Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.01.1948, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN i Minningabók, sem er listaverk Það var á lieillastundu að Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri, tók fram endurminningar föðursystur sinnar, ritaðar fyrir rúmum tuttugu árum og fékk jþær „Hlaðbúð“ til útgáfu. Guðrún Borgfjörð hafði ekki ritað í því skyni að prentað yrði, heldur gerði hún það fyrir áeggjan bróður síns, ef verða mætti að minningarnar yrðu ættmennum hennar til fróðleiks og skemmtunar. Þannig skýrir hún sjálf frá í stutt- um formála, en einmitt þetta gef- ur bókinni aukið gildi, minning- arnar bera þess engan svip að þær séu skrifaðar til lofs né fægðar. Það er vitað að til eru i handriti nokkrar minningabækur þekktra manna, sem elcki eiga að birtast fyrr en eftir langan tíma. Þessliátt- ar rit geta vissulega liaft sitt gildi en geta líka verið varasamar. Minn- ingar Guðrúnar Borgfjörð eru ekki af því tagi, þær eru einlægar og ópersónulegar, tilgangur þeirra er enginn annar en að lýsa mönnum og umhverfi. 1 þessari hók eru engir dómar dæmdir og ekki pré- dikað. Guðrún Borgfjörð var systir Klemensar ráðherra og lieirra systk- ina, dóttir fræðimannsins Jóns Borg firðings. Hún fæddist árið 1850 á Akureyri en fluttist níu ára gömul með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þar var hún svo lengst af það sem eftir var ævinnar, en Jiún andaðist árið 1930. Hún hóf of seint að rita minningar sinar svo þær ná aðeins til ársins 1888. En jiótt minningar þessar nái ekki lengra eru þær tvímælalausl skýr- asta lýsing á borgurum Reykjavík- ur og bæjarbrag hér á síðari hluta aldarinnar sem leið, sem enn hefir komið fyrir almenningssjónir. Þessi smábæjarlýsing er svo lifandi að það er engu líkara en að lesandan- um sé vísað til sætis í leikhúsi þar sem hann sér lifandi verur hreyf- ast og tala. Lýsingin er nákvæm en hvergi þreytandi. Hún er samansett úr mörgum smáatriðum, sem að lokum mynda samfellda heild líkt og þegar hannyrðakona saumar kross- saum þar sem engu nálspori er of aukið. Guðrún varar sig á að lýsa jjví, sem aðrir hafa sérstaklega tekið til meðferðar áður. Gott dæmi um j)að er kaflinn um þjóðhátíð- ina 1874. Hún lýsir ekki kóngin- um eða hans friða föruneyti held- ur dvelur hún við allt annað. Hún sýnir lesandanum inn í tjaldið þar sem matbúið var fyrir hið tigna fólk en í tjaldinu var óðagot og amst- ur, allt á tjá og tundri og skopleg mistök áttu sér stað. Þar starfaði Guðrún sjálf og hún sýnir lesand- anum þjóðhátíðina frá alveg ó- væntu sjónarhorni. Hún lýsir þvi þegar hún fylgdi Sigurði málara heim til sín kvöldið áður en liann dó og persóna Sigurðar verður Ijóslifandi. Svo er lýsing liennar á heimilum í Reykjavík svo sem heimili foreldra hennar og heimili Jóns Guðmundssonar, ritstjóra. Hún lýsir líka heimilishögum þeirra fá- tæku, lýsir daglegu lífi á hinum fátæklegu götum Reykjavíkur, versl- ununum og svo mörgu öðru, sem allt verður að lifandi mynd. Stíll Guðrúnar er léttur og látlaus, laus við allt skrúð og fordild. Það má ýkjalaust fullyrða að bók Guðrúnar sé svo merk að óhugs- andi sé að ritað verði hér eftir um sögu Reykjavíkur á 19. öld svo hennar verði ekki getið. En hún á erindi tii fleiri en Reykvíkinga og allir þeir, sem komnir eru til ald- urs og ætla