Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 afstyrmið .... áður en ég .... Hann hrindir skríkjandi skrýmslinu út úr dyrunum, eft- ir að hann hefir lirifið hréfið. — Þessi aumkunarverða, haltrandí skepna liefir mig fyr- ir fífl! Hlær að mér! í klaustur! Það getur ekki verið satt! Hann opnar bréfið: „Boticelli. Þetta eru fyrstu orðin, sem ég heini til yðar. Eg vildi óska að það væru orð, sem færðu yður meiri gleði. En orð mín baka yður eflaust raun. Samt get ég ekki annað. Eg verð að gera það sem ég hefi gert. Ef þér aðeins vissuð hve lirærð ég er núna .........“ — Hvort ég veit það! Eg skil það! En það er best að lesa áfram ....... „meðan ég er að skrifa vðu.r þetta bréf. Fyrir tveimur dög- um, undir eins og ég fór frá yður, fór ég í klaustrið . . . .“ Það þvrmdi vfir liann og hann lét bréfið síga. 1 klaust- ur .... Þetta var þá satt. Drek- inn laug ekki. Því miður. „Eg átti ekki annars úrkostar. Faðir minn liafði komist að því, að ég — nú gel ég loksins sagl frá því — hafði gefið hjarta mitt. Faðir minn er ríkur silki- kaupmaður, hann er ekki frá Eirenze en úr næslu borg. Vegna kaupsýslu sinnar hafði hann lagt áform sín viðvíkjandi mér, sem fóru í þá átl að neyða mig lil að giftast manni, sem ég elsk- aði ekki. Ilann sagði: Eg leyfi aldrei að þú bindist léttúðugum listamanns-liringlanda, jafnvel þó að hann sé vafalaust vel gefinn ......“ „Þessi þorpari .... svíðing- ur!“ hrópar Botieelli óður. Þessi kramarasál! Hvílíkur faðir! Þessi svokallaði hetri borgari, sem selur silt eigið hold og blóð. Hann þekkir ekkert nema pen- inga! Sama þólt liann steypi dóttur sinni í ógæfu — sama þótt maðurinn sé listamaður og heiti Boticelli! Hver er þessi faðir? Hvað heitir hann? Eg skal kyrkja liann .... áður en ég rek rýtinginn í hjarta mér! En áfram — áfram! „Allar bænir, allar undan- færslur voru árangurslausar. Hann stóð fast við sínar kröfur, og af því að ég álti ekkert nema ást mína varð ég að velja um það að hlýða föður mínum eða fara í klaustur. Eg kaus það síðara .... Ein af systrunum lokaði hurðunum eftir mér, hurðunum sem stía mér frá lífinu og þeim sem ég elska. Eg gekk um langan kaldan gang yfir liúsagarð með stórum gras- bletti. Þar sá ég sedrusvið. Eg stóð kyrr og liorfði lirygg upp í krónuna á þessum sedrusvið, ég óskaði að ég gæti klifrað upp í hana og rennt augunum yfir veröld mannanna í síðasta sinn. Hann gat ekki lesið lengra. Hann er hrærðari en svo. Hann berst við tárin. Iive ömurleg örlög hefir hún ekki lilotið, þessi stúlka, og þessi óbilgjarni faðir á sökina á öllu. Og í því liugarróti, sem nú verður sigr- ast reiðin á sorginni. Þessi fað- ir, þessi svíðingur! Hann hefir ekki tekið allt með í reikning- inn! Hann heldur kannske að allir listamenn séu einfeldning- ar og fifl, og sætti sig við það, sem bragðarefum þóknast að gera þeim til bölvunar. Nei, hann skal sýna honum, að Sand- ro Boticelli sé ekki lambið að leika sér’ við. Nú skal spá- dómur lians á miðanum verða staðreynd. Hann ætlar að ræna henni úr klaustrinu, nema liana burt! En í hvaða klaustri er hún? Það eru svo mörg klaustur i Firenze. Hann verður að lesa áfram. „Systirin fór með mig áfram gegnum einn gang enn og út í nýjan húsagarð, hún opnaði Jdiðin og lokaði þeim aftur eft- ir okluir, jafnóðum og við fór- um um — alltal' dýpra og dýpra inn í gröf mina. Og þegar við stóðum við fimmta hliðið gat ég ekki meira .... Tárin runnu og liendur mínar urðu votar, Þá sagði systirin: Vertu þolin- móð, systir góð, vertu þolin- móð! — Hún opnaði síðasta hliðið. Eyrst fékk ég ofbirtu af sólslcininu sem flæddi um mig alla, svo að ég lokaði augun- um. En þá sá ég allt í einu að nú voru ekki fleiri gangar eða húsagarðar! Þetta var gata, sem lá úl í víða veröldina. Og á götunni stóð svartur ferða- vagn með fjórum svörtum hest- um fyrir. Og á einum af þess- tun hestum sat elskhugi minn og beið eftir mér. Hann tók mig í faðm sinn, og svo fóru hest- arnir á brokk. Sama kvöldið vorum við komin í liöll Tosk- ana og voru aftur sæl ....