Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 3

Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpre/JÍ SKRADDARAÞANKAR í ævintýrunum lásu íslensk börn um skóga. Þau urðu að fara í ævin- týrin til að finna þá, því að í raun- inni voru þeir ekki til nema i smáum stíl, og svo óvíða, að í lieil- um héruðum sáu börnin ekki einu sinni birkikjarr. Tækninni fleygir fram, ekki aðeins þeirri vélrænu heldur einnig hinni lífrænu. Menn ala upp ný afbrigoi jurta og trjáa, og' með vísmdararn- sóknum finna þeir, livaða tegundir hæfi best hverjum jarðvegi og loíts- lagi. Rarinsóknir á trjárækt iiafa verið stundaðar af kappi um lirj'ð hér á landi, og árangurinn er glæsi- legur. Við höfum fengið fyrirheit um, að bægt sé að rækta skóg á íslandi eigi aðeins lil skjöls og prýði heldur og til byggingarefnis. Við sjáum fram á þann veruleika að skógargróður eigi á næstunni að breyta útliti heilla héraða, og lianri eigi að verða lífgjafi annars gróðurs, sem eigi getur þrifist á berangri. Klemens Kristjánssou hef- ir bent á, að kornyrkja hér á iandi hafi liðið undir lok með eyðingu skóganna, því að þegar þeir eydd- ust var kornið svift skjólinu. Og það er viðurkennt, að mcð eyðingu skóganna hafi myndast margt af þeim söndum og örfoka hraunum, sem nú eru eins og svöðusár, eigi aðeins um allar óbyggðir heldur og um sveitir á láglendi. líji úr þvi að svo er, að skóg- arnir geti grætt iandið betur en nokkuð annað, ])á virðist allt mæla með að hraða skógræktinni meira en gert hcfir verið liingað til. Friða meira og' betur og gróðursetja meira og fá allan almenning til að liefjast handa. Kenna börnunum í skólun- um að gróðursetja plöntur og iiirða þær og bafa allsherjar gróðursetn- irigardag um allt land á hverju ári. Því áð nóg cr landrýmið. Og’ þess er að vænta að smámsaman verði frærækt og plöntuuppeldi auki svo mjög í gróðrarstöðum, að nægi legt verði til að gróðursetja, mOð þvi sem flutt er inn frá útlöndum. Skógræktin hefir hingað til starf að mcð litlu framlagi hins opinbera. Það ])arf að aukast. En framlag einstaklinga þarf þó fremur að aukast. Ef fólki skilst live mikil- vægt mál þetta er, þá er liægðar- leikur að gjörbreyta tandinu á hundrað árum. Ljósm.: Fálkinn. Arnarhvoll Nú er Arnarhvolsbyggingunni svo langt komið, að líkindi eru til, að hún verði að mestu fullbúin fyrir áraniót. Fálkinn liefir snúið sér til húsa- meistara ríkisins og leilað upplýs- inga um bygginguna. .Byggingarframkvæmdir hófust á árinu 1945, og hefir verið unnið að þeim sleitulaust síðan. Viðbótar- byggingin er 42 metrar að lengd meðfram Lindargötu, og er bygg- ingarstíll hennar sá sami og er á gamla Arnarhvoli. Þó eru húsa- kynni hæstaréttar í enda bygging- arinnar með öðru sniði. Þau eru 15% nieter að lengd og 3 liæðir auk kjallara, eins og byggingin er öll. — Heildarlengd Arnarhvols er þvi nú þessi: Meðfram Lindargötu 01% m. og niður með Ingólfsstræti 27% meter. Auk þess er 16 metra löng álma norðan úr aðalbygging- unni austanverðri. Innréttingar í þessari nýju bygg- ingu eru svipaðar innréttingunum i gamla Arnarhvoli, en hæstiréttur fær, eins og áður er sagt, salarkynni með sérstöku sniði, og skal þeim hér lýst nokkru nánar. 