Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.11.1947, Blaðsíða 12
12 F Á L KI N N SKÁLDSAGA EFTIR DARWIN OG HILDEGARD TEILHET Tveggja herra þjónn L ——•—-—--------------------~------------- borði'ð þangað til Paul liafði dreypt á vín- inu. Hann kinkaði kolli. — Ágætt þakka yður fyrir! Brytinn sagði: — Það er ég sem á að þakka. Og svo hneigði liann sig aftur. Nú fannst Cally tími til kominn að setj- ast. Paul hélt áfram samtalinu eins og ekk- ert hlé liefði orðið á því. — Þú manst eft- ir að ég nefndi það. Litla dökkhærða stúlk- an í óperukórnum. Hún var þar þegar við vorum í óperunni. En það er alveg satt! Þú liefir ekkert gaman að óperum. Þú hef- ir víst ekki tekið neitt eftir lienni. Hann dró flibbann upp á stóra hvita hökuna, liorfði á liana og lést verða móðgaður, al- veg eins og hrekabarn. En hann hefir ekki verið ejrðilagður af dálæti, hugsaði Cally með sér. Hann var bara að leika gamanleik, með sjálfan sig annarsvegar og alla aðra hinsvegar. Hann hafði byrjað með því að gera alla í Pom- ona íorviða með því að ganga um göturn- ar með nelliku í annarri hendinni og mal- akkstaf í hinni, og hélt jafnframt fyrir- lestra fyrir fjölda af stúdentum, sem eltu hann. Efni fyrirlestursins var sögulegt yf- irlit um skort á hreinlífi hjá ýmsum fræg- um leikkonum, allt frá Isabellu Andreini og til vorra daga, og fyrirlesturinn liélt liann með hárri rödd og á fallegri ensku. Jæja, þegar hann tók þátt í glímuæfingun- um á háskólánum og braut handlegginn á einum stúdentinum og það varð kunnugt að hann hefði tekið þátt í grískri glímu af liálfu PT-akklands á Olympsleikjunum 1938 fyrirgaf fólk honum þessa óvarkárni. Hann var beðinn um að setjast að í Pomona sem auka-i)rófessor. Ilann bauð kvikmyndadís- um frá Hollywood i miðdegisverð með sér, og þær voru ólmar í að fá hjá honum upp- skriftir af canupés ú l' ombard og frambois- es de la créme Savoyarde. Cally tæmdi glasið og svaraði svo rólega: —Paul, ég hefi gaman af óperum. En ég hefi ekki óperusýki eins og þú. Eg tek ekki eftir liverjum einasta ungum söngvara eða söngkonu, og eg hefi heldur ekki svo næmt eyra að ég geti kvartað, ef einhver í hljómsveitinni spilar kvart-tón of hátt. Nú var horin fram þunn súpa. Paul sagð- ist lialda að Cally mundi ekki þykja hún góð. Hann hafði talað um súpuna í sím- anum við matsveininn um morguninn. Það var vottur af merian í madeira í súpunni. Cally bragðaði á henni og sagði að sér fynd ist hún ágæt. Hún borðaði nokkrar skeið- ar, en svo varð hún hugsi og fór að hugsa um Iloot þangað til hún loksins tók eftir að Paul var búinn úr diskinum og beið. Hún sagði: — Æ, afsakaðu, ég veit ekki hvað gengur að mér. — Góða, besta Cally. Það var ettihvað sem þessa súpu vantaði. Nei þú mátt ekki andmæla því! Smekkurinn þinn var réttur, en ég var glorliungraður. Eg er allt- af glorhungraður. Ilann benti þjóninum, sem kom blaupandi eins og skotið væri úr byssu. Eftir að liafa fengið steikta dúfu með Chateau Bouilh frá 1944 (of ungu til þess að Þjóðverjar gætu stolið þvi), liallaði Paul sér aftur í stólnum. Hann horfði svo lengi á Cally að hún fór að óróast. Allt í einu spurði hann: — Iivað gengur að þér? Þú ert eins og þú hafir séð afturgöngu! — Eg liefi hitt — •—, sagði hún, en tók sig svo á. — Var það góður draugur eða slæmur, sem þú hittir? Hún tók upp gaffalinn og leit á dúfuna. Hún var þurr í munninum og vissi að Paul liafði gát á henni. — Borðaðu ekki þetta! sagði liann vor- kennandi. — Vertu ekki að neyða því ofan í þig þegar þú hefir ekki lyst á því. Eg veit hveða afturgöngu þú liefir séð. Þú hefir hitt Jolin. Þú hefir fundið hann. Hún sat kyrr og hreyfði livorki legg né lið og sagði ekki orð; því að hún vissi ekki hvað segja skyldi, eftir að hún hafði gefið Iloot loforð sitt. Vertu róleg. Eg liefi haft það á til- finningunni að þú mundir hitta hann liérna í París. Og mér þykir vænt um að þú hefir gert það. Eg skyldi óska að ég gætti hitt hann líka, því að mér líka vel myndirnar hans, og ég gæti liugsað mér að hiðja hann um að mála billega mynd handa mér núna, þegar hann er undir .... Paul fitl- aði við hægra eyrað á sér. — Eigum við kannske heldur að segja: „fer huldu höfði“. Og svo vildi ég gjarnan liitta hann til þess að hiðja hann um að lifa svo lengi að þú getir fengið skilnað við hann með heiðar- legu móti svo að við getum gift okkur. Því að þú skilur, að ég vil heldur að þú fáir skilnað við hann en að ég giftist ekkjunni hans. Eftir fimmtán til tuttugu ár getur vel komið fyrir að liann verði álitinn mesti málari sins tima. Hann sagði allt þetta á sinni formréttu, fallegu ensku, en Cally hlustaði á liann eins og i leiðslu meðan hann masaði og masaði eins og hann vildi vernda liana með loðnum orða- flaumi, gegn bitrum veruleikanum. — Og svo hefði ég gaman að geta gortað af því að ég hafði betri smekk en John Houten, að ég hefði liaft svo góðan smekk að ég vildi giftast konunni hans eftir að henni var orðið ljóst, að það er herta að dáðst að miklum listamanni en að vera bundin við liann böndum, sem sýna sig að vera ein- göngu lagalegs eðlis. Og auk þess, kæra Cally, vildi ég gjarnan komast að raun um hvað ég get gert til að hjálpa lionum. Eg fyrirlít þessa hlóðheitu landa mína, sem vilja endilega slátra öllum afreks- mönnum, sem af tilviljun höfðu meiri á- huga fyrir starfi sínu en því að fara upp í skóga til þess að erta nokkra þýska bjálfa. Eg á vini, sem eru sömu skoðunar, og þeir gætu hjálpað John Houten. Hvar er hann, Cally?“ — Nei, Paul, sagði hún, — ég hef’ heimskað mig nóg. — En heyrðu góða------ — Æ, gerðu það fyrir mig! Eftir ostinn og tvær afríkanskar appel- sínur spurði Paul: — Sagðir þú lionum af vatnslitamyndinni minni? Frænku minni gæli liafa skjátlast, skilurðu. Þjóðverjar notuðu húsið. Mig hafði langað til að eign- asl vatnslitamjmd eftir John Ilouten, í við- hót við þá, sem ég keypti í fyrra. Jafnvel vel eina af hinum eldri mvndum hans verður komið i geypiverð eftir nokkur ár. Ilún sagði: — Eg segi þér það alveg satt, að þú ert að gera mig höfuðveika. — Það var leiðinlegt! Og ég sem vonaði að þú mundir verða fallegri og upplagð- ari en nokkurntíma áður, í samlcvæminu mínu í kvöld. Það verða elcki nema fáir gestir. Frænka mín, vitanlega. Og svo ung stúlka, sem hún hefir liðsinnt og á að verða hjá henni nokkrar vikur. Ilún er mjög falleg. Eg geri ráð fyrir að þér finnist það mjög óviðeigandi að hún búi undir mínu þaki, og að þú verðir hrædd um mig fyrir henni. Og svo kemur maður sem heit- ir Brock, og sem ég verð að sinna eitthvað, úr því að faðir minn er ekki hér. Og til heiðurs þér kemur Deevers flugsveitafor- ingi. Hann var prófessor í Oxford fyrir stríðið og hefir skrifað ágæla hók um Theodore Weckerlin. Hún hrosti litið eitt. — Iiver er þessi Theodore Weckerlin. — Það liefi ég enga hugmynd um, sagði Paul, —- og það er ein af ástæðunum til að ég liefi boðið manninum. Annars held ég að Weckerlin sé tónlistaxunaður, en ég liefi ekki haft tíma til að lesa bókina. Ilve- nær áttu að hitta Jolin aftur?“ „Mér skjátlaðist, Paul. IIool hefir ekki málað þessa vatnslitamynd í hókastofunni lieima lijá þér. — Eg geri yfirleitt ekki ráð fyrir að liitta Hool framar. Heyrðu góða! Hann rétti út liöndina yfir borðið og dró þumalfingurinn á henni til sín. Hún hafði stungið honum í munn- inn. Hún roðnaði. ■— Afsalcaðu — — ég gleymdi að ....... — Sakleysissvipux-inn fer eiginlega alls ekki vel þeim, sem eru jafn yndislega fallega vaxnar og þú, Callipyge. — Nú ertu lúalegur, Páll. Bara af því að þú kannt gríslcu og veisl livað nafnið mitt þýðir! Hún stóð upp. Paul stóð líka upp og færði sig til henn- ar. Þjónninn kom eins og örskot og rétti lionum kápuna liennar, og Paul hjálpaði henni í hana. En áður en hann gerði það starði hann á hana um sinn með aðdáun- arsvip. Hann muldi-aði: — Já, en þú ert í sann- leika callipygisk, kæra Cally. Það er ef- laust ekki ein einasta kona til í París, senx ekki vildi gefa sál sína fyrir að hafa svona fallega afrenndar ........ — Paul! sagði hún og var nú orðin reið. Hann fylgdi henni á hótelið og skildi þar við hana. Sagðist mega til að verja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.