Fálkinn


Fálkinn - 21.05.1948, Page 14

Fálkinn - 21.05.1948, Page 14
14 FÁLKINN „Blandaðir ávextir" Nýtt skemmtifélag, sem kallast „Bláa stjarnan‘- hefir verið stofnað hér í bæ og markmið þess er að fjörg'a skemmtanalíf bæjarins. Standa að því m. a. ýmsir þeir menn, sem að undanförnu hafa lagt drýgstan skerf til þess að glæða skemmtana- lífið og halda uppi „humörnum" meðal samborgara sinna. S.h þriðju- dagskvöld bauð félagið upp á kvöld- skemmtun i Sjálfstæðishúsinu. Byrj- aði hún kl. 8% e. h., og fram til kl. 11 komu fram 13 skemmtiat- riði auk allra skritlanna, sem Har- Á. Sig., kynnir kvöldsins, sagði milli þátta. Hlé var aðeins 20 mínútur. Frá 11—1 var stiginn dans. Skemmti skráin var hin prýðilegasta og var sumum atriðunum feikna vel tekið. Karl Guffnmndsson kom tvívegis fram með eftirhermur í mjög skemmtilegu og nýstárlegu formi. Tók hann m. a. fyrir þá Vilhjálm Þ. Gislason, skólastjóra, séra Jón Auð- uns, dr. Björn Sigfússon og séra Jakob Jónsson. Var þessu atriði sér- staklega vel tekið. Giiðrún Frederik- sen söng þrívegis fallcg dægurlög. Hreif hún áheyrendur mjög, hæði með fallegum söng og leik. Fram- koma hennar á leiksviðinu var til mikils sóma. Frú Emilía Jónasdóttir söng gamanvísur og sömuleiðis Al- fred Andrésson. Var háðum atrið- unum vel fagnað, svo og ungum pilti, sem söng negrasöngva, og 3 ungum stúlkum, sem léku á git- ara, sungu og jóðluðu. Leikþættir voru einnig sýndir: „Ljónatemjar- inn“ hét einn þeirra. Annar var um skoplegan atburð á brúðkaupsnótt- ina og sá þriðji gerist á veitinga- húsi. Vafalaust verða kvöldskemmtanir „Bláu stjörnunnar" vel sóttar, því að ])ar fæst mikill hlátur keyptur vægu verði. * * * * * Söngmót Kirkjukórasambands Reykjavík- urprófastsdæmis. Miðvikudagskvöldið 19, þ. m. efndi Kirkjukórasamband Reykja- víkurprófastsdæmis til söngmóts í dómkirkjunni í Reykjavík. Sungu þar 5 kirkjukórar úr Reykjavík eða alls um 90 manns. Hver kór söng 3 lög sjálfstætt, og loks allir saman 3 lög. Kórar þessir eru: Dómkirkjukór- inn, söngstjóri dr. Páll ísólfsson; Fríkirkjukórinn, söngstjóri Sigurð- ur ísólfsson; Hallgrímskirkjukórinn, söngstjóri Páll Halldórsson (Páll ís- ólfsson stjórnaði kórnum í fjarveru lians og Guðm. Gilsson var við org- elið); Laugarne.skirkjukórinn, söng- stjóri Kristinn Ingvarsson; Neskirkju kórinn, söngstjóri Jón ísleifsson. — Dr. Páll ísólfsson stjórnaði sameig- inlegu Jögunum og lék einleik á orgel (hátíðaleik eftir Liszt) í byrj- un söngmótsins. Á öllu landinu eru nú 124 kirkju- kórar, og þegar hafa 9 kirkjukóra- sambönd verið stofnuð. Á síðasta ári (maí 1947—mai 1948) hafa 19 kirkjukórar verið stofnaðir. Starf þeirra er yfirleitt með miklum blóma og á s.l. ári héldu um 40 þeirra hijómleika. MERKIR TÓNSNILLINGAR. Frh. af bls. (1. hætti hann störfum við þessa hljóm- sveit, enda liafði hann ærnum slörf- um að gegna, öðrum, því að nú var hann þegar byrjaður að vinna að þvi menningarstarfi, sem hann helg- aði síðan alla krafta sína, •— að kynna