“ Hann missir bréfið í annað sinn. Þetta er sorglegast af öllu. Nú er allt unuið fyrir gýg. Nú getur hann ekki framar rænt henni, numið hana burt. Það er tilgangslaust að ræna brjálaðri manneskju. Sorgin yfir hinni lýndu ásl hefir svift hana viti. Ælti han'n að nema hana á burt núna, til þess eins að verða að koma henni fyrir á ein- hverju hælinu? Gatan, sem lá út í víða veröldina .... fjórir svartir hestar. Og á einum þeirra sat elskliugi hennar .... Hann, Boticelli, sem einmitt sat hérna svo raunamæddur, með bréfið um þjáningar hennar. Hann las áfram. Áfram .... Og nú líktist Boticelli sjálfur drekanum, því að hann lyftir höndunum eins og í særingum, eins og hann hefði séð djöful- inn í eigin persónu. Er hann orðinn þjálfaður líka? Hefir hon um farið eins og ástmey lians? Bókstafirnir dansa fyrir aug- unum á lionum. Ilvað stendur þarna? Hvað les hann? „Elskhugi minn hefir fundið ráð. Við urðum að leika á föð- ur minn. Við fundum ráð — við urðum að nota yður, meist- ari Boticelli! Elskhugi minn hugsaði sem svo að liinn kvenholli Boticelli gæti ekki staðist unga, fagra konu — ég er ekki liégómleg, en hin fallega mynd vðar af mér sannar að orð mín eru rétt — lil langframa. Og það því fremur sem hún segir livorki já eða nei, en evkur að- dráttarafl sitt með því að hrosa lil hans í sífellu, þannig að hann taki það lil sín! Þessvegna pantaði ég mynd- ina fyrir hönd vinar míns. Áætl- unin reyndist rétt. En kvenna- gullið Boticelli gal ekki lýsl hugrenningum sínum vegna þess að okkar gamla og góða Peppína — sem við með ýms- um brögðum höfðum gert enn Ijótari en hún í raun réttri er — átti að rjúka á yður eins og grimmur liundur, ef þér sýnduð yður nærgöngulan. Að venju eru það ekki bestu vinirnir, sem eru ólmir í að segja sögur af samborgurum sínum. En í okkar lilfelli voru það góðir vinir, sem við höfð- um heðið að koma sögum til pahha — um að dóttir hans væri örvita af ást til Boticelli, og hann elskaði liana á móti. Og ekki bara það — hitt var enn verra, að hún heimsótti þennan flagara þrisvar í viku. Sómi hennar var í hættu! Svo fór ég í klaustur •— til að geta farið þaðan aftur! Vitan- lega var ekki liægt að halda flótta sínum levndum lengi fyr- ir föður mínum svo að ég skrif- aði honum héðan og meðgekk allt. En vék ofurlítið af götu sannleikans, og það bið ég yð- ur að afsaka. Eg liefi auðvitað látið hann lifa í þeirri trú, að það séuð þér, sem hafið rænt mér. Brél'ið frá yður lét ég liggja ofan á ýmsu dóli, sem ég skyldi eftir og sem faðir miun hefir væntanlega rannsakað gaumgæfilega. Boticelli, flekari minn! Fvr- irgefið okkur tveimur elskend- um þau vonbrigði, sem við höf- um bakað yður. Eg verð að við- urkenna það: Hefði ég hitt yð- ur áður en ég gaf öðrum lijarta mitt, þá hefði mér reynst erfitt að falla ekki fyrir þeim boga- listum ástleitninnar, sem þér leikið svo meistaralega. En hjarta mitt var unnið til eilífð- ar, og ég varð að ljúga — eða réttara sagt að brosa — sam- kvæmt pöntun. Við, vinur minn og ég — annars er hann tónlistarmaður og á mikla framtíð fyrir hönd- um — munum alltaf minnast yðar með þakklæti. Þegar faðir minn sannfærist um að neitun hans var tilgangslaus, munum við ganga í hjónaband. Og ef forsjónin verður okk- ur holl og gefur okkur barn, ætlum við að láta það heita eftir yður —- verði það telpa þá skal hún heita Sandra, en verði það sveinn þá heitir hann Sandro. Málverkið megið þér eiga til minja. Sá sem borgaði það þarf ekki á því að halda lengur. Því að hanu hefir sjálfa mig, bráð- lifandi. Ef þér eruð reiður við mig þá vona ég að yður renni reiðin bráðum. Eg óska yður til hamingju með sköpunarverk yðar. Yðar ókunna.“ Boticelli hefir lesið bréfið. Hann lætur það síga, hægt og hægt. — Lengi, lengi eftir að sumarnóttin hefir dregið slæðu sína vfir landið, starir liann frá sama stað á hið undurfagra andlit á myndinni — rauða munninn, sem er svo fimur að ljúga, nei, að brosa og þegja. Marietta .... Modesta .... Ernesta .... Battista . . Merki- legt með öll þessi nöfn, sem hvarfla um huga hans. Hefir liann ekki vonsvikið neina af þessum stúlkum, hefir liann ekki unnið neina þeirra með brögðuin? Kannske var hin fagra ókunna kjörin lil þess aí' forsjóninni að gefa honum ráðn ingu, sem hann mundi ekki gleyma. Svo stendur hann upp og byrjar að taka saman dót sitt. Að minnsta kosti er hollast að komast burt fró Firenze sem fyrst. Konurán, sem hann hefir staðfest skriflega, er alvarlegt mál. Svo fer hann til Róm. Tók hann með sér myndina af hinni ókunnu? Skildi hann hana efl- ir? Eða eyðilagði hann liana? Hver veit. Kannske er það ein af þessum fögru dularfullu Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.