers- vegna fá drengirnir í skólum bæj- anna ekki að vita neitt um sjó- mennsku. Þetta eru þó greinar, sem i hag koma síðar. Flestir sjómenn, sem koma í fyrsta sinn um borð í skip, vita sáralítið um starf sitt. Sveitadrengirnir eru betur staddir að því leyti að þeir kynnast bú- skapnum í daglega lífinu. En þó hefðu þeir eflaust gott af að fá nasasjón af ýmsum almennum und- irstöðuatriðum búskapar í skólan- um. Þar eig’a þeir að fá ráðningu á, hversvegna bóndinn gerir þelita svona eða svona, og hvað hann ger- ir rétt og hvað rangt. Skólafræðsla um lífsstarfið á að sitja fyrir allri annari fræðslu. Hún gerir einstaklinginn færari um að leysa af hendi það starf, sem fyrir honum liggur, og liún vekur áhuga hans fyrir því. Það er svo oft talað um að unglingarnir í skólanum læri margt, sem þau liafa aldrei not af. Þvi þá ekki að kenna þeim það "sem næst liggur — lcynna þeim það áþreifanlega, sem stendur i sem beinustu sambandi við daglegt líf og' starf? Þá læra þau lífinu en ekki skól- anum. \ I * Karlakórinn Fóstbræður Um þessar mundir minnist Karla- kórinn Fóstbræður 30 óra afmælis síns, og liafa meðlimir hans efnt til hófs i Sjálfstæðishúsinu í tilefni af því. En síðar í vetur hyggja Fóstbræður á afmæliskórsöng. Stofndagur kórsins er talinn 23. nóv. 1916, en þá tók Jón Halldórs- son við söngstjórn kórsins og hefir haft liana ætíð síðan. Áður hafði þó þessi kór starfað undir nafninu Karlakór K. F. U. M., eða frá 1911, og starfaði Iiann eingöngu innan félgsskapar Ií. F. U. M., þar til liann lagðist niður um aldamótin 1915—1916. Höfðu þrír menn liaft söngstjórn á hendi, þeir Hall- dór Jónasson, cand. phil., Hall- grímur Þorsteinsson, organleikari og Jón Snæland. Er kór þessi leystist upp, þótti ýmsum áhugamönnum innan hans illa farið, og fóru á stúfana strax árið 1916, í þeirri von að endur- reisn væri möguleg. Það voru þeir Hafliði Helgason, Hallur Þorleifs- son og Jón- Guðmundsson, sem hér ýttu úr vör. Árangur starfs þeirra varð sá, að Jón Halldórsson hét þeim fulltingi sínu og tókst á hend- ur söngstjórn kórsins, sem strax var reistur við, er málalyktir spurð- ust. Kaus kórinn sér stjórn: Vigfús Guðbrandsson, klæðskerameistari, formaður; ritari Haraldur heitinn Sigurðsson, forstjóri, og gjaldkeri Guðmundur heitinn * Bjarnason, klæðskerameistari. Tók kórinn þeg- ar til starfa, og undirbúningur var hafinn undir almenna «söngskemmt- un fyrir bæjarbúa. Við þessa at- burði miðar kórinn stofnun sína. Um starf kórsins fram til þessa má margt segja, en það yrði of langt mál að fara að relcja það ná- kvæmlega hér, og verður því stikl- að á stóru. Eins og gefur að skilja, þá liafa aðalkraftarnir verið helg- aðir söngskemmtunum fyrir bæjar- búa, og fyrsti slíki samsöngurinn var haldinn i ,,.Bárunni“ þ. 25. mars 1917. Söngmenn voru tuttugu, og var söngnum vel tekið. — Á ár- unum fyrir strið var það einnig verulegur liður i starfi kórsins að syngja um borð i skemmtiskip- um, er hér áttu viðdvöl að sumar- lagi. Og síðast, cn ekki síst, skal þess getið, að kórinn hefir farið margar skemmri og lengri söngfar- ir. Árið 