Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 11

Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Theodór Árnáson: Óperur sem lifa Hánsel und Gretel (Hans og Gréta). Ævintýr-ópera í þrem „mynd- um“. eftir þýska tónskáldið Engilbert Humperdinck, (185h - 1!)21). -— Textann stílfæ/'ði systir tónskáldsins, frú Adeleide Wetle. Frumsýningar í Weim- ar, 23. desember 18!)3 og i Liindúniiirí, 26. descmber 189Í. Þessi ópera er að niörgu leyti einstök i sinni röð. Ilér er ekki um að ræða æsandi harmleik, lieldur er hér tekið lil meðferðar einfalt og hugnæmt ævintýri, sem svo að seg'ja hvert nlannsbarn um víða veröld' kann utanbókar. Og ekki var hér heldur um „háfleyga" tón- list að ræða. Nei, — tónsmíðarnar eru þannig, að börn og fákunnandi áheyrendur Imfa af þeiin unað — og þó er verkið þannig frá hendi tónskáldsins, og það hlýtur einnig að hrífa þá, sem vandlátastir eru. Enda var það þegar í upphafi talið einstakt meistaraverk, sem ekki ætti sinn líka. Vandlátustu listdómarar sögðu þetta. Og fyrir þessa ópcru varð Humperdinck heimsfrægur, svo að segja á e'nni svipan. í fyrsta þætti sést hinn fátæklegi kofi viðarhöggs-mannsins. Hans litli er að hinda viðarknippi, cn Gréta situr við prjóna sína. ,Bæði eru börnin svöng, en biða foreldra sinna þæg og þolinmóð. Hans er grályndur að eðlisfari en Gréta glaðlynd og' hyggin. Ilún fer inn í búr og þar finnur hún ofurlitla mjólkurlögg í skál, sem hún færir hróður sinum og bliðkar skap hans ennfremur með því að segja, að hann muni eiga von á grautar- slettu um kvöidið. Gleyma þau nú um sinn svengd og starfi og fara að dansa og leika sér, þangað til að þau eru orðin svo þreytt, að þau hníga niður. Hétt í þessu kem- ur móðir þeirra lieim og verður iiskii-vond, þegar hún sér að börn- in eru að slæpast, og grípur vönd- inn. En þá vill svo óheppilega lil, að i stað þess að hitta Itans, rekur hún vöndinn í mjólkurtrog'ið og hellir niður mjólkinni. Henni renn- ur reiðin, en hryggðin kcimir í staðinn. Hún tekur körfu, sem hún réttir Grétu og sk'par börnunum að lara út í skóg, og týna bláber þeim til matar. Hún hnigur niður á stól, útgerð af þreytu, og sofnar. Ilún vaknar við það, að maðurinn liennar kennir heim, syngjandi og glaður í bragði. Hún sér að hann hefir fengið sér full mikið „neðan í þvi“ og býst til að ávíta hann. En orðin deyja á vörum hennar, er hún sér góðgætið, sem liann flytur í Iniið. í bögglinum eru egg, brauð, smjör og kaffi. Hann segist hafa orðið fyrir óvæntu happi i borg- inni, og biður hana að flýta sér með kvöldverðinn. Hann spyr nú, hvar börnin séu og þykir miður, að liau skuli vera enn úti í skógi, ef til vill i námunda við Álfaklett, þar sem huldufólkið hefst við. En það gerir sér leik að því, að ginna til sín mennsk börn, steikja þau og éta. Þessi hugsun vekur hjá hjón- unum slíka skelfingu, að þau þjóta af stað til að leita barnanna i skóg- inum. Annar jiáttur gerist í námunda við liinn iltræmda Álfaklett. Hans er búinn að fylla körfuna af berj- um, en Gréta er að hnýta blóm- sveig' af lyngi og rauðum blómum og krýnir Hans hana sveignum. Hann réttir henni einnig hátíð- lega, vönd af villtum blómum, hneig- ir sig og beygir og lætur ýmsum skrípalátum fyrir „skógardrottning- unni“. Grélu þykir gaman að þess- um leik og' tínir úr körfunni hvert á fætur öðru, og stingur upp í Hans. Síðan