Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Vegleg Templarahöll verður reist í Rvík • Hin alþjóðlega góö- templararegla reltur upphaf sitt til Banda ríkja Norður-Amer- í'ku, en þar er hún stofnuð fyrir tæpum 100 árum. Hingað til landsins flyst þessi alþjóðafé- lagsskapur árið 1884, og stóð vagga hans hér á landi á Akur- eyri. Er góðtempl- arareglan fyrsti al- þjóðlegur félagsskap- ur, sem rætur festir í íslensku þjóðlífi, og hefir haft meiri og varanlegri áhrif á alla félagsstarfsemi í landinu, held- ur en roenn almennt gera sér ijóst, minnsta kosti i fljótu bragði. Ilinn 3. júlí árið 1885 er fyrsta góðtemplarastúkan stofnuð í Reykja- vík, en jjað var st. Verðandi nr. 9 og sama ár, 17. nóv., st. Einingin nr. 14, en l)að varð sú stúka, sem gerði góðtemplararegluria í höfuð- stað landsins „múr- og naglfasta" með því árið 1880 að hefja bygg- ingu Góðtemplarahússins við tjörn- ina. Þetta hús var svo vígt og tek- ið í notkún árið cftir, og iiefir jafnan siðan verið aðalsamkomu- staður reykvískra templara. En þetta hús var lengi vel meira en samkomustaður templara, það var aðalsamkomuhús hæjarins, öllum almenningi samastaður til fundar- halda og skemmtana, bæði leiksýn- inga og dans, og jafnvel um skeið notað sem fríkirkja, og um mörg ár samkomustaður bæjarstjórnar, einskonar „ráðhús“. Góðtemplarahúsið er um 60 ára og leikur elcki á tveim tungum, að það hentar vart lengur, sem athvarf fjölmenns menningarfélagsskapar, og hlýtur að hverfa innan skamms. Enda þótt margir muni sakna þess gamla og sögufræga húss, þá verður þar engu um þokað. En það, þetta gamla liús, verður að leysast af hólmi af öðru nýju og fullkomnu í fyllsta samræmi við þær kröfur, sem mestar eru gerðar nú til slíkra samkomuhúsa. Nýlega bauð iiúsráð Temþlarahallar Reykjavíkur, frétta- mönnum blaða og útvarps til fund- ar við sig, til þess að ræða við þá um liúsmál bindindishreyfingar- innar yfirleitt, og góðtemplararegl- unnar, og hvað væri lielst uppi um þau mál innan reglunnar nú. Formaður liúsráðsins, Freymóð- ur Jóhannsson, listmálari, hafði orð fyrir húsráðinu. Rakti hann nokkuð gang og sögu húsmáls regl- unnar liér í Rvík. Gat þess að reglan hefði fyrir nokkrum árum fest kaup á eigninni Fríkirkjuveg 11, en þó hér sé um mikið hús að ræða, er það fyrst og fremst byggt sem íbúðarhús og lientar því illa sem samkomustaður t:i fund- arhalda. Þó liefir verið í það ráð- ist að breyta kjallara hússins, og gera þar fundarsal lítinn og kaffi- stofu. Þar er og Stórstúka Islands í smákytru með skrifstofu sína, en báðar aðalhæðir hússins eru í leigu ríkisins, en þar er sakadómari með skrifstofur sínar til húsa. 1 Reykjavík eru nú starfandi 10 undirstúkur og 5 barnastúkur með um 4000 félögum, auk Þingstúku Reykjavíkur, stjórnar Umdæmis- stúkunnar nr. 1. og Stórstúku ís- lands. Auk venjulegrar félagsstarf- semi er og um að ræða liverskon- ar flokkastarfsemi t. d. leikfélög ferðafélög, fræðslufélög, söngfélög, málfundafélög, saumaklúbba, vinnu- flokka, svo eitthvað sé tiltekið. Þá er þess að g'eta að allt hníg- ur að þvi, að miðstöð bindindis- starfseminnar og allrar fræðslu þar að lútandi með þjóðinni sé i Reykja vík. En húsnæðisleysið háir slíkri starfsemi; eins og allri annarri. Er nú svo komið, að varla verð- lengur við þetta húsnæðisleysi unað. Reglan hefir snúið sér til rikis- stjórnarinnar og Alþingis um styrk í sambandi við þessi mál, með þeim árangri að dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson, hefir lagt fyr- ir Alþingi frumvarp þess efnis að ríkið styrki slíkar framkvæmdir með fé úr rikissjóði, en sé það Framhald á bls. lb. Frá Frakklaodi Stjórnarskipti I Frakklandi. — Hinn nýi forsætisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem i nóvember tók við stjórn- inni eftir Ramadier. Með lion- um á myndinni er innanrikis- ráðherrann Jules Koch (t. v.). Ástandið í Frakklandi. — Þegar nýja stjórnin tók við í Frakk- tandi logaði þar allt í verkföll- um, sem um 2 milljónir manna tóku þátt í. Stjórnin varð að kveðja herlið til nauðsynleg- uslu verka, svo sem til að flytja mél til bakaranna. Blaðasalarnir í París hafa árlega tytlidag og klæða sig þá í alls- konar afkáralega búninga og hjóla með blaðaböggtana sína frá Rue du Croissant og Mont- martre. Hér sjást nokkrir þátt- takendur í þeirri athöfn. Kennarar í verkfalli. — Jafn- vel kennarar i París hafa gert verkfall og yfirleitt flestir op- inberir starfsmenn — nema lög- reglan. Hún hætti við verkfall- ið á síðystu stundu. Hér sjást börn fyrir utan skóta í París, sem hefir verið lokaður vegna verkfalls.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.