Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1946, Síða 4

Fálkinn - 06.12.1946, Síða 4
4 FÁLKINN Fögurog sérstæð bók Á hreindýraslóðurn er einhver fegursta bók, sem út hefir verið gefin hér á landi. Bók þessi kom út um siðustu áramót og er rituð af Helga Valtýssyni, rithöfundi. Fjallar hún um hreindýrin hér á landi: Nýstárlegt og hugðnæmt efni, sem mörgum mun leika hugur á að kynnast. Bókin er prýdd fjölda gullfallegra mynda, og eru sumar þeirra litmyndir. Hreindýr voru fyrst flutt hingað til lands árið 1771, en siðan hafa þau lifað á liálendi ísiands, að mestu gleymd börnum landsins, harist þar við hdrðneskju íslenskrar vetrarveðráttu og notið yndisleiks sumarblijðu öræfanna. Um núverandi heimkynni hrein- dýranna farast höfundi m. a. orð á þessa leið í hinum fagra inngangi bókarinnar, er hann skrifaði á Vestur-öræfum 28. maí til 5. júni 1943: .... „Jökulbrúnin er órofa, snæmjúk boglína austan frá Þjófa- hnjúkum og vestur í Dyngjujökul. Þar skera mjallhvítir kambar Kverkfjaila hana þvert af. í norð- vestri stendur Herðubreið -á traust- um verði, hvit niður að rótum og tíguleg. Snæfell og hnjúkaverðir þess sveipa fast að sér mjallarfeld- inum, frá hvirfli til ilja. Hið efra er allt hvítt og svalt. En öræfin sjálf vorbleik : maí-nepjunni. \ Upp úr mýrum og flóum gægisl einstöku græn gróðurnál og brosir við sólinni, en klakinn heldur enn dauðahaldi i rætur þeirra. Gegnt sólu er hlýr gróðurþefur tekinn að anga úr hörðum §g móum um há- daginn, þótt enn sé kalt í lofti. Vorið' er i vændum, enda er nú kominn 1. júní. Vér mennirnir höf- um þráð vorið dægurlangar skamm- degisnætur og skyggnst eftir því — i almanakinu. Dýrin hafa heldur ekki gleymt vorinu. Það hefir andað anganþey í draurjyjm þeirra allan veturinn. í krapahríðum og klakastorku á Fljótsdalsheiði, og í dimmum húsa- kynnum og þröngum, yfir hröktum heyjum. — Ærnar á Aðalbóli eru komnar vestur i Lindaháls til að njóta lífsins — og bera. En þar eru sumarhagar þeirra. Og lireindýrin koma rásandi i hópum, dag og nótt. Kýrnar eru hér flestar fyrir með kálfa sína. Hér hafa þær kosið þeim bernskustöðvar. En tarfarnir sinna ekki fjölskyldumálum á þessum tima árs. — Það er þvi helst hóp- ar tarfa og ungdýra, sem nú eru á ferðinni. Hreindýrin eru léttstíg og hljóð eins og öræfanáttúran sjálf. Þaðan eru þau úr jörðu runnin, og þang- að hverfa þau aftur. Þau eru orðin órofa þáttur öræfanna og gæða þau noldi klæddum persónuleik og sér- Efri myndin: Ungur heiðarbúi Neðri myndin: Hreindýr í Kringilsúrrana. kennilegu, unaðsfögru lífi'. Þau eru ráshvikull andi öræfanna. Fegurð- arauki þeirra og . dásamleg prýði! Hér eru heimkynni hreindýranna austanlands. í þessum faðmvíða fjallaliring hafa þau lengi átt heima. Og héðan munu þau á ný dreifa sér út um öræfi íslands, er þeim fjölg- ar að ráði! Um langa hríð hefir hjörðin á Vestur-öræfum átt frið- land og sumarhaga í Kringilsárrana^ í skjóli jökla og jökulelfa, all-langt úr alfaraleið. Þar er nú um stund einstæður æfintýraheimur íslensk- ur. Öræfakyrrðin er þrungin friði og hljóðlátu lífi. Hreinkálfarnir leika sér léttstígir og þögulir, og mæður þeirra hafa á þeim vakandi auga, með ofnæmi allra skilvita. Dýrin breiða sig um brekkurnar og rása liljóðlega á beit. Hér eru guðs- grænar vinjar á geysisöndum auðn- arinnar. Um gervallan heim grunnbrýtur örlagabrim ægistyrjaldar á auðnu- leysissöndum mannkynsins! En hér efra er kyrrð og friður. Á hreindýraslóðum.'1* Inc.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.