1 kjallara er bóka- og skjala- geýmsla. Á 1. hæð er bókasafn hæstaréttar, salur fyrir hæstarétt- arlögmenn til fundarhalda og tvö móttökuherbergi fyrir liæstaréttar— lögmenn. — Á annarri hæð er hæstaréttarsalur, 15x7 metrar að stærð og mjög hátt undir loft. Á 'þeirri liæð er og herbergi fyrir lög- mennina, þar sem þeir geta búið sig undir mátaflutninginn, og svo handbókarherbergi. UNDRABARN Hin 10 ára cjamla ítalska stúlka, Paola Caffarella, hefir hlotið milcla viðurkenningu fyrir frábœra kunn áttu í jnanóleik. Er liún talin hreinasta undrabarn. Hér sést liún við 'píanóið skömmu áður en hún lagði af stað í hljómleikaferð. Er œtlunin meðal annars að fara til Ameríku. Á efstu hæðinni verður dómara- salur með aðliggjandi eldfastri skjalageymslu. Sérstakt lierbergi er þar fyrir dómsforseta og aðra dóm- ara. Afgreiðslu- og vélritunarsatur verður þar og með eldfaslri skjala- geymslu. Hæstaréttarsalurinn verður klædd ur cik upp á miðja veggi, og liús- gögn verða ennfremur úr cilc. Dómarapallur verður 30 cm. liærri en gólfið og er þaðan sérstakur gangur upp í dómarasalinn á næstu hæð, þar scm dómararnir ráða mál- um sinum. Þurfa þeir því ekki að blandast almenningi, er þeir hverfa úr hæstarétlarsalnum til þess að huga að málum sínum inni i dóm- endasal. — í hæstaréttarsalnum er sérstök 20 sæta stúka fyrir lögfræð- istúdenta, ])ar sem þeir geta lilýtt á málaflutning og dóma. Einnig eru upphækkuð sæti fyrir almenning. U]ipdrætti liefir liúsameistari rík- isins gert. Trésmíðameistari hefir verið Einar Kristjánsson og múr- arameistari Gísli Þorleifsson. Ekki er að fullu ráðið, hvaða stofnanir koma til með að hafa að- setur í Arnarhvoli, en sennilegt er að þær, sem hér varða taldar verði þar: Fjármálaráðuneytið, viðskipta- málaráðuneytið, endurskoðun ríkis- reikninga, ríkisféhirðir, vegamála- stjóri, húsameistari, skrifstofa bisk- ups, fræðslumálastjóri, landlæknir og fjárhagsráð auk svo hæstaréttar. Flestir þessir aðilar hafa að visu verið lil húsa í Arnarhvoli áður. Hertogaynjan af Valencia, sem nýlega var handtekin í Mad- rid, er af öllum talin mjög fögur kona, og ber myndin það líka með sér. — Orsök liandtökunnar var sú, að hertogaynjan var grun- uð um of mikla hollustu við and- stöðuöfl Francos, einkum kon- ungssinna, sem vilja gera Spán að konungdœmi á ný. Hún slapp samt við dóm og fangelsisvist, en hlaut í staðinn stofufangelsi um stuttan tíma. — Hertogaynjan er annars þekktust fyrir hina mörgu veðhlaupagœðinga sína. YNDISÞOKKIVÁTRY GGÐUR Ilin 22 ára gamla írska leikkona, Maureen Hurley, sem starfar við leikhús í London, fór þess á leit við vátryggingarstofnun eina, að hún tœki að sér að tryggja yndis- þokka liennar fyrir 100.000 krónur Þetta var mjög nýstárlegt fyrir- brigði og oUi miklum umrœðum innan stofnunarinnar. Málalyktir urðu þœr, að yndisþokki Hurley var tryggður og er það eina slíka dœrnið sem vitað er um í heim- inum. Ino A. Wilson í Texas hafði ekki misst eina ein- ustu tönn þegar liann var 94 ára. Hann liafði aldrei eignast tannbursta og aldrei koroið til tannlæknis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.