fara þau bæði að borða ber- :n úr körfunni, hugfangin af kvöld- söngvum fuglanna. En áður en þau vita af eru þau búin að tæma körf- una, og nú verða þau ærið skelkuð, því að nú fyrst taka þau eftir því, að tekið er svo mjög að rökkva, að þau geta ekki fyllt körfuna aft- ur og treystu sér ekki heldur til að rata heim til sín. Gréta fer að gráta og kallar á foreldra sína, en Hans ber sig hressilega, tekur Grétu í fang sér og liughreystir liana. Og þannig sitja þau þangað til þau eru orðin syfjuð. Þá kemur „maðurinn með svefnduftið" og stráir því í augu þeirra, en áður en þau sofna, lesa þau bænir sinar. Síðan sofna þau. Þá koma fjórtán varðenglar, sem vaka yfir þeim. Þri'ðji jiáttur hefst um sólarupp- rás. Daggarcngillinn hellir krystalls- dropum yfir systkinin. Gréta verður fyrri til að vakna, og vekur bróður sinn með söng.. Fyrst i stað eru þau í leiðslu, því að engladraum- inum, sem þau dreymdi um nótt- ina, er ckki lokið. En þegar þau rakna alveg við sér, sjá þau, á- lengdar, lítið hús, sem gert er af lcökum og sykri. Þau læðast að hú'sinu á tánum, og byrja á þvi að brjóla ofurlitla mola af kökunum og sykrinum. En þá er kallað til þeirra, — „Tip tap, tip tap, hver er að klóra húsið mitt?“ En þau svara, — „Vindurinn, vindurinn, hið himneska barn,“ og halda á- fram að gæða sér á g'óðgætinu, blæj- andi og alls óhrædd. En nú kemur út i dyrnar galdrakerling, sem uin- svifalaust slöngvar reipi utan um hálsinn á Hans. Hún rekur þau síðan bæði inn í húsið og seg'ist heita Hósa sætatönn. Systkinin eru fjarskalega hrædd og reyna að flýja, en galdrakonan lyftir þá upp stafn- um sínum, þylur galdraþulur —. og börnin geta ekk': hreyft sig úr sporunum. Hún lokar Ilans nú inni í lílilli skemmu og gefur honum möndlur og rúsínur að borða. Síð- an vikur hún sér að Gretu og skipar henni að fara að taka til höndunum. Kerling kveikir nú eld, en síðan gripur hana gleðikast, liún þrífur sópinn og ríður skaftinu umhverfis húsið, syngjandi við raust. Gréta horfir á hana steini lostin. Þegar kerling er orðin þreytt, hættir hún leik sínum, kallar á Hans og segir honum að reka fingur út um gat á skemmuluirðinni. Hans verður þannig við þeirri skipan, að hann Framh. á bls. 1). - TÍZKUHMDm - SVIPMIKILL FRÚARKJÓLL. Þessi Parísarkjóll, sem saumaður er lir bláu Rodier-efni fellur manni ósjálfrátt vel í geð; snöggfeldur þjónsjakki með gamaldags ]>oka- ermum lagfœrðum eftir tískunni, og pilsið, sem er rykkt um mjaðm- ir og mjókkar niður eftir, gefur manni œslcilega mynd af ömmum okkar. FALLEGUR — MÓÐINS. Þessi tvískipti kjóll er mcð öllu sínu smávegis útfliiri, sannkallað listaverk. Ryklctu skyrtuermarnar fallega axlarstykkið og léttu, fal- legu rykkingarnar, sem haldið er saman í mittið með breiðu belti, en slær út að neðan yfir stokk- þröngt pilsið, gjörir vöxtinn fal- legan og gefur fagra hliðarmynd. IBURÐARMIKILL IIATTUR Það er miðáldarlegt óhóf á þess- um hatti úr strútsfjöðrum, sem hreykir sér á höfði stúlkunnar. — Sjálfsagt er liann ekki til mikilla nota, en tískuhöfundarnir verða einstaka sinnum að fá að gjöra að gamni sínu. IIAUSTFRAKKI. Þessi fallegi enski frakki er úr mjúku ullarefni. fíakið tekst fall- ega saman með beltinu. Að fram- an líkist frakkinn mest swagger og er þess vegna mjög þœgilegur fyrir vœntanlegar mæður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.