Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1946, Page 9

Fálkinn - 06.12.1946, Page 9
FÁLKINN 9 ég liafa kubbað af yður fingurinn. — Hvernig viljið þér þá skýra það, að fingurinn er blár? — Þér rákuð fingurinn upp i mig af svo mildu afli — ef ég væri ekki kurteis maður þá mundi ég segja af svo miklum hrottaskap — að þér brutuð úr mér tönn. Hérna er tönnin. — En hversvegna er fingurinn blár? Nú verð ég reiður og segi: — Herra Heurteaux fulltrúi, ég veit ekki hvort þér hafið gyllinæð. En ég geri ráð fyrir því. Og hún er blá. Allir fara að hlæja, nema vitan- lega Aimé. Félagar hans hafa sagt mér, að það sé ekki neitt leyndar- mál að hann hafi gyllinæð. En nú á að fara að athuga inni- haldið í handtöskunni. Það er Cast- ier sem opnar hana. Hann tekur upp umslagið með sjö þúsund frönk unum, nærfötin, snyrtigögnin, vasa- bókina og ýms skjöl. Allt það hættu- lega er horfiö, þarna er ekkert grunsamleg't. Castier verður forviða. „Ruffel minntist á að þarna væri ýmislegt fleira.“ Svo er Ruffel sóttur. Hann verður enn meira hissa yfir hvarfi rauðu minnisbókarinnar og yfir þvi live vasabókin er orðin þunn. — Þér munið víst að það var minnisbók í töskunni, segir hann. — Hún getur hafa verið þar, en ég man það ekki. Eg var að hugsa um alit annað. — Jú, þér munið að ég opnaði bókina og blaðaði í henni. — Ónei, ekki man ég nú eftir því. —- Það er undarlegt. Þvi að þér stóðuð við hliðina á mér. Hvar er minnisbókin? — Nú er mér nóg boðið, herra minn. Er það ég, sem á að vita hvar minnisbókin er? Mér fyrir mitt leyti er fjandans sama um skræöuna. —Þér hljótið að hafa séð mig taka bókina upp og leggja hana aftur ofan á dótið i töskunni. Eg set upp minn allra fallegasta sakleysissvip. — Bíðið þér við .... jú, það er alveg rétt, mig rámar í að þér haf- ið stungið henni í vasann og' sagt um leið: — Eg legg löghald á þessa tösku. — Hvað eruð þér að segja? hróp- ar Ruffel sárreiður. — Þér ljúgið þessu! Eg hefi ekki stungið neinu á mig! Eg gerði ekki annað en aS opna vasabókina, og þá var miklu meira í henni en nú, og svo leit ég i minnisbólcina og sá hvers efnis hún var, en lagði svo allt á sinn stað aftur. Bókin var full af allskon- ar minnisgreinum og héimilsföngum og þessum . setningum, sem þeir hrópa í B. B. C. Hugsið yður nú vel um! — Það eina sem ég man var að sex pakkar af sígarettum voru í töskunni, og þeir eru þar elcki lengur. Einhver hlýtur að liafa hnuplað úr lienni. Það voru ekki aðrir en lögreglu- fulltrúarnir tveir og fimm lögreglu- þjónar, sem höfðu aðgang að her- berginu, sem taskan stóð í, og þess- vegna átti ekki að vera erfitt aö finna þann selca. — Jæja, þetta er nóg í bili, tekur Castier fram í. — Undirskrifið þér fopr gpiiur vv ® til pDis Gull og silfur er dýrmæt eign og vegleg gjöf. ' I Úrval góðra gripa til minjagjafa: «> Skartgripir úr gulli og silfri I! Borðsilfur ! ► Kristall frá Tjekkoslovakiu og Bretlandi Sjónaukar ;; Loftvogir ;; Úr, merki Rolex Jðn Slpmun^sson Skortpripaverzlun ö Laugaveg 8, Reykjavík. $ skrána um innihald töskunnar og farið þér svo. Eg heyrði aldrei framar minnst á liandtöskuna og minnisbókina. Síðar var ég fluttur í fangabúð- irnar við Mauzac. Þegar fangaverð- irnir urðu sérstaklega leiðinlegir tók ég upp blaö og blýant. Þessir hlutir voru harðbannaðir, en af þvi að vörðunum hafði sést yfir þá þegar ég var rannsakaður þá fékk ég að halda þeim. Eg skrifaði nafn eins af fangavörðunum og benti á hann með fingrinum: — Allt í lagi með yður. Þér verð- ið hengdur! Þegar ég hafði leikið þetta fjór- um fimm sinnum kom Gros liðs- foringi til mín. — Þetta er alvarlegt mál, sagði hann. — Mjög alvarlegt. Þér hafið haft í hótunum við einn fangavörð- inn. — Hvernig getur yður dottið í hug, sagði ég, — að vesæll fangi eins og ég geti haft í hótunum? Þetta eru engar