Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 14

Fálkinn - 03.10.1947, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN HANS og GRETA. Frh. af bls. 11. rekur ofurlítinn spýtukubb út um fatið. Kerling bítur í spýtuna, en þykir bart undir tönn og segir að strákur verði að fá meira að borða. Kerling er að baka liunangskökur í gríðarlega stórum bökunarofni, og skipar Grétu nú að skríða inn i ofninn og' sækja kökurnar. Gréta gerir sér upp heimsku og biður kerlingu að sýna sér, livernig hún eigi að fara að því. Kerlingu gremst þetta skilningsleysi, opnar sjálf ofn- inn og byggst að sýna Grétu hvern- ig' að þessu sé farið. Gréta flýtir sér að opna skeinmudyrnar fyrir Hans og síðan hjálpast þau að ]jví að troða kerlingu inn í ofninn og skelia hurðinni aftur. Heyrist nú brak og brestir, inni í ofninum, á meðan kerling er að brenna, og ioks springur liann með miklum gný, og kofinn iika. Gerast nú und- ur mikil, fyrir sjónum systkinanna, því að þegar mökkurinn eftir spreng inguna, hverfur, sjá þau fyrir sér stóran barnahóp. Þetta eru ein- kennileg börn, því að þau eru öil eins og stirnuð, en brenndur hun- angskökubörkur í hrúgu, hjá hveriu barni. Gréta gengur að einu barn- inu og gælir við ]>að. Það opnar augun og brosir. Síðan gengur hún á röðina, en Hans þrífur galdrastaf kerlingarinnar og leysir öll börnin úr álögum. Þessi börn voru hunangs kökurnar, sem kerling hafði verið að baka. Börnin þakka systkinun- um fyrir lífgjöfina og síðan fara þau öll að leita í rústunum. En nú lieyrir Hans foreidra sína kalla á þau systkinin. Mikil er nú gleði foreldranna er þau finna ]iarna börnin sín heil á liúfi. Er kerlingin nú dregin út úr rústunum og er ])á í líki ferlegrar hunangsköku. Og að endingu syngja þau öll Drottni lofsöng og þakka fyrir dásamlega liandleiðslu. Hafragraut fyrir blý. Bóndasonur einn í Setkame í Finnlandi varð nýlega mjög reiður vegna þess að liann var sigraður i glímu. Hann hlóð byssuna sína með liafragraut og skaut á andstæð- inginn, sem særðist og varð að fara á sjúkrahús. Þeir hafa víst annað betra og gera við grautinn í Finnlandi. NÝJUNG í BYGGINGATÆKNI. Englendingur að nafni Beamish hefir fundið upp aðferð til að hlaða upp liús miklu fljótar en áður hefir þeklcst. Hann notar áhald, sem látið er á vegginn, sem verið er að lilaða, og tryggir það mjög auðveldlega að allar línur og horn verði rétt. Beamish hleður með þessu móti um það bil 100 stein- um á hálftíma, sem svarar til 1600 steina á venjulegum vinnudegi. Meðal afköst við slíka vinnu, ef nýja áhaldið er ekki notað, er 400 - 500 steinar á dag. Kerenski lifir enn! Sumir lifa lengi eftir að þeir hafa lokið ferli þeim, sem gerði þá fræga. Þannig var um Villijálm Þýskalandskeisara, og þannig var Dunant, stofnandi Rauðakrossins. Og þannig er um Alexander Ker- enski, sem á tímahili var voldug- asti maður Rússlands. Hann varð forsætisráðherra Rússlands eftir mars-byltinguna 1917 og þangað til bolsjevikar tóku völdin, með nóv- emberbyltingunni. Siðan hefir Ker- enski verið landflótta og dvalist víða. í Sunday Times í London stendur þetta um hann nýlega: „Frá New York hefir spurst til Kerenski, sem virðist tilheyra fjar- lægri fortíð. Ilann var einn mesti mælskumaður sinna tíma. í sex mánuði ársins 1917 var liann hetja rússnesku þjóðarinnar og síðasta von Bandamanna. Hefði liann af- ráðið að semja sérfrið við Þjóð- verja, er hug'sanlegt að ekki liefði orðið nein bolsjevikabylting. En fyrir þvingun Bandamanna reyndi liann að liefja sókn, með her sem var þess alls ófús, og — eins og Lenin sagði: það voru rússnesku hermennirnir, sem sömdu friðinn. Síðan hefir Kerenski fengið að finna hvað það er að lifa í út- legð — í Englandi, Frakklandi, Ástralíu og U.S.A. Segja má það lionum tii hróss að liann liefir ál- drei verið hikandi i lýðræðishug- sjónum sínum. Fáir menn er liafa komist jafn hátt og fallið jafn fljótt, hafa tekið þvi með eins miklu jafn- aðarg'eði og hann. Fyrir nálægt 12 árum giftist liann ástranskri konu, annarri konu sinni, og eftir að hafa flúið frá Frakklandi 1940 komst hann til Queensland i Ástralíu. Þar dó kona lians fyrir nokkru og fluttist liann þá til New York! Honum leiðist þar og langar til að komast til sona sinna tveggja, sem eiga lieima í Englandi. En það stendur á far- arleyfinu. Synir hans eru báðir enskir rík- isborgarar og hefir veg'nað vel. Annar er mannvirkjafræðingur en hinn rafmagnsfræðingur! Sá fyrri hefir gert nokkuð til að færa Rússa og Breta nær hvor öðrum. Á stríðsárunum flutti nýja brautin frá Persaflóa til Kaspíahafs Rúss- nm miklar vistir og giign frá Bret- um og Ameríku. Sumar brýrnar á þeirri braut eru gerðar eftir teikn- ingtun með nafninu Kerenski jr. Litli Pétur frá Pétursborg i Suður-Afríku var tæplega þriggja feta hár. En hann átti tiu konur og eignaðist 37 börn. Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Allar viögeröir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir í verksm. og hús. TRUMAN í KANADA. Þegar Truman forseti var í Kan- anda varð liann eins og ýmsir frœgir menn umsetinn af rithanda- söfnurum. Mynd þessi var tekin af honum í blaðamannaboði. — l'Yá setningu Jamboreemótsim Moisson. biðja hann um eiginhandarskrift Kanadiskwr lögregluþjónn er að sína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.