Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNCtffU b&f&N&URKIR Fiskveiðar — og aðrir leikir i jólafríinu Áður en leikurinn byrjar, verður þú að klippa 10—15 mismunandi fiska út úr pappa. Þeir mega bæði vera litlir og stórir. Siðan skaltu lita þá með ýmsum litum, og að síðustu skaltu skrifa á þá, hvað þeir eru þungir. Siðan skaltu fela þá í herberginu. Að þessu loknu er óhætt að kalla á krakkana og leyfa þeim að fara að veiða. Eftir 5 mínútur er veiði- tíminn liðinn. Þá hætta krakkarnir veiðum og koma til stjórnanda leiks- ins með veiði sína — það er að segja þá fiska, sem þeir liafa fund- ið — tii þess að láta hann reikna út, hve mörg kíló þau hafi veitt. Sá, sem hefir fengið mest að þyngd, fær að fela fiskana i næsta skipti. Ef til vill hefir sá, sem fæsta fisk- ana fékk, feng'ið flest kíló, því að þyngdin er aðeins komin undir því, sem stendur á fiskunum. Það er skemmtilegast að hafa minnstu fisk- ana þyngsta, af þvi að verst er að l'inna þá, og stærstu fiskana léttasta, svo að sá, sem sér á sporðinn á stórfiski og ætlar sér að krækja i feitt, verði súr á svipinn, þegar hann sér 100 grörnrn standa á hon- um. Góður pantleikur. Aliir þeir, sem ætla að vera með, safnast saman í eitt herbergi og eru látnir segja sögur hver á eftir öðrum. En sögur þessar eru þannig, að viss orð eða orðlduta má ekki segja. Hugsum okkur t. d., að ekki mætti segja „—ja“. Sagan gæti svo t. d. verið á þessa leið: Seinasta daginn fyrir jól fáum við alltaf að gera hvað sem við viljum í skólan- um. Kennarinn les upp jólasögu, og á töfluna er teiknuð jólamynd. Það er mikil ánægja ........ Hér grípa hlustendurnir fram í fyrir þeim, sem segir söguna, því að i orðinu ánægja kemur fyrir endingin „ja“, sem ekki mátti segja. Sögumaðurinn verður þá að leggja fram pant. Síðan tekur næsti við og segir sögu, og svo koll af kolli, uns allir eru búnir. Þá hafa allir tagt fram pant, og siðan má dæma eftir þeim. En það verður að athuga við þennan leik, að ef sögurnar eiga ekki að vera leiðintega langar, þá verður að segja þær fljótt, og sögu- maður má ekki liugsa lengi um hverja setningu, áður en hann segir hana. Einnig verður að velja þau orð eða þá orðhluta, sem oft koma fyrir í daglegu tali, svo að mönn- um verði gjarnara að brjóta regl- urnar. Mús. Mús er ágætt jólaspil. Það er spilað með hnetum, karamellum eða einhverju slíku. Hneturnar eru lagðar á borðið á við og dreif. Einn þátttakandinn er sendur út, og á meðan ákveða hinir, hvaða hneta eigi að vera mús. Svo má kalla hann inn aftur. Hann byrjar að taka af hnetunum, og meðan hann ekki snertir við „músinni“, má liann halda áfram að fá sér hnet- ur. En um leið og hann tekur „mús- ina“, hrópa liinir: „Mús“! — og þá má hann ekki taka fleiri. Svo fara liinir út einn á eftir öðrum. Ný „mús“ er ákveðin, og aht liið sama endurtekur sig. Þetta er skeinmtileg aðferð til þess að miðla jólasælgætinu. Vænn fiskur. Eftirfarandi frásögn sýnir, að menn höfðu gaman af ýkjusögum í fornöld ekki síður en nú. Sagan segir frá því, að Alexander mikli lét sökkva sér niður i sjóinn í gler- krukku. Þar sá hann fisk, sem var svo stór, að hann var þrjá daga og þrjár nætur að synda fram hjá honum, og synti fiskurinn þó hart. Drekk^ COLA Spiir DXyKK Buinn að höcjgva í eldinn. — Seyðii mér, Valdimar, hvað hefir sú slúlka, sem ég hefi ekki framar? — Eg æila að regna að veiða flug- fiska. AFLO€ÍAHA«ÍI«íll 15. „Jonny“ barðist þannig, að Pantanarnir höfðu aldrei séð neitt ])ví líkt. Áflogatækni lians var ein- stök í sinni röð af hana til að vera. Það hafði líka kostað Hardy langan tíma að kenna honum hana. -— „Jonny" nolaði gogginn meira en sporana, og það var þegar sýnt livernig lyktirnar mundu verða. Skyndilega náði liann taki á linakk- anum á hana Musja. Höggið var svo leiftursnöggt, að á augabragði iá hani Musja marflatur á jörðinni og gat engri vörn við komið. 16. Þá gerði Ilardy fyrstu slcyss- una. Hann greip „Jonny“, svo að liann dræpi ekki andstæðinginn. Patanarnir æptu af gremju, þvi að þeir vildu láta hanana halda áfram, meðan nokkur máttur var eftir í þeim. En Hardy taldi úrslitin þegar vera auðsæ, og i augnabliksæsingu hrópaði hann: „Jonny hefir jú sigr- að, — liinn var alveg búinn að vera!“ En Hardy sagði þetta á ensku og gleymdi nú að tala mál liinna inn- fæddu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.