hótanir. Það var bara loforð. Gros hugsaði sig um lengi, leit á fangavöröinn og sagði: — Loforð.. þá er þetta annað mál! Mér óx hugur við þetta og sendi konunni minni lista um nöfnin á fangavörðunum og bað hana um að koma lionum til Espado og að hann sæi um að listinn yrði lesinn upp tiltekinn dag. Eg fór til varðmannanna og sagði þeim að þeir skyldu hlusta á breska útvarpið þennan sama dag. Þá mundu þeir lieyra mikilsvarðandi uppljóstranir. Varðmennirnir heyrðu nöfn sín lesin upp og var þessum orðum hnýtt aftan i: «,Þeir skulu standa reikningsskil gerða sinna.“ Gros varð reiður. Hann hélt fyrst að mér hefði tekist að lauma inn í fangabúðirnar senditækinu, sem ekki fannst lieima lijá mér. Nú voru allar fangabúðirnar kannaðar hátt og lágt, en vitanlega varð eng- inn árangur að því. Eg var kvaddur til lians, og krafðist hann þess að ég segði til um hvar ég liafði falið scnditækið. — Þið finnið það aldrei, sagði ég. — En ég ætlaði einmitt að fara að gera boð fyrir yður til þess að segja yður sorglega frétt. í morgun höfum við fengið skeyti, sem segir að Comité National Francaise hafi haldið fund undir stjórn de Gaulle hershöfðingja og að þar liafið þér verið dæmdur til dauða. Gros fékk taugaáfall. Mér leiðist að húka í þessum fangabúðum. Konan mín á að fara að eignast níunda barnið sitt, og mér þætti gaman að vera heima. Eg sendi bréf bæði Ijóst og leynt og bið fnálaflutningsmann minn að skerast í málið. Hann svarar mér því, að ef ég hefði til dæmis verið þjófur, mundi það hafa verið hægð- arleikur að fá mig lausan úr fang- elsinu vegna heimilsástæðna minna, en, nú sé ég sakaður um tilræði við örygg'i ríkisins, inn á við og út á við. Þeg'ar konan mín kemur til mín í heimsókn segi ég við hana, að næsta skifti sem hún komi skuli hún hafa með sér alla átta strák- ana okkar (það sér á henni hvar liinn níundi er). Þau koma, og me® fjóra peyja á livora hlið geng ég um herbúðirnar og lirópa: — Travail! Famille! Patrie! Húrra fyrir stefnu stjórnarinnar! Störfin eru liindruð. Heimilislífið lagt í rústir. Ættjörðin seld! Eg vek þarna ógurlegt hneyksli, með . góðri aðstoð hinna fanganna. Það var einmitt það sem ég vildi. Fréttin um þetta berst til stjórnar- innar i Vichy, sem verður æf af reiði. Nokkrum dögum síðar fæ ég lieim sókn. Það er Guth lögreglustjóri. — Það gleður mig að fá að sjá yöur, segi ég. — Eg þykist skilja að verknaður minn hafi borið á- vöxt. Eg endurtek liann á liverjum föstudegi i heimsóknartimanum. Og ég ætla að láta skíra níunda barnið mitt liérna í fangabúðunum. —- Við bönnum konu yðar að koma hingað í fangabúðirnr fram- ar, og þér fáið ekki að taka á móti fleiri heimsóknum. — Það liggur vegur hérna með- fram fangabúðunum. Iíonan mín og strákarnir munu ganga þennan veg á hverjum fimmtudegi, en ég verð á vakki innan við gaddavírsgirð- inguna. Og þá verður þessi leik- sýning enn fallegri. Næsti fimmtudagur fer fram sam- kvæmt áætlun. Þegar ég gef merki fara allir strákarnir að væla hið alkunna lag: Marechal, nous voila! Gros sleþpir sér af bræði, liinir fangarnir engjast sundur og saman af hlátri og bændurnir úr nágrenn- .inu þyrpast að fangabúðunum. Vic- hy er á öðrum endanum. Eg fæ bréf frá konunni minni þess efnis að ég verði látinn laus úr fangabúðunum um sinn gegn 20.000 franka tryggingu. Það fannst mér of mikið og fæ tryggingarféð lækkað niður í 10.000 franka. Og þann 10. febrúar var ég látinn laus. „UMIIYGGJA FYRIR HÖRUNDINU ...“ 9 af hvcrjtim tíu filmsljórnum vitu aö litill, hressandi þvottur með LUX handsúpu et- ákjósunleijastu umhijygjun fyrir hörund- inu. Lálið þvi fcyuróarsápu lilmstjarnunna gera hörand yðar mýkra og jafnara en nokknrntimu áður. LDX TOILET S0AP Notað a[ 0 filmstjörnum aj twcrjmn 10 X*1«TS 678-025

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.