sígilda tónlist í ýmislegu formi. Árið 1855 stofnaði hann til liljóm- leikaflokka, . þar sem kynnt var „kammer-musik“, og hafði fengið i lið með sér ýmsa ágæta tónlistar- menn. Þeirri starfsemi var haldið áfram á ári Iiverju (að vetrinum) í fjórtán ár samflcytt. eða til ársins 1869. Fr. áður, eða árið 1864, lióf hann nýja starfseini, eða kynning hljómsveitar-tónsmíða, á svipaðan liátt, eða með hljómleikaflokkum, og voru þeir hljómleikar haldnir í Irving Hall í New York. Þeirr-i starfsemi var lialdið áfram i fjögur ár samfleytt. Þá varð á starfseminni fjögra ára lilé, en 1872 voru sýmfóní liljómleikarnir teknir upp aftur og liahlið áfram til ársins 1878, undir stjórn Th„ en það ár flutti hann frá New York. Síðara tímabilið voru hljómleikarnir haldnir í Steinway Hall og voru liðsmenn í hljómsveit- inni að jafnaði um 80 talsins. Árið 1809 fór Th. í fyrsta leið- angur sinn með stóra hljómsveit til Austur- og Vestur-ríkjanna. Voru i þeirri hljómsvcit uppliafleg'a 40 liðsmenn, en síðar urðu þeir 60. Voru viðfangsefnin á hljómleikum þessarar ferða-hljómsveitar valin á svipaðan hátt og til hljómleikanna í New York, •— horið fram nýtt og gamalt af öllu tæi. en jafnan vand- að til alls, sem best mátti verða. Thomas hafð: verið meðlimur filharmoniska félagsins í New York frá 1853, en árið 1877 var liann kjörinn hljómsveitarstjóri félagsins. Árið 1880 lióaði liann enn saman sínum gönilu liðsmönnum og kom hljómsveit sinni upp að nýju. Með þessari hljómsveit efndi hann nú til „higli-class" sýmfóní-hljómleika, sem voru ýmist svonefndir „alþýðu- hljómleikar" eða „hljómleikar fyrir unga fólkið1. Þeirri starfsemi liélt liann áfram í átta ár, en varð þá að hætta vegna fjárskorts. Árið 1889 gengust efnaðir tón- listarvinir í Chicago fyrir þvi að stofnuð var symfoní-hljómsveit þar í horg og kvöddu Tlieodore Thom- as til að hafa á hendi stjórn hennar og allar framkvæmdir. Var hljóm- sveit þessi um skeið nefnd „Theo- dore Thomas orchestra". Er annálað starf hans fyéir þessa liljómsveit. Ilér hefir verið lauslega rakinn starfsferill þessa ágæta tónlistar- manns. En það þyrfti langt mál til ])ess, að gefa mönnum liugmynd um, svo að nærri sé nokkru lagi, hvilíkt feikna starf Thomas innti af hendi og hvílíka erfiðleika hann átti við að etja. Það er til dæmis saga út af fyrir sig, baslið, sem liann átti í, þegar hann var að koma sér upp sjálfstæðri hljómsveit. Þess verður að minnast, að ]>að er á árunum 63—64 og hann þurfti að fá 80 valda hljóðfæraleikara. En þeir voru þá ekki á hverju strái í Banda- ríkjunum. Og svo cr dirfskan, — að leggja út í þetta stórfyrirtæki upp á eigin spýtur. Og loks þraut— seigjan, — að halda því „gangandi" árum sainan. Samtimis hefir hann svo á hendi stjórn fílharmónisku hljómsveitarinnar í 12 ár. En til þess að það fyrirtæki bæri sig fjár- hagslega, lagði hann fram mikinn hluta af þeim launum, sem honum har, •— ótilkvaddur — árum saman. Og loks var hann hámenntaður og stórbrotinn listamaður. Þetta er