1926 fór hann í söngför til Noregs, og tókst sú för með á- gætum. Árið 1929 fór héðan 50 manna blandaður kór, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar, tónskálds, til Danmerkur i boði Dansk Korfor- bund fyrir blandaða kóra. Karla- raddirnar i þann kór lagði Karla- kór K. F. U. M. til að öllu leyti. Tveim árum síðar fór kórinn enn í utanför til Danmerkur, og þá i boði danska kórsins Bel Canto. Söng hann þá sjálfstætt ásamt kór- um frá öllum hinum Norðurlönd- unum. — Á síðastliðnu surnri gekkst svo S. í. K. fyrir söngför um Norð- urlönd. í söngflokknum voru söng- menn úr „Fóstbræðrum“ og „Geysi“, og söngstjórar voru Jón Halldórsson og Ingimundur Árna- son. Árið 1936 skipti kórinn um nafn. Var þá tekið upp nafnið Fóstbræð- Einn af frægustu fiðluleikurum álfunnar dvelur um þessar mundir í Reykjavík, ásamt konu sinni, sem er píanóleikari. Er það Emil Telmányi. Hann hefir tvisvar áð- ur komið hingað til landsins, ár- in 1925 og 1939, og munu hljóm- leikar hans frá þeim árum mörg- um enn í fersku minni. Þau hjón- in hafa undanfarna daga spilað fyrir styrktarmeðlimi Tónlistarfé- lagsins í Trípólíleikhúsinu og enn- fremur eru þau ráðin af félaginu til að lialda æskulýðshljómleika, þar sem verkefnin eru valin með tilliti til samliengis í músiksögunni til yfirlits og fróðleiks fyrir liina upp- vaxandi æskumenn, sem á hlýða. Er þetta nýjung hjá okkur, sem ur, en það var nafn á kvartett, sem starfaði í Reykjavík á árunum 1905—1914, og var Jón Halldórs- son einn þeirra Fóstbræðra. Hinir þrír í þeim kvartett voru: Pétur Halldórsson, Einar Viðar og Viggó Björnsson. Eins og áður er getið, tók Jón Halldórsson við söngstjórn 1916. Þá lofaði hann sér til eins árs, en nú eru þau orðin þrjátíu,sem hann hef- ir starfað fyrir kórinn. Kórinn á heldur engum einum manni eins mikið að þakka og Jóni. Þessir menn hafa verið fórmenn kórsins: Vigfús Guðbrandsson, Hall- ur Þorleifsson, Björn E. Árnason (tvívegiS), Guðmundur ólafsson (tvívegis), Guðmundur Sæmunds- son og Sigurður Waage. Alls hafa 5 menn auk söngstjóra starfað í kórnum urn 30 ára skeið og fjölmargir í 10—30 ár. 1 kórn- um eru nú 47 menn, en alls hafa 123 starfað í honum frá upphafi. Núverandi stjórn skipa: Formaður Sigurður Waage, ritari Holgeir Gislason og gjaldkeri Friðrik Ey- fjörð. gæti orðið til gagns og gamans, ekki sist þegar annar eins snilling- ur á í hlut og hér. Emil Telmányi er ungverskur að ætt, fæddur i Ungverjalandi 22. júni 1892. Hann var undrabarn og liélt opinberlega fiðluhljómleika að- eins 10 ára gamall. Fékk liann þá glæsilegt tilboð um að ferðast um ' Evrópu til hljómleikahalds, þvi að margir rnundu verða til að hlusta á undrabarnið, en foreldrar hans höfnuðu boðinu og töldu meira um vert að liann notaði þessi ár til skólalærdóms, enda nægur timi síð- ar fyrir hinn uppvaxandi snilling til að vinna fé og frægð. Hann út- skrifaðist úr tónlistarskólanum í Budapest árið 1911 og hafði hann Framh. bls. 14. Fiðlusnillinflurinn Emil Teimányi riæsta blað Fálkans vErður jðlablaðið 1

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.