að rita minningar sin- ar mættu gjarna taka sér til fyrir- myndar hvernig Guðrún fer með efni sitt. Bókin er listaverk í sinni röð, en vafalaust hefir gamla kon- an ekki gert sér grein fyrir því þegar hún ritaði hana á gamals aldri nánustu ættmennum sínum til gamans. E. Á. „Úr viðjum sjúkdómanna“ er ný bók, sem Náttúrulækninga- félag fslands hefir gefið út og er 0. ritið í bókaflokki þess. Þetta eru fyrirlestrar þeir, sem sænski lieilsu- fræðingurinn Are Waerland flutti hér s.l. sumar, allmikið auknir. Bókin hefst með formála eftir Jón- ás Kristjánsson, lækni, þar sem hann lýsir helstu æviatriðum Waer- lands og starfi hans. Þá er útvarps- erindi ])að, sem Waerland flutti í útvarpið og fjallar meðal annars um skiptingu sjúkdómanna í flokka, orsakir þeirra og hinar eðlilegu að- ferðir til að útrýma þeim. — Næst koma aðalfyrirlestrarnir, sem hann flutti í leiðangri sínum um landið, greinin „Hvernig á ég að lifa í dag?“ þar sem Waerland lýsir nákvæm- lega lifnaðarháttum sinum og mat- aræði frá morgni til kvölds. Þá ritar frú Ebba Waerland grein og lýsir hinni sálrænu lilið á kenningum Waerlands. Og loks segir Björn L. Jónsson ferðasöguna af leiðangri Waerlands og ferðafélaga hans um landið. — Margar myndir prýða bókina, sem er liin vandaðasta að frágangi og' verður vafalaust kær- kominn gestur öllum þeim, sem heilbrigði og hreysti unna og vilja læra að vernda heilsu sína og sinna. Englendingar lærðn á stríðsárunum að noia allt land sem hægt var að nola til ræktunar, og breyttu grasflesjum skemmtigarð- anna meira að segja í matjurtagarða. Landið meðfram renni- brautum flugvallanna er líka nolað til matjurtaræktar og hafa flugmennirnir sjálfir sýnt mikinn áhuga á því. Enski flugher- inn hefir alls ræktað um Í000 hektara lands og á síðasta áiri varð uppskeran i'ir þessu landi nær 5.000 smálestir af græn- meti. Hér sjást ftugmenn vera að taka upp ráfurnar sínar. Vegleg Témplarahöll verður reist í Reykjavík. Frh. af bls. 3. miðað við 100 liluta af gróða á- fengisverslunar og fari framlagið hlutfallslega hækkandi eftir því sem áfengissalan fer minnkandi. Reykjavíkurbær hefir gefið loforð um byggingarlóð. Hugsað liefir ver- ið um stað við Hverfisgötu gegnt Þjóðleikhúsinu og við Indriðatorg, og fer ekki illa á ])ví að framtíðar- heimili reglunnar i Reykjavik standi við torg það, sem kennt er við einn árvakasta forystumann í liði templara, fyrrv. Stórtemplar Indriða Einarsson, rithöfund. Þarna ó reglan þegar tvær lóðir. Ástandið i ófengismálum er vissu- lega ískyggilegt. Aðstaða þeirra, sem vinna þar að breytingum þarf að batna, einn liðurinn í þeirri breyttu og batnandi aðstöðu er nýtt og gott húsnæði, sem samsvarar PRJÓN. Frh. af bls. 11. blautra dagblaða og blaðaströngul inn í hverja ermi. Lát þau svo liggja þar til þau eru orðin rök og slétt og breið þau þá til þerris en legg þau ekki upp. Sauma saman peysuna á öxlun- um. Tak smærri sokkaprjónana og prjóna í hólk 1 I. br. og 1 I. slétt. 8 cm. hálslíningu. Fell af og sauma hliðar saman og handveg. kröfum tímans. Er ekki að efa það, að öllum hugsandi mönnum og kon- um með þjóð vorri myndi verða það fagnaðarefni, ef • nýtt hús og bætt aðstaða hindindishreyfing- unni til handa yrði komið ó sem allra fyrst. Slíkt er og þjóðarnauð- syn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.