aðeins óljós mynd af íón- listarmanninum Theodore Thomas. Eg hefði viljað hafa liana skýrari, en rúmið, sem mér er ætlað gerir mér þess ekki kost. Thomas andaðist i Chicago 4. janúar 1905. BELGÍA. Frumh. af bls. 11. anframlciðslan skuli ganga til Banda ríkjanna. Þessi sanmingur hefir sætt mikl- um árásum, og kommúnistar í Belgíu segja, að verðið sem Banda- ríkin borg'a sé hlægilega lágt. Þeir heimta að belgiskr stjórnin segi upp samningnum og selji unnið úran þjóðum, sem hafa skuldbundið sig til að nota það eingöngu til frið- samlegra starfa. Spaak forsætisráðherra hefir neit- að að svara spurningum þessu við- víkjandi, sem kommúnistar hafa lagt fyrir hann. Eftir að hann fyrir nokkru liafði neitað að birta samn- inginn sagði hann: „Samningurinn gekk í gildi meðan á styrjöldinni stóð, og var framlag til hernaðar- þarfa af Belga hálfu. Hann gildir enn. Það kann að vera að atóm- nefnd UNO ger; síðar ráðstafánir er valda kunna því, að samningn- um verði breytt.“ En marg'ir liafa áhyggjur af fjár- hagslegri framtíð .Belga. Framfærslu kostnaðurinn hefir liækkað um 20% á síðasta ári, og þrátt fyrir úran- samninginn er útflutningur Belga til U.S.A. aðeins 1/10 af innflutn- ingnum þaðan. Það spyrja margir sjálfa sig hve lengi þesskonar vel- geng'ni muni haldast. ***** Ráðning á myndaþraut: Brotin nr. 5, 4 og 7 eru úr hinum diskinum. En 1, 2, 3, 6, 8 og 9 falla vel saman. SPILASKULD - ÆBUSKULD. í fyrsta skipti i sögu Bandaríkj- anna hefir dómari kveðið upp úr- skurð um, að spilaskuld sé bind- andi. Dómurinn var kveðinn upp af William McKnight í hjónaskilnað- arbænum Reno i Nevada. Hingað til hafa spilaskuldir ekki verið tald- ar kræfar að lögum. En í þessu til- felli var maður dæmdur til þess að greiða 15.600 dollara, sem liann hafði tapað i poker. Halló Kína! — K ínverski sendi- herrann í London sést hér vera að opna talsímasambandið milli Lotidon og Kína, sem nú loks hefir verið tekið upp aftur efi- ir stríðið. Sendiherrann er að tala við borgarstjórann í Shang- hai. V'ega veiðina. — Truman forseti er veiðimaður mikill, eða að minnsta kosti áhugamaður í veiðiíþróttinni, Mynd þessi er tekin af honum í Iíey West á Florida. Leahy aðmíráll og W. A. Saunders kapteinn, veiðifé- lagar hans vega veiði dagsins með honum. ***** 22 SINNUM TVÍBURA! Háskólinn í Rómaborg hefir sér- staka deild, sem fæst við skrásetn- ingu og rannsókn Ivíburafæðinga. Eitt af því merkilegasta, sem fram hefir komið í þersum skrám er að kona ein á Sikiley hefir eignast börn 22 sinnum — og alltaf tví- bura. Öll 44 börnin lifa eins og blóm í eggi. HORFST í AUGl' VID ÍSBJÖRN. Það bar við í vetur að loftskeyta- maðurinn á Isfjord Itadio á Spits- bergen brá sér út eitt kvöldið til þess að gá til veðurs, og vissi þá ekki fyrr til en stór birna stóð and- spænis honum og g'lápti á hann. Manninum varð ráðafátt um stund en komst svo inn og náði í byssu. •Birnan varð að fórna lífi sínu fyrir forvitnina.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.