Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNGSW U/&N&URNIR Nylon er gerviefni Nylon ér gerviefni eða „surro- gat“ en hversvegna standa stúlkurn- ar ]já í biðröð við búðardyrnar lii þess að ná sér í nylon-sokka? Blátt áfram vegna þess, að sumar gervivörurnar eru orðnar svo goð- ar að þær taka hinu venjulega, gamla efni fram. Nylon er betra en bæði bómull, ull og siiki. Úr skóg- unuin í Svíþjóð er unnið allra fallegasta Bembergssilki, mjólkinni Net úr mjlon væri notandi! úr kúnum má breyta í ull, eggja- hvítuefnið úr sojabaununum má spinna í garn, slori úr fiski má breyta í ull, og þvi skyldi þá ekki vera hægt að breyta kolum og kalki í nylon-silkisokka? Það eru hinir svonefndu Pe-Ce- tægjur, sem mynda nylon. Þær eru framleiddar með efnafræðilegum að- ferðum, sem hér er ekki hægt að lýsa. Úr þessum tægjum má vefa og prjóna fatnað, sem er algerlega vatnsheldur. Hann er jafn sterkur hvort heldur hann er votur eða þurr. Hann getur ekki brunnið og ekki fúnað, og þolir vel sýrur og önnur sterk efni. Nylon-sokkarnir hafa alla þessa eiginleika. Er þá nolckuð við því að segja þó að stúlkurnar rífist um að ná í þá? En nú skulum við minnast þess, að nylon getur komið að gagni víðar. Hug'sum okkur til dæmis hvernig fiskimanninum ])ætti að eignast net sem hefði alla þessa eiginleika! Það getur orðið með tímanum. Það er svo ótal margt annað en sokkar, sem hægt cr að nota Pe-Ce-tægjurn- ar í. Vængjaðir vetrargestir Á haustin flýja svo margir fugl- arnir suður á bóginn, sein heim- sækja okkur á vorin. „Lóan í fiokk- um flýgur, fjarlægist vetrarból“ og á sama liátt er með kríuna, spóann og marga fleiri fugla. Því að vet- urinn hjá okkur og á norðlægari löndum yfirleitt, er of harður fyrir flestar fuglategundir. En þeir gleyma ekki að koma aftur að vorinu og koma þá hérumbil alltaf um sama leyti, alveg eins og þeir ættu al- manak. Það er mismunandi hvað far- í ÚLFAKREPPU 13. „Þetta eru ekki úlfaspor," sagði Tóti, „en taktu riffilinn!“ Villi mið- aði og hleypti af - tvisvar sinnum, og eitthvað dalt ofan úr írénu. „Þetta var vel hitt,“ sagði Ted. „Þú hittir þá báða, en hvað er þelta? Tveir blárefir!" Villi sagði að það væru augsjáanlega refirnir, sem úlf- arnir hefðu verið á höttum eftir. En Nancy? Gat Nancy verið up])i í trénu líka? Þegar refir geta tekið upp á því að klifra upp i tré af hræðslu, er ekki ómögulegt að hund- ar geti gert það líka. 14. Nancy var elcki í trénu og þcir flýttu sér í tjaldstaðinn aftur. Und- ir sleðanum lá Nancy og svaf. Hún hafði legið þar allan tímann og ekkert amað að henni. Úlfarnir höfðu þá verið að elta tófur en ekki hunda. Villi brosti: „Refabjór- arnir tveir eru miklu meira virði en hermelinuskinnin, og ég er viss um að hún mamma verður glöð þegar luin fær þá!“ Nokkrum dög- um síðar komust Villi og Tóti til mannabyggða, og það er óþarfi að taka fram, að gleðin varð mikil yfir blárefunum. Skrítlur Hversvegna að læra? Þvi meira, sem þú lærir, því meira veistu. Því meira, sem þú veist því fleiru geturðu gleymt. Þvi fleilu sem þú getur gleyml því meiru gleymirðu. Því meiru sem þú gleym- ir því minna veistu. Þvi þá að vera að læra? fuglarnir fara langt suður á haustin og enn órannsakað að fullu. í mörg ár hafa fuglar verið merktir til þess að komast að því hvert þeir fara. Margir fuglar, sem merklir eru á íslandi koma fram i Irlandi, Orkn- eyjum og Englandi, og í Danmörku og Suður-Svíþjóð dveljast margir fuglar vetrarlangt. Þér verffið' aff taka upp strangt mataræffi. Á morgnana: liolla af sykurlaiisii tei og 3 stykki af hrökk- LrauÖi, eina kótelettu og hund Hund? Já, hund til þess að éta kóte- lettuna. Maður settist að með bjúgnavagn undir gaflinum á Útvegsbankanum, og hafði mikla verslun og það var farið að berast um Hafnarstrætið að hann ætti orðið peninga. Villi kunningi hans kom einu sinni til hans og fór að tala utan að því hvort hann vildi ekki lána sér 100 krónur. Já, frú, viff höfum fundið hann .... brún föt. . . . grá augu. . og gengur undir nafninu Hannibal. Ef ég vissi ekki betnr, gtvli maff- ur haldiff, aff einhver liefffi komiff hingaff áffur. „Eg má það ekki, góði. Þegar ég settist að hér varð það að sam- komulagi við bankastjórnina, að ég lánaði engum peninga, og að þeir seldu ekki bjúgu.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.