Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHCSSVU LC/CHbURHIR Hvað geymir hafið? MeS þessari spurningu eigum við ekki við söguna um Atlantis og liina sokknu borg, og ekki heldur við alla fiskana, livalina og selina, sem iifa í sjónum, heldur blátt áfram við hrá- efnin, sem eru í sjónum. Þið vitið öll að sjórinn er saltur. í hverjum lítra af sjó eru um 30 grömm af salti. En þið vitið kannske ekki, að í sjónum eru 32 frumefni, þar á meðal joð, hróm kopar og zink — og þessvegna er ekkert undarlegt þótt vísindamenn- irnir brjóti heilann um livernig hægt sé að vinna þessi efni úr sjónum. Hugsum okkur ef hægt væri að ná í þessi efni með litlum tiikostnaði. í Ameríku er borað eftir olíu á hafsbotni og við þessar boranir hefir það komið fram að í leðjunni á hafs- botni í 3000 - 4000 metra dýpi er rad- ium, þetta undraefni, sem svo erfitt er að vinna úr berginu á þurru landi. í Noregi safnar fólk þangi og þurrk- ar það. Síðan er því brennt og úr öskunni er hægt að vinna það. Hver veit nema að líka finnist einföld ráð til þess að vinna hin efnin úr sjónum. Viljið þið kannske reyna að finna ráð til þess? 3/ CopyrigM P I B Bo* 6 Copenhagen Þegar rukkarinn kemur. Domino-gátan Beiddu einhvern félaga þinn að taka töflu úr dómínó-spili -—• það gildir einu livaða tafla það er, sem hann tekur. Þú átt nefnilega að geta sagt honum hvaða tvær tölur eru á töfl- unni! Og þetta er ofur einfalt, þegar maður veit hvernig á að fara að þvi. Setjum svo að kunningi þinn taki töflu með 2 augum öðru megi og 5 augum inumegin. Þú þekkir ekki þessar tölur, en hiður hann að marg falda fyrri töluna með 5 (2x5 eru 10). Beiddu hann svo um að leggja þrjá við (10 + 3 eru 13). Síðan á hann að margfalda töluna með tveimur (2x13 eru 26). Síðan á hann að leggja síðari töluna (5) við (20 + 5 eru 31) og segja þér svo hvaða tölu liann hafði fengið út. Hann svarar: 31. Nú dregur þú sex frá í huganum (31 — 6 eru 25). Þá geturðu svarað honum: Önnur talan er 2 og hin er 5. Við skulum taka annað dæmi, svo að þú sjáir að þetta gildir um hverjar sem tölurnar eru: tökum til dæmis að augnafjöldinn sé 1 og 6. 1X5= 5 5+3=8 j 8 X 2 = 16 16 + 6 = 22 22 —6 = 16 svo að augnafjöldinn á töflunni er 1 og 6. Hjólaráð Gúmmíklossarnir, sem eru á stigun- um á reiðhjólunum, slitna oftast nær á undan málminum í stigunum, og þá vill fóturinn skrika. Þetta má laga með því að taka bút af gamalli hjólslöngu og vefja utan um slitið, eins og sýnt er á myndinni. ***** — Framvegs ætla ég að taka var- lega á hlutunum, sagði innhrots- þjófurinn þegar læknirinn hafði ráðlagt honum hvíld. Biðillin var barmafullur af þakklæti til tengdaföður síns til- vonandi, sem hafði fallist á að hann fengi dótturina. —- Ef ég skyldi nokkurntima gera englinum henni dóttur yðar raun, þá á ég ekki betra skilið en pyntingar fyrir, sagði hann. —- Hún sér fyrir því, sagði gamli maðurinn hinn rólegasti. ***** Skrítlur — Þarna sérffu, Kaspar, hvaff einfalt það er! — Þaö er alveg rétt hjá ijður, frií Hansen. Klarínettinn hefir ekki gott af því, en þetta er eina leiðin til aff fá drenginn til að æfa sig. — Eru ngju fötin mín komin hvernig igst gkkur á þau? — Háldið þér ekki að þér gætiið náð þessum þjáningarsvip úr aug- unum?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.